Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 1
3. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 13. DES1977 — 278. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA J l. AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 —AÐALSÍMI 27022. VERÐA AUIR KJARA- SAMNINGAR ÓGILTIR? Stöðugt gengissig, samdráttur í f járf estingarmálum og aukin skattheimta I forsendum fyrir fjárlaga- frumvarpinu, sem verður til annarrar umræðu í dag, er m.a. gert ráð fyrir um 1.5% gengis- sigi á mánuði hverjum á fjár- lagaárinu. Þetta nemur um 22% gengisfellingu krónunnar árið 1978. Gert er ráð fyrir 31-33% verðbólgu. Þrátt fyrir það, hafa verið gerðir kjarasamningar sem að óbreyttu hafa verið túlkaðir þannig að þeir valdi 45% verðbölgu. Því vaknar spurningin um það, mcð hverjum hætti þessum mismun verði mætt. Samkvæmt fregnura, sem telja má áreiðanlegar, kemur fram í prentuðu áliti á aiþingi í dag, spá um útgjaldaaukningu frá fjárlagafrumvarpinu um 17 milljarða króna. 10 milljarða króna tekjur verða fengnar með skatttekjum ríkisins af hærri launafjár- hæðum, auknum innflutnings- gjöidum, af m.a. neyzluvörum. Þeirra 7 milljarða, sem þá vantar upp á að endar nái sam- an, er helzt ætlað að aflað verði með eftirtöldum leiðum: 1. Hækkun á sjúkratryggingar- gjaldi. Gjaldið er lagt á með svipuðum hætti og útsvar. Aukning á þessum tekjustofni nemur tæplcga 2 milijörðum króna. 2. Rætt er ttm sérstakan skatt af gjaldeyri og jafnvol ferða- mannaskatt. 3. Áfengi og tóbak verður hækkað. 4. Lánsfjáráætlun sem lögð verðtir fram i dag, bendir tilþess að mjög verulegur sam- dráttur verði í fjárveitingum til fjárfestingarlánasjóða. Undir þennan samdrátt feliúr senni- lega fjárveiting til Byggingar- sjóðs ríkisins þar með talið húsnæðismáiastjórnarlán. Reynist þetta rétt, þýðir það þcgar i stað samdrátt, t.d. í byggingariðnaði og mjög verulegum hluta atvinnulífsins í landinu. Framlög til þessara lánasjóða eru yfirleitt ákveðin með lögum. Til.þess að skera niður framlög til þeirra, þarf því beinar lagabreytingar eða hliðstæðar aðgerðir. í þeim tillögum, sem í dag verða lagðar fram, verður ekki að finna ráðagerðir um að draga úr þenslu á ríkisrekstrin- um. -BS. Skeiðfaxi siglir á ný Samið var í gær i vinnudeilu áhafnar sementsflutninga- skipsins Skeiðfaxa og Sements- verksmiðjunnar, sem staðið hefur undanfarnar vikur. Undirstaða samninganna cru farmanna- samnmgarnir.cn þó fær áhöfn Skeiðfaxa ekki eins marga frí- daga og sjómenn á kaupskipum. Um þetta atriði var mest dcilt og var farin millileið til samninga að sögn Guðmundar Guðmúndssonar forstjóra Sementsverk-' smiðjunnar. Samningar áhafnar Skeiðfaxa eru nú svipaðir og á öðrum skipum á flóanum. t morgun var unnið að því að lesta skipið og byrja flutningar af fullum krafti í dag. -JH. Geirfinns- málið end- urflutt í gær — sjá bls. 6 Peningum kastað útívindinn — sjá kjallaragrein Alfreðs Þorsteinssonar á bls. 12 og 13 í * m, ,yLm w M 'tfii ‘a • V iw v J a,'- • æSía Sfejj ánp ) w' \ IgaipíTF'W*- ■jl^' V ,,, ýUWpb’ ■i ■ Áramótaglensið í útvarpinu Það var svo sannarlega glatt á hjalla i útvarpinu i gær, en þá var vorið að taka.upp áramótaþáttinn sem fluttur verður á gamlárs- kvöld. .. Þátturinn er búinn til innan stofnunarinnar eins og í fyrra, svona heimatilbúið grin." sagði Klemenz Jónsson leiklistar- stjóri útvarpsins. Ekki vildi hann frekar en í fyrra gefa upp hverjir höfundar grinsins eru. ..Þetta er ádeila á menn og málefni. heilmikiil söngur er í glensinu og er það Gunnar Reynir Svein'sson sem sér um þá hlið. Leikstjóri er Bcnedikt Arnason, og leikendur eru tíu talsins." sagði Klemenz. 1 fyrra var áramótaglensið endur- tekið á nýársdag en ekki hefur verið tekin ákvörðun um endur- fiutning að þessu sinni. A.Bj./DB-mvnd Bjarnleifur. HAUKUR GUÐMUNDSSON VILL FÁ VINNUNA AFTUR Eftir nálega árs þóf eru mál Hauks Guðmundssonar. rannsóknarlögreglumann.s i Keflavík. loks komnin út úr emhættiskerfinu. Öll nema eitt —ríkissaksóknari ákvað með bréfi dags. 8. des. að höfða bieri op'inbert ’.iál á hendur Ilauki fyrir útgáfu innstæðiilausra ávisana upp á 380 þúsund. Verður það mál höfðað f.vrir sa k adó mi Nj arðví k u r. Rikissaksóknari sá ekki ástæöu til frekari aðgerða af ákæruvaldsins hálfu í tveimur niálanna: Ilandtökumáli Guðbjarts heitins I’álssonar og Karls Guðmundssonar. og kteru um óliiglega handliiku og varðhaldsvitun tveggja banda- ríska hermanna af Keflavíkur- flugvelli. Haukur var Intinn vikjii úr starfi um stundarsakir þegar iill þessi mál voru komin upp á yfirborðið i fyrra. og hefur hann siðan veriö á hálfun laún- um liigreglumanns. Hann hefur hvað eftir annaö óskað eftir að málum sinum yrði flýtt. svo hann gæti hafið stiirf á ný. Þeg- ar Haukur hafði fengið bréf ríkissaksóknara siðdegis i g;er. fór hann á fund yfirmanns sins, Jóns Eysteinssonar. luejar- fógeta í Keflavik. Kvaðst Ilaukur reiðubúinn að hefja stiirf nú þegar. Rteddust þeir siðan við um stund en að þvi kom að þeir lirðu ..ósammála um emba'ttis- fa'rslu". eins og Haukur orðar það. og kvöddust þeiri miklum styttingi. Fógeti nuin nú senda dónts- málaráðuneytinu tiiliigu sina um hvað heri að gera i máli Hauks Guðnuindssonar. -ÖV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.