Dagblaðið - 30.01.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 30. JANUAR 1978.
.9
Áskorun brezkra listamanna:
REISID STYTTU
AF CHAPLIN
f LONDON
Tólf brezkir rithöfundar og
listamenn tilkynntu í dag að
þeir ætluðu að beita sér fyrir að
reistur verði opinber minnis
varði af Charlie Chaplin í
fæðingarborg hans, London.
Vilja þeir að minnisvarðinn
rísi nærri fæðingarheimili hans
í suðurhluta borgarinnar.
Einnig að skjöldur verði settur
á viðeigandi stað í Westminster
Abbey kirkjuna þar sem fleiri
slíkir skildir eru til minningar
um ýmsa mikla listamenn.
Tilkynning og áskorun lista-
mannanna birtist í The Times í
morgun. Þar segir að sagan
muni sýna að enginn lista-
maður hafi haft jafn mikil
áhrif á samtíð sína og Charlie
Chaplin og öllum listamönnum
sé heiður af að hafa lifað í
skugganum af hinni glæstu list
sköpun hans.
Manninum sem vakti aðdáun
bæði Brecht og Eisenstein og
hatur Adolfs Hitlers.
Meðal þeirra sem undirrita
áskorun um að minnismerki
um Chaplin verði reist er rit-
höfundurinn Beryl Bainbridge
og gamanleikarinn Alfie Bass.
Sir Charles Chaplin í gervinu
sem hann var og verður líkleg-
ast alltaf þekktastur í. Litli
maðurinn sem alltaf tapar en
giatar samt aldrei voninni um
betri tíð og trúnni á hið góða í
manninum.
Kortsnoj og
Portischefstir
íHollandi
Staðan í skákmótinu í
Hogovens í Hollandi eftir
átta umferðir:
1. til 2. sæti Portisch og
Kortsoj 5 vinningar og bið-
skák, 3., 4. og 5. sæti Ander-
son, Ree og Timman 4'A
vinningur, 6., 7. og 8. sæti
Miles, Mecking og Panno 4
vinningar 9. sæti Najdorf
3'A vinningur og biðskák, 10.
sæti Sosonko 3'A vinningur,
11. sæti Kavalek 214 vinn-
ingur, 12. sæti Van der
Sterren 1 vinnirigur og bið-
skák.
FangaríKanada
í miklum ham
Fangar í kanadískum
fangelsum voru aðgangs-
harðir um helgina og i tveim
fangelsum tóku fangar gísla
og höfðu þeir ekki verið yfir-
bugaðir þegar síðast fréttist.
I Brezku Columbíu, fylki
á vesturströnd Kanada,
hafði dæmdur morðingi og
fjórir samfangar hans tekið
tólf gísla í fangelsi þvj sem
þeir eru í en þar á gæzla að
vera mjög öflug. Meðal gísl-
anna voru níu konur en
einni eða tveim þeirra var
sleppt í skiptum fyrir mat og
sígarettur. Einn fanga-
vörður særðist illa á hálsi í
átökum við fangana. Meðal
gísla þeirra eru nokkrir
fangar sem ekki vildu taka
þátt í uppreisn þeirra.
I öðru fangelsi í Kanada, í
fylkinu Nýju-Brúnsvík, tók
fangi fangavörð í gislingu en
honum náði hann á sitt vald
er útivistar- og hreyfingar-
tími stóð yfir. Fangarnir
sem gislunum halda hafa
ekki látið neitt uppi um
krötur sínar til að þeir láti
þá lausa.
Erlendar
fréttir
VIÐ ÞJONUM
LEE C00PER
galla- og f lauelsbuxur — ný snið — f róbœr f ramleiðsla
tlNNIG:
U.F.O. grófrifflaðar
buxur i nýju sniði
Mussur, ny sending,
mikið úrval
trum stöðugt að taka
• •
upp nyiar vorur
Ath.
Verð og gæði
Verzlunln
Strandgötu 31
Hafnarflrðl, slml 53534