Dagblaðið - 31.03.1978, Side 2

Dagblaðið - 31.03.1978, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978. Kvennahandbolta og Bleika pardus- inn í sjónvarpið Gláka skrifar: Mig langar að beina þeim tilmælum til Bjarna Felixsonar að hann sýni ein- hvern tíma kvennahandbolta i íþrótta- þáttum sjónvarpsins. Satt að segja væri það góð tilbreyting frá körfubolta og listdansi á skautum, sem virðist ráða ríkjum i þáttunum. Svo finnst mér einnig, að sleppa megi ensku knattspyrnunni þar sem sérstakur þáttur er fyrir hana. ' Svo ég viki að öðrum dagskrárliðum, þá legg ég til að Bleiki pardusinn verði notaður til að skjóta inn á milli þátta í staö klukkunnar. Einnig mætti sýna meira af góðum poppþáttum og ekki mundi saka að koma með annan þátt um ABBA. Kvennahandbolti góð tilbreyting segir bréfritari. Óvinsældir ríkis- stjórnarinnar Bragi Jónsson hríngdi: „Mér virðist gæta nokkurs mis- skilnings á óvinsældum ríkis- stjórnarinnar er DB leggur mat á þær samkvæmt nýgerðri skoðanakönnun blaðsins. Ég tel, að óvinsældir núver- andi rikisstjórnar stafi ekki eingöngu af efnahagsráðstöfunum hennar, heldur miklu heldur af kalufalegri stjórn allt frá upphafi valdaferilsins. Mat DB er of einhliða.” LOG RENNA Hanna Kr. Hallgrímsdóttir, Vest- mann í DB hinn 11. marz sl„ þá datt mannaeyjum, skrifar: mér þessi mynd i hug og lét verða af að teikna hana. Þegar ég sá fyrirsögnina á viðtali Ef þið viljið þá megið þið birta við Gunnar Þórðarson hljómlistar- hana. Allt kalla þeir list: Viðbjóðslegar kvikmyndir eiga ekki erindi til almennings Þ.S. skrifar: „Ég varð fyrir vonbrigðum með kvikmynd sem ég fór á um helgina. Það var myndin „Yellow Emanuelle”. Það var bókstaflega ekkert efni í myndinni. Alltaf þetta sama myndina út í gegn. Ég var þvi fylgjandi að banna myndina Á valdi tilfinninganna. Alveg sama hvað Thor og hans skoðanabræður vilja halda fram. Allt vilja menn kalla list í dag. Er það kannske list að skera undan fólki? Eins og sagt var í „Samúel” aö ein konan skar undan einum karlinum og skrifaði með blóðinu á magann á honum. Er það kannske list? Ég sá í sjónvarpinu þáttinn þar sem Thor, saksóknari og presturinn voru að munnhöggvast. Presturinn var sá eini sem talaði af viti að mínu áliti. Hann stóð sig vel og svaraði vel fyrir sig. Ég efast ekki um að Thor hafi kallaö Sæta mynd list, en hún var viðbjóðsleg að minum dómi. Af hverju var hún ekki bönnuð? Ég held að menn ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir sýna svona viðbjóðslegar myndir á listasýningu.” Tryggingafélögin stjórna ríkisstofnun Bileigandi skrifar: „Ég skrifa ykkur vegna þess að ég er furðulostinn bíleigandi, vegna þess að tryggingafélögin geta ár hvert farið fram á 40-70% hækkun án þess að við því sé amazt. Allt ætlar hins vegar vitlaust að verða þegar illa launaðir Dagsbrúnarverkamenn eða Iðjufólk fer fram á 10-15% launahækkun. Það er greinilegt að ekki er sama hver ber fram kröfurnar. En það hlýtur að vera mjög alvarlegt mál þegar tryggingafélögin eru farin að „stjórna” ríkisstofnun sem heitir Tryggingafeftirlitið, en það mælir með um 67% hækkun bif- reiðatrygginga, eins og trygginga- félögin óskuðu eftir. Ég tel að þeir sem veita Trygginga- eftirlitinu forstöðu hafi brugðiz't skyldu sinni á mjög grófan hátt. Ég skora á viðkomandi yfirvöld að rannsaka þessi mál og þessa stofnun sem einu sinni var kölluð Trygginga- eftirlitið, en hefur nú fengið annað nafn.” ÞAKKIR FYRIR VEITTAN GREIÐA Ragna Sigurðardóttir hríngdi: _Mig langar nú bara, af því að alltaf er verið að tala um það illa og Ijóta í okkar þjóðfélagi, að koma á framfæri þakklæti fyrir greiða sem mér var gerður. Það má líka tala um hið góða. Þannig var að á laugardaginn tapaði ég út úr bilnum hjá mér dýrindis pelshúfu. Ég var þá stödd úti í Skerjafirði. Ég saknaði húfunnar ekki fyrr en eftir 2 tima en ók þá strax suður í Skerjafjörð aftur að leita hennar. Og viti menn. Einhver hugulsamur vegfarandi hafði lagt hana á steinvegg og hlaðið að með grjóti, þvi það var hifandi rok. Vil ég þakka þessum hugulsama manni sérstaklega og eins öðrum vegfar- endum fyrir það að taka ekki húfuna mína. Hringið í síma 27022 millikL 13 ogl5 eða skrifið Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.