Dagblaðið - 30.01.1978, Page 15
DAGBLAÐtt). MÁNUÐA<JUR30. JANÚAR 1978.
Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir
Lykilmenn íslands brugðust,
Donir sigruðu ouðveldlego
— Yonir íslands brustu í Randers og lokatölur 21-14 fyrir Dani. Danska landsliðsþjdlfaranum, Leif
Mikkelsen, fannst nóg um hvað rúmensku dómararnir voru hagstœðir danska liðinu
Frá Halli Hallssyni, blaða-
manni DB á HM í Danmiirku.
Vonir íslands um eitt af átta
sætunum í heimsmeistara-
keppninni hér í Danmörku urðu
að engu í Randers á Jótlandi,
þegar Danir kafsigldu ísland, 21-
14 á laugardag. Ef frá eru taldar
fyrstu mínútur leiksins þá átti
isl. liðið alltaf á brattann að
sækja. Danir sýndu hvað í þeim
býr og barátta þeirra var miklu
meiri en íslcndinga. Þá var
varnarleikur danska liðsins
traustur og í sókn Dana átti
islenzka liðið í erfiðleikum með
Michael Berg, stórskyttuna, svo
og Jesper Petersen, hinn snjalla
linumann. Það fór aldrei á milli
mála hvort liðið var sterkara eftir
að fvrstu tíu mínútur leiksins
höfðu verið jafnar. En Danir
höfðu líka allt með sér. Bókstaf-
lega allt heppnaðist hjá Dönum i
söknarleiknum meðan lánleysi
islenzka liðsins var nánast algjört
á köflum. Og hinir rúmensku
dómarar voru Islendingum
erfiðir. „Dómgæzlan var okkur
ákaflega hagstæð í b.vrjuninni.
Raunar fannst mér nóg um — en
það jafnaðist, þegar á leikinn
leið,“ sagði Leif Mikkelsen,
þjálfari danska liðsins eftir leik-
inn.
Vissulega rétt hjá Mikkelsen.
Dómgæzlan var okkur ákaflega
óhagstæð. Öll vafaatriði féllu
Dönum í vil. Þannig var tveimur
íslendingum sýnt rauða spjaldið
— vikið af leikvelli — í fyrri
hálfleik. Þrívegis það gula og í
fyrri hálfleiknum fengu Danir
þrjú vítaköst. ísland ekkert — og
í leiknum öllum fengu Danir sex
víti. tsland eitt. Þá fengu Danir
hvorki að sjá rauða eða gula
spjaldið í fyrri hálfleik, ekkert
víti dæmt á þá, þó tvívegis hefði
verið fyllsta ástæða til þess.
En dómgæzlan er alls ekki
skýringin á hinu stóra tapi, þar
sem vonir tslands hurfu í józka
grund. Það, sem raunar fyrst og
fremst veldur er, að iykilmenn
okkar — leikmenn með mikla
reynslu náðu sér aldrei á strik,
Geir Hallsteinsson, Axel Axels-
son, Einar Magnússon. Gunnar
Einarsson og Jón H. Karlsson
sýndu aldrei sitt réttá andlit.
Skiljanlegt með Jón, sem á við
meiðsli að stríða og átti ekki að
leika.
Aðeins tveir leikmenn íslenzka
liðsins léku af eðlilegri getu. Þor-
bergur Aðalsteinsson barðist
grimmt bæði í vörn og sókn. Hann
var bezti maður íslenzka liðsins
— og svo varði Gunnar Einarsson
vel í markinu, sér í lagi í fyrri
hálfleik. Varði oft mjög vel en
hann meiddist í síðari hálfleik.
Fékk knöttinn í andlitið auk þess,
sem gömul meiðsli tóku sig upp.
Kristján Sigmundsson kom þá í
markið og varði einnig vel.
Nú, ísland skoraði fyrsta mark
leiksins, Einar Magnússon, og
Danir hófu sína fyrstu sókn.
Þegar í henni var tveimur leik-
mönnum Islands sýnt gula
spjaldið — fengu áminningu
‘—þeir Janus Guðlaugsson
og Árni Indriðason. Rúmensku
dómararnir sýndu þegar mátt
sinn, þrátt fyrir að brot þeirra
Arna og Janusar hafi ekki verið
gróf. Berg jafnaði fyrir Dani en
Gunnar Einarsson kom íslandi
aftur yfir með fallegu marki.
Aftur jafnaði Berg. Arna Indriða-
syni var siðan vísað af leikvelli en
þrátt fyrir það náði tsland aftur
forustu. Janus Guðlaugsson
skoraði úr hraðaupphlaupi.
Ísland yfir 3-2 og átta minútur
liðnar. En það var í síðasta skipti.
Þrjú dönsk mörk fylgdu í
kjölfarið. 5-3 fyrir Dani. Geir
skoraði af línu eftir fallega
línusendingu Einars Magnús-
sonar. Sören Andersen kom Dön-
um tveimur mörkum yfir — og
Þorbergur Aðalsteinsson minnk-
aði muninn. 5-6 og 20 mín. liðnar.
Þær mínútur, sem eftir voru hálf-
leiksins skoruðu Danir fjögur
mörk gegn þremur mörkum
Íslands og komust Danir yfir í
10-6. I lok hálfleiksins fékk
ísland í eina skiptið meðbyr. Tvö
mörk Þorbergs og Jóns Karls-
sonar minnkuðu muninn í 8-10.
Raunar átti Jón færi á að minnka
muninn í eitt mark en Jeppesen,
hinn bráðsnjalii markvörður
Dana, varði mjög vel. En í stað
þess að allt gengi upp í sókninni
hjá Dönum þessar lokamínútur
hálfleiksins misheppnuðust skot
og sendingar hjá þeim. Gunnar
Einarsson varði tvö vítaskot í
hálfleiknum. Staða 8-10 í leikhléi.
Það var því ekki að
ástæðulausu, að hinir fjölmörgu
íslenzku áhorfendur í Randers
væru bjartsýnir. Þeir höfðu hvatt
íslenzku leikmennina dyggilega
Frá Halli Hallssyni, Árósum.
Danir eru í sjöunda himni með
leik sinn gegn íslandi. Blöðin
segj.a, að það hafi verið frábær
leikur hjá danska liðinu — hand-
bolti i hæsta klassa. Miklu betri
leikur en gegn Spánverjum.
Danska liðið hafi vaxið stig af
stigi eftir að islendingar veittu
því harða keppni í byrjun — og í
lok fyrri hálfleiks — en síðan
yfirspilaði danska iiðið það
ísienzka.
það svo, að þeir stóðu hinum 4500
dönsku áhorfendum fyllilega á
sporði. En Danir voru ékki á því
að gefa eftir. Fyrstu tvö mörk
síðari hálfleiks voru Dana og það
var ekki fyrr en á 10. mín. að Geir
skoraði fyrsta mark islands í hálf-
leiknum. Danir höfðu hins vegar
öll völd í leiknum í hendi sér.
Staðan breyttist í 17-10 og úrslit
voru ráðin. Danir höfðu tryggt sér
sæta í átta-liða úrslitum. Aðeins
tvö mörk þeirra Geirs og Þor-
bergs fyrstu 20. mín. síðari
hálfleiksins Sóknarleikur
íslenzka liðsins var í molum en
Danir skoruðu grimmt. Allt
heppnaðist hjá þeim. Varnar-
leikur tslands var máttlaus —
Michael Berg fékk mikið pláss og
nýtti það vel. Skoraði fimm mörk.
Síðustu mínútur leiksins voru
nánast formsatriði. Lokatölur 14-
21. Danskur sigur i höfn — vonir
tslands brostnar um eitt af átta
efstu sætunum á HM.
Vonir brostnar — en það
verður að segjast, að island mætti
mjög erfiðum mótherjum í tveim-
Eftir leikinn sagði Leif Mikkel-
sen, danski landsliðsþjálfarinn.
„Við vorum ekki aðeins tauga-
óstyrkir fyrir leikinn við Islend-
inga — við vorum mjög hræddir
við íslenzka liðið. En okkur tókst
að leika mjög vel gegn Islandi —
og liðið vex ört. Ég sagði mínum
leikmönnum að fara ekki út í
hörku við Islendinga — engin
slagsmál — heldur láta boltann
og spilið ganga og það heppn-
aðist," sagði Mikkelsen.
ur fyrstu leikjum sínum hér í
Danmörku á HM. Fyrst eitt af
þeim liðum. sem spáð er hvað
mestri velgengni. Olympíumeist-
urum Sovetríkjanna — og síðan
mjög sterku. dönsku liði, gestgjöf-
unum. Allur leikur danska liðsins
var mun betri, jákvæðari og fjöl-
breyttari en gegn Spánverjum.
Það fékk meðbyr út allan leikinn.
ísland var einfaldlega ekki nógu
sterkt til að standast hinu danska
liði snúning.
Frá Halli Hallssyni, Arósum.
„Ég tel, að þeir Birgir og Karl
Benediktsson hefðu átt að stjórna
ieik íslenzka liösins frá bekknunt.
Þessi óvissa sem alltaf var hafði
siæm, sálræn áhrif á leikmcnn.
Leikmenn vissu ekki hver átti að
stjórna," sagði Geir.
„Þegar kerfin gengu ekki upp
átti að re.vna frjálsan leik. Eg er
ekki ánægður með þá stöðu. sem
Mörk Íslands skoruðu Þor-
bergur 4 — leikmaður, sem
ísland framtíðarinnar á eftir að
byggja á — Axel tvö, eitt víti, Geir
tvö, Einar Magnússon, Gunnar
Einarsson, Janus Guðlaugsson,
Björgvin Björgvinsson, Arni
Indriðason og Jón H. Karlsson
eitt mark hver. Fyrir Danmörku
skoruðu Berg 5, Anders-Dahl
Nielsen 4 (öll víti), Jesper Peter-
sen 4, Patzyi 3, Bue Petersen 2 og
þeir Boch, S. Andersen. H. Sören-
sen eitt mark hver.
ég lék. Önnur en sú, sem ég hef
alltaf leikið. Eg byrja öll kerfin
en síðan eiga skotmennirnir að
koma og skjóta. Þetta er of ein-
hæft — sömu keyrslurnar.
Ég er ekki ánægður með minn
þátt í keppninni. Kannski hefði
átt að leyfa yngri mönnunum að
revna sig meira," sagði Geir að
lokum en álag á Geir hefur verið
gífurlegt hér i DanmörVn
Danir í sjð-
unda himni
Óvissan á bekknum
hafði slœm úhrif
— sagði Geir Hallsteinsson