Dagblaðið - 02.01.1978, Page 24
Breytingin á
Baldri kostar
200 milljónir
Vélaverkstæði Sig. Svein-
björnssonar og undirverktak-
arnir Stálver, Nökkvi og Raf-
boði vinna nú að gagngerum
breytingum á skuttogaranum
Baldri, sem verið er að breyta i
hafrannsóknaskip fyrir Haf-
rannsóknastofnunina.
„Við vonumst til þess að
ljúka verkinu um miðjan
marz,“ sagði Sigurður Svein-
björnsson í viðtali við DB.
„Þetta hefur gengið vel og sam-
vinnan um verkið verið góð. I
heild kosta breytingarnar
rúmar tvö hundruð milljónir
króna, og er tækjabúnaður þar
langstærsti hlutinn.“
Baldur var sem kunnugt er
eitt af varðskipum okkar í sið-
asta þorskastríði en Hafrann-
sóknastofnunin keypti hann af
Landhelgisgæzlunni. Var togar-
inn heldur illa útleikinn eftir
hildarleikinn, en fór í mikla
klössun áður en hann var
seldur.
HP
Það skíðlogaði ennþá i stóru
borgarbrennunni f Breiðholti í
gærdag. Strákarnir á myndinni
voru þar á vakt og höfðu gaman af
brennunni, jafnvel þótt hún hefði
mátt muna fífll sinn fegri frá
kvöldinu áður. Þeir höfðu fundið
sér dós og voru þarna að steikja
kjötsneiðar. „Má bjóða ljósmynd-
aranum f grillsteik?" — Þeir
kváðust hafa fengið leyfi til að
vera óvenju lengi á fótum kvöldið
og nóttina áður. Það leyfl fæst þó
aðelns á nýársnótt fyrir unga
menn eins og þessa Breiðhylt-
inga. — DB-mynd R.Th. Sig.
Ummæli
forystumanna
um áramótin:
„Hákarl í kjölfari
þjóðarskútunnar”
— sagði forseti íslands—Ólafur vill
viðnámsaðgerðir fyrir kosningar
„Skuggi efnahagsvandans
fylgir oss inn í nýja árið,“ sagði
forseti íslands, dr. Kristján
Eldjárn, í áramótaræðu sinni.
Margt hefði gengið okkur i
haginn. Menn hefðu varla gert
sér grein fyrir hvílik tímamót
hefðu orðið á árinu i land-
helgismálum, eins og nýtt land-
námsár, sem skugga bæri á.
Þjóðarskútan hefði hákarl I
kjölfarinu, verðbólguna. Við
hefðum alið þennan ófögnuð
árum og áratugum saman. Hætt
væri við að hann hrifsaði afla-
feng okkar i vertiðarlok.
Geir Hallgrimsson forsætis-
ráðherra sagði I áramótaræðu
að við mijndum um skamma
hríð verða í „biðstöðu" gagn-
vart verðbólgunni. Síðan kæmi
ný sókn gegn henni. Hann lagði
áherzlu á það sem áunnizt hefði
í landhelgismálum á árinu. Þar
hefðu orðið ævintýralegustu og
örlagaríkustu timamótin eftir
sjálfa lýðveldisstofnunina.
Við hefðum spennt bogann
hátt. En grannríki okkar ættu
einnig við efnahagsvanda að
etja, sem sæist til dæmis á því
að fjárlög væru afgreidd með
10-30 prósent halla á hinum
Norðurlöndunum, sem jafnað
væri með erlendum lántökum.
Forsætisráðherra sagði að
við lausn efnahagsvandans
þyrftu að verða nánari samráð
en verið hefðu milli stjórn-
valda og samtaka vinnu-
markaðarins. Það væri hreint
neyðarúrræði ef breyta þyrfti
kjarasamningum.
„Ég tel rétt, að ríkisstjórnin
beiti sér fyrir viðeigandi
viðnámsaðgerðum fyrir
kosningar,** sagði Olafur
Jóhannesson, formaður Fram-
sóknarflokksins, 1 áramóta-
grein í Tlmanum. „Þá geta
kjósendur kosið um þær, fellt
sinn dóm um þær.“ Miklu
eðlilegra væri, að ráðstafanir 1
efnahagsmálum lægju á
borðinu fyrir kosningarnar.
Stjórnmálamenn ættu ekki að
vera með einlægar bollalegg-
ingar um að þessi og hin
ráðstöfunin kostaði einhver at-
kvæði. Sitthvað væri að I efna-
hagsmálum en ekki ástæða til
skelfingar.
Lúðvík Jósepsson, formaður
Alþýðubandalagsins, taldi 1 ára-
mótagrein sinni að allir flokkar
væru sundraðir nema
Alþýðubandalagið. Benedikt
Gröndal formaður Alþýðu-
flokksins gerir sér vonir um að
flokkur hans muni rétta við á
nýja árinu.
-HH.
frjálst, óháð dagblað
MÁNUDAGUR 2. JANUAR 1978
Fimm útköll
slökkviliðs
á nýársdag
Fimm sinnum var slökkviliðið
kallað út á nýársdag. I öllum
tilvikum var um minni háttar eld
að ræða og niðurlögum hans fljótt
ráðið.
Alvarlegustu útköllin urðu að
Bólstaðarhlíð 3, þar sem eldur var
kominn 1 súð 1 risherbergi. Var
hann fljótt slökktur og hreinsað
út úr herberginu en vissara þótti
að vakta húsið á eftir.
I Dúfnahólum 4 kom upp eldur
1 barnaherbergi. Komst þar eldur
I föt og húsgögn. Lofta þurfti út.
Eldsupptök eru ókunn.
-ASt.
Gripinn
á leið f rá
innbrotsstað
Sautján ára gamall piltur var
gripinn af lögreglu klukkan 5 I
morgun. Kom 1 ljós að hann var að.
koma frá innbroti I verzlunina
Torfusel I Bankastræti. Ekki
hafði ungi maðurinn flegið feitan
gölt á þessum stað, var með eitt-
hvað af vindlingum óg nokkrar
krónur 1 skiptimynt og eitthvert
smádót að sögn rannsóknarlög-
reglunnar.
-ASt.
„Misheppnuð
árás á mann-
orðmitt”
—segirAlfreð
Þorsteínsson
„Mér er að sjálfsögðu efst I
huga að þessari misheppnuðu
árás á mannorð mitt skuli vera
lokið,“ sagði Alfreð Þorsteinsson,
borgarfulltrúi, I samtali við DB í
morgun. Rikissaksóknari hefur
ákveðið að ekki sé ástæða til frek-
ari aðgerða gegn Alfreð vegna
alvarlegrar kæru á hendur hon-
um. Ákæruvaldið sá heldur ekki
ástæðu til að ákæra ungmennin
fyrir rangar sakargiftir. Augljóst
virðist vera að ekkert hefur verið
sannað í málinu. Ungmennin tvö
hafa þó verið ákærð fyrir ávfsana-
fals, en þau gáfu út falskar
ávlsanir úr ávisanahefti Alfreðs
Þorsteinssonar.
Ríkissaksóknari hefur heimilað
dómssátt við Benedikt Guðbjarts-
son, skrifstofustjóra Sölunefndar
varnarliðseigna, en hann varð
uppvis að röngum framburði við
yfirheyrslu hjá rannsóknarlög-
reglunni.
„Það er ótrúleg lífsreynsla
fyrir saklausan mann að verða
fyrir þvi að fá á sig rangar sakar-
giftir,** sagði Alfreð í morgun.
„öll meðferð þessa máls hefur
fært mér heim sanninn um það,
að leggja verður aukna áherzlu á
menntun rannsóknarlögreglu-
manna, yfirmanna ekki síður en
undirmanna. Ég mun fyrir mitt
leyti beita áhrifum mínum, á
þeim pólitiska vettvangi, sem ég
starfa á, til að ýta á það.“
Alfreð sagðist á næstunni
myndi Ihuga skaðabótakröfur á
hendur ungmennunum vegna
þessa máls í samráði við lög-
fræðing sinn, en að öðru leyti
myndi hann snúa sér af fullum
krafti að prófkjöri framsóknar-
manna i Reykjavík, sem verður
21. og 22. janúar næstkomandi.
-ÓV.