Dagblaðið - 05.11.1977, Blaðsíða 2
.........
Það má i sannleika heitá
gremjulegt að meira en hálft
árið er varla hægt að fara út
fyrir hússins dyr öðru visi en i
einhverri yfirhöfn. Og þann
hluta ársins sem það á að vera
hægt hitans vegna, kemur þá til
rigning sem gerir yfirhöfnina
nauðsynlega samt. Mestan
hluta hins eiginlega kuldatima
er vissara að yfirhöfnin sé
harla góð og ekki nóg með það,
heldur annar búnaður I sam-
ræmi við það: þykkir sokkar,
vettlingar og helst prjónaföt
næst sér.
Húsakostur allur verður líka
að vera i samræmi við þetta,
svo hlýr, að hann haldist
íbúðarhæfur um vetur, sem
þýðir að hann er svo einangrað-
ur að hann hlýnar ekki að gagni
þá sjaldan hlýtt gerist um sum-
ur. Og þeir sem ekki eiga bil-
skúr — eða þá hafa hann fullan
af drasli eins og víða vill
brenna við — hefja kannski
daginn með Kelloggs að fyrir-
mælum sjónvarpsins, en setjast
svo, ennþá skinnheitir upp úr
bólinu, út í frystikistu sem
stendur úti á hlaði og hlýnar
ekki upp i núllið fyrr en eftir
sex til átta kílómetra og fyrir-
brigðið verður aftur að bil.
Stundum sést til sólar, sem á
að vera hlý, og þá lætur margur
blekkjast og heldur að nú sé
orðið hlýtt, þótt sjaldnast geri
sólin mikið annað gagn á þess-
um tíma heldur en spara annað
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER 1977.
Að hefja daginn
í f rystikistu
—eða Hitastigið í Heivíti
ljósmeti. Ég minnist þess oft, er
virðulegur trésmiður í Reykja-
vík hafði tekið sér stöðu gegnt
Arnarhváli í beljandi norðan-
gaddi og sól og hampaði þar
haglega gerðri níðstöng móti
gluggum hússins. Hann var
snyrtilega klæddur I þokkaleg
jakkaföt en hafði ekki skeytt
þvi að hneppa skyrtuna í háls-
inn. Ég ávarpaði manninn af
samúð, þar sem bruninn næddi
inn I hálsmál hans, og spurði
hvort honum væri ekki kalt,
hann hafði þá staðið svona í
nokkra klukkutíma. Hann leit á
mig Isbláum augum og svaraði
nístandi: „Ég geng í prjóna-
fötum næst mér. Mér er ekki
Háaloftið
vandara um í sólskini en öðrum
veðrum.“
Aldrei hef ég getað skilið
hvernig frumherjar' Helvitis-
trúar á tslandi og öðrum
norðurslóðum fóru að því að
sannfæra almenning um að
Helvíti væri vont af þvi að þar
væri hlýtt. Einhvern veginn
finnst manni að íslendingar til
dæmis hlytu að verða fegnir því
að fá loks einhvern yl þó ekki
væri nema i sálina þegar þeir
væru dauðir, þvi svo sannar-
lega var ekki mikinn yl að hafa
hér uppi á norðurhjara þá
fremur en nú, ekki einu sinni
til olíulögg til að kynda með
firinguna og hverina var bara
horft á úr fjarska.
Það er ofur skiljanlegt, að
þeir sem sömdu Helvitistrúna i
öndverðu létu vera heitt í viti.
Þeir bjuggu við svo mikinn
hita, að þeim þótti sem óbæri-
legt væri ef hann ykist frá því
sem þeir þekktu. Sæludraumur
þeirra var hins vegar forsælu-
lundur þar sem iturvaxnar
meyjar bjuggu til andvara
framan i þá með þvi að blaka
pálmaviðarblöðum.
Þessir menn höfðu ekki
kynnst þeim kuida að hann yrði
verulega til óþurftar. Það setti
að þeim ef hitinn fór niður I
tuttugu stig. A hinn bóginn
höfðu íbúar norðurslóða, þar
með taldir islendingar, ekki
reynt þann hita að hann yrði
þeim óþolandi. Afturámóti
þekktu þeir svo mikinn kulda
að nærri lá að lífsandinn frysi
á leiðinni út úr nösunum k
þeim. Og enn þekkjum við ís-
lendingar kuldann á heima-
velli, hitann aðeins á útivelli.
Það er eftirtektarvert, að
Helvitishugmyndin með eilíf-
um eldi hefur aldrei haft mikil
áhrif á íslendinga. Það er ekk-
ert undur. Það þarf ekki að
vera að þeir séu forhertari en
flestar aðrar þjóðir sem Hel-
vítistrúnni hefur verið troðið
upp á, þótt kannski sé freist-
andi að halda þvi fram. Hins
vegar hefur þeim svo oft verið
kalt, að innst inni hefur
hugmyndin um ylinn alltaf
verið freistandi.
Kannski skýrir þetta hegðun
og atferli landans betur en flest
annað.
Gleði hylla góðir menn
Vísur og
vísnaspjall
lón Gunnar Jónsson
Margir eru skagarnir og skagatærnar
á voru landi. Skagi, ritaður með stórum
staf, er sá er gefur einni stærstu byggð á
tsiandi og einum víðasta firði landsins
heiti sitt. Hér koma nokkrar visur af
Skaga frá öldinni sem leið. Þær eru
teknar úr riti sem Lúðvig Kemp gaf út
fyrir allmörgum árum. Frásagnir, sem
þeim fylgja, hef ég lagað í hendi mér.
Mörg eru þessi dæmi að visa eða jafn-
vel vísupartur varpi birtu á atvik langt
aftur í fortíð, sem annars væru gleymd
og grafin. Vinnukonu eina skagfirska,
sem heldur þótti fákæn, dreymdi að til
sín kæmi nýlátinn maður. Hafði hann
yfir vísu, og mundi stúlkan helming
hennar, þegar hún vaknaði. Hún sagði
frá þessu m.a. hagmæltum manni er
Sveinn Pálsson hét, sem henni þótti
nokkuð til koma. Hann þótti nokkuð
kvenhollur og ókærinn. Nú vildi stúlkan
fá botn í vísuna. Fyrriparturinn var
svona:
Annar jafnan fjarri fer,
frekt því má ég bíða.
Sveinn bætti við:
í herrans nafni, Þórunn, þér
þyrfti ég að ríða.
Þessi sami Sveinn kom á þessum árum
að Þangskála á Skaga. Þar var ung ekkja
er Lilja hét, var talið að Sveinn hefði
mjög hug á henni, en ekki gekk saman
með þeim strax, því Lilja á að hafa ort
um Svein þessa visu:
Snauðan glanna met ég mann,
mærð sem kann að laga.
Varla svanna siðugan
sækir hann á Skaga.
En svo fór nú samt að Lilja og Sveinn
urðu hjón og það nokkru fyrr en hæfi-
legt þótti, því Lilja bjó skamma stund i
ekkjudómi. Jón Jónsson hét bóndi á Gils-
bakka í Austurdal I Skagafirði. Þetta
mun hafa verið um 1865. Lilja mun hafa
fengið nokkur efni eftir mann sinn, en
Sveinn ekki þótt líklegur til mikillar
ráðdeildar. Jón orti:
Einlífis á eymdarnóttum
ekkjur tíðum þola bágt.
Getnaður i gluggatóttum
girndaruglan skrækir hátt.
Um þetta leyti bjó að Kleif á Skaga
bóndi, Jón að nafni. Hann var nýfluttur
framan úr Skagafirði. Eftir hann er
þessi vísa:
Þó að ég sé kominn að Kleif,
sem kölluð er rekajörðin.
Trauðlega fæ ég tré í sleif
að tálga í Skagaf jörðinn.
Sonur Jóns hét Guðmundur. Hann var
bóndi í Kleifargerði. Hann orti um sveit-
unga sinn er bjó með ráðskonum:
Eldishesta, ær og kýr
ekki brestur manninn.
Eitt þó vest er, að honum snýr
enginn festarsvanninn.
Jón Gottskálksson hét og maður á
Skaga um miðja siðustu öld. Hann var
bróðir Lilju sem fyrrer nefnd.Hann orti
brúðkaupsvísur til Ola Sveinssonar,
vinar sins og sveitunga. Ein var svona:
Færði i búið kopp og kút
og kodda i rifnu veri,
átti lfka á og hrút,
eina tík og meri.
Öli svaraði:
Húsgangssnaga hangir á,
hér af saga flýgur.
Marga flagar menjagná
marga á Skaga lýgur.
Hér er svo loks vfsa sem Óli Sveinsson
orti þegar eitt af skipum Skagamanna
fórst 1887, nafn þess er f vísunni, þar
áttu margir um sárt að binda:
Sárnar í augum sjáldur mér,
sinnið lemur kviði.
Hafrenningur horfinn er.
Hann var sveitarprýði.
★
Karl Halldórsson tollvörður 1 Reykja-
vfk, látinn fyrir nokkrum árum, var
Húnvetningur. Þessa vísu mun hann
hafa ort í glöðum hópi sveitunga:
Gleði hylla góðir menn,
gleyma ilium högum.
Húnvetnsk snilli hljómar enn
hæst á tyllidögum.
Þessar tvær vísur eru úr lengra kvæði
eftir Karl:
Heilsar dagur hárri brún,
himinn bragar gullnum stöfum,
sjá hve fagurt sólarrún
sinum hagar vöggugjöfum.
Austrið kailar eidi skírt
orðsins spjall um bláa saii,
árbiik fjalla undur hýrt
yfir fjallsins tign og dali.
Vegna starfa sinna fór Karl oft út i
skip í Reykjavíkurhöfn og um innsigl-
inguna eru nokkrar vísur. Hér eru
fjórar.
Hér við þjóðar höfuðból
hrynur glóð um sæinn.
Er að bjóða ylrík sól
öllu góðan daginn.
Dýrð er mest við dagsins barm
drottins bestu smíðar,
bjóða gestum breiðan arm
bláar vesturhlíðar.
Báðu megin' borði næst
bindur eyjakögur,
vorsins degi vermd og glæst
víkin spegiifögur.
Meðan rís frá rótum biað,
rödd á vísdóm kallar,
hylli íslands höfuðstað
himindísir allar.
Færð með snilli á fagran kjól
f jöll í hilling loga,
augað villir aftansól,
ystu gyllir voga.
Lokavísan er svo úr allt annarri átt.
Ónefndur kvennamaður lítur yfir farinn
veg:
Astinni fylgir, hold er hey,
heljarmikil vinna,
Viðhaldsmaður var ég ei
verri en sumir hinna.
J.G.J. — S: 41046