Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.04.1978, Qupperneq 14

Dagblaðið - 05.04.1978, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGIJR 5. APRÍL 1978. FYRSTIHIPPINN HANNAR NÚ HÚSGÖGN „Ég er fyrsti hippinn,” segir Giorgio Sant’Angelo, „og var þekktur fyrir fáránlegan klæðnað.” ítalski tizkuteiknarinn, sem breytti ameriskum frúm i sigaunastúlkur eða indverskar prinsessur og féll siðan skyndilega af tindi frægðar sinnar snemma á árinu 1970 hefur tekið sér nýtt verkefni fyrir hendur. Nú fæst hann við að hanna húsgögn i stað þess að teikna föt. „Flest þeirra húsgagna sem ég hanna eru frekar frumstæð og heimilisleg." Þessi áhugi hans á húsgögnum vaknaði eiginlega fyrir tilviljun og kom einmitt á réttum tima til þess að bjarga Sant’Angelo frá gjaldþroti. Til þess að geta greitt allar sínar skuldir flutti Sant’Angelo I litla ibúð í New York og seldi öll frönsku fínu hús- gögnin sín og honum finnst það hálf hlægilegt að húsgögnin sem hann smíð- aði sjálfur, legubekkir, stólar og borð og púðarnir og gluggatjöldin sem hann hannaði fyrir sjálfan sig til þess að eiga eitthvað i litlu ibúðina sina skyldi verða upphafið að húsgagnahönnun hans sem hann vonast nú til að græða peninga á því Sant’Angelosegist eiga von á stórum pöntunum víðs vegar að. Sant’Angelo fæddist i Florence, en var aðeins tveggja ára gamall þegar for- eldrar hans fluttust til Argentínu til þess að vinna við nautabú þar. „Ég lærði heilmikið af þessu fólki, indiánum og kúrekum, sem höfðu ekki mikið á milli handanna,” segir hann. „Amma min var vön að fara með mig I gönguferðir um nágrenniö og benda mér á leirkofana eða konurnar sem voru svo fallegar I fátæklegum klæðnaði sín- um ” RAGNHEIÐUR KRISTJÁNfeDÓTTII Sant’Angelo var aðeins þriggja ára gamall þegar hann fór að hafa áhuga á teikningu og hélt sér að blaðinu og blý- antinum þar til árið 1958 en þá lagði hann land undir fót og fór til Spánar til þess að læra arkitektúr og iðnhönnun. Hann eyddi sumrinu 1962 með Picasso og meðal þess sem hann lærði af þeim fræga manni var að um leið og þú lærir einhverja formúlu ertu búinn að vera sem listamaður. Árið 1964 gerði hann sér ferð á vinnustofu Disney I Burbank og ætlaði sér að vinna þar. Hann gafst upp eftir tvær leiðinlegar vikur. „Þetta var hræðilegt,” sagði Sant’Angelo. „Þar hafði hver og einn unnið við að teikna sömu persónuna I 25 ár.” Árið 1966 fékk Sant’Angelo sitt fyrsta stóra tækifæri, þegar Diana Vreeland, þáverandi ritstjóri Vogue, bað hann að teikna föt á fyrirsætuna Veruschka. Þetta verkefni tók um 14 blaðsiður i blaðinu. „Á þessum tíma var klæðnaður kon- unnar kassi með rennilás á bakinu. Ég veitti henni frelsi og kom fram með mjög litrikan klæðnaðT Enn þann dag í dag er Sant’Angelo ekki Iaus við þær kjaftasögur sem gengu um hann á þessum árum. Fólk hugsar til dæmis mikið um það hvort hann neyti enneiturlyfja. „Það geri ég ekki lengur,” segir hann. „Glannalegur klæðnaður minn varð til þess að fólk hélt að ég væri kolvitlaus eiturlyfjaneitandi og svallari og það má geta þess að ég var aðeins 7 ára gamall þegar Inka indiáni gaf mér kokain og ég hef síðan fullkomlega gert mér grein fyrir hættum þess efnis.” „Það sem ég hef mestan áhuga á núna eru salerni og isskápar,” segir Sant'Angelo. „Það hefur ekkert verið gert til þess að breyta útliti jsessara hluta Sant’Angelo hefur teiknað föt fyrir Zsa Zsa Gabor frá því 1960. í fjöldamörg ár og mér finnst kominn tími til að gera eitthvað i málunum. En ég tek mér aldrei neitt fyrir hendur sem ég hef ótrú á. Heldur myndi ég ganga um göturnar og sofa i almenningsgörð- um.” Sant’Angelo stundar likamsæfingar i ibúð sinni á Manhattan. Hér er italski tizkuteiknarinn innan um húsgögnin sem urðu til þess að hann lagði húsgagnahönnun fyrir sig. [ Verzlun Verzlun Verzlun ) A S A litsjónvarpstæki fyrirliggjandi, 22” og 26”, hnota og rósaviður Milúi myndgteði + R C A myndlampi. reynsla isölu rafejndatækjíL „ 311 ■ > ** Itmmdason & Co Suðurtandsbraut 10 R. Sfmi 81180. Húsbyggjendur, byggingaverktakar: Eigum á lager milliveggjaplötur úr gjalli. Stærð 50 x 50 cm. Athugið verð og greiðslu- skilmála. Loftorka sf. Dalshrauni 8 Hafnarfirði, simi 50877. DRÁTTARBEIZLI — KERRUR Vorum að taka upp 10" tommu hjólastell fyrir Combi Camp og fleiri tjaldvagna. Höfum á lager allar ataarflir af hjólastallum og alla hluti i kerrur, sömuleiflis allar gerflir af kerrum og vögnum. ÞÓRARINN KRISTINSSON Klapparatig 8. Simi 28616 (Haima 72087) Tilvalinn stóll til fermingargjafa. Framleiðandi: Stáliðjan Kópavogi KRÓM HÚSGÖGN Smifljuvegi 5. Kópavogi. Slmi 43211 Ferguson litsjónvarps- tækin. Amerískir inn- línumyndlampar. Amer- ískir transistorar og díóöur. ORRI HJALTASON Hagamel 8, simi 16139. G.G. Innrömmun Grens&svegi 50, simi 35163, opM frá kl. 11-6. Áður Njölsgötu 106. Tökum allt til innrömmunar og aðstoðum við ramma- val. Strekkjum á blindramma. Gott úrval af útlendum og innlendum rammalistum. Höfum einnig matt gler og glært gler. Póstsendum um land allt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.