Dagblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978. Islenzki harmleikurinn íhafinu: Hjónin létu ekki eftir sig böm Magnús Guðmundsson sjó- maður Patreksfirði, skrifar og . sendir meðfylgjandi mynd: „Kannski halda þessir gal- vösku sjómenn á stærstu þorskahjónum veraldar. Fisk- arnir fengust í fyrra á Breiða- firði. Stjórnun fiskveiða þarf tii að skila árangri. Þorskahjónin komu trúlega norðan undan norðurpóls-ísnum og hafa ætlað að sinna hlutverki sínu við náttúruna á Breiðafirðinum og með því halda við þorsk- stofninum okkar. En örlögin höguðu því á annan veg. Þau hjón flæktust þar í netatrossu og. báru þar (þorsk) beinin. Eitt slíkt tilfelli getur skaðað efnahag þjóðarinnar um milljónir króna.“ Eru þetta stærstu þorskahjón veraldar, senr við íslendingar töpuðum milljónum á er þau flæktust í netatrossur áður en þeim tókst að hrygna? Spurning dagsins HEFUR ÞÚ FYLGZT MED SOVÉZKA SJÓNVARPSÞÆTT- INUM, SEM ER Á SKJÁNUM Magnússon háskóla- nemi: Ég hef lítið fylgzt með hon- um og það sem ég hef séð finnst mér langdregið. Chilebúar era ekki spænskir Kona í Fossvoginum hringdi: „Alveg finnst mér fyrir neðan allar hellur þegar verið er að hafa rétt þjóðerni af mönnum. I grein í mjög út- breiddum fjölmiðli 25. janúar er sagt frá að Kjartan Flögstad sem fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1978 hafi ákveðið aó gefa verðlaunin til styrktar nýnorsku. — Þegar upp eru talin afreksverk Flög- stad er sagt að hann hafi þýtt verk spænska Nóbelsskáldsins Pablo Neruda. Pablo Neruda var alls ekki spænskur. Hann var chile- anskur! En að sjálfssögðu er töluð spænska í heimalandi hans rétt eins og i mörgum öðrum Suður-Ameríkurikjum. Er það lágmarkskrafa að þeir sem rita greinar um bók- menntamál viti svona sjálf- sagða hluti. Hefur Neruda ver- sendiherra lands síns og mjög framarlega í stjórnmálum og því þekktur fyrir annað en rit- störf sín. Guði sé lof fyrir að hann kann ekki íslenzku og fær ekki þennan fjölmiðil í hendur." INGVAR HELGASON Vonarlandi v Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 Kaupið bíiinn strax í dagþvíþágetið þérsparað alltað5-10þús. á viku, þvígengið sígursvo ört Sýningarbfíar á staðnum Undrabfllinn SUBARU1600 er til afgreiðslu strax -----------------------T------------- Allur endurbættur. Breiðaristæm vél, rýmra mUli sæta, minni snúningsradíus, gjörbreytt mælaborð, nýirlitiro. fl. o. fl. Það erekkihægtaðlýsa SUBARU, þú verður að sjá hann og reyna. > Greiðsluskilmálar þeir hagstæðu sem völ er á í dag ARLI 333 Stærri — Kraftmeiri — Betri 1978 4-SPEED Verð kr. 2.590.000.- með ryðvörn, beltum og öllur öðrum aukahlutum örn Snorrason, rithöfundur: Já, ég hef séð síðustu þætti og hann fer stöðugt batnandi. Hjördis Georgsdóttir húsmóðir: Nei, ég hef ekki horft á hann. Guðbjörg Arnadóttir, Breiða- gerðisskóla, 3-A: Nei, ég hef ekki séð hann. Margrét Sigurðardóttir húsmóðir: Já, ég hef fylgzt nokkuð með honum og fundizt hann fremur leiðnlegur en samt er ýmislegt í honum. .Páll Rafnsson, Alftamýrarskóla, 6-R: Já, og mér finnst hann góður og spennandi. Til dæmis i siðasta þætti hvernig Stierlitz kom sér út úr vandanum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.