Dagblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978. 22 8 GAMIA BÍÓ 8 Síml 1147S TÖLVA HRIFSAR VOLDIN (Demon Seed) Ný. bandarisk kvikmynd hrollvekjandi að efni. — Islenzkur texti — Aðalhlut'verk: Julie Christie. Sýnd kl. 5. 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. 8 NÝJA BIO I Sími 11544 Silfurþotan tslenzkur texti. Bráðskemmtileg og mjög spenn andi ný bandarísk kvikmynd um allsögulega járnbrautarlestarferð. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15. 8 STJÖRNUBÍÓ DÉÉP I Hækkað verð. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl.5, 7.30 og 10. Síðustu sýningar HAFNARBIO ÆVINTÝRI LEIGUBÍLSTJÓRANS Bráðskemmtileg og djörf ný ensk gamanmynd í litum. BARRY EVANS JUDYGEESON DIANA DORS tslenzkur texti. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. SJO NÆTUR IJAPAN Sýnd kl. 3.03. 5.05. 9 og 11.10. ■ salur JÁRNKR0SSINN Sýnd kl. 3. 5.20. 8 og 10.40. i - salur ÞAR TIL AUGU ÞÍN 0PNAST Sýnd kl. 7. 9.05 og 11. DRAUGASAGA Sýnd kl. 3.10 og 5. 8 AUSTURBÆJARBÍÓ Í ISLENZKUR TEXTI B0RG DAUÐANS (The Ultimate Warrior? Hörkuspennandi bandarísk kvik- mvnd í litum. Aðálhlutverk: Yul Brynner. Ma> Von Sydow. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 9. ABBA Sýnd kl. 5 og 7. Hækkað verð. 8 TONABÍO Gaukshreiðrið »"^311*2] (One flew over the Cuckoos’ nest) Gaukshreiðrið hlaut eftirfarandi Öskarsverðlaun: Bezta mynd árins 1976. Bezti leikari: Jack Nicholson. Bezta leikkona: Louise Fletcher Bezti leikstjóri: Milos Forman. • Bezta kvikmyndahandrit: Lawr- ence Hauben og Bo Goldman. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Hækkað verð. 8 LAUGARASBIO 8 Sfmi 32075,; AÐV0RUN - 2 MÍNÚTUR 91,000 People. 33 Exit Gates. One Sniper... TWS MINUTE Hörkuspennandi og viðburðarík ný mynd um leyniskyttu og fórn- arlömb. Leikstjóri: Larry Peerce. Aðalhlutverk: Charlton Heston, John Cassa- vetes, Martin Balsam og Beau Bridges. Sýnd kl 5, 7.30 og 10. Bönnuo börnum innan 16 ára. HÁSKÓLADÍO 8 Stmi ZZftjtÖ CALLAN Mögnuð leyniþjónustumynd með beztu kostum brezkra mvnda af þessu tagi. Leikstjóri: Don Sharp. íslenzkur texti. Bönnuð börnum. Endursýnd kl. 5. 7 og 9. Aðeins þriðjudag og miðviklidag. 8 BÆJARBÍÓ 8 SEXTOLVAN Bráðskemmtileg og gamanmvnd. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Sími»50184 fjörug ensk #/ÞJÓÐLEIKHÚSIfl Týnda teskeiðin 30. sýn. miðvikudag kl. 20. föstudag kl. 20. Stalín cr ekki hér fimmtudag kl. 20. Litla sviðið: Friiken Margrét þriðjudag.kl. 20.30. fimmtudag kl. 20.30. Miðasala 13.15-20 Sími 1-1200. Dagblað án ríkisstyrks Sjónvarp í kvöld kl. 21.10: Kosningar í vor STEFNAN TIL TV0- FALDRA K0SNINGA Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins. Magnús Torfi Ólafsson. Benedikt C.röndal og Lúðvik Jósepsson. Þá spyrja ásamt Kára ritstjórarnir Svavar Gestsson og Þorsteinn Pálsson. Magnús Torfi Ólafsson formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri rnanna. Kosningar verða hér í landi í vor og þá heldur tvennar en einar. Það er því ekki seinna vænna fyrir flokkana að fara að taka sig saman í andlitinu og ræða um það opinberlega hverju á að stefna að. t þeim tilgangi að gera þetta léttara fyrir þá stjórnar Kári Jónasson fréttainaður um- ræðuþætti í kvöld þar sem forystumenn þeirra flokka sem nú sitja á þingi ræða málin. Gestir þáttarins verða Ólafur Jóhannesson, Geir Hallgrímsson. Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins. Kári Jónasson fréttamaður sér um umræðuþáttinn í kvöld. Umræðuþátturinn verður í beinni útsendingu í kvöld að lokinni útsendingu frá landsleik í handbolta á milli tslendinga og Spánverja. Honum er ætlaður klukkutími. Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins. Geir Hallgrímsson formaðui Sjálfstæðisflokksins. Kári sagði að reynt yrði að hafa umræðurnar ekki í þessu klassíska formi þar sem flokksfor- mennirnir karpa innbyrðis um einstök mál, heldur væri mark- mið þáttarins að spyrja sem flestra spurninga og ræða málin frá sem flestum hliðum. Rætt verður almennt um stjórnmála- viðhorfið og hvað kosningarnar í vor kunni að hafa í för með sér fyrir einstaka flokka og einstök stefnumál. -DS. Sjónvarp Útvarp Útvarp í kvöld kl. 21.00: Kvöldvaka Skúli á Ljótunnarstöðum 75 ára í gær — þáttur um hann í kvöld Kvöldvaka útvarpsins-í kvöld. verijur að vanda með mjög fjöl- breyttu sniði. Fyrst er einsöngur. Það er Elísabet Erlingsdóttir sem syngur við undirleik Kristins Gestssonar. Þá er dagskrárliður um Skúla skáld og bónda Guð- jónsson á Ljótunnarstöðum. Guðrún Guðlaugsdóttir kemur næst með dagskrárlið sem hún nefnir Þetta er orðið langt iíf. Þar ræðir hún við aldraða konu, Jónínu Olafsdóttur. um líf hennar og starf. Grímur M. Helgason sér um þáttinn Haldið tii haga. Síðast á Kvöldvökunni er svo kórsöngur. Árnesingakórinn syngur undir stjórn Þuríðar Pálsdóttur. I þættinum um Skúla á Ljót- unnarstöðum verður ýmislegt forvitnilegt. Þannig les Pétur Sumarliðason kafla úr bók Skúla Bréf úr myrkri. Pétur las um ára- bil pistla eftir Skúla í þáttunum um daginn og veginn. Þeir þættir hafa nú ekki heyrzt í ein tvö ár og er undirrituð ein af þeim sem telur það skaða sem Skúli má vel bæta úr. Bréf úr myrkri er fyrsta skáld- saga Skúla en alls eru þær fjórar eða fimm að sögn Péturs Surnar- liðasonar. Hann sagðist lesa sein- asta kaflann sem væri ákaflegá snjall og skemmtilegur. Þá er endurtekið viðtal sem Páll Bergþórsson veðurfræðingur átti við Skúla árið 1964 um Stefán skáld frá Hvítadal. Páll les einnig kvæðið Fornar dyggðir eftir Stefán en um það varð þeim tíð- rætt. Pétur Sumarliðason sagðist halda að þessi dagskrá útvarpsins væri til komin vegna þess að Skúli átti 75 ára afmæli í gær. Hann hefur auk þess að starfa beint á vegum útvarpsins verið sá Skúli Guðjónsson bóndi og skáld á Ljótunnarstöðum. maður sem einna lengst hélt úti samfelldri útvarpsgagnrým, í Þjóðviljanum. í mörg ár voru þættir Skúla um þau mál fastir liðir sem fáir vildu missa af sem einu sinni komust á bragðið með að lesa. — - DS Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — SÍmi 15105

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.