Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.01.1978, Qupperneq 19

Dagblaðið - 30.01.1978, Qupperneq 19
I)A<;BI,AilIf>. MA.Nl'I)A<ilTR 30. .1ANt’AH 1978. 19 SÆLDARLÍF í MEXÍK- ÖNSKUM FANGELSUM — Bandarískir fangar neita að láta flytja sig heim Bandariski eiturlyfja- smvglarinn Victor Gripaldi hefur aidrei haft það eins gott og nú. Hann etur og drekkur aðeins þad sem er fvrsta flokks, vinnur sér inn 150 dollara á viku (rúmlega 31 þúsund isl. kr.), klæðist fötum úr finasta silki og fær frúna i heimsókn einn dag í viku. Þaó eina sem þennan Victor vantar er frjálsræði. Ilann er nefnilega í mexikönsku fang- elsi. þar sem hann afplánar fangelsisdóm fvrir tilraun til að sm.vgla kókaíni fvrir 250 Börn fanganna fá að koma í heimsökn til feðra sinna. Í fangelsinu er prýðis aðstaða til iþróttaiðkana, auk þess sem haldnir eru dansleikir fvrir fangana. þúsund dollara inn í Banda- ríkin (um 50 milijónir ísl. kr.). Hann er einnig einn af þeim bandarísku föngum i Mexikó. sem hafa hreinlega neitað að láta flvta sig hreppaflutningi til heimalandsins og vilja miklu heldur afplána dóminn í mexikönsku fangelsi. „Kemur ekki til mála að ég fari heim til þess að afplána dóminn." sagði Victor i samtali við bandarískt blað. ,,Ég hef það alveg prýðilegt hérna." Blaðamaðurinn ræddi við fangann þar sem hann sat í klefa sínum. Það er enginn smáræðis klefi, með einka- baðherbergi, bæði sjónvarpi og stereo-græjum, hnausþykku gólfteppi og dágóðum bóka- skáp. „Ef mig langar til þess að halda áaginn hátiðlegan bið ég bara um þykka steik og kampavín með frá veitinga- 'staðnum í fangelsinu. Hér er hægt að gera hvað sem manni dettur í hug. Það er nú eitthvað annað en í bandarísku fang- elsunum." sagði fanginn. Margir Bandaríkjamenn hafa kvartað undan illri meðferð •lögreglu og yfirvalda í Mexikó, en þegar þeir eru loksins komnir bak við lás og slá eru þeir hæstánægðir. „Við getum svona nokkurn veginn gert það sem okkur lvstir hér innan dyra,“ sagði Victor Gripaldi, sem er þrjátíu og tveggja ára gamall ítali frá New York. Um þessar mundir sitja fimm hundruð sjötíu og sjö Banda- ríkjamenn bak við lás og slá í Mexikó, flestir fyrir smygl á marijuana eða kókaíni. Bandarikin og Mexikó gerðu með sér samning þar sem kvað á um að fangar fengju að sitja inni í heimalöndum sínum. Þá áttu tvö hundruð þrjátíu og fimm Bandaríkjamenn rétt á að verða fluttir í bandarisk fang- elsi. „Um það bil 15% þeirra neituðu að láta flvtja sig heim," sagði Mike Abbel forsvars- maður Bandaríkjanna í fanga- skiptanefndinni. „Mexikönsku fangelsin eru miklu mannúðlegri heldur en þau bandarísku." sagði Victor Gripaldi ennfremur í viðtalinu. „Við verðum aðeins að mæta til nafnakalls þrisvar sinnum á dag, á morgnana, um miðjan daginn og á kvöldin. Að öðru leyti ráðum við hvernig við eyðum deginum." Eins og áður sagði er fanga- klefi Victors, sem hann deilir með tveimur Mexikönum, mjög vel útbúinn með öllum þægindum. Þar hanga meira að segja málverk á veggjunum. í sumum öðrum fangelsum eru þægilegir hægindastólar fyrir fangana og hnausþvkk glugga- tjöld fyrir gluggunum. Victor vinnur á skartgripa- verkstæði þar sem hann vinnur sér inn um 150 dollara á viku. Victor giftist mexikanskri stúlku á sl. ári og og býr hún heima hjá foreldrum sínum skammt frá fangelsinu. Hún fær að koma i heimsókn til eiginmannsins einu sinni í viku og þá fá þau einkaherbergi til afnota. Eftir nafnakallið á morgnana sem er kl. 7 fer Victor í morgunmat. Þeir sem hafa ekki lyst á matnum sem fram- reiddur er í fangelsinu geta keypt sér það sem þeir vilja úr veitingastað fangelsisins. „Þú getur borðað steik og styrjuhrogn á hverjum degi ef þú hefur efni á því,“ sagði Vietor. Á hverjum morgni bregður hann sér í smá tennisleik, en í fangeisinu er ágætis ^ðstaða fyrir fanga til þess að stunda hvers kyns íþróttir og kvik- m.vndasýningar eru að jafnaði tvisvar í viku. „Mér finnst alls ekki eins og ég sé lokaður inni.Maðurgetur gert svo sem hvað sem er, það verður aðeins að biðja um leyfi til þess,“ sagði Victor. Þótt eiturlyfjasmyglarar séu sjaldan eða aldrei náðaðir kemur oft fyrir að fangelsis- vistin er stytt ef þeir eru dug- legir við vinnu í fangelsinu. Þýtt og endursagt A.Bj. Tveir fangar ásamt vinkonum sýnast una sér hið bezta. Póstsendum! Athugiðódýrír SKAVTAR Hvítir, stærðir 27-42 Svartir, stæróir 32-45 Stærðir 27-35 kr. 6.430 Stæróir 36-41 kr. 6.970 Stærðir 42-45 kr 7.49!» SP0RTV0RUVERZLUN ING0LFS 0SKARSS0NAR Klaþpárstig 44. Siiiii 1-17-83. OPHÐ VIRKA DAGA FRÁ 9—21 UM HELGAR FRÁ 13—17 GEITLAND 100 FM 3ja hb. 1. hæð, mjög góð íbúð i Óskar eftir makaskiptum á 3ja herb. íbúð á 3.-4. hæð (efstu), gjarnan við Sundin. ENGJASEL 80 FM 3ja hb. ibúð á 2. hæð. Verð 10 m. Úth. 7 m. MIÐTÚN 60 FM 2-3ja hb. íbúð í kjallara. Sér inngangur og sér hiti. Verð 6.9 m. Útb. 5 m. MÓABARÐ 80 FM 3ja hh. íbúð á 2. hæð, falleg íbúð með hílskúr. Verð 11- NESHAGI 85 FM 3ja hh. íbúð. Sér inngangur. Úth. 6,5 m. ÁLFASKEIÐ 138 FM 4-5 hb. glæsileg endaíhúð. Verð 14.5-15 m. Útb. 10. HVERFISGATA CA 130 FM 3-4ra herh. íbúð. hæð og ris. Bílskúr. Verð 6,5-7 m, greiðist á 12 mán. RAUÐAGERÐI EINBÝLI Hús í byggingu. 2ja hæða, tva>r sér íhúðir. 178 fm grunnflötUr. hilskúr. Verð 22 m. 11,5 m. Útb. 7-7,5 m. Ný söluskrá ávallt fyrirliggjandi. Mikið úrval eigna. EIGNANAUST Laugavegi 96 (við Stjörnubíó) Sími 2 95 55 SÖLUM.: Hjörtur Gunnarsson. Lárus Helgason. Sigrún Kröyer. LÖGM.: Svanut* Þór Vilhjálmsson hdl. Tillioð óskast í eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þrið.iudaginn 31. jan. 1978 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora, að Borgartúni 7: Ford úortina fólkshifreið Ford Éconoline sendiferðabifreið l.and Rover diesel '74 '73 ÚAZ 452 (orfa>rubifreið '73 Willvs Commando torfæruhifreið '72 Ford Cluh Wagon fólksbifreið '72 Land Rover bensín '72 Volkswagen 1300 fólkshifreið '72 Land Rover hensín '72 Ford Transti sendiferðahifreið '72 Ford Eseort sendiferðabifreið '72 Ford Torino station fólkshifreið Volkswagen 1200 fólksbifreið Skoda 110L fölkshifreið '71 '71 '71 Land Rover hensin '71 Chevroiet sendifi rðahifreið '71 Land Rover hensín '70 Land Rover diesel '70 Ford Coriina fólkshifreið '68 Chevrolet séndiferðahifreið ’67 Volvo I.aplander torfærubifreið Voivo I.aplander torfærubifreið ’67 '65 Til sýnis hjá símstöðinni Húsavík: Evenrude snjósleði '74 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 17.00 að viðstöddum bjoð-mdum. Réttur áskilinn að hafna tilboðum, ,sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.