Dagblaðið - 05.11.1977, Page 7

Dagblaðið - 05.11.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977. 7 hitaveitur lagaákvæðin — Gjaldskrár birtar ítfma Í40 síðum Stjórnartíðinda Verðhækkanir þær á rafmagni og afnotagjöldum hitaveitu, sem gengu í gildi 1. nóvember sl., hafa nú i einu og öllu verið gerðar að lögum. Eins og DB gat um gerðist það við sfðustu verðhæi kanir að misbrestur var á að þannig væri að staðið. I Stjórnartíðindum, sem nýlega eru komin út, eru birtar gjaldskrár Hitaveitu og Raf- magnsveitu Reykjavíkur, tiu ann- arra rafveitna og Rafmagnsveitna ríkisins. í orkulögum nr. 58, 29. april 1967, eru ákvæði um að birta verði gjaldskrárnar i Stjórnartíð- indum áður en þær öðlast gildi. Nú hefur dyggilega verið farið eftir þessu lagaákvæði því um- ræddar gjaldskrárauglýsingar, sem þekja 40 blaðsíður í Stjórnar- tíðindum, hafa allar verið af- hentar til birtingar 27. október. Vegna skorts á uppfyllingu lagaákvæðis um birtingu gjald- skrár féll bæjarþingsdómur f Hafnarfirði í sumar sem sýknaði einn gjaldanda af kröfum Raf- veitu Hafnarfjarðar sem rukkaði samkvæmt gjaldskrá sem var ólögleg, m.a. á áðurgreindum for- sendum. Enginn annar gjaidandi f Hafnarfirði hefur krafizt endur- greiðslu, sem hann þó vafalaust á rétt á samkvæmt bæjarþings- dómnum. Rafveita Hafnarfjarðar áfrýjaði ekki dómnum, féll frá kröfunni á gjaldandann sem neit- aði að borga og varð Rafveitan að greiða allan málskostnað. Tæplega fimm mánuðir liðu áður en gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur uppfyllti þau skil- yrði að birta gjaldskrána í Stjórnartíðindum. Fimm dagar liðu hjá Rafmagnsveitu Reykja- vfkur og mislangur tími leið þar til aðrar rafveitur uppfylltu laga- skilyrðin um birtinguna. - ASt. Happdrættismiðinn fer f700 kr. — en 600 hjá SÍBS Þeir mýmörgu sem viðskipti eiga við stærsta happdrættið hér á landi, Happdrætti Háskóla Islands, munu eftir áramótin þurfa að leggja meira undir en verið hefur ef þeir ætla að vera með. I nýjustu Stjórnartíðindum er auglýst breyting á reglugerð um Háskólahappdrættið á þann “ Vlð sýnum bestu árgerðina framleitttil þessa.wlvo 19 veg að verð hlutamiða f hverjum flokki verði 700 krónur og verð ársmiða 8400 krónur. I sama blaði er augiýst breyting á reglugerð um Vöruhappdrætti SÍBS þess efnis að verð ársmiða verði 7200 kr. og endurnýjunar- verð í hverjum flokki verði kr. 600. -ASt. sem\folvo hefur blvo 1978 er frábær!” Ásgeir Gunnarsson Framkv. stj. Veltis hf. SÝNING í VOIVOSALNUM Glæsilegir bílar á góðu verói ViÖ sýnum: VOLVO 244 VOLVO 245 VOLVO 343 VELTIR HF Suðurlandsbraut 16*Simi 35200 Laugandaginn ö.nóvember kl.14-19 Sunnudaginn 6.nóvember kl.10-19 Kísiliðjan: r KÆLIKERFIÐ TILBUIÐ EFTIR HELGI „Það er verið að vinna að loka- tengingum uppi á varnargörðun- um,“ sagði Garðar Sverrisson verkfræðingur við Kísiliðjuna f viðtali við Dagblaðið, en hann stjórnar vatnskælingarkerfi því sem verið er að setja upp þar og nota á til þess að kæla hugsanlega hraunstrauma sem runnið gætu hættulega nærri verksmiðjunni. „Verið er að' tengja leiðslurnar frá vatninu og draga rör út á garðana. Við búumst við að verða búnir að þessu um eða upp úr helginni." Garðar sagði að dælu- búnaðurinn frá vatninu gæti dælt um 150 sekúndulítrum með tveimur 200 hestafla dælum en auk þess myndu þeir tengja kaldavatnskerfi verksmiðjunnar við kælikerfið og fengju þá um 200 sekúndulítra. „Með þessu móti fáum við um 20% af því vatnsmagni sem þeir gátu dælt f eldgosinu f Vest- mannaeyjum og gerum við okkur vonir um að geta með því kælt nægilega jaðar hraunsins sem kynni að renna, svo að það kæmi til með að styrkja garðana," sagði Garðar ennfremur. Garðar sagði að dælur þær sem notaðar voru f Vestmannaeyjum og geymdar væru hjá Vitamála- stofnuninni, væru allar úr lagi gengnar og auk þess hentuðu þær ekki, þar eð þær væru svonefndar millidælur, þ.e. það þyrfti að dæla frá þeim. Batnandi mönnum bezt að lifa: Nú uppfylltu raf- og 7>* >'.■ n-Onfe, - . ■ ■ 5 . M —■' ■■■■^.^■Í.:■ ... . ■■■■■-■^ . ■ . ■■'■ ■ ■ Unnið hefur verið við að leggja rör á varnargarðana umhverfis Kfsiliðjuna undanfarnar vikur og má búast við því að verkinu ljúki núna um helgina. -DB-mynd IS. „Vinnubrögð bæjarstjómar slíkur skrípaleikur að engu tali tekur” —sagði Gísli Sigurðsson er hann sagði sig úr byggingarnef nd Akraness — heil nefnd hætti á síðasta ári og formaður hafnamefndar hættur vegna ágreinings við bæjarstjórn „Það er ástæðulaust fyrir bæjarstjórn Akraness að vera að skipa nefndir og virða sfðan f engu tillögur þeirra, slíkt er aðeins skripaleikur,“ sagði Gfsli Sigurðsson sem nýlega sagði sig úr byggingarnefnd Akraness vegna ágreinings við bæjarstjórn. „Þetta er ekkert nýtilkomið, langlundargeð mitt er einfald- lega brostið. Bæjarstjórn hefur að sjálfsögðu f hendi sér ákvörðunartöku — en til lítils er að skipa undirnefndir og fara síðan i engu að ráðum þeirra," sagði Gísli ennfremur. Gfsli Sigurðsson er ekki hinn eini sem sagt hefur upp störf- um í nefndum á vegum Akra- nessbæjar. Björn H. Björnsson, sem um 15 ára skeið var f hafn- arnefnd bæjarins og formaður nefndarinnar, sagði af sér störfum f nefndinni. „Mér líka ekki vinnubrögð bæjarstjórnar. Astæður mínar eru margar og það er f sjálfu sér ekki óeðlilegt að vera ekki á sama máli og bæjarstjórn — en ástæða þess að ég segi af mér er að mér lfka ekki vinnubrögðin," sagði Björn H. Björnsson. Fyrir um ári sagði heil nefnd af sér á Akranesi, atvinnumála- nefnd bæjarins. „Við höfðum ekki eðlilegan starfsvettvang. Við sendum frá okkur tillögur í góðri trú og af samvizkusemi en þær urðu ekki að neinu. Við sendum bæjarstjórn bréf og fórum fram á leiðréttingu en þegar þvf var hvorki svarað né sinnt sögðum við allir af okkur störfum f nefndinni. Það var alls ekki pólitfsk ákvörðun," sagði Njörður Tryggvason, sem var formaður atvinnumála- nefndar bæjarins. Gfsli Sigurðsson sendi bæjar- stjórn kjarnyrt bréf f sfðasta mánuði þar sem hann tilkynnti ákvörðun sfna, bréf Gfsla hljóðaði: „Ég undirritaður, sem hefi verið viðloðandi byggingarnefnd sfðastliðin 12- 15 ár, hefi nú ákveðið að taka ekki lengur þátt f störfum þeirrar ágætu nefndar. Ástæðan fyrir þessari afsögn minni er ekki að f þeirri nefnd sé einhver sundrung, slfkt hefur ekki verið þann tíma sem ég hef verið þar. Menn hafa oft haft ólikar skoðanir á málum, umræður hafa verið málefna- legar og þvf hafa sömu menn alltaf getað sætzt á niðurstöður. Hins vegar hafa vinnubrögð, sem bæjarstjórn hefur viðhaft það sem af er þessu kjörtfma- bili f afgreiðslu þeirra mála sem komið hafa frá byggingar- nefnd, verið slík skrfpalæti að engu tali tekur. Bæjarstjórn sem virðist hafa það að markmiði að virða að engu þær niðurstöður sem nefndir þær er hún kýs senda frá sér, er ekki þess virði að vinnafyrir hana. Ég hefi annað þarfara við tfmann að gera en taka þátt f slfkum skripaleik sem virðist þjóna þeim eina tilgangi að sýna það svart á hvftu að það er bæjarstjórnin ein sem veit og ræður, og skiptir þá engu hvort lausn þeirra mála sem um ræðir hverju sinni er góð eða slæm. Ég nenni ekki að hafa um þetta fleiri orð en frábið mér þau leiðindi að þurfa að starfa fyrir slíka bæjarstjórn." Gfsli Sigurðsson. „Ákvörðun mín er engin skyndiákvörðun, mælirinn hefur verið að fyllast. Annað dæmi sem nefna má að er með endemum er götunafnamálið svokallaða hér á Skaganum. Byggingarnefnd gerði eins og verksvið hennar sagði til um, tillögur um nöfn á götum. Þar voru áður mógrafir og eftir fjóra fundi var ákveðið að mæla með heitunum Móflöt og Svarðarflöt f beinu framhaldi af þvf. Bæjarstjórn fannst nöfn- in ekki nógu falleg og kaliaði göturnar Skarðsbraut. og Vallarbraut. Það hafði hins vegar verið stefna að „braut“ væri einungis haft um stærri götur bæjarins en hér var um húsagötur að ræða. Það segir sig sjálft — og þessi mál eru einungis tekin út, að það er hrein tfmasóun að vinna fyrir slfka bæjarstjórn,“ sagði Gfsli Sigurðsson að lokum. - h halls.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.