Dagblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978. Nimeiri forseti Súdans.' mjög handgenginn Sovétstjórn- inni en eftir misheppnaða uppreisn kommúnista árið 1971 hefur Nimeiri mildað róttækan sósíalisma sinn og hann hefur myndað and-sovézkan þrí- hyrning með Egyptalandi og Saudi Arabíu umhverfis Rauðahafið. Misheppnaðar uppreisnar- tilraunir voru einnig gerðar gegn Nimeiri árin 1975 og 76. En nú fyrir nokkrum mánuðum gaf hann öllum pólitískum föngum og flóttamönnum upp sakir. Þetta leiddi til þess að margir uppreisnarmenn sneru aftur heim. Sá valdamesti af þeim er sennilega Sadig el Mahdi sem dæmdur var til dauða fjarverandi árið 1976 en hann var talinn heilinn á bak við síðustu uppreisnar- tilraunina í Súdan. TENGSLIN AUKAST Á MILLI BANDARÍKJ- ANNA OG SÚDAN Tilraunir Nimeiris til sátta virðast af heilum huga gerðar og möguleikar virðast á því að Mahdi verði forsætisráðherra á nýjan leik eftir kosningar í vor en hann gegndi því embætti á fimm ár eftir stríð Araba og ísraelsmanna árið 1967 og ástandið hafi versnað 1974 þeg- ar palestínskir hermdarverka- menn myrtu bandaríská sendi herrann og aðstoðarmann hans í höfuðborg Súdan, Khartoum, er Súdan nú nánasta bandalags- land Bandaríkjanna á megin- landi Afríku. Þetta kemur skýrt í ljós er Bandarikjamenn eru að þróa hina nýju Afríkustefnu sína. t desember sl. varð Súdan fyrsta Afríkuríkið sem stjórn Carters Bandaríkjaforseta samþykkti að selja herþotur. Utflutningur Banda- ríkjamanna til Súdans hefur á undanförnum tveimur árum numið um 100 milljónum árum áður, þ.e. áður en hin misheppnaða uppreisnar- tilraun var gerð. Verð af þessu stjórnmálalega samkomulagi í Súdan mun það henta vestrænum og arabískum ríkjum vel sem vilja auka fjár- festingar sínar í Súdan. Þótt Súdan hafi slitið stjórn- málasambandi við Bandaríkin í Shillukar, frumbvggjar í Súdan. Víða er vatnsskortur i Súdan en framtíðinni með miklum áveitum. verður rekinn í dollara og fjárhagsaðstoðar er að vænta frá Bandaríkja- mönnum á næstunni. ÖRYGGISNET OLÍURÍKJANNA Ahugi Arabaríkjanna á Súdan jókst mjög eftir stríð Araba og Israelsmanna 1973. Þá ræddi Bandaríkjastjórn þann möguleika að nota mat- vælavopnið á olíuvopn arabísku landanna. Síðan hafa arabískar fjárfestingar í Súdan verið feikilegar. Nú er það ekki spurningin um peninga, heldur ^þrauthugsaðar áætlanir. í Súdan sameinast nú arabískir olíupeningar, vestræn tækni og afrísk hráefni. Miklar áætlanir eru í gangi þar sem gert er ráð fyrir stór- auknu ræktuðu landsvæði þar sem beitt verður áveitum og bændur rækta í stórum stíl fjölbreyttar landbúnaðaraf- furðir. NÝTT KANADA Ef Súdan nýtir alla sína miklu möguleika gæti landið verið komið í hóp með löndum eins og Bandaríkjunum. Kanada og Argentinu árið 1990 sem eru heimsins stærstu mat- vöruútflutningslönd. Vegna þess hve stjórnmála- ástand innanlands er orðið gott verður hlutverk Súdan stöðugt mikilvægara fyrir arabísku og afrísku löndin sem á seinni tím- um hafa færzt í átt frá komm- únismanum. Nimeiri hefur verið ákafur fylgjandi friðarumleitana Sadats Egyptalandsforseta og afturhvarfs Mahdis til Súdans bætir sambúðina við Libýu og Eþíópíu sem voru ásökuð um að hafa hjálpað til við uppreisnartilraunirnar í Súdan. í ár verður Nimeiri formaður einingarsamtaka Afríkuríkja OAU og miklar vonir eru bundnar við aukna samvinnu Araba og Afríkumanna og þess er vænzt að olíupeningarnir taki að streyma til Afríku. er það skattyfirvalda að ákveða, hvað er frádráttarbært frá skatti og hvað ekki. Alþingi telur sig þess umkomið að hlýða ekki þessum lögum. Þeir ákveða sjálfir firnahá laun, og síðan alls kyns aukaþóknanir. Sumt heitir dagpeningar, sumt dvalarkostnaður. Auk þess margvísleg fríðindi önnur. • Síðan ákveður Alþingi að gefa sumt af þessu upp til skatts og annaðekki. Það kann að vera álitamál hvað þingmenn eigi að hafa í laun. En það er ekki álitamál að þingmenn eiga að hlýða lands- lögum. Þegar þingmenn dansa línudans á yztu nöf skattalag-' anna og beinlinis brjóta þau, þá er það fyrir neðan allar hellur. Fordæmið er afleitt. Og í venju- legu samfélagi ætti þetta að vera sá hlekkurinn sem síðast brysti. En það gerist ekki hér. Al- þingi sjálft tekur þátt í verð- bólguleiknum, ögrar umhverfi sinu, og tilkynnir þegnunum um leið að þeir skuli barasta brjóta þau lög sem þeir mögu- lega komast yfir að brjóta, Og það skiptir engu máli hvort þeir heita Sólnes eða Gils, eru íhaldsmaður eða kommi. Þeir eru að stíga verðbólgudansinn. Skattsvik eru útbreidd. Þau eru meiri háttar samfélagsböl. Alþingi setur lögin, þar á meðal lög til þess að stemma stigu við skattsvikum. En hvernig getur það gengið upp að þingið sjálft sem stofnun hlíti ekki skatta- lögum? Spyr sá sem ekki veit. ALBERT 0G SÓLNES Það hefur lengi verið eitt af fjölmörgum opinberum leyndarmálum í þessu sam- félagi, að fjöldi fólks á veru- legar gjaldeyriseignir í erlend- um bönkum. Það er vissulega mikið álitamál, hvernig reglum um erlendan gjaldeyri er rétt- látlega fyrir komið. Það er vissulega álitamál hvort hægt er að ætlast til þess af ferða- manni sem á nokkur þýzk mörk í afgang eftir ferðalag að hann skipti því yfir í íslenzka mynt, sem minnkar að verðmæti nær daglega. Þetta gerir verðbólg- an, eina ferðina enn. Og ef þetta gildir um ferðamenn, þá hlvtur það að gilda um fleiri. Viflausar gjaldeyrisreglur hafa iðulega verið þverbrotnar. Það er þó einhver meiri háttar geðklofi í samfélaginu, þegar bankamálaráðherrann sendir frá sér reglugerð um gjald- eyrisreikninga í íslenzkum bönkum, meðan slík eign er brot á islenzkum lögum, sem sami maður, þá sem dómsmála- ráðherra, á að sjá um að sé hlýtt. Fjölmargir eru nefndir til sem eigendur gjaldeyrisreikn- inga í dönskum bönkum. Skatt- rannsóknarstjóri virðist röskur og heiðarlegur embættismaður, og er ekki að efa að hann hefur gildar ástæður til þess að bíða enn um sinn að birta nöfn gjaldeyriseigenda. En gallinn við slíka bið er samt sá, að fjölmargir saklausir borgarar eru nefndir til, og hafa auð- vitað af því ómæld persónuleg óþægindi. Mannlegt samfélag er einu sinni þannig saman sett. Albert Guðmundsson, ál- þingismaður, var um það spurður í útvarpsþætti skömmu fyrir jól, hvort hann ætti gjald- eyrisreikninga í Bandaríkjun- um. Hann kvað nei við. Hvort hann ætti í Danmörku? Hann kvað nei við. Hvort hann ætti í Frakklandi? Því vildi hann ekki svara af persónulegum ástæðum! Á þessu kunna að vera eðlilegar skýringar, sem þá liggja ekki í augjum uppi. Málið er einfaldlega það, að al- þingismaður, sem á að vera að setja samfélaginu leikreglur, getur ekki staðið frammi fyrir samborgurum sínum, og slegið úr og í með það, hvort hann sé lögbrjótur. Slík ögrun gengur i revíu, en ekki í samfélagi sem telur sig siðmenntað. Og sama giidir um Jón G. Sólnes. Þjóðviljinn segir að hann sé meðal þeirra sem eigi ólöglega reikninga í Danmörku. Satt eða logið, þá spyr blaðið alþingismanninn. Hann neitar engu en harðneitar að ræða málið. Þetta er í sjálfu sér ein- falt, annaðhvort hefur Sólnes brotið lög eða hann hefur ekki brotið lög. En hafi hann ekki brotið lög, þá á hann að segja það, og þá er ekki meira um þáð að segja. ' Menn hafa fyrr komizt upp með slíkt í samtryggðu verð- bólgusamfélaginu. En það er gersamlega óþolandi, ef þing- menn, sem eiga að setja land- inu lög, þverbrjóta þau á alla enda og kanta. Það er vísasti vegurinn til að gera samfélagið allt að ræningjabæli — eins og virðist vera að koma á daginn. Albert og Sólnes eru auðvitað aðeins tveir af sextíu þing- mönnum sem brjóta skattalög- in. Ef þeir hafa brotið gjald- eyrislögin líka, verður málið enn svartara. Fólkið í landinu á heimtingu á að fá að vita, hvað er satt og hvað er logið í þessum efnum. VERÐBÓLGA VERÐBÓLGA Að baki þessu, að baki ögr- andi alþingismönnum, ögrandi bankastjórum, skattsvikum þingmanna og þaðan út um allt samfélagið, býr hugsunarhátt- ur sem verðbólgan hefur fætt af sér. Verðbólgan hefur áður rústað samfélög. Hún er að fara illa með okkar samfélag. Það verður æ fleirum æ ljósara. Þess vegna verðum við að snúa við blaðinu. Við bókstaflega verðum. —' Landsbankamálið: ------------------- Margra mánaða rann- sókn er framundan — i raun um tvö mál að ræða, fjártökuna og meinta okurlánastarfsemi deildarstjórans 1 •' .iiiiMikn l.anil.Nliank:ini:iK. ...\ ......'k. ..a . ..... ... 150 MILUÓNIR KRÓNA UMREIKNAÐ TIL NÚVERANDIVERD6ILDIS er sú upphsð sem deildarstjórinn er talinn hafa svikið af emu fynrts d 9M mpk ....viðskiptuin »'>" Landsbanka málið: almenna eríiðleika a i um frá erlendum vegna leyndarskyld vissum ha þær M sakamál um fjir veldar k þeirra i upplýsir. prmntta viðskiptum kostnaðarliði bankans. fyrr setstr. Til hlið.Mðn i er vitað um nokkra aðila. hafa fennið lin hi* f“" Rannsókn I f miðar stöðuRt a sú. sem þeuar vi svikin af aðall* skiptavina l 150 milljöm að til nút peninga Er milljóna kr voru ut a miðað við kn LandsbankamáUnu: Upplýsinga Dúmsmálaráithprf. skrifar LandshnnU-. Oómsm lofar sV rn kemur á næstunni CV - I gær fékk stjorn Landsbanka Islands bréf frá dómsntálaráóherra Olafi Jóhannessyni þess efnis, aó óskað er eftir upplýsingum i skýrslu um gang La.tds 3= &'“ír4vs 55 « smt . , A.,,IIK jr“ l1'*- seil, hiinn tclur J,““! ||p|„| ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.