Dagblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 10
10 biabid DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUK 27. JANUAR 1978. Útgefandi DagblaðiA hf Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjori: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jonas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson, Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 1600 kr. á mánuAi innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugsrð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Hvemig mi leysa vandann? Gengisbreytingaleiðin, sem /i ríkisstjórnin er helzt að hugsa um að fara um þessar mundir, leysir ekki efnahagsvandann. Hún mun þvert á móti, við- núverandi að- stæður, gera vandann verri, þegar upp verður staðið. Hætt er við, aö stjórnmálamennirnir í Stjórnarráðinu einblíni rétt einu sinni á komandi kosningar og hugsi um það eitt að bjarga sínu skinni. Það megi gera með reddingum til bráðabirgða. Ekki sé víst, að þeir sitji sjálfir í þeirri ríkisstjórn, sem við tekur eftir kosningarnar. Sagt hefur verið um þessar aöferðir stjórn- valda, að nú stefni í algert stjórnleysi út árið. Fyrst verði gengið fellt verulega, og þá frekar með hröðu gengissigi en mikilli gengisfellingu á einum degi. Mjótt er á munum milli hraðs gengissigs og beinnar gengisfellingar, og raunar er eini munurinn sá, hvort Jóhannes Nordal seðlabankastjóri telur ástæðu til að boða til blaðamannafundar síðdegis einhvern daginn til að tilkynna fall krónunnar eða ekki. Fyrir almenning og fyrirtækin skiptir nánast engu, hvort verulegri gengisfellingu er dreift á nokkrarvikureða mánuði eða húnverðurí einu vetfangi. Niðurstaðan verður hin sama, miklar verðhækkanir á innfluttum vörum og skerðing kaupmáttar. Gengisfelling mun í svip bæta hag fiskvinnsl- unnar, sem fær fleiri krónur í sinn hlut, þótt verðlag á útflutningsafurðum haldist óbreytt í erlendri mynt. Fyrir stjórnmálamennina hefur þetta þann mikla kost, að vera kann, að menn verði eitthvað rólegri fram yfir kosningar. En gengisfellingin veldur víxlhækkunum kaup- gjalds og verðlags. Samkvæmt samningum koma vísitöluhækkanir á kaup skömmu eftir að verðlagið hækkar. Verðbólgan magnast enn. Með þeim hætti mun fiskvinnslan innan skamms standa frammi fyrir sama vandamál- inu, vaxandi kostnaði innanlands, sem verður meiri en verðhækkanir á útfluttum vörum. Hagur fiskvinnslunnar verður þá í engu betri, því að ekki er unnt að gera ráð fyrir miklum verðhækkunum á útfluttum vörum í erlendum gjaldeyri. Þá hefur í rauninni það eitt gerzt, að vandamálinu hefur verið skotið áfrestog verð- bólguskrúfan tekið vió því á meðan og hert ferðina. Öðru máli gegndi, ef ríkisstjórnin héldi verð- lagi í skefjum, þegar gengið yrði fellt, með ákveðnum lækkunum á sköttum á framleiðslu og vörur. Hið sérstaka vörugjald á til dæmis aó færa ríkissjóði sjö milljarða í ár. Með niðurfell- ingu þess og lækkun fleiri skatta af þessu tagi mætti vega upp verðhækkun gengisfellingar- innar, svo að hún komi ekki fram í verðbólgu- sprengingu og kostnaðaraukningu fiskvinnsl- unnar. Áhrif hennar yrðu þá þau ein, sem að skyldi stefnt, aö auka tekjur fiskvinnslunnar. Niðurfærsla verðlags og kaupgjalds með samn- ingum við aðila vinnumarkaðarins mundi einnig geta rétt hlut fiskvinnslunnar. Fyrri leiðin, að lækka skatta á framleiðslu og vörur, hlyti að sjálfsögðu að knýja ríkisstjórn- ina til niðurskurðar á bákninu til að mæta minnkun ríkisteknanna. Sá niðurskurður ætti að vera meginþáttur í viðreisn efnahagsins. Súdan: Væntanlegt matar- forðabúr Af ríku —Súdan er nú orðið helzta bandalagsríki Bandaríkjanna í Af ríku „Við erum umkringd alls kyns furðuleiðtogum," sagði ungur súdanskur leiðtogi er hann var að skýra þau pólitísku vandamál, sem Súdan, stærsta land Afríku á við að etja. En þrátt fyrir það að leiðtogar nágrannaríkjanna séu margir heldur dularfullir eru frarn- tíðarmöguleikar Súdana miklir. Meðal þeirra landa, sem liggja að Súdan eru Uganda, þar sem Idi Amin stjórnar, óút- reiknanlegur og hataður, Eþíópía, þar sem hinn skotglaði marxisti Mengistu Haile Mariam ræður ríkjum, Zaire, þar sem Mobuto Sesu Seku þjáist af mikil- mennskubrjálæði, Líbýa þar sem fanatískur múhameðs- ,trúarmaður, Gaddafi, ræður ríkjum og Miðafríkukeisara- dæmið þar sem Jean Bokassa krýndi sjálfan sig til keisara í desember sl. En þrátt fyrir óheppni Súdana að hafa slíka menn við stjórnvölinn í nágrannaríkjun- um hefur aldrei ríkt meira jafnvægi í innanríkismálum í Súdan en einmitt nú. Súdan liggur sunnan við Egyptaland . og út í Rauðahafið. Súdan er nú það land í Afrfku sem nýtur mestrar aðstoðar og mest er fjárfest í af vestrænum löndum og Arabalöndunum. MIKIÐ LANDBÚNAÐARLAND Súdan er 2.5 milljónir fer- kílómetrar að stærð, þ.e. svipað og Bandaríkin austan Missisippi. Skyndiiegur uppgangur landsins að undan- förnu liggur í því að innan landamæra Súdans er 70% af öllu ónýttu landbúnaðarsvæði í Miðausturlöndum. Súdan brúar bilið á milli hins arabíska og afriska heims og arabísku olíuútflutningsríkin hafa séð sitt framtíðarmatarbúr í Súdan. Þar til fyrir sex árum hindraði pólitískur óróleiki innanlands að hinir miklu möguleikar Súdans væru nýttir. Svartir Afríkubúarí hin- um vanræktu suður-héruðum landsins, sem enn eru með frumstæðustu svæðum jarðar, háðu skæruhernað við hina ara- bísku stjórn í norðri og reyndu að losna undan áhrifum henn- ar. ÞRÓUN UNDIR STJÓRN NIMEIRIS Gaafar Nimeiri forseti leysti þessar deilur er hann komst til valda eftir vinstrisinnaða uppreisn studda af hernum. Hann veitti hinum suðlægu svæðum takmarkaða sjálf- stjórn. I byrjun var Nimeiri SUDAN nágrannaríkjunum umhverfis stjórna hálfgerðir „bandíttar“. ÞEIB OGBA HEIÐ- ABLEGU FÓLKI Ekkert samfélag hefur nokkru sinni staðizt óða verð- bólgu til mikillar lengdar. Sagan sýnir að hún hefur alltaf gert annað af tvennu: Kallað yfir þjóðfélögin brjálaða ein- ræðisherra og herforingja- stjórnir eins og í Þýzkalandi og Brasilíu, eða spillt samfélögum, skekkt verðmætamat og gert breiða skara af fólki að meiri eða minni svindlurum. Við höfum verið að sökkva dýpra og dýpra. Hér kemur að vísu hvorki brjálaður einræðisherra né herforingjastjórn í næstu framtíð. En samfélagið verður f æ ríkari mæli samfélag svindl- ara. A þessu augnabliki situr fyrrum yfirmaður í Lands- banka íslands í gæzluvarðhaldi vegna umfangsmikilla fjár- svika. Aðrir hafa setið inni vegna svika við innflutning bíla. Meira eða minna allur skipainnflutningurinn virðist flæktur í fjársvik. Breyttar og nútímalegri bankareglur í Dan- mörku, sem meðal annars eru orðnar til vegna nútimalegri fjölmiðla, leiða í ljós, að fjöldi svokallaðra vel metinna Islend- inga á ólöglega gjaldeyrisreikn- inga í útlöndum. Og er þá fátt eitt talið. Með islenzkri þjóð hefur verið nokkur tilhneiging til þess að líta slíkt ekki alvarleg- um augum, til þess að nota kunnuglegt orðalag. Þetta hefur jafnvel verið haft að gamanmálum. En þetta ástand allt er fyrir löngu orðið svo alvarlegt, siðferðisbresturinn er svo útbreiddur, að þessa þróun verður að stöðva með öllum, ölium tiltækum ráðum. ÞESSA MENN Á AÐ REKA Þáð vakti athygli sjónvarps- áhorfenda fyrir þremur vikum, Kjallari á föstudegí Vilmundur Gylfason að þegar Jónas Haralz, Landsbankastjóri, var spurður um Landsbankamálið, og það hvort bankastjórnin hefði hugleitt að segja af- sér vegna þessa máls, þá varð andlitið á honum eins og barnsrass og hann sagði, að slíkt hefði enginn á hinum háu stöðum látið svo mikið sem hvarfla að sér. Þetta eru verð- bólguviðbrögð verðbólgubanka- stjóra. Það er auðvitað í hæsta máta óeðlilegt ef slíkt hefur ekki verið rætt, jafnvel þótt komizt væri að þeirri niður- stöðu að þeir skyldu sitja. Helgi Bergs, bankastjóri, bætir svo um betur í viðtali við dagblaðið Tímann á-miðviku- dag. Þar segir frá því að Ölafur Jóhannesson, bankaráðherra, hafi, vegna beiðni frá Sighvati Björgvinssyni, alþingismanni, beðið um skýrslu frá bankanum um gang Landsbankamálsins. Svar bankastjórans var einfalt og táknrænt. Orðrétt sagði hann: „Við skýrum frá því sem við teljum eðlilegt." Þennan mann á að reka. Það er ekki hans að ákveða hvað eru eðlilegar upplýsingar, heldur ráðherra og Alþingis. En bankinn lítur augljóslega öðru vísi á, eins og menn hefur lengi grunað. Það eróeðlilegtað yfirstjórn bankans sé að þvæl- ast fyrir meðan rannsókn fer fram. Og ekki sízt þar sem þeir virðast enn ekkert hafa lært og hafa þessa hrokafullu afstöðu. Þetta er ögrun við almennt vel- sæmi í samfélaginu. Helgi Bergs og bankastjórnin öll er ekki sjálfstætt apparat. Þeir staffa undir ráðherra og Alþingi. Það á svo sem enn eftir að koma í ljós hvernig dómsstjórnin háttar rannsókninni, hvort þar er um valdhlýðni og auðsveipni að ræða að venju. En Lands- bankastjórnin á ekki að vera með derring, heldur svara því sem um er spurt. Og Alþingi á að fara ofan í kjölinn á þessu máli sem öðrum slíkum. SKATTSVIK ÞINGMANNA önnur ögrun við almennt vel- sæmi erultrekaðar upplýsingar um skattsvik Alþingis. Skatta- lög í landinu eru þannig, að tekjur ber að gefa upp, og síðan

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.