Dagblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978.
11
JÓNAS
HARALDSSON
hvað Leif og börnin taka sér
fyrir hendur hvern dag. Þau
fara í leiki innanhúss og síðan
er farið í göngutúra. Þau fara
oft í dýragarðinn sem er nálægt
heimili Leifs og börnin hafa
mjög gaman af því. En oft fara
þau i lengri ferðir og þá ferðast
þau með lestum eða almenn-
ingsvögnum.
„Ég hef aldrei mætt fordóm-
um hjá börnunum," segir Leif.
„Þau kvarta ekki yfir því að
það sé karlmaður sem passar
þau. Það er gott samband á
milli þeirra og mín.“
EKKI HÁTT KAUP
EN NÝTIST VEL
Mánaðarkaup Leifs er 4200
kr. danskar eða um 155 þúsund
íslenzkar krónur og fyrir hvert
barn eru greiddar 1400 kr. eða
tæplega 52 þúsund krónur.
Þetta pr ekki mikið kaup fyrir
mikla vinnu en tekjurnar eru
nær skattfrjálsar þannig að
þær nýtast vel. Öll útgjöld
heimilisins i mat, leikföng og
fleira borga opinberir aðilar.
Þetta fyrirkomulag hentar
Leif Stjernelund og konu hans
vel og Maja litla dóttir þeirra
nýtur þá umönnunar annars
foreldris síns. Leif gerir ráð
fyrir þvi að vera heima þar til
hún verður tveggja þriggja ára.
Þegar hægt verður að koma
henni á barnaheimili býst hann
við að fara að vinna aftur að iðn
sinni.
Starfið við barnagæzluna
hefur reýnzt skemmtilegt að
mati Leifs. Það er mikið að gera
en honum líkar samvistin við
börnin. Áður en hann byrjaði
hafði hann ekki mikla reynslu í
meðferð barna en hafði lesið
mikið og í raun hefur hann
ekki lent í neinum alvarlegum
vandræðum.
LIFIÐIAUÐNINNI
Elías Mar
Speglun
Helgafell 1977
Til eru bækur sem „þoldu
þennan dóm“ eða réttara sagt
hlutu þau örlög á árinu sem leið
að komast ekki einu sinni upp á
yfirborðið á þeim mikla flaumi
ritaðs máls sem flæddi yfir
landið síðasta mánuð ársins, að
vanda, og verða að bíða þess, að
þeim skoli einhvers staðar á
land á nýju ári. Þetta á einkum
og sérílagi við um bækur, sem
birtast ekki fyrr en komið er
mjög nálægt viðmiðunarpunkt-
inum sjálfum, jólahátíðinni, og
mætti líkja þeim við vínföng,
sem borin eru á borð síðla
nætur fyrir vel slompaða og
aðframkomna veizlugesti. Það
er ekki einu sinni víst að
nokkur þeirra komi þeim níður.
nema einhver hafi vit á því að
stinga veigunum undan, til þess
svo að rétta sig af með þeim
næsta dag — á líkan hátt væri
þjóðráð að geyma sér hinar síð-
komnu bækur og glugga ekki í
þær fyrr en bókavíma jóla-
mánaðarins er tekin að renna
af fólki og janúarmánuður er
genginn í garð með sinni lítter-
eru þynnku.
Þetta mundi eiga við um
Ijóðabókina Speglun eftir Elías
Mar sem barsl okkur í hendur
nú fyrir nokkrum dögum. Sú
bók hefur greinilega laumazt út
um bakdyr bókaútgáfunnar
Helgafells án þess að fá í vegar-
nesti þau lofsyrði forlagsins
sem yfirleitt eru látin fylgja
nýútkomnum bókum á kápu-
síðu og í auglýsingum, enda
höfðu þá fyrir skömmu tveir
gæðingar og forgangshöfundar
þeyst úr hlaði téðs forlags með
miklum gný og glæsibrag fram
á vígvöll bókamarkaðarins:
þjóðskáldið Tómas eftir margra
ára þögn og höfuðskáldið
Laxness með sinn árlega
skammt til þjóðarinnar, sem
virðist vart geta lifað af árið án
þess að heyra eitthvað frá sínu
höfuðskáldi og þá er betra að
það sé „ja, seisei, sussujú, hana-
nú, mikil ósköp“ en ekki neitt.
SKRILSINS FRAMHJÁ
SKARNFLÓR UM
HJARN FÓR
Elías nefnir kver sitt
Speglun og má rekja þá nafn-
gift til samnefnds kvæðis, sem
mun vera yngsta kvæðið í bók-
inni, en þar standa þessar
línur:
eins og verk mitt
erspeglun mín
eins og ég er speglun Guðs.
Af þessum orðum mætti ætla
að þau ritverk sem hér eru
borin fram hafi einkum að
geyma það sem kallast persónu-
legar tilfinningar skáldsins og
spegli þá þær sérstaklea sem
fremur væru af guðlegum toga.
Þó væri sennilega nær að segja,
að þau spegli öðru fremur það
skringilega og viðsjárverða
fyrirbrigði umhverfis okkur
sem við nefnum veröld og það
kannski ekki alltaf i sérlega
guðlegu ljósi. Reyndar er þessi
speglun ekki heilleg, heldur í
smábrotum, enda eru ljóðin
samtíningur frá þrjátiu ára
tímabili eða frá 1949. Þau eru
því, eins og gefur að skilja, ærið
sundurleit, og sum þeirra væri
raunarnærað bendla við hag-
mælsku en skáldskap sam-
kvæmt hefðbundinni skiptingu,
með þvi að áhrif þeirra
byggjast fremur á rímlist en
raunverulegri speglun, hversu
mjög sem þau annars kunna að
hitta naglann á höfuðið. Sumar
þessar vísur hafa gengið manna
á milli, til dæmis vísan um
Jósep, þar sem beitt er á
skemmtilegan hátt því stíl-
bragði sem fornir menn nefndu
tmesis:
Anta-jafnan etur bus,
einnig Pega- ríður sus,
spiri- þvi ei tevgar tus
Thoria-kappinn frækn cius.
í líkum dúr er og kvæðið um
kempuna Bjarnþór, sem „rims-
ins vegna“ verður ekki einung-
is að vera barnrör heldur líka
garnmjór í þokkabót.
Á mörkum þessa tvenns, sem
að ofan var upp talið, hag-
mælsku og skáldskapar, mega
teljast rímuð ádeilukvæði eins
og Ákall til dollars almáttugs
1954 og Jólavertíðarlok 1959,
þar sem ádeilan í þeim er
einum of bein og tuggukennd
— hið síðara minnir raunar
sterklega á kvæði eftir Stein
Steinarr um sama efni. I báðum
þessum kvæðum Elíasar kemur
dollarinn bandaríski við sögu
sem ímynd hins illa, eitthvað i'
líkingu við það sem menn
nefndu áður Djö- eða jafnvel
Ands-, en einhvern veginn
orkar þetta léttvægara nú, annó
1978, en það kann að hafa gert
annó 1954 eða annó 1959, hvort
heldur það er af því að við
höfum þegar ánetjazt þessari
óvætti, dollaranum, svo mjög,
að við erum hætt að taka eftir
djöfullegu eðli hans, eða við
kunnum ekki lengur að óttast
hann, eftir að hann tók að fara
halloka fyrir öðrum sterkari
tjaldmiðli.
SLYS Í
SKÖPUNARVERKINU
En önnur ljóð, einkum þau
sem eru ort í lausu máli, verða
einlægari og opnari, þannig að
veröldin nær að speglast í þeim
í allri sinni nekt. Það sem blasir
við sýn er eitthvað í ætt við
eðlisvísindalega heimsmynd
okkar aldar: jörðin okkar
verður þar „abnormal" kúla í
kúhispili skaparans, abnormal
rogna þess að hún, ólíkt hinum
normölu kúlunum, ber utan á
ser þetta „slys í sköpunarverk-
inu“, mannlífið, sem virðist
e.kki eiga annað stefnumið
Bók
menntir
eðra en að geta útrýmt sjálfu
■tér og öllu i kringum sig, enda
?r það helzt að skilja á fjallinu
Ararat i einu kvæðinu, að það
sjái eftir því að hafa verið lend
ngarstaður forföður okkar og
mælist undan slíkri þjónustu í
framtíðinni — en sennilega
ímiðar Nói framtíðarinnar sér
jðruvísi farkost en örk. Eyði-
leiki þessarár heimsmyndar
kemur einna skýrast og sterk-
ast fram í kvæði eða öllu heldur
Ijóði í lausu máli, sem nefnist
Ævintýri í austurlenzkum stíl,
þar sem naðra vefur sig um
grjóthnullung og gerir úr
honum lýtalausa kúlu — það er
freistandi að túlka þessa sögu,
með hliðsjón af ýmsu öðru í
bókinni, sem einskonar nútíma-
lega sköpunarsögu.
En Elías lætur sér þó ekki
nægja að draga upp svo nötur-
lega heimsmynd, heldur reynir
hann stundum að tefla fram
einhverju sem gæti myndað
mótvægi gegn henni og þeim
beyg sem af henni sprettur:
Auðn á sitt líf
?ins og líf sína auðn.
Þar verður aldrei dauði.
Hví erum við þá skefld?
Það gæti semsagt verið verra,
og t kvæðinu Vor má jafnvel
finna eitthvað sem mætfi kalla
irúarjátningu:
Hversu sem vegnar lífi
i eymd og ugg
andspænis stundardauðanum
sem bíður,
eitt er sem varir, eitt,
þótt allt um þrotni:
ástin, sú bljúga þrá
að vera til.
Þegar öllu er á botninn
hvolft, má því segja, að ljóð
Eliasar séu ekki einungis-
speglun veraldarinnar, heldur
einnig innlegg í þá baráttu sem
i henni er stöðugt háð, þar sem
líf og fylling berjast gegn
eyðingu og tómi.
Kristján Arnason
KRISTJÁN
ÁRNASON
SJO PLAGUR
MORGUNBLAÐSINS
Margföld óáranthefurherjaðá
Morgunblaðið í vetur. Prófkjör
og skoðanakannanir hafa dunið
yfir blaðið líkt og sjö plágur
Egyptalands. allar sömu nótt-
ina. Margar hugsjónir féllu á
kné fræga prófkjörsnótt.
Fótaburður Morgunblaðsins
er ekki í nokkrum takt við þann
stríðsdans sem stiga þarf til
framdráttar Sjálfstæðisflokkn-
um á kosningaári. I stað víg-
búnaðar gegn öðrum stjórn-
málaflokkum er blaðinu falið
að grafa upp herör gegn
máttarviðum Sjálfstæðisflokks-
ins.
Hver flokkseigandinn á
fætur öðrum er teymdur fram
til vitnisburðar á síðum
blaðsins um ágæti núverandi
hermangsskipulags. Skoðanir
7254 kjósenda á þessum mála-
flokki eru fundnar léttvægar.
Reykvískir borgarar eru taldir í
alvarlegri þörf fyrir leiðsögn
um mvrkvuð göng eigin
skoðana.
Sir Winston Churchill var
einn upphafsmaður hermangs á
gullöld stríðsgróðans. Afbökun
á frægri setningu þessa góða
NATÓ-dáta er ágætlega við
hæfi: Aldrei í samanlagðri
veraldarsögu einkahermangs
hafa jafnmargir lagt svo mikil
skrif af mörkum með jafnlitl-
um árangri!
Ó FÁNAFJÖLD...
Einn liður í herferð flokks-
eigenda gegn þöglum meiri-
hluta sjálfstæðismanna er að
spyrða hann saman með Adólfi
sáluga Hitler undir nafnbótum
lýðskrumara. Fjölmargir góð-
borgarar réttu í eina tíð fram
brúnklædda hönd til heiðurs
litríkri fánaborg íslenzkra þjóð-
ernissinna. Margir þeirra hafa
,að verðleikum markað djúp
spor i sögu eigendafélags Sjálf-
stæðisflokksins eins og gengur.
Einn slíkur gamall Þórshamar
lagði á það ríka áherzlu við
undirritaðan á götuhorni
um daginn:
„Ástæðan fyrir því að hann
Adólf okkar náði til fjöldans
var að hann efndi loforðin.
Hann kom óneitanlega mörgum
bióðbrifamálum í höfn þrátt
legum striðsrekstri. Hann
legumfitreiðsrekstri. Hanií
vann þjóð sína upp úr verð-
bólguölæði, hvað sem hver
segir. Ef endurheimting gjald-
miðilsins, hraðbrautakerfi
Þýzkalands og fjöldi annarra
þrekvirkja eru taldar ódýrar
lausnir lýðskrumara þá veitir
þessari þjóð ekki af töluverðu
slíku lýðskrumi um þessar
mundir. Það er alla vega hald-
betra en rándýrar lausnir
stjórnvalda sem komið hafa
okkur á erlendan vonarvöl við
hlið Nýfundnalandsins gjald-
þrota. Hann Adólf var ekki lýð-
skrumari. Hafandi tapað
st.vrjöld voru öll hans verk
dæmd að hætti sigurvegara en
ekki að verðleikum."
Svo mörg voru þau orð gam-
als fánabera sem eitt sinn sló
saman skóhælum á götum
Þriðja rlkisins. Þeim er hér
með komið óbreyttum á fram-
færi án álagningar. Sieg Heil!
FLÍS í EÐLUM FÆTI
Alkunn er sagan um
Andrókles sem dró flís úr
særðu ljóni. Dýrið launaði
honum síðar greiðann með líf-
gjöf í hringleikum Rómarskríls-
ins.
Risaeðlan í Aðalstræti 6
virðist nú meidd á fæti. Hún
æðir viðþolslaus um búrið og
slær halanum í rimlana. Hún
þarfnast meðferðar kunnáttu-
manna eða jafnvel innlagn-
ingar á Dýraspítalann. Flísina
verður að draga úr fætinum
áður en hún veldur varanlegum
skemmdum. Illt væri að sjá
Asgeir H. Eiriksson
einu risaeðlu landsins flutta á
brott i járnum til endanlegrar
varðveizlu í Sædýrasafninu við
Hafnarfjörð.
Andróklesinn sem nú linar
háværar þjáningar Morgun-
blaðsins sáir ekki út í vindinn.
Sjálfstæðisflokkurinn allur
mun uppskera rfkulega fyrir
vikið í komandi kosningum.
BLÁSIÐ TIL NÁVÍGIS
Nýjasta tækni i áróðursvís-
indum flokkseigendafélagsins
er að senda sinn frambærileg-
asta þingmann, frú Ragnhildi
Helgadóttur, til fundarhalda I
flokksfélögum. Umræðuefninu
Norrænt lýðræði var breytt í
Skoðanakannanir, fjölmiðlar og
Alþingi. Enda eru flokksmenn
nú í meiri þörf fvrir leiðbein-
ingar í völundarhúsi eigin skoð-
ana en fyrir hæfilegan skammt
af samnorrænu lýðræði.
Elslíulegt erindi frú Ragn-
hildar yljaði fundarmönnum
um hjartarætur. Erfitt er um
sanngjarnan samanburð nema
ef vera skyldi í höfuðlausn
Egils Skalla-Grímssonar. En
þrátt fyrir að hefðbundin fræði
flokkseigenda hafi verið fall-
ega fram borin þetta kvöld, þá
glæða umbúðirnar innihaldið
ekki þeim neista sem þarf til að
seyða þöglan meirihluta Reyk-
víkinga til fylgilags.
Hins vegar fer ekki hjá því
að menn velti vöngum: Hvílík
sóun að þreyta þessa ágætu
hæfileika í návígi við eigin
flokksfélaga. Bíða engin meira
aðkallandi verkefni úrlausnar
þessa stundina, hvorki í nánd
við Alþingishúsið á Austurvelli
eða í Bolholtinu?
1 kjölfar þessa fundar má
vænta áframhaldandi vitnis-
burðar gegn skoðanakönnunum
og prófkjörum í deildum og
stofnunum flokksins það sem
eftir lifir vetrar.
UNDIR
HERFORINGJASTJÖRNU
Orðgnótt íslenzka málsins
býður bæði mörg orð yfir sama
hlutinn og margan skilning á
sama orðinu. Dæmi: Samsetn-
ingin Erlendur Sveinn Her-
mannsson getur hæglega
táknað rammíslenzkan einka-
son Hermanns bóndi í Afdal
fjarri öllu ástandi. I annan stað
merkir hún óskilgreint svein-
barn erlends atvinnuhermanns.
Annað dæmi: Valkostir
fylgja einnig orðinu Herfor-
ingjastjórn. Það getur táknað
stjórn skipaða herforingjum og
einnig stjórn sem gætir hags-
muna herforingja.
Fyrri kosturinn er alþekkt
stjórnarfar í Latnesku
Ameríku og víðar. í Nigeríu
sitja herforingjar við völd. Þar
kom safaríkt bankahneyksli
fram í sólarljósið fyrir
skömmu. Landsmenn brugðu
skjótt við og leiddu ábyrga
fyrir líflátsdóm. Honum var
síðan fullnægt einn sunnudags-
eftirmiðdag og á ströndinni að
viðstöddu fjölmenni.
tslendingar þekkja ekki
þessa tegund herforingjastjórn-
ar. Bankaræningjar okkar
standa yfirleitt nær fálkaorð-
unni en fangelsinu. Aftöku-
sveitirnar starfa heldur ekki í
dagsljósinu í Reykjavík. Neðan-
jarðarsveitir sögusmiða annast
mannorð þeirra sem ryðja þarf
úr vegi hverju sinni.
En herforingjar NATO-
bræðralagsins í Pentagon mega
hins vegar sæmilega við una.
Opinber skilgreining herfor-
ingjastjórnar íslenzka lýðveld-
isins á þjóðarstolti hefur leitt
eftirfarandi í ljós: Pyngja her-
foringjanna í Pentagon erorðin
viðkvæmasta liffæri íslenzka
þjóðarlíkamans.
BLÓTVEIZLA
FLOKKSEIGANDANS
Nú er miður þorri. Lands-
menn heiðra fornkonunginn
mikla með súrmatsblóti. A slík-
um helgistundum krjúpa trúað-
ir menn jafnt sem sértrúaðir og
þakka fyrir snúð sinn. Það
ákallar hver sinn herra i þög-
ulli þakkargjörð:
„Vér fögnum þvl að vér erum
ei sem aðrir menn. Vér þökkum
hljóðir fyrir Kröflur, Borgar-
fjarðarbrýr og Víðishús. Vér
biðjum jafnframt: Leið oss ekki
í prófkjör heldur frelsa oss
undan skoðunum Re.vkvik-
inga. Gef oss vorn daglegan
þagnarmúr með Lesbók um
helgar. L.já oss hermang, einok-
un og bankaleynd. Magna oss
hæfilega verðbólgu til eigna-
aukningar. Auk oss lánstraust í
erlendum bönkum. Hjálp oss að
veðsetja vinnuþrek lítilla
englabarna. Veit oss styrka
tungu til lýðskrums og þjóðinni
eyru undir öfga. Efl oss mátt til
að setja fleiri verðmiða á
landið, löngu selt landið. En
umfram allt: Forða oss undan
hræðilegum strákústum hreins-
unardeildar!"
Asgeir Hannes Eiríksson
verzlunarmaður.