Dagblaðið - 30.01.1978, Qupperneq 11
11
DAliBLAÐIÐ. MANUDAdUR 30. JANUAR 1978.
SIÐGÆÐI0G MANNLEG SAMSKIPTI
Hvað kemur almennum borg-
ara þetta við?
Þetta er spurning sem verður
stundum ágeng bæði hjá þeim
sem reyna að tjá hugsanir sínar
opinberlega og líka hinum sem
standa utan við eril dagsins á
þeim vettvangi.
Það eru líklega mörg svör við
þessari spurningu. Það er til
fólk sem telur sig hafa
einhverra hagsmuna að gæta.
Það er líka til fólk sem langar
að komast i umtal á opirrberum
vettvangi. Svo eru þeir sem
þróun mála hefur gengið svo
endanlega fram af að þeir grípa
til þess ráðs til að reyna að hafa
hugsanlega örlítil áhrif á
þróunina.
■Samkvæmt leikreglum
lýðræðisins eiga allir þegnar að
hafa áhrif á ákvörðunartöku.
Þetta er fögur hugsjón. Sann-
leikurinn er hins vegar sá, að
því lengur sem líður þeim mun
fjarlægari verður raunhæf og
persónuleg ákvörðunartaka
einstaklingsins.
Eitt fyrsta verk sem al-
menningur á Islandi tók beinan
þátt í, og tengdist því lýðræói
og lýðveldi sem við búum við
nú, var atkvæðagreiðslan um
endanleg sambandsslit við Dani
og stofnun lýðveldisins. Þá
sameinaðist þjóðin allt að 100%
í þessari verklegu lýðræðisað-
gerð. Þá töldu ráðamenn og al-
menningur að um sameiginlega
hagsmuni væri að ræða. Það er
afar sjaldgæft að þjóð lifi slikar
stundir á friðartímum.
Mikið vatn er nú til sjávar
runnið frá þessum degi í
þjóðarsögunni. Margir halda
því fram að því fjöreggi sem þá
var orpið hafi verið kastað
ógætilega milli sterkra aðila oft
á tíðum.
Nú í dag standa íslendingar
frammi fyrir því, að
ákvarðanataka er löngu komin
úr höndum almennra þegna, og
það sem verra er, þá virðist
stjórn lýðveldisins einnig hafa
færst frá alþingi og ríkisstjórn
til aðila sem standa utan við
þessar grunnstofnanir í
stjórnun. Stundum virðist
valdið jafnvel hafa færst til
aðila sem standa utan við þau
lög, sem alþingi hefur sett.
VEGIÐ AÐ SIÐGÆDI
Það eru viss atriði, sem
ætlast er til aðséuinnan ramma
lýðræðis. Þar er frelsi
mannsins grunntónnin. Margir
spyrja nú, hvað sé frelsi
einstaklingsins í því þjóðfélagi,
sem við búum í og hvernig
þetta frelsi sé í framkvæmd.
Lagabókstafurinn út af fyrir
sig nægir engan veginn til þess
að frelsi ríki í einu landi.
Frelsið hlýtur að mótast af því
siðferðilega ástandi og því
siðgæðismati, sem ríkjandi er í
þjóðfélaginu. Siðgæðismat
kviknar ekki af sjálfu sér. Það
mótast af erfðavenju og oft á
tíðum á það sér grunn í
bókmenntum þjóðanna. En á
hverjum tíma hljóta stjórnvöld
og löggjafarvald að leggja
höfuðlinur að því siðgæðismafi,
sem ríkjandi er.
Það eru mjög sterk rök fyrir
því, að í langri sögu islenzku
þjóðarinnar hafi grunnatriði
lýðræðis sjaldan raskast eins og
undanfarna áratugi.
Það er hægt að tína til ýmis
dæmi úr daglegu lífi þessari
skoðun til rökstuðnings. Ef
fyrs't er komið að þeirri efna-
hagslegu hlið, sem snýr að sam-
skiptum einstaklinga og ríkis-
valds þá blasir við, að ýmis
löggjof stefnir að því að
eyðileggja heiðarleg samskipti
manna.
Nærtækt og Ijóst dæmi um
það, hvernig löggjöf getur
beinst að því að grafa undan
siðgæðishugmyndum, eru þau
skattalög sem nú eru I gildi. Á
hverju ári eru þessi lög gerð
flóknari og óréttlátari. Auðvitað
gera allir sér grein fyrir því, að
óréttlátari lagabálkur fyrir-
finnst ekki. Það sem verra er,
er þó það að með honum eru
grunnhugmyndir siðgæðis
muldar niður.
HEIÐARLEIKI
REFSIVERÐUR
Við skattlagningu standa
ekki allir jafnt að vígi. Þegar
kemur að framtali, er hæfni
einstaklingsins til að hagræða
og svindla dálitið, tekin fram
yfir heiðarleika-. Þetta vita
allir. I skattalögum eru ýmsar
smugur fyrir þá, sem betur
mega sín.
Það er einkennandi fyrir
þennan lagabálk, að margt af
Kjallarinn
Hrafn Sœmundsson
því, sem um aldaraðir hefur
verið talið dyggð, er nú litið á
sem refsivert athæfi. P’rá fornu
fari hefur ráðdeild og sparsemi
verið talinn jákvæður eigin-
leiki hjá fólki innan skynsam-
legra markra. Nú er fólki, sem
vill láta enda ná saman, refs-
að óþyrmilega með beinum
sköttum. Hinir, sem hafa látið
þessar dyggðir lönd og leið, fá
hinsvegar rífleg verðlaun.
Skattalögin hvetja menn eða
þvinga jafnvel til skulda-
söfnunar og óráðdeildar í fjár-
málum.
Þarna er löggjafarvaldið að
grafa undan siðferði al-
mennings og rugla fólk
algjörlega í ríminu. Þarna er
löggjafarvaldið einnig að leggja
grunn að uppeldi næstu
kynslóðar. Sú kynslóð á að læra
það, að heiðarleiki er
refsiverður en þeir einstakling-
ar, sem sýna óheiðarleika og
tekst að komast yfir annarra
fjármuni til eigin þarfa, fá
verðlaun. Samkvæmt siðgæðis-
boði skattalaga á sá sterkasti í
svindlinu að lifa best.
Þarna er aðeins tekið Ijóst
dæmi um, hvernig löggjafar-
valdið mótar siðgæðismat
fólksins. Það mætti þræða
Lnargan lagabálk og sjá,
hvernig þessi mál hafa þróast.
Margar stórframkvæmdir á
vegum ríkisins eru óarðbærar.
þótt nauðsynlegarséu. Á þessu
sviði kemur tii mat um fram-
kvæmdahraða. F.vrir lands
byggðarafmælið greip um sig
algert æði í framkvæmdum. Þá
var hlaðið upp skuldum, til þess
að yfirborð landsins liti vel út
og menn kæmust leiðar sinnar.
Þarnastóðekki á að iramkvæma
lög frá alþingi.Það mætti líka
nefna margar aðrar nýrri fram-
kvæmdir undanfarinna ára í
sambandi við virkjanir og
brúargerðir, sem ekki stóð á
fjármagni til.
Önnur lög frá alþingi, sem
minni eru í sniðum, hafa hins-
vegar ekki fengið eins mikinn
forgang.
Áratuga gömu lög um
réttindi lítilmagnans í
þjóðfélaginu eru enn í dag
óframkvæmd. Þó eru mörg
þessara laga aðeins útfærsla á
stjórnarskrárgreinum um
grunnfrelsi og jafnrétti
einstaklinga. Þarna eru meðal
annars á ferðinni lög um skóla-
göngu vangefinna og
daufdumbra og lög um ókeypis
þjónustu við aldraða. Þessi fáu
dæmi af ótalmörgum bera vott
um það siðgæðismat, sem fram-
kvæmdavaldið hefur.
HNEFARÉTTURINN
Þegar forgangsverkefnin
hafa svo sett fjármál ríkisins í
strand þá er gripið til þess ráðs,
fyrst og fremst, að leggja skatta
á þá verst settu. Jafnvel er
gengið svo langt að láta þá
lítilmagna, sem áður voru
nefndir, ganga fyrir í þessari
skattlagningu. Það er ekki
einungis, að þau réttindi, sem
þetta fólk á samkvæmt lögum,
komi ekki til framkvæmda,
heldur er nú gengið á þann litla
rétt sem það hefur. Þannig
mætti segja, að veikt fólk fengi
nú að greiða Borgarfjarðarbrú
með aukinni þátttöku í lyfja-
kostnaði og lögboðin þjónusta
við vangefna og daufdumba
komi ekki til fram-
kvæmda vegna kaupa á Viðis-
húsi. Þarna er um að ræða sið-
gæðismat stjórnvalda. Pening-
arnir eru í einum kassa og það
er einn gjaldkeri, sem er al-
þtngi.
Hér að framan hefur verið
drepið á örfá dæmi um það,
hvernig stjórnvöld ganga fram
í því að rugla siðferðisvitund
fólks.
Það virðist augljóst að hin
síðari ár eru fyrst og fremst ár
hnefaréttarins.
Og aldrei fyrr virðist
almenningur hafa verið jafn
sljór fyrir þessari staðreynd.
Það er einnig ath.vglisvert að
bæði verkalýðshreyfingin og
stjórnmálaflokkar. er telja sig
fuiltrúa lítilmagnans, virðast
einnig uð nokkru leyti hafa
misst sjónar á þeim grundvall-
arsjónarmiðum, að nútíma-
þjóðfélag, sem vill rísa undir
nafni, verður stöðugt að huga
að félagslegum málefnum. Þau
mál, sem eiga að hafa forgang,
eru ekki dauður yfirborðsglans
heldur aðbúnaður þeirra verr
settu. Þarna verður aldrei gert
neitt í eitt skipti fyrir öll,
heldur má aldrei missa sjónar á
þessu grundvallaratriði siðaðra
manna um mannleg samskipti.
Hrafn Sæmundsson
prentari.
sviðum. Er þar að finna
heimsmet í ekki óskyldum
málum og hér er til um-
fjöllunar. Þar er skýrt frá t.d.
hvar þingmenn fá hæst laun,
hver hefur flutt lengstu þing-
ræðu og fjölmargt fleira þessu
skylt. Með framangreint í huga
má telja líklegt, að stjórnvöld
hér komist þar á blað og skulu
tilfærð þrjú tilvik.
í fyrsta lagi, þá samþykkti
Alþingi okkar, að greiða
umtalsverða fjárhæð á fjár-
lögum 1977 og 1978 til lífeyris-
sjóða starfsmanna stjórnmála-
flokkanna. Með öðrum orðum
er gæðingum flokkanna látið í
té verðtryggður lífeyrissjóður
af almannafé. Eru þeir þannig
eins settir og opinberir starfs-
menn. Hafa verður hér í huga,
að þetta er samþykkt meðan
stórfelld verðbólga geisar og
mun draga verulegan fjárhags-
dilk á eftir sér. Hafa ber einnig
I huga í þessu sambandi, að
framangreint er lagt til af
stjórnmálaflokkum, sem hafa á
stefnuskrá sinni að draga úr
ríkisútgjöldum.
1 útvarpsviðtali fyrir
skömmu sagði fjármála-
ráðherra, að aðalkostur við
fækkun opinberra at-
vinnufyrirtækja væri að með
þeirri ráðstöfun fækki ríkis-
starfsmönnum og þá minnki
um leið margvísleg bein útgjöld
í því sambandi, svo sem lif-
eyrissjóðsgreiðslur. Fjármála-
ráðherra vill því taka með
annarri hendinni og gefa með
hinni. Ég vil einnig vekja at-
hygli á því, að ekkert hefur
heyrst frá ungum sjálfstæðis-
mönnum um þessar stór-
furðulegu greiðslur úr ríkis-
sjóði. Þeir berjast samt undir
kjörorðinu báknið burt. Öllum
hlýtur þó að vera ljóst, að hér
er verið að fara út á stórhættu-
lega braut, sem áreiðanlega
enginönnur löggjafarsamkoma
hefur haft kjark til að fara út á,
enda þarf til þess undravert
hugmyndaflug.
Eg held, að þetta heimsmet
standi um langa framtíð.
t öðru lagi er nú ljóst, að
ráðherrar skammta sér sjálfir
leyfi til þess að kaupa bifreið
(má vera af dýrustu gerð enda
oftast framkvæmt þannig) á
þriggja ára fresti með þeim
kjörum, að öllum tollum og
söluskatti er sleppt.
1 raun merkir það, að bif-
reiðin kostar 1/3 hluta
markaðsverðs hennar, og auk
þess er hluti af innkaups-
verðinu lánaður til 10 ára með
5% ársvöxtum. Skattfrjáls
söluhagnaður fylgir svo í
kaupbæti. Að mínu mati er öll
þessi regla fáheyrt siðleysi, sem
mér er ekki kunnugt um, að sé
viðhöfð hjá mikkurri annarri
lýðræðisþjóð. í fréttum heyrist
stundum nefnt, a Bresnjef séu
gefnar bifreiðar, en karlgreyið
mun víst safna þeim.
Varla höfum við sótt framan-
greindar hugmyndir þangað.
Ég held einnig, að þessu meti
verði vart hnekkt í bráð.
t þriðja lagi samkv. lögum
47/1965 um eftirlaun ráðherra
er kveðið á um, að eftir 5-8 ára
samanlagt starf fái þer 40%
tekna á hverjum tíma, að
uppfylltum skilyrðum sjóðsins
og fyrir 8-12 ár 60% tekna. Er
þessi lífeyrissjóður og greiðslur
úr honum óháð því, hvort við-
komandi hafi önnur lífeyris-
sjóðsréttindi hjá hinu opinbera.
Mér hefur verið tjáð af
manni mjög kunnugum þessum
málum erlendis og þá sérstak-
lega Norðurlöndum, að hvergi
þekkist þessi tilhögun.
Á Norðurlöndum er aðeins
hægt að fá réttindi úr einum
opinberum lífeyrissjóði, en
greiðslurnar hækka gegni
viðkomandi aðili launahærra
starfi. Hér geta fyrrverandi
ráðherrar sérstaklega fengið
sjálfstæð laun úr 3-4 lífeyris-
sjóðum.
Einn fróðasti maður um
tryggingarmál hér á landi gerði
ráð fyrir því, að miðað við
verðlagsþróun hér síðustu tiu
árin, þá myndu ekki öll
ráðherralaun dekka þá
iðgjaldagreiðslu, sem frjáls
tryggingaraðili myndi krefjast,
til þess að standa undir ábyrgð
og skyldum, sem lög um eftir
laun ráðherra kveða á um. En
ráðherra greiðir í lifeyrissjóð
4% af launum sínum.
Nokkrir hafa spurt mig: Af
hverju ert þú að nefna þetta
viðkv-æma og leiðinlega mál
varðandi ráðherralaun? Þeir
eru ekki öfundsverðir af þeim.
Ég held, að besta svarið við
þessari spurningu hafi gefið
einn reyndasti kennari og
fræðimaður þessa lands: „Gera
ráðamenn sér ekki grein fyrir
að þeir eru komnir út á
hættulegar brautir, sem munu
Kjallarinn
Sigurður Helgason
stórveikja þá gagnvart allri
þjóðinni? Mér er fyrst og
fremst i huga: Af hverju hefur
enginn bent á þetta fyrr? Þetta
hlaut mörgum að vera ljóst."
Stjórnmálamennirnir standa
frammi fyrir stórfelldum efna-
hagsvandamálum, sem öll
þjóðin þarf að standa saman
um að leysa. En því aðeins er
það hægt að þjóðin geti treyst
þeim og borið virðingu fyrir
þeim. Af þessum málum getur
enginn stjórnmálaflokkur
frýjað sig ábyrgð. Hvað segja
t.d. verkalýðsfélögin, þegar I
ljós kemur, að samkvæmt
lögum geta þannig menn fengið
eftirlaun er nema tíföldum elli-
og örorkulaunum almennings?
Að samþykkt þessara fáránlegu
laga hafa einnig staðið forystu-
menn launþega á Alþingi.
Bent skal á að í framlögðu
frumvarpi um lífeyrissjóð
íslands, en flutningsmaður er
Guðmundur H. Garðarson, og
ekki hefur verið samþykkt, er
gert ráð fyrir, að hægt sé að fá
ein lífeyrissjóðsréttindi.
Núverandi fvrirkomulag er
því alíslenskt fyrirbæri, sem
allir stjórnmálaflokkarnir bera
ábyrgð á og ölium er til hneisu
og skammar.
Vonandi mun núverandi
Alþingi gera verulega bragar-
bótá framangreindum lögum og
venjum, svo að virðing þessarar
stofnunar og traust eflist að
nýju.
ÓTTINN H0RFINN
Eg hefi nú gert að umtals-
efni, hvernig stjórnmála-
flokkarnir hafa stöðugt sölsað
undir sig meiri völd og aðstöðu.
Þessi þróun hefur æ ágerst
frá 1959, þegar sú breyting var
gerð á kosningum til Alþingis
sem við búum við nú. Aðhald
kjósenda að stjórnmála-
mönnum hefur nær horfið og
ábyrgð sérhvers þingmanns
farið dvínandi.I staðinn eru það
stjórnmálaflokkarnir sem ráða
ferðinni, og þeir taka á sig
ábyrgðina í þessu sambandi.
Þessi þróun er að mínu mati
mjög skaðleg og hefur ósjálf-
rátt í för með sér meiri afskipti
hins opinbera af málefnum
þegnanna. Reynslan hefur sýnt,
að enginn stjórnmálaflokkur
vill koma á breytingu I raun.
Forsvarsmenn stjórnmála-
flokka í stjórnarandstöðu tala
jafnan fagurlega um mikla
breytingu, en þegar þeir
komast að kjötkötlunum, fellur
þeim allur ketill í eld, því að
völdin virðast villa þeim sýn.
í persónubundnum kosn-
ingum verður gjörbreyting
á þessari stöðu og það er l’agt á
hendur kjósenda að hafna og
velja alþingismenn. I því
sambandi verða verk þing-
manna vegin og metin, svo og
sjónarmið nýrra frambjóðenda.
Allt stjórnkerfið smitast af
þessu valdi kjósandans, og
einstaka þingmenn komast ekki
hjá því að taka á sig ábyrgð af
gerðum flokksins. Er hverjum
þingmanni því alls ekki sama
um stefnumótunina. Hver
hefur ekki heyrt alþingismann
skjóta sér bak við ákvörðun
flokks síns og skýra frá því að
hann hafi verið á móti þessu
eða með á þingflokksfundi, en
engu geta ráðið endanlega?
Ég hef enga trú á þvi, að við
óbreyttar aðstæður ætli
forystumenn flokkanna að gera
nokkrar breytingar á kosninga-
lögum eða stjórnarskránni,
enda þótt allt annað sé látið í
veðri vaka rétt fyrir kosningar.
I ljös hefur komið, enda þótt
fæstir hafi gert sér grein fyrir
því, að alþingismenn og
ráðherrar eru í dag tvímæla-
laust sá hópur manna, sem
harðast hafa skarað eld að sinni
köku í kjaramálum; er þetta
samt sá aðili sem nú á að bera
klæði á vopnin og leiða þjóðina
út úr sínum efnahags ógöngum.
Flestum, er vilja kynna sér
málin hlutlaust, ofbýður þessi
framkoma, en umræddir aðilar
láta ekki deigan síga, eins og
nýjustu dæmin sýna, og
ástæðan er einföld. Allir
flokkarnir eru samsekir, svo
að við engan er að sakast og
litlu að hætta um fylgistap. Hér
er komin á svikamylla, sem
verður að stöðva. Annars er
voðinn vís. Öttinn við
kjósendur er algjörlega
horfinn. Undrar kannski
nokkurn við þessar aðstæður,
þótt við séum komin á kaldan
klaka?
Sigurður Helgason viðskipta-
fræðingur.