Dagblaðið - 30.01.1978, Side 8
8'
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. JANUAR 1978.
Ókenndur hlutur fundinn á
auðnum Norður-Kanada
— vísindamenn settir í einangrun vegna geislunarhœttu
Kanadastjórn hefur einangr
að sex náttúrufræðinga sem
tilkynntu að þeir hefðu séð
dularfullan hlut lenda á jörð-
inni fimm kílómetra frá þeim
stað sem kofi þeirra er í Norður
Kanada. Einangrun mannanna,
fimm Bandarikjamanna og eins
Kanadamanns sem ætluðu að
eyða vetrinum við náttúrurann-
sóknir á þessum slóðum, er
aðeins til öryggis að sögn full-
trúa Kanadísku stjórnarinnar.
Engin merki geislavirkni hafa
fundizt á þeim slóðum eða
nærri þeim stað sem mennirnir
voru.
Leitað er stöðugt .að geisla-
virkum brotum úr sovézku
geimfari sem sprakk í himin-
hvolfinu fyrir ofan auðnir
Kanada í fyrri viku.
Farið var með vísinda-
mennina sex sem óttazt var að
væru orðnir geislavirkir, flug-
leiðis þar sem hægt var að hafa
þá í öruggri einangrun og jafn-
framt fylgjast með hugsanlegri
geislavirkni frá þeim.
Flugvélar flugu yfir svæðinu
en fundu enga geislavirkni.
Síðast þegar til fréttist voru
sérfræðingar um borð i þyrlu
sem sveif yfir staðnum þar sem
mennirnir sáu hinn óþekkta
hlut lenda. Ekki hafði frétzt
hvað komið hefði í ljós við
nánari rannsókn.
Síðustu fréttir herma að úr
þyrlu sem svifið hafi yfir staðn-
um sem náttúrufræðingarnir
sáu hinn ókunna hlut lenda
megi sjá nýjan gíg í ísauðnina
sem sé tveir til þrír metrar að
þvermáli.
Talið var að einhver vottur af
geislavirkni bærist frá gígnum
en þó ekki meiri en svo að
engin hætta væri heilsu manns
í 100 metra fjarlægð.
\
Hann er aldcilis hrifinn
krakkinn sem horfir upp eftir
risabrúðunni sem er á sýningu
í París sem nefnd hefur veriö
Börnin og borgin. Er brúðan
þar aðalaðdráttaraflið að því er
sagt er. Sérstaklega munu
börnin vera hrifin af að fylgj-
ast með hjartsiætti brúðunnar
sem heyrist vel af segulbands-
spólu sem komiö er fyrir innan
í henni.
Ástralía:
Kappakstursbif-
reiðin lenti
í áhorfendahópnum
— einn lézt, fimmtán sœrðust en ökumaðurinn slapp lítt sœrður
Einn maður mun hafa látizt og
fimmtán særzt, þegar kapp-
akstursbifreið var ekið gegnum
öryggisnet og mitt inn í hóp
áhorfenda á kappakstri sem fram
fór um það bil 60 kílómetra fyrir
utan Melbourne í Ástralíu í
gær.
Ökumaðurinn er sagður hafa
misst stjón á bifreiðinni þegar
hún snerti aðra kappakstursbif-
reið. Voru þær báðar á nærri 200
kílómetra hraða.
Ökumaður bifreiðarinnar sem
lenti á áhorfendahópnum var
fastur í henni og varð að skera og
saga hana í sundur til að ná
honum út.
Slapp hann betur en við hefði
mátt búast. Einu meiðslin voru
smásár á höfði en auk þess hafði
hann fengið taugaáfall af öllum
ósköpunum.
Egyptaland:
SADAT HUGLEIÐIR
MÁLIN HEIMA FYRIR
Heilsukex im Frón
VÖRL JUPPL ÝSINGAR:
Þyngd u.þ.b. 270 g. Hráefni: Heilhveiti, hveiti, sykur,
fciti, lyftiduft, lccithin, nalt, malt og vidurkcnnd
bragdcfni.
í hvcr 100 kg. hcilhvcitÍHÍnn (GrahamsmjölHÍnH) er bætt.
500 g af kalki, 30 mg af járni, 5 mg af vítamín H
og 5 mg af vítamín Hj.
NÆRINGA REFNI í ÍOO (,
AF HEILH VEITIKEXI:
9 g prótín
61 g kolvetni
12 g fita
■100 hitaeiningar
SANNKOLLUÐ
KJARNAFÆÐA
p|§ Eggj|
SoÉi ^ M 1 I Jj 9
— fer til Washington
síðar í vikunni
Anwar Sadat forseti Egypta-
lands mun í dag ræða við formann
egypzku sendinefndarinnar á
fundum hernaðarnefnda ísraels
og Egyptaland, sem ætlað er að
komi saman aftur í Kairo ein-
hvern næstu daga.
Viðræður Sadats og hermála-
ráðherrans egypzka, Mohammed
Abdel Ghani hershöfðingja, koma
i kjölfar tilkynningar Begins-
stjórnarinnar í Israel um að þeir
ætli að senda fulltrúa á Kairo-
fundinn. Viðræður hafa Jegið
niðri þar alveg síðan Sadat Rallaði'
fulltrúa sína heim frá Jerúsalem
af fundi stjórnmálanefndarinnar,
sem þykir hafa mikilvægari störf-
um að gegna í það minnsta um
þessar mundir.
Alfred Atherton aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna
hefur verið í Jerúsalem og reynt
að miðla málum. Er búizt við að
hann fari til Kairo í dag og ræði
við Sadat foresta. Eru taldar
góðar líkur á að hann muni leggja
fram nýjar tillögur sem gætu
komið friðarviðræðum aftur á
stað.
Er þá ætlan bjartsýnna sér-
fræðinga um málefni Miðaustur-
landa að Sadat muni gefa sér tóm
til að hugleiða og kanna þessar
nýju tillögur áður en hann flýgur
til Washington en þar ætiar hann
að ræða við Carter forseta. Búizt
er við að sú för verði farin síðar í
þessari viku.
REUTER