Dagblaðið - 05.11.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.11.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÖVEMBER 1977. ' ' Komið upp flýtis- röð í kjörbúðum Langþreyttur búðarrápari skrifar: Það er eitt sem mig angrar nokkuð mikið þegar ég þarf að verzla fyrir helgarnar. Ég er vanur að fara þá í einhverja stórverzlun bæjarins og kaupa það sem mig vantar. Stundum er það mjög mikið, allt að því full stór hjólakarfa en stundum vantar mig ekkert nema mjólkurhyrnu og brauð. Samt þarf ég að eyða nær því sama tímanum í verzluninni. Því mestur tíminn fer í það að standa í biðröð við kassann. Flestallir eru með mjög mikið í körfum sínum og þurfa jafnvel að skrifa ávísanir fyrir vöru- verðinu og tekur það oft veru- legan tíma. Mér var því að detta í hug er ég leit í erlent blað að upplagt væri að hafa í. mjög stórum búðum, t.d. Hagkaupi, sérstaka röð fyrir þá sem eru með fáa muni, til dæmis tíu eða færri. Þá þyrfti þetta fólk ekki að bíða eftir að þeir með mikla vöru- magnið væru afgreiddir heldur gætu farið í nokkurs konar flýtisröð. Er ég sannfærður um að þetta skapaði aukinn flýti líka í röðum þeirra sem kaupa mikið því þeirra röð styttist að sama skapi. Einnig væri, ef ekki er grundvöllur fyrir þessu, hægt að koma á þeirri reglu að þeir sem rita ávísanir skipuðu sér í aðrar raðir en þeir sem eru með beinharða peninga. Eins og ég NATIONAL KNQUIRER Þessi úrklippa er í bandaríska blaðinu Enquirer og sýnir kassa einn í kjörbúð og stendur fyrir ofan hann 8 munir eða færri. Slikum kössum telur bréfritari að koma ætti upp hér á landi í kjörbúðum. sagði áður fer oft mikill og dýr- mætur tlmi í slík ávísanaskrif. En betur lízt mér samt per- sónulega á fyrri hugmyndina um sérröð fyrir þá sem eru með fáa muni og vona ég eindregið að þess konar fyrirkomulag verði tekið upp hið bráðasta. JAKKITEKINN í MISGRIPUM í ALLTOF ÞRÖNGU FATAHENGIÁ GARÐSBAUJ V Ungur maður, Árni Alberts- son, hringdi og kvartaði yfir fatahengismálum á Garðsböll- um. Árni sagði að fatahengið á Garði væri á stærð við fata- hengi í venjulegri íbúð og þegar upp undir þúsund manns þarf að nota fatahengið gefur það auga leið að mikill mis- skilningur getur orðið og flækja þegar allir ætla að fara heim á sama tíma. Arni fór á Garðsball fyrir skömmu og varð fyrir því óláni Skinku- hallæri á Loft- leiðum? að jakkinn hans var tekinn — væntanlega í misgripum. Skil- inn var eftir annar jakki, „sem einhverntima hefur verið mjög líkur minum jakka,“ sagði Árni, „en er nú orðinn lúinn og. slitinn. Hér er um að ræða svartan sjóliðajakka með akkerismynd á tölunum, alveg nýjan. Sá sem skilinn var eftir er svartur en tölurnar á honum eru sléttar og er greinilega af eldri gerð en sá sem tekinn var. Árna þykir að vonum sárt að missa nýjan sjóliðajakkann sinn og biður þann sem hann tók I misgripum, eða þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um málið, að hringja til sín I síma 52474. Raddir lesenda Ljósmyndari blaðsins var sendur til þess að taka mynd af fataheng- inu á Gamla Garði. Hann kom til baka með þær upplýsingar að „hengið" væri fengið að láni frá Háskólanum.og er hér mynd af þvf. En af staðnum á Gamla Garði, þar sem hengið stendur þegar böll eru, er engin mynd. Það pláss er svo lítið að það var ekki hægt að taka mynd af þvi! DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Dóra skrifar: Þar sem við hjónin vinnum bæði á nokkuð óreglulegum tímum kemur það stundum fyrir að við förum á veitinga- hús til þess að fá okkur að borða. Þar sem við erum bæði- miklir mathákar leituðum við bæði lengi og vel að stað þar sem stórir matarskammtar væru seldir án þess þó að þeir væru óhóflega dýrir. Xoksins þóttumst við hafa fundið stað- inn, Hótel Loftleiðir, kaffiteríu. Þar var hægt að fá til dæmis skinku og egg það vel útilátið að hver fullvaxta maður var fullmettur. En um daginn þegar við komum þar virtist bleik heldur brugðið. Matarskammturinn hafði minnkað um nærri því helming án þess þó að verð- lækkaði nokkuð. I stað þess að ævinlega voru bornar tvær skinkusneiðar og tvö egg ásamÞ ristuðu brauði og smjöri var nú ein lltil skinkuræma sett fyrir mann ásamt eggjunum tveim og brauði. Hver skammtur kost- aði ellefu hundruð krónur með hálfum skammti af kokkteil- sósu og þótti okkur það nokkuð dýrt fyrir ekki meiri mat. Vildum við því gjarnan vita hvað veldur og hvort Loftleiða- svínin eru uppurin. Eða er hótelið að reyna að spara við gesti sína I mat það sem tapað- ist I verkfallinu þegar hótelið var minna en hálfnýtt? Einnig þætti mér gaman að vita hvort svona Iagað getur talizt Iöglegt og hvort ekki eru verðlagsákvæði um það að ákveðið magn af mat verði að vera þegar verð er svona hátt. Getur það líka verið að nýi rétt- urinn ódýri, Shwarma, sé niður- greiddur á þennan hátt? Það má taka það fram að þegar við komum þarna þá var sá ágæti réttur ekki á boðstólum þar sem komið var fram yfir hádegi. Ég vonast til þess að fá einhvern botn I þetta. Blómabúðin Lilja Laugarásvegi 1 — Sími 82245 Gjafavörur fiírvali Úrval afskorínna blöma Ný pottaplöntusending • Blómaskreytingar, tækifæris- og borðskreytingar, blómakörfur, brúðarvendir, lítfararskreytingar • Haustlaukaútsala Kertaúrval • Opið alla daga (líka laugar- daga og sunnudaga) 9-22 Sendum innanbæjar og um allt land Spurning dagsins Erlangtsí&anþú fórstísund? Tryggvi Elriksson, starfar á Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins að Keldnaholti: Það er dálitið langt siðan ég hef farið að synda en reyndar fer ég oft tvisvar til þrisvar I viku, bæði til að synda og fara I heitu pottana. Oftast fer ég þá I Laugardalslaugina en stundum líka 1 Vesturbæjarlaug- ina. Valdimar Sigurðsson lögreglu- maður: Eg fer gjarnan 1 sund á veturna eins oft og ég get en sjaldnar á sumrin. Að minu áliti er mjög gott að fara I laugarnar til að hreyfa sig og hressa upp. Jónas Hallgrimsson, vlnnur við endurskoðun: Já, ég fer oft. För- um við ekki öll reglulega i sund? Það hressir mig allan upp bæði andlega og likamlega. Kristfn Eyjólfsdóttir, póstfreyja og húsfreyja: Það er nú langt siðan, liklega margir mánuðir. Eg stend mig frekar illa nú orðið. Aftur á móti fór ég oft I Sundhöll- ina þegar ég bjó þar i nágrenninu. Svanhvft Oladóttir, afgreiðir f Efnalauginni Björg: Já, ég fer oft, slðast á sunnudaginn var. Mér finnst það bæði hressandi og gam- an. Venjulega fer ég I Sundhöll- ina við Barónsstíg. Emma Magnúsdóttir.i Myndlista- og handiðaskólanum: Eg er á leiðinni i sund núna og fer eins oft og ég hef tíma til. I fyrravetur fór ég á hverjum degi og þá í Laugardalslaugina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.