Dagblaðið - 05.11.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 05.11.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977. Poppsöngvari frelsast til trúar: „Svona hljómsveit iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii „Stutt síðan ég varaði við þessu“ DB spuröi Hermann Inga hvort hann iðraðist nú fyrra lífernis síns i trúleysinu — eða öllu heldur án þess að taka þátt í kristilegu starfi. „Aðvitað iðrast maður, en maður litur ekki til baka, þvi manni er fyrirgefið. Maður •endurfæðist til trúar á Krist,“ svaraði hann. Hann kvað útilokað, að hann hefði séð þessa breytingu á sjálfum sér fyrir fyrir 3—6 mánuðum. „Það er satt að segja mjög stutt síðan ég tók fólki vara við þessari vakningu hér. Finna konan mín varð á undan mér, eins og ég sagði, og ég var að vara hana við því að láta þetta fólk hafa áhrif á sig. En svo sá ég fólk gjörbreytast — maður sér náttúrlega vel breytinguna á fólki, sem maður þekkir fyrir. Eg get tekið yngri bróður minn sem dæmi. Eg sá á honum að eitthvað hafði gerzt, en núna veit maður auðvitað hvað þetta „eitthvað“ er. Söngsveit — ef Guð lofar Nú, svo ákvað ég að fara á samkomu með konunni minni og kikja á þetta, það gat þó allavega ekki sakað. Fyrst lenti ég á biblíunámskeiði og varð strax fyrir nokkrum áhrifum þar. Síðan fórum við á sam- komu, þar sem fólki var gefinn kostur á að koma upp og vitna, ef það fyndi sig knúð til þess. Til að gera langt mál stutt, þá fannst mér ég knúinn til að fara niður. — jafnvel þótt ég reyndi að setjast aftur í sætið mitt. Núna þrái ég — og við öll hér — að fleiri öðlist þetta sama og við höfum öðlazt i sam- félaginu. Það er ekki svo lítils virði að hlakka til næsta dags.“ A bak við Inga mátti heyra kröftugan og fjörlegan söng, þar sem ekkert fór á milli mála að Þorvaldur Halldórsson var forsöngvarinn: „Eg lofa Guð... Eg lofa Guð...“ „Okkur langar mikið að koma upp einhverri söngsveit," sagði Ingi að lokum. „Það verður af því ef Guð vill.“ Hér eru Haukar á réttunni Tjú-tjú-tralala: Haukaplatan „Svo á réttunni“ er komin út eftir langa mæðu. Fyrst urðu einhverjar framleiðslutafir í útlöndum, þar sem platan var pressuð, en svo kom verkfall opinberra starfsmanna með öll- um sínum leiðindum. Hörður tók þessa mynd af nokkrum Haukum og aðstand- endum þeirra í Óðali á þriðju- dagskvöldið, þar sem platan '’ar kynnt með pompi og prakt. Lengst til vinstri er Jón Olafs- son, forstjóri Hljómplötuútgáf- unnar hf„ sem annast dreifingu plötunnar, þá Ingólfur Sveins- son trommuleikari, Engilbert — Jensen söngvari, Gunnlaugur Melsteð bassaleikari og söngv-- ari, Jón Hildiberg, heiðurs- maður og umbi, og loks Svein Arve Hovland gítarleikari. Haukar hafa nú misst píanó- leikara sinn, Valgeir Skagfjörð, sem er farinn úr landi. Nýr píanisti hafði ekki verið ráðinn þegar við fréttum siðast af málinu. Það er hart á íslenzka popp- dalnum um þessar mundir og hefur ástandið líklega aldrei verið verra. Aðsókn að dans- leikjum hefur mjög minnkað og kostnaður við úthald hljóm- sveita mjög aukizt. Staðreyndin er einfaldlega sú, að minnstu hljómsveitirnar, sem minnst hafa fyrir lífinu, hafa mest að gera — eins og þær sanna plöt- urnar sem mest eru spilaðar í útvarpinu og næturveizlum, rusl á borð við Lúdó og Dúmbó. Þetta breytir þó ekki því, að jafnaðarlega er aðsókn mest á dansleiki Hauka í flestum landshlutum, enda verður að segjast eins og er, að „Hauka- sjarminn" er alltaf samur við sig, og ekki skyldi bera Hauka saman við þær tvær „hljóm- sveitir", sem nefndar voru. ÓV þrffst og dafnar á syndinn'r — segir Hermann Ingi Hermannsson, söngvari Loga til skamms tíma, sem nií vill syngja fyrir Jesií Astæðan fyrir því að Her- mann Ingi Hermannsson, söngvari Vestmannaeyjahljóm- ’ sveitarinnar Loga, hefur sagt skilið við félaga sína í hljóm- sveitinni, er sú að hann hefur snúizt til trúar. „Hér í Eyjum er vakning í fullum gangi,“ sagði Hermann Ingi í viðtali við Dagblaðið í fyrrakvöld. „Hér eru margir að snúa sér til trúar og ég er einn af þeim.“ Ingi sagði það alls ekki vera ætlun sína að hætta að syngja, heldur vildi hann nú gera það „á öðrum grundvelli," eins og hann orðaði það. „Þetta er ekki söngurinn sem slfkur sem ég er að segja skilið við,“ bætti hann við, „heldur umhverfið og sú innantóma músík, sem ég var að flytja með Logum.“ „Kristilegt partí“ hjá Þorvaldi Halldórssyni Hann gizkaði á að 30-50 manns í Vestmannaeyjum hefðu snúizt til trúar og „frels- azt“ á undanförnum vikum. Meðal þeirra fyrstu var Þor- valdur Halldórsson söngvari, en Hermann Ingi var staddur á heimili hans „í kristilegu partíi“ þegar DB ræddi við hann. Starfar sá hópur i tengsl- um við KFUM & K í Vest- mannaeyjum og hefur lauslega verið orðaður við þá æskulýðs- hreyfingu KFUM & K i Reykja- vík sem nefnzt hefur „ungt fólk með hlutverk“. Vakningin i Eyjum er þó víðar en í KFUM, að sögn Hermanns Inga, í Betel hefur orðið sambærileg vakning. Logasöngvarinn fyrrverandi sagðist lengi hafa velt því fyrir sér að hætta að starfa i hljóm- sveitinni. „Ég hef hins vegar varla þorað það,“ sagði hann. „Maður var hræddur við að detta út úr öllu — nú, og svo var þetta náttúrlega líka fjár- hagslegt spursmál. En siðan frelsast ég, ég reikna með að það sé rétta orðið, og þegar maður hleypir Jesú inn í líf sitt, þá sér maður tilgangsleysið I þessu öllu saman. Manni finnst j)etta rangt og þá ákvað ég að hætta.“ „Þrífst og dafnar ó syndinni“ Ingi sagðist f framtíðinni ætla að helga sig þessu kristilega starfi: „Ég gef Jesú Kristi lff mitt, ég er hans og vil starfa í hans þágu.Þegar ég lít til baka þá finnst mér ég vera búinnað eyða mörgum árum í tóma vitleysu. Svona hljóm- sveit þrífst og dafnar á sypdinni, ef svo má segja. En ég vil þó halda áfram að syngja — nema hvað nú verður það að vera á kristilegum grundvelli. Við syngjum mikið og meira að segja höfum við spjallað saman um að taka þátt í gerð plötu margra aðila með kristilegum. söngvum.“ Ingi sagði að félagar sinir í Logum hefðu tekið ákvörðun sinni vel. „Þeir voru náttúrlega hvumsa fyrst f stað og um tima stóð til að Ieysa hljómsveitina upp, en nú hafa þeir ákveðið að starfa áfram saman, fjórir. Þeir verða náttúrlega ekki söngvara- lausir, því Óli Bachmann er með þeim ennþá, og hann getur svo sem tekið lag. Raunar tók ég þessa ákvörðun á meðan Logar voru í fríi. Óli þurfti að fara á sjúkrahús í stuttan tima og á meðan gerðist þetta. Maður uppgötvar nýtt líf, nýjan heim. Nú hlakkar maður til hvers dags og er alltaf kátur og ánægður. Það er af, að tilveran sé grá og tilbreytingarlaus. Konan min hefur einnig frelsazt — varð raunar á undan mér — og þess eru fleiri dæmi hér, að hjón frelsist saman til trúar. Það hefur náttúrlega mikil áhrif á heimilunum, þar er nú starf í fullum gangi.“

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.