Dagblaðið - 05.11.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.11.1977, Blaðsíða 4
BASAR Styrktarfélagar Blindrafélagsins halda basar að Hamrahlíð 17 laugar- daginn 5. nóvember kl. 2. Margt góðra muna, kökur, skyndihappdrætti, 50 kr. miðinn. Styrktarfélagar. Kaupmenn — Innkaupastjórar Skartgripir og gjafavörur í úrvali Heildsölubirgðir GOÐAFELL Heildverzlun Hallveigarsttg 10, sími 14733 Göran Bergendal flytur erindi um sænska tónskáldið Allan Petterson og kynnir hljómplötur í dag, laugard. 5. nóv. kl. 16.00. Á mörgun, sunnud. 6. nóv. kl. 16.00, flytur hann erindi um Rikskonserter í skólum Svíþjóðar. Norrœna hósið Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ VERZLIÐ MR SEM ÚRVAUÐ ER MESTOG KJttRIN BEZT Einfalt og ódýrt undir hljómtækin ogplöturnar Verð aðeins kr. 24.500. Húsgagnadeild HRINGBRAUT121 -SÍMI28-601 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGTJR 5 NOVEMBKR 1977. Nú fást ekki tunnur til að salta sttd í — Birgðastöðvar að tæmast og tunnuf lutningaskipin tefjastytra Tunnuskortur er nú yfir- vofandi hér á landi og kynni að geta haft áhrif á slldar- söltunina ef verulega aflaðist á næstu dögum. Allir sildarsalt- endur hafa fyrir löngu fengið afgeiddar þær tunnupantanir sem þeir gerðu fyrir haustið, en vilja nú fá viðbótartunnur. Gunnar Flóvenz fram- kvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar staðfesti þetta í viðtali við DB i gær. „Tunnubirgðir eru nú að minnka iskyggilega," sagði hann. „Lagerstöðvar okkar út um land eru að tæm- ast.“ Gunnar sagði að skip væri að losa tunnufarm á Hornafirði. í kjölfar þeirrar sendingar hefði nýi Lagarfoss átt að koma með tunnur. Atti hann að byrja að lesta tunnur í Haugasundi á fimmtudagsmorgun, en kom ekki þangað fyrr en siðdegis, svo nokkurra daga seinkun er á komu hans. Vegna seinkunar- innar klárast ekki ferming hans fyrir helgi að sögn Guftnars. Alafoss átti að byrja að lesta tunnur i Flekkefjord á miðvikudagskvöld. En á fimmtudag lá skipið enn i Eger- sund og var þá unnið að ein- hverjum viðgerðum um borð. Öfyrirsjáanleg seinkun verður þvi á tunnum sem koma áttu með honum. -ASt. Það var mikil stemmning þegar skátarnir af Nesinu komu fylktu liði með heimatilbúin blys á hátíðina i Hagaskóla. DB-mynd Sv. Þorm. Seltirningar stofna skátafélag „Það hefur lengi staðið til að stofna sérstakt skátafélag á Sel- tjarnarnesi. Skátar af Nesinu hafa starfað með skátafélaginu Ægisbúum. Þetta varð svo að raunveruleika á miðvikudaginn var. Þá var stofnað skátafélag á Seltjarnarnesi og um kvöldið var farin blysför á skátahátíð sem haldin var í íþróttahúsi Haga- skólans í tilefni af afmæli skáta- hreyfingarinnar," sagði Kristin Halldórsdóttir, en hún er einmitt ritari hins nýstofnaða skáta- félags. I stjórn félagsins eru þrir foreidrar, Gústaf Einarsson félagsforingi, Haukur Jónasson gjaldkeri og Kristin, auk þess fjórir skátar af yngri kynslóðinni. Páll Gislason skátahöfðingi afhenti Gústaf skipunarbréf á stofnfundinum. Magnús Erlends- son forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness kom á fundinn og tilkynnti, að skátarnir fengju einkaafnot af einu herbergi f félagsheimilinu fyrir starfsemi sfna. A stofnfundinn, sem haldinn var í Valhúsaskóla, kom einnig félagsforingi Ægisbúa, Tómas Grétar, og færði hinu ný- stofnaða félagi félagsfána. Ekki hefur enn verið fastákveðið, hvað hið nýja félag skuli heita, en Selsingar hefur sterklega komið til greina. Selsingar er fertugasta og fimmta skátafélagið sem stofnað er á Islandi. „Þegar vel heppnaðri skáta- hátfð f Hagaskóla var lokið og halda skyldi aftur heim á Nesið,“ sagði Kristín, „var svo mikil „stemmning" i krökkunum, að þeir tóku ekki i mál annað en að fara gangandi aftur alla leið heim á Nes og var aftur kveikt á blysunum." -A.Bj. ALLIR Á KAFl í SÍLD EN ÞRÁ NÚ BARA ÝSU landi á Eskifirði áþessu hausti. nema þorsk. Þar af leiðir að Esk- Hjá söltunarstöðinni Auð- firðingar og jafnvel Austfirðingar björgu er búið að salta í 2200 hafa varla bragðað ýsu f langan tunnur. ? tíma. Þó gott sé að fá þorskinn Hólmanesið kom á miðvikudag vona menn samt að nú fari úr að með 70 tonn af þorski eftir 8 daga rætast með ýsuna. útivist. Smábátarnir fá ekkert Regina/ASt. Margir þjófar á ferfr Saltað hefur verið á öllum þremur síldarsöltunarstöðv- unum á Eskifirði langt fram á nótt að undanförnu. Skrifstofu- fólk fer í síldarstörfin að lokinni annarri vinnu. Söltunarstöðin . Friðþjófur hefur saltað í 2800 tunnur. Kom Sæíjón til stöðvarinnar á fimmtudagsmorgun með beztu síld sem þangað hefur komið. Reyndist 90% hennar í stórsíldar- flokki að sögn Búa Birgissonar síldarmatsmanns. Með þessum farmi fyllti Sæljónið sinn síldar- kvóta og fer nú á veiðar fyrir erlendan markað. Söltunarstöðin Sæberg hefur saltað í 1650 tunnur. Þangað kom Sigurbjörg frá Olafsfirði á miðvikudag með 1200 tunnur I söltun og 25 tonn til frystingar. Farmur Sigurbjargar er sá stærsti sem eitt skip hefur fært að Þjófar voru allnokkuð á ferli í höfuðborginni í fyrrinótt. Farið var inn að Sigtúni 3, brotið þar og bramlað fyrir stórfé og útvarps- tæki stolið. Maður með tækið undir hendinni var gripinn niðri á Vitastíg og sat hann inni um nóttina. Þá var farið í hársnyrtistofu að Grettisgötu 62, stolið blásara, hárþurrku, reiknivél og permanettæki. Er talið huesan- legt að sami maður hafi verið að verki og f Sigtúni. I íbúð í Garðastræti var stolið kassettu- og útvarpstæki. Loks var brotizt inn f Breiðholtsapótek og Nýgrili f Breiðholti. I apótekinu var aðeins leitað að peningum og stolið nokkur þúsund krónum f skipti- mynt. I Nýgrilli var stolið sælgæti. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.