Dagblaðið - 30.01.1978, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 30. JANUAR 1978.
3
Rétturinn
tilnð
deyjo:
VIÐTAL VI0 HÚS í
ÞÝZKU GRJÓTAÞ0RP1
Margir vilja varðveita gömul
hús. Sumir vilja ekki varðveita
gömul hús og segja að nýi tím-
inn eigi sinn rétt og þar al
leiðandi líka nýju húsin.
Málið er ofarlega á baugi á
Islandi. Um sumt geta allir
rifizt en DB vill vekja athygli á
að hatrömmustu deiiurnar
standa að líkindum innan
arkitektastéttarinnar sjálfrar.
þeirrar stéttar, sem á og vill og
ræður vafalaust um útlit
bygginga og þéttbýlis-
umhverfis um ófyrirsjáanlega
framtíð.
Einn þeirra, Skúli H.
Norðdahl, sendi DB eftir-
farandi „viðtal“ gamals hús við
ónefndan viðmælanda. Þar
kemur ný og óvænt hlið á
málinu fram, sem áhugafólk
fagnar vafalaust.
Þó er rétt að taka fram, að
afstaða Skúla H. Norðdahl til &
varðveizlu gamalla húsa kemur
alls ekki fram í greininni, sem
þýdd er úr tímaritinu „DER
ARCHITEKT" nr. 12 1976.
Höfundur er Peter Paul
Hofman.
Spurning: Gamla hús, hvað
finnst yður um endurnýjun
yðar? Teljið þér hana hafa
heppnazt?
Húsið: Sjáið þér til. Ég er 230
ára gamalt. Það er mjög
virðingarverður aldur fyrir hús
að vera. Ég hef reynt margt.
Einu sinni var ég ibúðarhús um
tíma sjúkrahús, síðan skrif-
stofuhús. Menn breyttu og
endurnýjuðu, en ég var alltaf .
til gagns sem bygging.
Nú held ég að ég sé þreytt —
mjög þreytt — og hvað gera
menn þá? Þá er ég varðveitt til
eilífðarnóns eins og
smurningur, minjagripur í
plexigleröskju.
A ég engan rétt til að
deyja? Nú finnst mér ég sann-
arlega vera dautt, líflaust.
Spurning: Haldið þér þá ekki
að varðveizla á fegurð yðar
fyrir komandi kynslóðir sé næg
ástæða fyrir endurnýjun yðar?
í yður er innréttað safn, sem er
mjög eðlilegt hlutverk fyrir
hús.
Húsið: Safnið var ekki aðalat-
riðið. Aðalatriðið var að
varðveita mig sem minnis-
merki. Síðan leituðu menn í
öngum sínum eftir einhverju
afnotahlutverki. Hvað viðvíkur
komandi kynslóðum, hver segir
yður:
— að komandi kynslóðir hafi
áhuga á mér
— að menn með annan tima-
bundinn hugsunarhátt muni
Raddir
lesenda
27022nrim
kl.l3ogl5
ekki einfaldlega rífa mig niður,
jafnvel innan tuttugu ára og
— hvort rétt var, þegar á
heildina er litið, já jafnvel
hvort það var fjárhagslega rétt
að endurnýja mig?
Ég er meðaltals fulltrúi
meðal margra annarra frá mín-,
um tíma. Það er fyrir löngu
búið að endurnýja þýðingar-
mestu byggingar míns tíma.
Spurning: Ef sleppt er vanda-
málinu um endurnýjun yðar,
hvert er þá álit yðar á því
hvernig þér voruð endurnýjað?
Húsið: Menn hafa reynt af
fremsta megni að leiða í Ijós
mitt upprunalega ástand,
upphaflegu litina og form og
farið nákvæmlega eftir því
mynstri.
Með tilliti til aldurs míns
hefur það tekizt vonum framar.
Og þó — hversu margar fínar
breytingar sem ég hefi fengið í
tímans rás og oft gerðar af
fyrsta flokks bygginga-
meisturum — þá hafa menn
lokað augunum fyrir þeim og
eyðilagt þær. Þessar breytingar
og viðbyggingar voru hverju
sinni tákn síns tíma og gerðu
mig áhugaverða, margslungna
byggingu. En nú er ég aftur
brðin eins og við fæðingu
mína. Það er eins og maður hafi
hengt æskumannsgrímu á
öldungs andlit.
Spurning: Það er nú þrátt fyrir
allt eitt af framfaratáknum
okkar tíma að meta og
varðveita hið gamla. Við höfum
hafnað þeirri sjálfumgleði sem
fyrri kynslóðir sýndu með
eyðileggingu alls þess, sem
þeím fannst vera I vegi fyrir
sér.
Húsið: Vissulega. Varðveizla
bygginga er hluti framfara yðar
tima en hugleiðið samt þetta:
Iiefði varðveizla bvgginga verið
til á mínumtíma væri égekki til
og margar b,' ggingar frá mín-
um tíma ekki heldur. Höfundur
minii lét nefnilega rífa
byggingu frá fyrri tímum til að
geta byggt mig.
Þér kallið það sjálfumgleði.
Ég held það vera sjálfstæði.
Án eigingirni er nú ekki allt
sem í dag gerist í nafni
varðveizlu húsa: Ég á einnig að
laða að ferðamenn og skapa
borgarfeðrunum stolt. Þá er
listin orðin að tízku, hreint og
bein verzlun. Er hægt að fara
verr með listina?
Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070.
Lágmarks afl við 8 ohm 2 x 40 RMS wött frá 20 - 20000 Hz, bjögun mest 0.1%.
Verðaðeins kr. 119.430. —
Að eignast þetta reginafl, með hinu víðfræga KENWOOD útvarpi ásamt fjölda
af fágætum eiginleikum, fyrir slíkt verð, er einsdæmi.
Hvernig getur KENWOOD þetta?
Það er nú einmitt það sem Pioneer, Marantz o.fl. velta vöngum yfir.
Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070
NÚ FÆRÐ ÞÚ ÞÉR ^KENWOOD
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Spurning
dagsins
FINNST ÞÉR AÐ KARLMENN
EIGI AÐ FÁ SÉR
PERMANENT?
Haraldur Sigurðsson, skemmti-
kraftur með meiru: Já. ef þeir
eru ekki sköllóttir. Nei, ég er ekki
með permanent. en ég er alveg
ákveðinn í að fá mér það.
Erla Sigurðardöttir. húsmóðir og
skrifstofustúlka: Já. ef hár þeirra
er erfitt viðgangs þá finnst mér
sjálfsagt að þeir fái sér það.
Sigurður Þorvaldsson læknir: Já.
ef þeir hafa óstýrilátt hár. Nei. ég
er ekki með permanent. ég hef
ekki nógu niikið hár til þess.
Sigmundur Sigurðsson af-
greiðslumaður: Nei. alls ekki.
Þeir eiga bara að hafa hárið
frjálst. Ég er mjög á móti
permanenti. Éf hárið er mjög
ódýrilátt er hægl að klippa það til.
Olöf Ölafsdóttir hárgreiðslu-
dama: Jú, ef það bætir á þeim
hárið. Jú, ég hef sett permanent i
karla. Þeir yngri eru ekki lengur
feimnir við það að fá sér perma-
nent.
Friðrika Harðardóttir, nemi í MR
og hárgreiðslumódel: Já,
eindregið. Ef karlmenn hafa
slappt hár eiga þeir skilyrðislaust
að fá sér permanent.