Dagblaðið - 30.01.1978, Qupperneq 6
6
DACiBI.AÐIf). MANl'DAdUK 30. JANUAR 1978.
Eins og sjá má á þessum
svipm.vndum var boöið upp á
hinar margvislegustu
greiðslur. Auðvitað eru
greiðslur á hárgreiðslusýning-
um dálítið öfgakenndar, —
verið er að sýna hvað hægt er
að gera með hár-
greiðslutækninni. Fyrir utan
hágreiðslu- og rakarastofurnar
i Reykjavík voru einnig með á'
sýningunni hárgreiðslustofur
úr Kópavogi, Garðabæ, Hafnar-
firði, Mosfellssveit og
Siglufirði.
Á hárgreiðslusýningunni í Sigtúni:
Látlaust,
íburðarmikið
— fantasíur með eða án skrauts
TroðTullt var i Sigtúni í gær
eftirmiðdag |)ar sem Samband
hárgreiðslu- og hárskerameistara
hélt sýningu á nýjustu línunum í
hárgreiðslu og hárskurði. Þar var
einnig sýndur tízkufatnaður frá
nokkrum verzlunum i Revkjavík.
Sýningarfólk í Módelsamtökun-
um undir stjórn Unnar Arngríms-
dóttur sýndi fatnaðinn. — Kvnnir
á sýningunni var Magnús Axels-
son og fórst honum það vel úr
hendi.
Greinilegt er að afrísk áhrif eru
mjög áberandi í hár-
greiðslutízkunni i dag.Krumpu-
krullur, vöfflukrullur og litlar
fléttur voru mjög áberandi i
greiðslunum. en alls voru það
tuttugu og níu hárgreiðslu- og
rakarastofur sem sýndu leikni
sína í greiðslu og klippingu. Ekki
má heldur gle.vma litun. en á
sýningunni voru nokkrir litirsem
voru bæði áberandi og einnig
fallegir og klæðilegir. Það er
meira en hægt er að segja um
surnar greiðslurnar. Þær voru
vægast sagt kúnstugar. en ekki
klæðilegar fvrir venjulegt fólk. Á
sýningunni voru líka venjulegar
hárgreiðslur, sem henta hvaða
höfði sem er og hvaða aldri sem
er.
Sýningin fór öll mjög vel fram.
Kvnnirinn var alveg hreinasta af-
bragð. Gaman er að geta hrss. þótt
þetta væri hárgreiðslusýning
fvrst og fremst. komust gestir
ekki hjá því (að minnsta kosti
þeir sem sátu næst sýningarpall-
inum) að taka eftir hve hár-
greiðslumódelin voru undantekn-
ingarlítið á alveg sérstaklega
fallegum og smart skóm. Litlum
og léttum samkvæmisskóm með
örmjóum og háum hælum.
A sýningunni bar ýmisleg!
óvenjulegt fyrir augu. Margar
greiðslurnar höfðu verið skírðar
hinum óvenjulegustu nöfnum.
Mátti hevra nöfn eins og Garbo,
Gasablanca, Karnivalgreiðsla. Úr
þeli þráð að spinna. Draumur
gladiatoranna, Sporty, Rómantík,
Nótt og Kermits Special. Það var
greiðsla sem var með einhvers
konar grænu spre.vi og stúlkan öll
græn yfirlitum. Hafði þulurinn
orð á að þarna værf komin
stúlkan sem froskurinn Kermit
væri alltaf að leita að!
Karlmennirnir sem sýndu voru
allir mjög glæsilegir. Gat þulur
unt að sumir þeirra hefðu haft
mjög óstýrilátt hár áður en þeir
komust í hendur hárgreiðslu-
meistara og klippara.
Þarna voru sýndar bæði
franskar og ítalskar línur.
..saumaðar" fléttur.
krumpukrullur — bvlgjur. svona
a la 1930, blásnar einfaldar sam-
kvæmisgreiðslur og fantasíur sem
eiga hvergi heima nema á hár-
greiðslusýningum.
Sýningarfólkið var frjálslegt í
framkomu eins og vera ber. en
ein stúlkan var með tyggigúmmí
sem hún hefði ekki átt að gera.
Þvi miður verður að segja eins
og er, að húsakvnni í Sigtúni eru
kannske ekki nógu hentug fvrir
svona sýningu. Að minnsta kosti
hefði verið hægt að nota Ijós-
kastara betur en gert var. Ljós
var í öllum salnunt og enginn Ijós-
kastari sérstaklega á sýningar-
fólkinu. Forráðamenn sýningar-
innar hefðu getað lært ýmisjegt á
Stjörnumessu Dagblaðsins og
Vikunnar á Sögu á dögunum. Þar
var ljóskösturum beint eins og á
að gera á svona sýningu.
Eftir að hárgreiðslusýningunni
lauk var tízkusýning frá Lótus.
Herrahúsinu og Adam og
Viktoríu. Fallegur og klæðilegur
fatnaður, sem sýningarfólkið
sýndi með hinni mestu prýði.
Það er annars reglulega gaman
að sjá islenzka tizkusýningarfölk-
ið okkar. Það er örugglega á
heimsmælikvarða.
-A.B.j.