Dagblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1978.
L
Útgefandi Dagblaðið hf
Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjornarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþrottir: Hallur Simonarson. Aöstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrít:
Asgrimur Palsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurösson. Dóra Stefónsdóttir, Gissur
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson,
Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljosmyndir: Árni Póll Johannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th.
Sigurðsson, Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: ólafur Eyjó£?i*on. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M.
Halldórsson.
Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aðalsími blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 90 kr.
eintakiö.
Setning og umbrot: Dagblaðiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerö: Hilmir hf. SíÖumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Talningaræ vintýrí
Fyrsta talning í prófkjöri Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík benti
til, að Kristján Friðriksson hefði
lent í þriðja sæti til alþingiskosn-
inga, Sverrir Bergmann í fjórða
sæti og Þórarinn Þórarinsson í
fimmta.
Munurinn var svo naumur, að atkvæðin voru
talin í annað, þriðja og fjórða sinn. Við þessa
endurtalningu fór atkvæðaseðlum að fjölga.
Voru nöfn þeirra Þórarins og Sverris og ýmissa
annarra á æ fleiri seðlum., Nafn Kristjáns kom
hins vegar ekki fram á þeim seölum, sem nú
töldust til viðbótar.
Lauk talningu svo rúmum sólarhring eftir
íokun kjörstaða, að Þórarinn var kominn í
þriðja sæti, Sverrir í fjórða og Kristján í
fimmta. Nokkrum dögum síðar kom í ljós, að
50-60 seðlum fleira hafði komið fram í prófkjör-
inu en skráður fjöldi þátttakenda var á kjör-
skrá.
Þegar slíkt gerist er skýringin venjulega sú,
að við talningu sé lætt inn fölsuðum atkvæða-
seðlum, án þess að þess sé jafnframt gætt að
taka út aðra seðla á móti. Þannig myndast
misræmi milli kjörskrár og seðlafjölda.
Vitni hafa kvartað um, að innsiglisrof at-
kvæðakassa og talningin í heild hafi farið fram
með losaralegum hætti. Auk þess hafa fram-
bjóðendur kvartað um, að fulltrúar þeirra hafi
ekki getað fylgzt með talningunni.
Þegar seðlar eru orðnir of margir, er kjör-
stjórn vandi á höndum. Hún hlýtur að eiga
erfitt með að meta, hvaða seðlar eru grunsam-'
legri en aðrir. Þá er helzta vonin sú, að þátttak-
endur í kosningunni hafi í rauninni verið fleiri
en kjörskráin sýnir.
Svo virðist sem seðlum hafi fækkað á nýjan
leik við fimmtu og síðustu talningu, sem fór
fram um síðustu helgi, viku eftir prófk.jör. Var
þá aftur komið verjanlegt samræmi milli kjör-
skrár og seðlafjölda.
Kannski varpa framsóknarmenn í Reykjavík
öndinni léttar. Hitt er svo skoðun margra ann-
arra, að þvílíkt talningarævintýri gæti aðeins
gerzt hjá Framsóknarflokknum og þá eingöngu
í Reykjavík.
Ráðherrasiðleysi
Siðleysi landsfeöranna hefur sætt haróri
gagnrýni í Dagblaðinu að undanförnu. Nú
hefur enn lengzt syndaregistur eins þeirra,
Halldórs E. Sigurðssonar vegamálaráöherra.
Þrír sóttu um starf rekstrarstjóra vega-
gerðarinnar á Austurlandi. Tveir þeirra voru
verkstjórar vegagerðarinnar en einn rafvirki
og framsóknarmaður, sem ekki hafði nálægt
vegagerð komið.
Umdæmisverkstjórinn á Austurlandi mælti
með öðrum verkstjóranum í starfið. í samræmi
viö það óskaði vegamálastjóri eftir staðfestingu
á skipun hans. Ráðherra skipaði hins vegar
rafvirkjann og flokksbróður sinn.
Mikil reiði er á Austfjörðum vegna þessa
siðleysis. Sú reiði nær jafnt til framsóknar-
manna sem annarra. Það stendur þeim líka
næst að hafa landsföðurinn ofan af siðleysinu.
Fyrsti dagpabbinn í Frederiksberg í Danmörku:
Hœtti oð vinna við
iðn sína og fór að
passa fjögur börn
mjög stoltar af mér og kunn-
ingjum mínum í hópi karla
finnst það allt í lagi að taka að
sér starf sem þetta. Ég gæti
trúað að margir vildu gjarnan
taka að sér að passa börn,
aðeins ef það væri algengara og
viðurkennt í samfélaginu.
BÖRNIN ERU
FORDÓMALAUS
Gæzlubörnin koma á morgn-
ana kl. átta og foreldrar þeirra
sækja þau síðan á daginn kl.
4-5. Ekki er fyrirfram ákveðið
VELVILJI OG STOLT
Börnin sem koma í daggæzl-
una til Leifs eru öll þriggja ára
og þau eru sitt frá hverju land-
inu, Póllandi, Nýja Sjálandi og
Noregi. Börnin læra ýmislegt
og þar á meðal dijnsku og nú
eftir þrjá mánuði í vistinni eru
vandræði vegna tungumála
ekki lengur fyrir hendi. Börn-
— jaf nréttið potost áleiðis
Leif Stjernelund með dóttur sína Maju í fanginu og dagbörnin sín
þrjú, Esben frá Noregi, Kim frá Nýja Sjálandi og Veróniku frá
Póilandi.
Leif Stjernelund, 27 ára gam-
all Dani, vill ekki gera mikið
veður út af því þótt hann sé fær
um að vinna sama starf og kon-
ur hafa unnið í aldaraðir. Það
kostaði hann ekki mikla um-
hugsun að gerast heimavinn-
andi húsfaðir og taka þrjú börn
í daggæzlu. Leif er því fyrsti
,,dagpabbinn“ í Frederiksberg í
Danmörku.
„Þetta kom af sjálfu sér,“
segir Leif. „Ég hef alltaf átt
gott með að umgangast börn.
Þar fyrir utan hafði konan mín
hærra kaup en ég,“ en Leif er
lærður gullsmiður og hefur
starfað sem slíkur. „Við hjónin
eignuðumst barn fyrir þremur
mánuðum og annað okkar varð
að hætta að vinna og það var
eðlilegra og sjálfsagðara að það
væri ég sem hætti.“
Til þess að hafa fullt starf
heima og til þess að auka tekjur
heimilisins hafði hann sam-
band við félagsmálayfirvöld í
Frederiksberg og hefur nú í
þrjá mánuði gætt þriggja barna
auk daglegra heimilisstarfa og
gæzlu á fimm mánaða dóttur
sinni.
unum líður vel og kalla Leif
alltaf pabba.
„Fólk horfir oft á okkur
þegar ég er úti að ganga með öll
börnin fjögur," segir Leif. „Það
eru einkum konur sem ég hitti
á ferðum mínum og þær eru
líka að passa börn. Við hittumst
yfirleitt á leikvöllum og í dýra-
garðinum og konunum finnst
það bráðsnjallt að ég skuli hafa
tekið þetta starf að mér.
Konan mín og konur sem eru
samstarfsmenn hennar eru
r
MINNIHLUTASJÓNAR-
MID OG STRÁKÚSTAR
HREINSUNARDEILDA
Það er ekki laust við að síð-
asta helgarvinna hreinsunar-
deildar Framsóknarflokksins
hvetji almenna kjósendur til að
taka enn ofan hattinn til
heiðurs manninum sem fann
upp prófkjörið.
Yfirstandandi vetur mun
lengi í minnum hafður sem
frostaveturinn mikli þrátt fyrir
eindæma veðurblíðu. Flokks-
eigendur allra átta hefur kalið
verulega og nokkrir orðið úti.
Strákústurinn er að ryðja Sér
til rúms sem pólitískt stjórn-
tæki í höndum óbreyttra
borgara.
TEIKN Á HIMNUM
Skoðanakönnun samfara próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins
hefur að öðrum mannþingum
ólöstuðum leitt stærstan sann-
leika fram t dagsljósið. Fram að
prófkjöri var forysta flokksins
gjörn á að þykjast tala fyrir
hönd hins þögla meirihluta.
Á geysifjölmennum tfma-
mótafundi áhugamanna um
nýjar leiðir innan Sjálfstæðis-
flokksins í haust birtust fyrstu
skrif handarinnar á vegg Hótel
Borgar. Auðlindaskattur, gjald-
taka af varnarliði og kúvending
skipunar landbúnaðarmálá
fengu d.vnjandi undirtektir
borgarafundar. Hinn annars
þögli meirihluti lét til sín taka á
fallegu haustkvöldi.
Hefðu völvur flokkseigenda
ómakað sig á borgarafundinn
mikla þá hefðu þær strax séð
skír óánægjuteikn á björtum
himni. Réttmætur dráttur
ályktana hefði firrt flokkinn
mannvígum. Raunsæir flokks-
•eigendur áttu að kenna sinn
vitjunartima og ganga til móts
við óánægðan meirihluta þög-
ulla kjósenda. í þess stað beið
flokkseigenda ömurlegt hlut-
skipti nátttröllsins fjarri
mannabyggð i grárri morgun-
skímunni.
MINNIHLUTANUM
SAMKVÆMIR
Úrslitum frægrar skoðana-
könnunar mun hlotnast
ódauðlegur sess í minjasafni
fallinna flokkseigenda. Þau
færðu alþýðu manna heim
sanninn um marga hluti sem
áður voru sveipáðir hulu vaf-
ans: Viðishúsakaupin alræmdu
voru afþökkuð og útvarpseinok-
un frábeðin. Öskað var eftir
mannréttindum í formi öl-
bruggunar og drykkju. Blekk-
ingavefurinn sem kallaður
hefur verið íslenzk utanríkis-
stefna í varnarmálum var af-
hjúpaður sem hávaðasamt
minnihlutasjónarmið. Loks
höfnuðu kjósendur lækkun
kosmngaaldurs.
Viðbrögð flokksforystunnar
gegn framkomnum meirihluta-
skoðunum kjósenda sinna
halda áfram að verða fólki
undrunarefni. I stað umburðar-
lyndis landsfeðra átti að berja
óbreytta flokksmenn til hlýðni.
Víðishræið var að sjálfsögðu
keypt um hábjartan dag. Ekk-
ert útlit er fyrir jákvæðar
undirtektir við útvarpsfrelsi
eða öldrykkju. Andstaðan gegn
dulbúnu einkahermangi útval-
inna hefur þó kallað fram lang-
alvarlegastan taugastrekking.
Þeir segja hana neikvæða gagn-
vart heiðri og hagsmunum
íslenzku þjóðarinnar, menn-
irnir sem hafa veðsett öfugan
höfuðstól landsins í erlendum
bönkum og sitja Bildenberg-
fundi með fljúgandi Hollend-
ingum.
En svona til að undirstrika
fyrirlitningu sína á þöglum
kjósendum er stigið stórt skref
til upphefðar þeirri skoðun sem
ein hlaut afgerandi afsögn:
Ákveðið hefir verið að lækka
aldursmörk flokksbundinna
kjósenda í borgarstjórnarpróf-
kjöri í 16 ár. Hugtakið lýðræði
klæðist ýmsum dulargervum í
Bolholtinu.