Dagblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978. 13 bændastétt þar sem þau að ætt og eðli eiga svo augljóslega heima. En það vilja örlögin ekki hafa. Tryggvi sýkist af berklum, óvinnufær langtímum saman, nokkra mánuði við dauðans dyr á sjúkrahúsi, fjarri heimili sínu. Við svo búið verður hann að hrökklast frá búskap og byrja upp á nýtt lifs- baráttu verkamanns á Akur- eyri, farinn að heilsu og kröftum og með þungt heimili, aldraða tengdaforeldra og sjúka mágkonu á sínum vegum auk konu og barna. Hér verður sú atburðarás ekki nánar rakin. En það sem nú var sagt ber að sama brunni og áður: þessar minningar eru á meðal margs annars merki- legar fyrir það hve fast fyrri öid og þessi tengjast í frásögn- inni og hve ljóst og skýrt þær leiða í ljós samfélagslegar for- sendur fyrir afdrifum og örlög- um einstaklinga í sögunni. Ör- eiginn úr sveitinni verður öreigi á mölinni. Með alveg lát- lausu móti lýsa minningar Tryggva Emilssonar um leið uppreisn kúgaðrar alþýðu hins fyrra samfélags á íslandi í sam- félagi nýrra tima. Sjálfur dregur Tr.vggvi þetta dæmi skýrt saman þar sem hann minnist föður síns að ævilokum hans: „Faðir minn, segir hann, fæddist í fátækt og hann dó eignalaus og einmana, ekkert skýli átti hann lengur til að hírast í, engan kindakofa eða kind til að gefa hey á garða, ekkert innanstokks nema hrör- legt rúmið sem hann lagðist í að morgni dags til að deyja... Börnin hans eru verkafólk, barnabörnin lærðu mörg til smiða eða annarra iðngreina, barna-barnabörnin sýnist mér útlit fyrir að flest leiti meiri menntunar. Slík er þróun in, slík varð breytingin eftir að samtökum alþýðunnar óx ás- megin í þjóðlífinu og gátu látið til sín taka.“ RODINN í AUSTRI Á Akureyri fer Tryggvi brátt < að gefa sig að verkalýðsmálum og pólitík auk hinnar daglegu lífsbaráttu fyrir sér og sínum — þótt slíkt háttalag sé síst til þess fallið að auka gengi hans á vinnumarkaði. En sósíalismi Tryggva Emilssonar virðist með alveg náttúrlegu móti sprottinn af lífskjörum hans og lífsbaráttu, jafn-sjálfgefinn honum og aanað sem kemur fram við hann á lífsleiðinni. Barn að aldri hrífst hann af fyrstu fréttum af byltingunni í Rússlandi. Kynni hans og eigin raun af lífi og kjörum verka- fólks i sveit og á möl í harð- neskjulegu stéttaþjóðfélagi leiða hann með sjálfsögðu móti til fylgis við hina róttækustu verkamenn í kommúnistaflokki verkalýðsfélagi og þátttöku í baráttu með þeim. í frásögn hans fléttast stéttabarátta, þjóðfrelsi, sósíalismi í raun og sann saman í einn málstað. Það er svo annað mál að það sem Tryggvi segir gagngert um verkalýðsbaráttu og pólitík fyrri ára litast vitaskuld af hans eigin þátttöku í barátt- unni, í þeim frásögnum eru söguleg pólitísk vigorð eins og ,,burgeis“, „hvitliði" enn í sínu gamla gildi og ljómi mikill lelkur um foringja kommúnista og sósíalista, Einar og Brvnjólf og aðra, en skuggi grúfir að.þvi skapi yfir andstæðingunum. í þessu efni er helst eins og höf- undinum bregðist raunsýni. hófsemi, yfirsýn sem annars auðkennir frásagnir hans. Þetta er vitaskuld eðlilegt, en verður að vísu kvíðvænlegt ef beint pólitískt efni kemst i fyrirrúm í þriðja hluta minn- inganna sem enn er ókominn. Það er bágt til að hugsa ef þetta mikla verk Tryggva Emilssonar á fyrir sér að lækka flugið í lokin. ÞJÓÐLÍF OG SAGA En sjálfsagt er óþarft að kviða því. Það er ekki pólitísk umræða eða endurminning um- liðinna sögulegra átaka og bar- áttu sem skiptir mestu í þessum bókum heldur lýsing mannlífs og þjóðlifs sem ól þessa baráttu af sér og bar málstað öreigans fram til sigurs að lokum. Minn- ingar Tryggva Emilssonar veita yfirsýn mikillar sögu eins og einn einstaklingur úr hópi þús- undanna hefur sjálfur lifað hana og hún bregður um leið upp ótal skilríkum dæmum mannlífs og reynslu, alþýðu- fólks og Iífskjara og örlaga þess úr umhverfi og samtíð höf- undarins. Vafalaust verður enn af nógum slíkum efnum að taka þegar sagan berst suður til Reykjavíkur og nær samtíman- um í þriðja bindi verksins. Hér hefur fátt verið rætt um málfar og myndríkan, oft skrúðmikinn rithátt Tryggva Emilssonar. en einmitt í stíln- um birtist vitaskuld skáldleg sjóngáfa höfundarins og næmi skilningur á fólki og örlögum sem bækur hans hvarvetna lýsa. Sjálfsagt mtétti ýtast á um það hvort minningar hans séu „skáldskap ofar" af því að þær séu sannar, eða kannski í eðli sínu stórbrotin „epísk túlkun“ á lífsbaráttu íslenskrar alþýðu þó að þær séu sannar. Það má nú einu gilda. Hitt er vfst að alþýðuleg íslensk bókmenning arfur hans aftan úr hinu forna samfélagi æskuáranna, vita- skuld frjóvguð margvlslegri reynslu fullorðinsára í kreppu og stéttabaráttu, þjóðfélagi í þróun og ummyndun, hefur borið merkilegan ávöxt með æviminningum Tryggva Emils- sonar. En það er meira mál en hér verði farið út í að greina sundur hvað nýtt sé og hvað gamalt, hvað arftekið og hvað alið af nýjum tímum og tíðar- anda í rithætti og heimssýn hans. Halldór Pjetursson úr málinu og Alþingi ætti að auka orðgleði sína þar um. HÖFÐINGJASTJÓRN? Til afréttingar á heiðri þjóðarinnar þarf annaðhvort almúginn eða höfðingjarnir að ráða ríki. Á alþýðu hefur verið minnst, en sýnilegt er að hún vill þar ekki um sinna. Hitt er að m.vnda hér kvnborna aðals- mannastjórn. Þessi lýðræðis- ruslahaugur er orðinn svo holgrafinn, að vart er stígandi niður svo mammonsmengun leggi ekki fyrir vit. Við eigum að brenna bákninu, keyra hæstarétt út á Halamið og setja hnefarétt í staðinn. Ég spyr er ekki öll okkar gullaldarsaga frá þeim tíma, að svona lög giltu? Við megum ekki hengja hatt okkar á þótt kynbornir menn skoruðu búkarla á hólm, ættu þeir betra land. Ekki heldur láta það villa okkur sýn, þótt höfðingjar á Sturlungaöld, frægustu öld sem yfir oss hefur gengið, tækju einyrkabændur á engi til höggs, nauðguðu kon- unni, því börn sluppu, sem sváfu undir sátu. Þeir geltu líka búskussa svo ekki ælist upp óþjóðalýður. Slíkt mundi ekki gerast^nú, heldur öðrum aðferðum beitt. Svo var það kynlífið á þessari old sem brann eins og björgunarviti. Við aðför að Þorvaldi í Vatns- firði lá hann í sæng sinni með hjalskonu við hvora hlið. Hugs- ið bara um muninn á lífinu núna; vart má höfðingi glingra við byrgiskonu, svo hún hóti ekki að segja konu hans það. Svona má láta sama manninn margborga glingrið. Þrátt fyrir þannig smáglettur var þetta blómstrandi þjóðlif og stjórn- endur létu ekki almúgann ögra sér. Væri ekki réttast að reisa merki þessara kynbornu manna? Þeir höfðu að vísu sína smágalla, en um fátt getum við staðið þeim á sporði. Vonandi er það ekki ritvilla að þeir hafi verið kynbornir, að standa hafi átt af konu bornir. Slík stjórn þyrfti ekki að vera að ráðfæra sig við grásleppukarla og búhokrara. Það fyrsta er, að þeir ríkustu, atkvæðamestu og kynbornustu, tækju höndum saman um stjórn landsins. Þetta gæti leitt til þess að hér kæmi fram kynbornasta þjóð veraldar. Tökunt Sviss til dæmis, ekki stærri þjóð. Hún er með ægis- hjálm í augum og þangað streymir auðurinn, sem ekki á friðland annars staðar. Þangað kvað auðurinn af olíu- hneykslinu hafa lent, þar eigum við lendingu visa. Með burtför báknsins mætti leggja útgerð aó mestu niður, sem alltaf er rekin með bullandi tapi, sem þó allir vilja velta sér uppúr. Sannast þar, að þangað sækir klárinn. sem hann er kvaldastur. Nokkrir smápungar og trillur gætu aflað það fiskmeti sem með þyrfti, og þetta fólk mundi á einhvern hátt sjá fyrir sér sjálft. Svo þyrfti nokkra sauðbændur i Þingeyjarsýslu við að hleypa til og framleiða kjöt handa stjórninni. Á Suður- landi nokkra stórbændur vélbúnatil sálarog líkama til að framleiða mjólk, kálfa og holda naulakjíit. Þá mundi framleidd- ur þjóðarbjór og áfengi selt með mennsku verði, því eitt- hvað þyrfti til að gljábera sálina. Utflutningur yrði óþarfur, landheigin leigð svo dýrt, að rikiskassinn mundi spú af offylli, við opnun. Fólki mundi fækka svo mikið, að leggja mætti niður alla þá styrki, sem greiddir eru fólki fyrir það eitt að fæðast, f.vlla sig af mat og deyja svo á ríkiskostnað. Allt þetta yrði með nútímasniði kvaða og kvalalaust. Allir héldu sinni eigintegu náttúru án ábyrgðar, mundi þá mörgum aðalsmanni dátt að dandala við hnellnar hnjákur, þótt af öæðra kyni væru. Berið saman muninn á gamla aðalsmannaveldinu. þá mátti landsfaðir láta sækja landsseta, rista hann á kviðinn og koma fótum sínum fyrir í holinu, þetta afskrifar hitaveit- an. Með hnefarétti, er aðeins eitt blað með stóra sannleik á hendi, þar með allar vitleysis- þrætur niðurkveðnar, sem draugar áður. Menntakerfinu þarf að snúa við svo kviðurinn viti upp, því lækna þarf hina sálrænu magakveisu og meinlokur, sem geta myndað andateppu, t.d. með 5-6 tíma ræpum á þingi. Hér mér er mönnum í sjálfs- vald sett hvora tillöguna þeir aðhyllast. Hver verður að bera sína sök. Það hlægilegasta er, að kenna öðrum sín eigin afglöp. Þetta er sá réttvísandi dómur, að fara í eigin barm og leita að veilum, sem leiðrétta þarf. Halldór Pjetursson rithöfundur. Einstakt tækifæri Sófasett frá kr. 160 þús. Staka stóla og borðstofustóla frá kr. 15 þús. Margar stærðir af springdýnum og svampdýnum frá kr. 10.500.- Húsgagnaverzlun Reykjavíkur hf. Brautartiolti 2 - Sfmar 11940 -12691 Staka sófa frá kr. 40 þús. Borðstofuborð frá kr. 35 þús. Aðstoðargjaldkerí Óskum eflir að ráða aðstoðargjaldkera að fjármáladeild vorri nú þegar. Innifalið í starfinu er innheimta löghoðinna trygginga og almenn skrifstofustörf. Verzlunar- eða samvinnuskólamenntun æskileg, en starfsreynslu er krafizt. Frekari upplýsingar gefnar á skrifstofu vorri að Armúla ,'i. SAMVINNUTRYGGINGAR — Starfsmannahald — ísaksturs- keppni Bifreiðaíþróttaklúbbs Revkjavíkur verður haldin að Leirtjörn í Mosfells- sveit sunnudaginn 29. janúar kl. 2. Væntanlegir keppendur hafi samband við skrifstofuna Laugavegi 166. Sími 22522 eftir kl. 8 í kvöld. Oskumeftir bifvélavirkjum eða mönnum vönum bifreiðaviðgerðum. Einnig réttingamönnum. Upplýsingar ísíma 76400 Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 — Simi 15105 \ flug- NEMAR Flugtak h/f heldur árshátíð sína 28. jan. Tryggið vkkur miða í tíma. í fyrra var allt uppselt. Miðar í gamla flugturninum. gamla flugturnínum Reykjavikurfiugvelli. Sinii 28122.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.