Dagblaðið - 30.01.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDACUR 30. JANÚAR 1978.
7
Um fimmtán þúsund Reykvík-
ingar heimilislœknislausir
Sá tími er f.vrir löngu liðinn
er. menn gátu hringt í heimilis-
lækni sinn hvenær
sólarhringsins sem þeir kusu.
Nú er meira að segja svo komið
að stór hluti Re.vkvikinga hefur
engan heimilislækni. Talið er
að um fimmtán þúsund borgar-
búar séu heimilislæknislausir.
Ekki er þó svo slæmt að þessi
fimmtán þúsund hafi engan
aðgang að lækni heidur hafa
starfandi heimilislæknar tekið
.......
að sér að sinna þeim ef þeir
þurfa á að halda.
Milli 23 og 24 læknar gegna
eingöngu heimilislækningum
og hafa þeir samkvæmt
samningum um 1750 sjúklinga
hver. Þá eru um tíu læknar sem
hafa í kringum 500 sjúklinga
hver. Eru þá ótaldir nokkrir
læknar sem sinna aðeins
nánustu fjölskyldu sinni.
Eins og stendur eru aðeins
tveir læknar á skrá hjá Sjúkra-
samlagi Reykjavikur sem geta
bætt við sig nýjum sjúklingum,
samkvæmt upplýsingum.
Sjúkrasamlagsins. Sjúklingar
eru ekki skyldaðir til þess að
velja sér þá lækna sem í boði
eru.
Samlagsmenn í Reykjavík
geta skipt um heimilislækni
einu sinni á ári, í október og
nóvember. Er alltaf einhver
hreyfing á sjúklingum milli
heimilislækna.
Samkvæmt samningum
Sjúkrasamlags Reykjavíkur og
Læknafélagsins ber heimilis-
læknum skylda til þess að hafa
opna lækningastofu í ákveðinn
tíma á dag, fjóra daga fyrri
hluta dags og einn dag seinni
hluta dags. Auk þess að hafa
rækilega auglýstan símatíma.
Sömuleiðis ber heimilislækn-
um að halda skrá yfir sjúklinga
sína og þá læknisaðstoð sem
þeim hefur verið veitt. A
trúnaðarlæknir Sjúkrasam-
lagsins að eiga greiðan aðgang
að þeirri skrá.
Fyrr á árum bar nokkuð á
læknaskorti í dreifbýlinu en
,hann er nú að mestu úr sögunni
með tilkomu lækna-
miðstöðvanna. í ráði er að reisa
heilsugæzlustöðvar í höfuð-
borginni og nú þegar er ein slík
tekin til starfa í Árbæjarhverfi.
-A.Bj.
Æsilegur eltinga-
leikur lögreglu við
drukkinn ökuþór
Til æsilegs eltingaleiks lög-
reglu og drukkins ökumanns
kom í fyrrinótt. Lvktaði honum
með því að ökúmaðurinn var
dreginn út úr stórskemmdum
bíl sínum og járnaður.
Upphafið var það að um
tvöleytið í fyrrinótt lenti öku-
maðurinn í árekstri við
leigubíl. Stakk hann þegar í
stað af frá árekstrinum. Leigu-
bílstjórinn kallaði til lögreglu,
sem veitti manninum eftirför á
tveimur bílum. Ók hann mjög
greitt inn eftir Suðurlands-
braut og ók þar á tréljósastaur.
sem kubbaðist í sundur. Við
það losnaði vélarhlífin upp og
lá framan á framrúðunnni —
en ökuþórinn hélt engu að
síður áfram á 90-100 km hraða.
Útsýni hafði hann eitthvað til
hliðar við vélarhlífina.
Lögreglumönnunum tókst
loks að stöðva bílinn með því að
þröngva honum út af veginum
skammt frá Nesi við Elliðaár.
Þar kom til átaka ökumannsins
— sem er fæddur 1943 — og
lögregluþjóna. Var hann loks
járnaður og fluttur i fanga-
geymslu. Yfirhevrslur vfir
manninum stóðu í gærdag.
-OV.
Hvað höfðingjarnir hafast að,
hinir œtla sér leyfist það
Á bóndadaginn fengu Eskfirð-
ingar launaseðlana sína og blót-
uðu mikið yfir þvi hve tekjur
þeirra voru háar.
Já, svona gengur þetta jarð-
neska líf. Ég held að loftið sé
orðið eitrað og fólk veit ekki hvað
það vill og heldur ekki hvað því er
fyrir beztu. Fólk heimtar meira
og meira kaup. Þegar launaseðl-
arnir koma með hárri krónutölu
sér fólk f.vrst að þaðer komið inn í
mikinn vítahring. sem það kemst
kannske aldrei út úr nema mikil
atvinna haldist og heilsufarið sé
gott.
Það er oft talað urn að sjómenn
rífi upp mikla peninga en öljósan
grun hef ég um að margir, sem
vinna í landi. hafi meira en sjó-
mennirnir. sem alltaf eru
öfundaðir af tekjum sinum þrátt
f.vrir að þeir haldi þjóðarbúinu
uppi.
I sumar sagði ríkisstjórnin og
aðrir ráðandi menn að þjóðarbúið
hefði ekki efni á að hækka laun
láglaunafólksins, sem hafði ekki
nema um 100 þúsund kr. i
mánaðarlaun. Allir sáu og vissu
að enginn gat lifað af þvi. En svo
hækkuðu alþingismenn laun sin
um 78% og þá voru þeir sammála.
Hvað höfðingjarnir hafast að.
hinir ætla sér levfist það!
Eg held að það væri heillaráð
að alþingismenn væru allir
kauplausir, vnnu bara í sjálfboða-
vinnu. Þá væru meiri Iikur á því
að áb.vrgir alþingismenn sætu á
alþingi Islendinga og hugsuðu
meira um heill og hag þjóðarinn-
ar í nútið og framtíð.
Regína Thor/ahj.
ÚRVRL/ KJÖTVÖRUR
OG ÞJÓnU/Tfl
Á'allteitthvaó
gott í matinn
STIGAHLIÐ 45-47 SIMI 35645
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEC
FYRIR ALLA
UMFERÐARRÁÐ
Bílastillingar—Varahlutir — Mælitæki — Rafsuðuvélar
Við framkvæmum véla-, hjóla-, Ijósastiilingu
og ballansstillingu áhjólbörðum.
EFTIRFARANDI ATRIÐIERU YFIRFARIN Í VÉLASTILLINGU
1. Skipt um kerti og plat-
inur.
2. Jlæld þjappa.
3. Stilltir ventlar.
4. Hremsuð eða skipt um
loftsíu.
5. Hreinsuð eða skipt um
he nsinsíu.
6. Ilreinsuð geymasam-
hiind.
7: Hreinsaður iindunar-
ventill.
8. Athuguð og stillt viftu
-reim.
9. .Maddii kertaþræðir.
10. Mældur startari.
11. Mæld hleðsla.
12. Mældur rafgeymir.
13. Stillliii hlöndungur og
kveikja.
14. Mæld nvtni á hensini.
15. Þr<stipról að vatnskerfi.
BILAVARAHLUTIR
í SMÁSÖLU OG
HEILDSÖLU.
Platinur
Kveikiuhil;
Kveikjuhamrar
K\ eikjiiþétlar
Bensínsiur
I oftsíur
Boddíhlutir
o.ÍT.
Póstsendum.
Vélastilling sf.
Auðbrekku 51, Kóp.
Sfmi 43140
O. Engilbertsson hf.
'•T
Okkar árSega Siljómplötuútsala
hófst í morgun
Hljóöfærahús Reykjavíkur
Laugavegi 96
ii
§g •* % •.
Wm P
* 4:' i T
: