Dagblaðið - 05.11.1977, Page 10

Dagblaðið - 05.11.1977, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ: LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER 1977. Útgefandi Dagblafiið hf. , Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Jyjólfsson. Ritstjóri: Jjnas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón' Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar1; Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Afistoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blafiamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurfisson, Dóra Stefánsdóttir. Gissur Sigurfisson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamloifsson, Hörfiur Vilhjálmsson, Sveinn Þormófisson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mór E. M. Halldórsson. Ritstjórn Sifiumúla 12. Afgreifisla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAalsími blafisins 27022 (10 línur). Áskríft 1500 kr. á mánufii innanlands. í lausasöki 80 kn émt&kio. Sotning og umbrot: Dagblafiifi og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugorfi: Hilmir hf. Sífiumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skoifunni 19. Óbilgjöm rafmagnshækkun Rafmagnshækkunin nú er algerlega óþörf og til komin vegna óbilgirni Landsvirkjunar. Hún er knúin fram þrátt fyrir hörð mót- mæli þeirrar nefndar, sem ríkis- stjórnin sjálf hefur sett til að fjalla um verðhækkanir á þjón- ustu hins opinbera. Rök nefndarinnar fyrir synjun á hækkunarbeiðni Landsvirkjunar hafa í engu verið hrakin. En höfuðsmönnum þessa volduga ríkisfyrirtækis, ekki sízt stjórnarfor- manni þess, seðlabankastjóra, þóknaðist að hækka verðið, og almenningur borgar á næstu vikum. Andstaða nefndarinnar, svonefndrar gjald- skrárnefndar, gat aðeins tafið hækkunina í þrjá mánuði. Sumir nefndarmenn gáfu í sum- ar í skyn, að þeir mundu segja af sér, ef hækkunin yrði knúin fram. Samþykkti ríkis- stjórnin hækkunina, sýndi það, að starf nefnd- arinnar væri haft að engu. Nefndarmenn hafa nú ákveðið að sitja áfram þrátt fyrir allt og láta mótmæli nægja. Að kröfu Landsvirkjunar hækkaði rafmagns- verð til almenningsveitna um fimmtán af hundraði hinn fyrsta nóvember og rafmagn Rafmagnsveitu Reykjavíkur um tuttugu og eitt prósent, þar af sex prósent vegna hækkunar heildsöluverðsins og fimmtán prósent vegna annarra verðhækkana. Sé litið á röksemdir Landsvirkjunar fyrir þessari hækkun, blasir óbilgirnin við. Lands- virkjun skírskotar til þess, að árin 1974-1976 hafi nokkuð vantað upp á, að fullnægt hafi verið merkilegum ákvæðum um arðgjöf fyrir- tækisins, sem það hafi undirgengizt í láns- samningi við Alþjóðabankann. Þessir skilmálar hafi verið slíkir, að 529 milljónir hafi vantað, þótt afkoma fyrirtækisins hafi ómótmælanlega verið fullgóð á almennan mælikvarða, svo góð að það gaf 5,9 prósent arð 1974, 7,6 prósent 1975 og 8,3 prósent 1976. Afkoman verður enn betri í ár. Hagnaður, áður en vaxtagreiðslur eru inntar af hendi, er talinn munu verða hvorki meira né minna en 2126 milljónir. Þetta verður því í ár jafnvel 400 milljónum meira en krafizt er í hinni merki- legu arðgjafarklásúlu. Óbreytt rafmagnsverð hefði því gefið Landsvirkjun 400 milljónir af halanum frá síðustu árum. Þetta hefði með fullri sanngirni átt að teljast nóg, og rafmagns- verð hefði ekki átt að hækka. En meira kemur til. Landsvirkjun hefur fengið greiddar 360 milljónir í bætur frá Járnblendifélaginu, en ætlunin er að færa aðeins 73 milljónir af þeim til tekna í ár en geyma hitt. Með því að færa meira af þessum tekjum á yfirstandandi ár, mátti eyða öllum halanum gagnvart Alþjóða- bankanum. Að minnsta kosti hefði þetta ríkis- fyrirtæki átt að una við sitt, vitandi um tekjurnar af bótunum, en ekki seilast dýpra í vasa almennings. í gjaldskrárnefndinni, sem hefur reynt að stöðva þessar hækkanir, sitja verðlagsstjóri og tveir stjórnarþingmenn. Jafnvel þeim ofbauð. Nefndin undirstrikaði það, sem er þunga- miðjan í málinu, að engin ástæða væri til að Landsvirkjun eyddi þriggja ára halanum gagn- vart Alþjóðabankanum á einu ári. En vilji seðlabankastjóra er máttugri. f V PARÍSARTÍZKAN: Altt leyft í tízkuheiminum næsta sumar —en tízku- ritstjórargengu út af skrípaleiknum Er þetta í fyrsta sinn sem svona nokkuð gerist 1 háborg tízkunnar en þeir sem þarna voru viðstaddir hafa sagt að þessar tizkusýningar séu orðnar að hálfgerðum skrípa- leik og mál að linni. Yves St. Laurentbar af En eins og jafnan áður þðtti sýning Yves St. Laurent bera nokkuð af öðrum sýningum og ræður hann raunverulega einna mestu um hverju fólk klæðist, þótt vitanlega ráði til- lögur ýmissa annarra, eins og Ungaros, Guy Laróche, Marc Bohan (Dior), Givenchy og Karl Lagerfeld (Chloe) einnig miklu. Á sýningunum kom fram að pilsin eru búin að taka völdin af síðbuxunum en þær síðbux- ur, sem sýndar voru,. voru Tízkusýningarnar í París eru nýafstaðnar. A haustin er það tízka fyrir næsta vor og sumar sem sýnd er. A þessar sýningar koma ritstjórar frægustu tízku- blaða heims, eins og Vogue, Mademoiselle, Glamour, Harpers Bazar og ritstjórar tizkudálka stórblaðanna New York Times Magazine, II Tempo og II Giorno. Þarna koma einnig inn- kaupa- og verzlunarstjórar stórverzlana víðs vegar að úr heiminum. Þarna eru sýnd eins konar „grundvallarföt“ sem siðan eru hönnuð eftir óskum framleiðendanna og þegar fötin koma á markaðinn eru þau oft á tíðum harla ólík hinum upp- runalegu fyrirmyndum. Þær eru líka oft á tiðum nánast sagt mjög ýktar — og liklega gera tízkufrömuðirnir aldrei ráð fyrir að nokkur maður gangi I fötunum eins og þeir sýna þau á Parísarsýningunum. Ritstjórarnir gengu út Að þessu sinni gerðist það einna helzt markvert að á sýn- ingu hjá Montana varð uppi fótur og fit og tízkuritstjórun- um og innkaupastjórunum fannst sér gróflega misboðið með því að bjóða yfir þúsund manns að horfa á tizkusýningu í húsnæði sem i mesta lagi getur rúmað fimm hundruð sálir. Gengu þessir tizkujöfrar því af sýningunni og lýstu hálf- gerðu frati á frönsku sýning- arnar. Kvennabúrsbuxur, gegnsæ efni og kjólar með lausum ermum voru meðal annars sem fram kom á Parisarsýningunum. Valtur á vinstri, haltur á hægri Það má til sanns vegar færa, að þótt íslenzkir kjósendur hafi haft næga fjölbreytni I vali á stjórnmálaflokkum á umliðn- um árum, hafa stefnuskrár þeirra flokka, sem lengst hafa starfað með óbreyttum heitum (Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokk- ur) ekki verið jafn fjölbreyti- legar. í reynd hefur mismunur á stefnuskrám þessara þriggja ’flokka verið svo lítill, að það hafa ekki verið kjósendum til- takanlega þung spor að ganga að kjörborði og kjósa annan flokk en þann, sem þeir sfðast fylgdu að málum. Kommúnistaflokkurinn (sfðar Sameiningarflokkur al- þýðu, Sósfalistaflokkurinn og nú Alþýðubandalagið) hefur haft nokkra sérstöðu i þessum efnum, þar sem fylgismenn þess flokks hafa miklu fremur litið á stefnuskrá hans sem trúarkenningar en stjórnmál, enda standa margir dyggustu fylgismenn þessa flokks utan fslenzku þjóðkirkjunnar og játa ekki þá trú, sem hér er opinber- lega viðurkennd. Borgaraflokkarnir þrir, Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, hafa nálgazt svo hver annan i hinum stjórnmálalegu stefnuskrám sínum, að lifsskoðanir, hug- sjónir og stefnur renna nú i sama farveginum — i áttina til sóslalisma eða rfkiskapitalisma, ef menn vilja heldur orða það svo. Það er þeim mun erfiðara fyrir fylgismenn hins frjálsa framtaks og einstaklingsfrelsis að viðurkenna þennan stefnu- samruna, að þeir hafa löngum talið lffsskoðun sfna og hug- sjónir eiga samleið með þéim stjórnmálaflokki, sem setti rétt- indi og skyldur einstakiingsins undlr sama hatt, nefnilega Sjálfstæðisflokknum. Og Sjálfstæðisflokkurinn hafði sérstöðu. Hann var eini stjórnmálaflokkurinn, sem hafði svo mikil áhrif á mótun þjóðlifsins hér á landi, að þau máttu sín jafn mikils, hvort heldur hann var i stjórn eða stjórnarandstöðu. ' Enn er Sjálfstæðisflokkurinn áhrifamikill og er ómótmælan- lega i forystu þeirra þriggja borgaraflokka, sem hér starfa, bæði að atkvæðamagni og áhrif- um. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki samur og hann var. Kemur þar margt til. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929 með sameiningu Ihaldsflokksins og Frjálslynda flokksins, varð for- maður hans Jón Þorláksson, sem áður hafði verið formaður Ihaldsflokksins frá stofnun ár- ið 1924. Jón Þorláksson hafði nokkru áður haft forystu um myndun bandalaga andstæð- inga Alþýðuflokksins. Jón Þor- láksson var maður hins „nýja tfma“ á þessum árum, og voru verklegar framkvæmdir og framfarir efni og uppistaða alira hugsjóna hans. Það var þvi ekkert eðlilegra en að Sjálfstæðisflokkurinn, sem sprottinn var úr alfslenzk- um jarðvegi og mótaður af fs- ienzkum staðháttum tæki að sér það hlutverk að vera þjóðlegur umbótaflokkur, enda annað meginatriðið í stefnu Sjálf- stæðisflokksins frá upphafi „að vinna i innanlandsmáium að vfðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstakl- ingsfreisis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ En nafngift Sjálfstæðis- flokksins var ekki einungis dregin af þvi stefnuskráratriði, að vinna að fullu sjálfstæði þjóðarinnar, heldur lika, og ekki siður, af öðru meginat- riðinu, sem hér er vitnað til áður og gaf til kynna almennt stefnu hins nýja flokks. Jón Þorláksson hafði enda gjarnan þá skýringu á nafni flokksins, að „f innanlandsmál- um benti sjálfstæðisnafnið vel á þungamiðju þess ágreinings, sem skllur milli flokksins og sósíalistanna." Þau sjónarmið, sem fram koma i stefnuyfirlýsingunni frá 1929, eru enn meginuppistaðan I stefnu Sjálfstæðisflokksins.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.