Dagblaðið - 30.01.1978, Síða 13
13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR30. JANÚAR 1978.
heimsstyrjöldinni. Og enn segir
þú: ,,í samræmi við yfirlýsta
stefnu BANDARÍKJANNA um
að Bandaríkin háðu ekki land-
vinningastríð bar Bandaríkja-
mönnum að aflokinni seinni
heimsstyrjöldinni að láta
eyjarnar af hendi og fela Sam-
einuðu þjóðunum varðveizlu
þeirra, þar sem þær voru ekki
sjálfstætt ríki. Áður höfðu
eyjarnar tilheyrt ýmsum rikj-
um Evrópu og Asíu. Með sér-
stöku tilliti til hernaðarlegrar
þýðingar eyjanna og skuld-
bindinga Bandaríkjanna í Asíu
að styrjöldinni lokinni m.a.
varðandi endurreisn Japans,
Filippseyja o. fl. var ákveðið að
þær skyldu vera á sérstöku
verndarsvæði Bandaríkjanna.
Var Bandaríkjunum veitt
heimild til að byggja þar upp
herbækistöðvar. Heyra mál
eyjanna undir Öryggisráðið að
svo miklu leyti sem þau koma
til kasta Sameinuðu þjóðanna.
Micronesía samanstendur af
miklum fjölda smáeyja, um tvö
þúsund talsins. Svæðið sem
þær ná yfir er álíka stórt og
Bandaríkin en samanlagt land-
rými minna en Island. tbúar
eru um 109.000 talsins". Þetta
berðu saman við aðild íslands
að Nato.
Eyjaklasinn á þessu stóra
svæði var ekki sjálfstætt ríki.
Hver ákvað að eyjarnar skyldu
vera á sérstöku verndarsvæði
Bandaríkjanna? Hver veitti
Bandaríkjunum heimild til að
byggja þar upp her-
bækistöðvar? Eftir grein þinni
að dæma hefur það verið
Öryggisráð S.Þ. Var þá ekki
Bandaríkjunum nokkurn
veginn í sjálfsvald sett, hverju
þau eyddu þar í varnir eða her-
stöðvar? Mér skilst að þessar
fáu ósjálfstæðu hræðurhafi þar
litla umsögn um það haft. Þær
höfðu því ekkert sjálfstæði
að selja né frumburðarréttinn
— land sitt og sjálfsforræði,
eins og þú tekur til orða.
Fyrr i grein þinni segir þú:
,,Af hálfu Nato, með sérstökum
samningi við tsland frá 1951
tóku Bandaríkin umrætt hlut-
Kjallarinn
Þórður Halldórsson
verk að sér fyrir og vegna
íslands og annarra Natoríkja —
þ.e.a.s. varnir Islands. Berðu
svo þessi tvö dæmi saman og
vittu hver útkoman verður. Þú
segir ennfremur, Guðmundur.
„að það sé eftirtektarvert með
hvað mikilli fyrirlitningu sé
skrifað og talað í Bandaríkjun-
um um þær þjóðir, sem verzla
(með varnaraðstöðuna) með
sama hætti og íbúar
Micronesíu, Tyrklands, Grikk-
lands og Spánar. Umsögn þín er
án tilvitnana. Verð ég því að
flokka hana undir heimilis-
iðnað. Það mun hins vegar ekki
hvarfla að þér, að þessi lönd
hafi notað þá peninga, sem þú
kallar verzlunarvöru, til að
stuðla að varanlegum vörnum
hjá sér.
LÝÐRÆÐISHUGSJÓN
GUÐMUNDAR
Þar sem þú hefur nú sagt
margar góðar skrýtlur í grein
þinni, get ég ekki stillt mig um
að láta eina fjúka; Sagt er, að
þegar hershöfðingjar Banda-
ríkjanna komi saman á árleg-
an fund í Pentagon, til skrafs
og ráðagerða um herstöðvar
sínar og komi þar að í listanum
herstöðinni í Keflavik, reki
allir upp ofsahlátur og segi:
„Ódýrasta herstöðin okkar".
Ég kem þá að því, sem mér
þótti athyglisverðast í grein
þinni og var þess raunar vald-
andi, að ég sá mig knúinn til að
stinga niður penna. Þú segir:
„Sú stund gæti jafnvel runnið
upp, að ef við héldum, að
íslenzku þjóðerni og menningu
væri meiri hætta búin af annar-
legum innlendum ástæðum í
tengslum við varnirnar heldur
en af hættunni frá austri,
mundu sumir okkar þá frekar
,vilja taka áhættuna af því síðar-
nefnda".
Ég fæ ekki séð, hve lýðræðis-
hugsjónin ristir djúpt í hug-
skoti þínu, ef nokkur meining á
að vera bak við þessi orð þin.
Ég sé ékki betur en þú hafir
haft síðustu 25-30 árganga Þjóð-
viljans fyrir framan þig til að
endursegja þessi slagorð af
annarri hverri síðu. Ég hélt að
við álitum báðir, að ef íslenzkri
menningu stafaði megn hætta
af dvöl þessara innilokuðu dáta
á Keflavikurflugvelli, væri hún
nú þegar komin í ljós. Hættan
úr austri, sem allar varnir
Vestur-Evrópu eru tilorðnar
vegna, virðist ekki mikil i þín-
um augum, ef þú jafnar þessu
saman.
Þar sem þú ert einn fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í utan-
ríkismálanefnd Alþingis og
formaður Samtaka um vest-
ræna samvinnu verð ég að
draga í efa, að það sé í anda
flokksins eða Samtaka um
vestræna samvinnu, sem grein
þín er skrifuð. Ég hefði talið
grein þína sóma sér betur á
síðum Þjóðviljans. Þeir voru
heldur ekki seinir á sér að
hirða þennan hvalreka, því að
daginn eftir að grein þin kom í
Morgunblaðinu, eða á gamlárs-
dag 31. des„ nær gleðihróp
kommúnista yfir fimm dálka á
þriðju siðu Þjóðviljans með
stærsta letri. Þeir hefðu ein-
hvern tíma gert sér mat úr þvi,
að þú skyldir villast inná yfir-
ráðasvæði Rússa í leit að
amerískum herstöðvum. En
gleði Þjóðviljans var svo mikil,
að þeir áttuðu sig ekki á þessu
þokuferðalagi þínu um
hnöttinn.
Það er engan veginn mín
meining og margra annarra, að
íslendingum beri að heimta
einhverja leigu fyrir varnarað-
stöðuna á íslandi, enda þótt
lengi megi deila um, hvort þeir
séu að verja okkur eða sig. Hins
vegar er ekkert sjálfsagðara en
þeir aðstoði, eða leggi fram fé
til að gera þær varnir, sem þeir
hafa tekið að sér, að vörnum,
með því að byggja vegi, eins og
þeir upphaflega buðu, svo og
varaflugvöll fyrir Keflavikur-
flugvöll í öðrum landshluta.
Sömuleiðis höfn í Njarðvik og
aðrar varnarframkvæmdir, sem
íslendingar hafa aldrei
bolmagn til að framkvæma. Ég
endurtek að ég sé ekki betur en
íslendingar hafi staðið í vegi
fyrir því, fullum fetum, að
varnirnar kæmu að notum. í
framhaldi af því hefur verið
sagt með hroka, að islendingar
séu fullfærir um að annast
sjálfir sína vegagerð. Það eiga
kannske allir að lofsyngja
milljarðana sem fara í að
byggja Borgarfjarðarbrú.
Framfarir í vegamálum eru
þær, að rúml. 100 km
vegarspotti af varanlegum vegi
hefur verið byggður út frá
höfuðborginni á sl. tuttugu
árum, eða rúmlega fimm km að
meðaltali á ári. Það er hætt við,
að með sama áframhaldi taki
æði mörg ár að byggja vegi, sem
kæmu að nokkru gagni öryggis-
lega séð. Ilvernig eiga
íslendingar að vera færir um
það á eigin spýtur að stuðla að
varanlegum vörnum þegar svo
er komið á fjármálasviðtnu ao
erlendar skuldir fara að nálgast
milljón króna á hvert manns-
barn í landinu?
Þess vegna eiga þær hug-
myndir, sem í dag eru kallaðar
aronska, fullan rétt á sér.
Ég ráðlegg Guðmundi og
öðrum skoðanabræðrum hans
að endurskoða afstöðuna til
þessara mála, í stað þess að
sýna af annarlegum ástæðum
stundarþjónkun við málstað
sem er andstæður íslenzkum
hagsmunum.
Þórður Halldórsson
Luxemburg.
Hafnarfjöröur!
Blaðburðarbörn óskastf
suöurbæ
Upplýsingar í síma 52354
kl. 5 til 7.
maABtt
Þú sparar tugþúsundir króna
ef þú lætur endurryðverja bifreiðina reglulega
Verklýsing á ryðvörn
ÞVOTTUR:
Óhreinindi á undirvagni og annarsstaðar eru
þvegin burt með upplausnarefni og heitu vatni (sem
hefur þrýsting allt að 130 kg/cm2). Kemur það í veg
fyrir að óhreinindi geti leynst í undirvagni eða hjól-
hlífum.
ÞURRKUN:
Eftir nákvæman þvott, er bifreiðinni ekið í lyftu inn í
þurrkskáp og þurrkuð með 60—70° heitum loft-
blæstri. Þetta er eitt af þeim grundvallaratriðum,
sem nauðsynlegt er að framkvæma, til að ná sem
bestum árangri gegn ryði og tæringu, þ. e. að bif-
reiðin sé bæði hrein og þurr þegar ryðvarnarefni er
borið á.
BORUN:
Þegar bifreiðin er orðin þurr, er henni ekið úr
þurrkskápnum. Síðan eru boruð 8 mm göt til að
koma ryðvarnarefninu Tectyl í öll holrúm og á þá
staði, sem nauðsynlegt reynist með hliðsjón af þar
til gerðu plani, sem til er yfir flestar tegundir bif-
reiða. — Öllum slíkum götum, sem boruð hafa
verió, verður lokað eftir sprautun á snyrtilegan hátt
með sérstöKum plasttöppum.
1. SPRAUTUN:
Fyrst er þunnu ryðvarnarefni (Tectyl 153B) spraut-
að í öll samskeyti, brot og suður, en það hefur mjög
góða eiginleika til að smjúga inn í staði þar sem
mest hætta er á ryðskemmdum. Þetta efni er einnig
sett inn í hurðir, lokuð rúm, vélarhús o.fl.
2. SPRAUTUN:
Eftir að sprautun 1 er lokið, er sprautað þykkara
ryðvarnarefni (Tectyl 125) á staði, þar sem meira
mæðir á, svo sem allan undirvagn og bretti.
3. SPRAUTUN:
Að lokum er sprautað gúmmímassa innan í bretti og
á alla viðkvæma staði undir bílnum til frekari hlífðar
ryðvarnarefninu og til einangrunar.
ÞURRKUN:
Að sprautun lokinni heldur bifreiðin áfram á lyftunni
inn i þurrkskáp, en þar er ryðvarnarefnið á bif-
reiöinni þurrkað með heitum loftblæstri.
Ódýr ryövörn sem aðeins tekur 1 til 2 daga
varnarskalinn sigtuni 5 - sími 19400
ÞVOTTUR:
Að lokum er bifreiðin þrifin að utan jafnt sem innan.
Fyrst er hún úðuð með hreinsiefni og síðan spraut-
uð með vatni, þannig að Tectyl og önnur óhreinindi
á lakki skolast burt.