Dagblaðið - 05.04.1978, Síða 23

Dagblaðið - 05.04.1978, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978. Sjónvarp « Útvarp Myndaflokkur um ævi Charles Dickens hefur göngu sina i sjönvarpinu miðvikudaginn 5. april. Sjónvarp í kvöld kl. 21,45: ÆVISAGA CHARLES DICKENS Síðastliðinn miðvikudag lauk þáttunum Erfiðir tímar sem voru gerðir eftir sögu Charles Dickens. Ekki hefur Dickens þó alveg sagt skilið við okkur, því að næstkomandi miðvikudag, 5. apríl, hefst nýr brezkur myndaflokkur i þrettán þáttum um ævi Dickens. Dickens var fæddur árið 1812 og lifði til ársins 1870. Æska hans var erfið. Þegar Dickens var aðeins 10 ára varð fjölskylda hans að flytja sig um set enn einu sinni, en hún hafði verið á nærri því stöðugu flakki frá því að Dickens fæddist. Faðir Dickens var nú orðinn stórskuldugur og þar sem systkinin voru orðin átta talsins, var Dickens sendur í burtu til þess aö vinna fyrir sér sjálfur. Telur Dickens þennan hluta barnæsku sinnar hafa verið erfiðastan. Smám saman tókst Dickens að vinna sig upp og afla sér menntunar. Hann hóf að skrifa og varð brátt vinsæll rithöfundur og eru sögur hans enn þann dag í dag heims- frægar og mikið lesnar. Margar af sögum Dickens hafa verið kvikmyndaðar og hafa ýmsar þeirra verið sýndar í íslenzka sjón- varpinu. Auk þess hefur fjöldi sjónvarpsmyndaflokka verið gerður eftir sögum hans. Einna þekktastar munu sögurnar um David Copperfield og Oliver Twist. Myndaflokkur um David Copperfield hefur verið sýndur 1 sjónvarpinu hér og kvikmynd um Oliver Twist hefur verið sýnd hér í kvikmyndahúsi. Ennfremur hefur út- varpið tekið David Copperfield til flutnings í leikritsformi fyrir börn og unglinga. Þá munu flestir kannast við Pickwick og Jólasögu, en kvikmynd gerð eftir Jólasögu hefur verið sýnd i kvikmyndahúsi hér. Margar af sögupersónum Dickens eiga við einhver rök að styðjast í raunveruleikanum. T.d. hefur því verið haldið fram að Mr. Micawber i sögunni um David Copperfield eigi fyrirmynd sína i föður Dickens, sem ávallt var skuldum vafinn og á sífelldu flakki. Þessi fyrsti þáttur sem sýndur verður miðvikudaginn 5. apríl nefnist Gríman. í þeim þætti er Dickens á ferð um Bandaríkin. Hann er orðinn fullorðinn og þekktur rithöfundur og er alls staðar tekið vinsamlega. Ferðin hefur verið erfið og leggst því Dickens veikur. 1 veikindum sínum tekur hann að rifja upp bernsku- minningar sínar og það eru þær endur- minningar sem við fáum að fylgjast með í þáttunum. Handrit þáttanna er gert af Wolf 'Mankowitz Leikstj. er Marc Miller og með hlutverk Dickens fer Roy Dotrice. Þýðandi er Jón O. Edwald. Hver þáttur er tæplega klukkustundar langur og eru þeir í litum. RK. Sjónvarp i Miðvikudagur 5. apríl 18.00 Ævintýrl sótarans (L). Tékknesk leik- brúðumynd. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.10 Fleytingaleikar (L). Finnsk mynd um íþróttir skógarhöggsmanna, sem fleyta trjábol- um ofan úr skógunum til sögunarverksmiðja. Þýðandi og þulur Guðbjöm Björgólfsson. (Nordvision — Finnsk sjónvarpið). 18.35 Hér sé stuð (L). „Lummumar” skemmta. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 19.00 On We Go. Enskukennsla. 21. þáttur frumsýndur. 19.15 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Sldðaæfingar (L). Þýskur myndaflokkur. Níundi þáttur. Þýðandi Eirikur Haraldsson. 21.00 Nýjasta tækni og vísindi (L). Umsjónar- maður ömólfur Thorlacius. 21.25 Víkingaminjar í Jórvik (L). Bresk heim- ildamynd um rannsóknir á minjum frá vík- ingaöld í Jórvík á Norðymbralandi. Þýðandi og þulur Þór Magnússon. 21.45 Charles Dickens (L). Nýr, breskur mynda- flokkur i þrettán þáttum um ævi Charles Dickens (1812—1870), frá erfiðri æsku til ein- stæðrar velmegunar og langvinnra vinsælda. Margar af sögum Dickens hafa verið kvik- myndaðar, og hafa ýmsar þeirra verið sýndar í ísienska sjónvarpinu auk fjölda sjónvarps- myndaflokka, sem einnig hafa verið gerðir eftir sögunum. Handrit Wolf Mankowitz. Leikstjóri Marc Miller. Aðalhlutverk Roy Dotrice. 1. þáttur. Gríman. Rithöfundurinn Charles Dickens er á sigurför um Bandaríkin. Ferðin hefur verið erfið. Dickens leggst veikur og tekur að rifja upp bemskuminningar sinar. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Dagskrárlok. Útvarp I Miðvikudagur 5. apríl 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 1 ílkynnmgar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sagan af Bróður Ylfiog” eftir Friðrik Ásmundsson Brekkan. Séra Bolli Þ. Gústavison byrjar lesturinn. 15.00 Miödegistónleikar. Konunglega filhar- móníuhljómsveitin í Lundúnum leikur Sinfóniu nr. 1 i D-dúr „Titan” eftir Gustav Mahler; Erich Leinsdorf stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.20 Popphorn. Halldór Gunnarsso/i kynnir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Fósturbarn úr sjó”, dýrasaga eftir Ingólf Kristjánsson. Kristján Jónsson les. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki.Tilkynningar. 19.35 Frá skólatónleikum i Háskólabíói i febrúar. Þorsteinn ' Gauti Sigurðsson og Sinfóníuhljómsveit íslands leika Píanókonsert nr. 1 ífís-mollop. 1 eftirSergej Rakhmaninoff; Páll P. Pálsson stjórnar. 20.05 Af ungu fólki. Anders Hansen sér um þátt fyrir unglinga. 20.45 íþróttir. Hermann Gunnarsson sér um þáttinn. 21.05 Stjörnusöngvarar fyrr og nú. Guðmundur Gilsson kynnir söngferil frægra þýzkra söngvara. Ellefti þáttur: Rudolf Schock. 21.35 Kerfið: Innhverf ihugun. Sturla Sighvats- son flytur erindi. 21.50 „Hjarðsveinninn á klettinum”, tónverk eftir Franz Schubert. Beverly Sills sópransöngkona syngur, Gervase de Peyer leikur á klarinettu og Charles Wadsworth á pianó. 22.05 Kvöldsagan: „Dagur er upp kominn” eftir Jón Helgason. Sveinn Skorri Höskuldsson les (6). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Áma - sonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 6. apríl 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl.-s7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Steinunn Bjarman les framhald sögunnar „Jerutti bjargar Tuma og Tinnu” eftir Cecil Bödker (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Til umhugsunar kl. 10.25: Þáttur um áfengismál í umsjá Karls Helgasonar. Tónleikar kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Albert de Klerk og kammersveitin i Amsterdam leika Orgelkonsert í C-dúr eftir Haydn; Anthon van der Horst stj./Sinfóniu- hljómsveitin i Pittsborg leikur Sinfóníu nr. 4 i A-dúr, „ttölsku hljómkviðuna” eftir Men- delssohn; William Steinberg stj. Fasteignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 1 Kópavogsbraut 2ja herbergja íbúð, ca 80 ferm. Verð 7,5 milljónir. Hamraborg 2ja herbergja íbúð, 55 ferm. 8 1/2 til 9 milljónir. Efstaland 2ja herbergja ibúð, 50 ferm. 8 1/2 milljón. Melgerði 3ja herb. íbúð, 80 ferm. 7 1/2 til 8 milljónir. Kvisthagi 3ja herbergja íbúð, 100 ferm. 10 milljónir. Kópavogsbraut 4ra herbergja íbúð, 100 ferm, er í risi lOmilljónir. Asparfell 4ra herbergja íbúð, 120 ferm. 15 milljónir. Hlégerði 4ra herbergja íbúð, 100 ferm. 15 milljónir. -Símar 43466 - 43805 Grenigrund 4ra herbergja íbúð í eldra tvibýlis- húsi, 90ferm. 12 milljónir. Stigahlíð 5 herbergja íbúð í fjölbýlishúsi, stórglæsileg, 140 ferm. 17 milljón- ir. Helgaland Fokhelt einbýlishús með gleri og frágengnu þaki. Verð 13 millj. Markarflöt Stórglæsilegt einbýlishús á góðum stað, ca 190 ferm. Verð 35 milljón- ir. Þinghólsbraut 4ra til 5 herbergja einbýlishús á góðum stað, ca. 125 ferm. 18 til 20 milljónir. Þorlákshöfn Stórglæsilegt viðlagasjóðshús, laust fljótlega. Verð 11 1/2 milljón. Hveragerði. Gott raðhús, verð 7 milljónir, laust strax. Lækjarkinn Kóngsbakki 4ra herbergja, ca 100 ferm. 11 1/2 2ja herb. 49 ferm ibúð. Verð kr. 8 milljón. millj. Vílhjálmur Einarsson sölustjóri og Pétur Einarsson lögfræðingur. OPIÐ VIRKA DAGA UM HELGAR FRÁ 1*3 9**- ir Seljavegur Einstaklingsibúð. Verð 2,5—3 m. Álfaskeið, 55 f m 2ja hb. góð ibúð. Verð 7,5 m. Hverfisgata, 70 f m 2ja hb. góð ibúð á 2. hæð. Kópavogsbraut, 70 fm 2ja hb. Útb. 4,5—5 m. Miðvangur, 75 fm 3ja hb. góð ibúð. Verð 10—10,5 m. Lækjargata Hafn., 60 fm 3ja hb. íbúð. Útb. 4,5 m. Bugðulækur, 90 fm Góð 3ja hb. jarðhæð. Vesturbær 2 íbúðir í sama húsi 4 og 3ja hb., fást i skiptum fyrir ca 150 fm gott einbýli á Seltjarnarnesi. Ljósheimar, 100 fm Mjög góð 4ra hb. íbúð i háhýsi. Hjallabraut, 130 fm 5 hb. glæsileg íbúd. Verö 16—16,5 m. Hlíðarvegur, 137 fm Glæsileg sérhæð, 4 svefnherbergi, sérþvottahús og búr inn af eldhúsi. Stór, upphitaður bilskúr. Útborg- un um 14 milljónir. Úti á landi Selfoss einbýli Hella, 144 fm Viðlagasj.hús, bein sala eða skipti á ca 120 fm eign á Rvikursvæðinu. Hraunbær, 81 fm 3ja hb. ibúð i skiptum fyrir eldra einbýli i Hafnarfirði, sem má þarfnast lagfæringar. Hverfisgata — 2 íbúðir Hæð og ris. 3ja hb. íbúð hvor. Langholtsvegur, 85 fm 3ja hb. ágæt kj.íbúð. Verð 8 m. Dyngjuvegur, 110 fm mjög falleg 4—5 hb. íbúð, sérinn- gangur, frábært útsýni. Verð 13,5 m. Útb. 9—10 m. Arnartangi, viðlagasj.hús 4ra hb. ibúð, 3 svefnherb., kæliklefi inn af eldhúsi, saunabað. Verð 13,5 m. Holtagerði, 125 fm 6 hb. mjög góð efri hæð 1 tvíbýli. Verð 16,5 m. Grundarfjörður Nýtt einbýli, skipti koma til greina á eign á Reykjavíkursvæðinu. Raufarhöfn einbýli Þórshöfn einbýli 136 fm 7 hb. ibúð, húsið er 2ja ára, 35 fm bílskúr, skipti koma til greina í Hafnarfirði, Garðabæ. Vantar: Höfum kaupendur að öllum gerðum eigna i Hafnarfirði og Garðabæ. Vantar íbúð í Fossvogshverfi Höfum kaupanda að ca 160 fm einbýli á Seltjarnar- nesi, möguleg skipti á 2 íbúðum i sama húsi f vesturbæ. Höfum kaupanda að góðu raðhúsi í Breiðhoiti. Verðmetum íbúðir samdægurs

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.