Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977.
29
OTROÐNAR LEIO
IR í SKÁLDSKAP
Frá umsvölum er 10. frum-
samda ljóðabók Jóhanns
Hjálmarssonar og sú lengsta.
Frá umsvölum er ævisaga
ungra hjóna sem hafa víða farið
um heiminn og kynnzt flestum
hliðum mannlifsins. Umhverfi
bókarinnar er þó fyrst og
fremst íslenzkt. Jóhann
Hjálmarsson er löngu þekktur
fyrir að fara ekki troðnar slóðir
í skáldskap sínum. Hörpuút-
gáfan á Akranesi gefur út. Verð
er kr. 2400.
í KENNSLUSTUND HJÁ KOBLENZ
Alexander Koblenz, einn
kunnasti skákþjálfari Sovét-
manna er höfundur Skákþjálf-
unar er tímaritið Skák hefur
gefið út. Koblenz þjálfaði meðal
annars Mikhail Tal er hann var
heimsmeistari. Bókin er ætluð
þeim er þegar hafa stigið sín
fyrstu skref í skáklistinni og ekki
síðurþeim er lengra eru komnir.
Ýta undir skilning og aðgerðir í
skák.
Friðrik Ólafsson stórmeistari
styðst við Skákþjálfun Koblenz í
sjónvarpsþáttum sínum. Bókin er
byggð á kennslustundum Koblenz
í Ríga í Sovétríkjunum — 16
kennslustundir þar sem hin ýmsu
atriði eru tekin fyrir. Ákaflega
áhugaverð bók. Koblenz byggir
kennslustundir sfnar skemmti-
lega upp og æfingar fylgja síðan
með.
Kóblenz tekur fyrir þau atriði í
skákinni er verða óhjákvæmilega
á vegi þeirra er ætla sér stóra
hluti í skáklistinni. Þýðandi
bókarinnar er Jörundur Hilmars-
son og verð bókarinnar með sölu-
skatti er 2940 krónur. h.halls.
Draumurum
veruleika:
Innsýn í
hugarheim
kvenna
íslerúkarsögur
/^um ogeftirkonur
nm
Draumur um veruleika,
íslenzkar sögur um og eftir
konur. Helga Kress sá um
útgáfuna.
í bókinni eru 22 sögur eftir
íslenzkar konur frá síðustu öld
eða þessari.
Margir höfundar eru framar-
lega á bekk meðal íslenzkra rit-
höfunda en verkum sumra
þeirra hefur ekki verið mikill
gaumur gefinn.
Tilgangur bókarinnar er
meðal annars sagður til að
vekja athygli á því að til eru
íslenzkir kvenrithöfundar og
einnig að veita nokkra innsýn í
hugarheim kvenna, viðhorf og
vitund á hverjum tíma.
Mál og menning gefur bókina'
út og kostar hún 4980 krónur.
Tryggvi Emilsson verkamaður:
BARIZT UM BRAUÐ-
IÐ Á AKUREYRI
Baráttan um brauðið er annað
bindi endurminninga Tryggva
Emilssonar verkamanns.
Fyrsta bókin, Fátækt fólk, kom
út í fyrra og vakti mikla athygli. •
Hlaut Tryggvi viðurkenningu
Verkamannafélagsins Dags-.
brúnar og hún var tilnefnd af
íslands hálfu til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs.
í Baráttunni um brauðið segir
frá vinnumennsku Trvggva
Emilssonar í Skagafirði og árum
hans á Akureyri, á tímum rétt-
leysis og atvinnuleysis.
í bókinni er lýst öllum helztu
vinnudeilum á Akureyri fram að.
þeim tima er Tryggvi flytur
þaðan árið 1947.
Tryggvi Emilsson tók mikinn
þátt í verkalýðsbaráttunni á
Akureyri og einnig í Reykjavík á
síðari hluta starfsævi sinnar.
Mál og menning gefur bókina
Tryggvi Emilsson
BAEATTAN,
(JM
imiiDin
-03
út og er verð hennar 5640 krónur
út úr búð.
I föðurgarði fyrrum
Helgafell hefur gefið út I
föðurgarði fyrrum eftir Einar
Guðmundsson — skáldsaga sem
þó ber mörg einkenni endur-
minninga. Nokkurs konar
heimildasaga sem fjallar um
búflutninga fjölskyldu á Suður-
landsundirlendi um aldamótin
síðustu. Vötn hafa eytt landi
þeirra á Rangárvöllum og þau eru
að flytja vestur í Árnessýslu.
Höfundurinn lýsir ferðalaginu,
séð í gegnum spurul augu ungrar
heimasætu.
Vissulega mikið ferðalag. Er
á áfangastað kemur tekur fólkið
við að kynna sér land og örnefni,
staðháttum lýst. Sagan varpar
rómantísku ljósi á líf og hug-
myndir fólks á þessum tíma.
Bókin er 106 blaðsíður að'stærð
— verð með söluskatti 2640
krónur.
h.halls.
Ryk—ísraelsk skáldsaga:
Ástir í eyðimörk-
um f rumbyggjanna
Ryk er skáldsaga frá tsrael
eftir Yael Dayan dóttur núver-
andi utanríkisráðherra ísrael.
Bókin er ástarsaga og
fjallar um frumbyggja í oyði-
mörk, sem hafa ráðizt í það
stórvirki að reisa borg, þar sem
áður var auðn og sandur.
í bókinni eru magnþrungnar
mannlífslýsingar sem standa
lesandanum lengi fyrir hug-
skotssjónum.
Ryk er þriðja bókin eftir*
Yael Dayan sem kemur út á
íslenzku.
Er hún 168 siður á stærð.
Útgefandi er Ingólfsprent hf
Finnsk
úrvalsföt
HERRA
H3URINN
A«ÐALSTR<fETI a -
REYMAVÍR-
SÍMI12234
JÓLAMARKAÐURINN
Blómaskreytingar,
kransar, krossar,
skreyttargreinar,
skreytingaefni.
Mikið oggott úrval.
Beríö saman verö
oggæði
. v/Kársnesbraut
BLÓMASKALINN Laugavegi63
SPEGLAR
Innrammaðirífallega
skrautramma.
Ódýrar jólagjaf ir.
Rammaiðjan
Óðinsgötu 1
BILAPARTASALAN
Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar
tegundir bifreiða, tií dæmis:
M. BENZ 220D 1970 SAAB 96 1966
PEUGE0T 404 1967 SK0DA 110 1971
V.W. 1300 1970 SINGER VOGUE 1968
Einnig hö fum við úrval af kerruefni,
til dæmis undir vélsleða.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTASALAN
Höfdatúni 10 -Sími 11397