Dagblaðið - 04.07.1978, Side 2

Dagblaðið - 04.07.1978, Side 2
2 /■ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978. NEYTENDASAMTÖKIN OG DB TAKIUPP SAMSTARF Neytandi hríngdi: Kærar þakkir til iykkar á Dag- blaðinu fyrir að vekja athygli á þeirri svívirðilegu óhæfu ,að fleygja mat- vælum á öskuhauga. Og kærar þakkir fyrir að vekja Neytendasamtökin til lifs á ný. Frá þeim góðu samtökum hefur maður hvorki heyrt hósta né stunu i langan tíma. Það var ékki fyrr en DB birti fréttina um tómatana, sem þau létu til sin heyra. Hvernig væri að DB og Neytenda- samtökin tækju upp samstarf? Það gæti til dæmis orðið í gegnum neytendasíðu blaðsins, sem er alveg sérstaklega ánægjuleg nýbreytni I íslenzkri blaðamennsku. Ég varpa þessari hugmynd fram til umræðu og vonast eftir því að fleiri neytendur láti I sér heyra. Það er tími til kominn að málefnum okkar verði sinntafalvöru. Atriði úr sjónvarpsleikritinu „Skripaleik” eftir Gísla J. Ástþórsson. Hvenærfáumviðað sjá almennilegt ís- lenzkt sjónvarpsleikrit „Sjónvarpsáhorfandi” skrifar: Sl. föstudagskvöld sýndi sjónvarpið leikritið „Skripaleik” eftir Gísla J. Ástþórsson. Mér þótti leikritið slæmt og þykir illt til þess að vita að miklum fjármunum skuli sóað í svona vitleysu. Taka ber fram að þeir Sigurður Sigurjónsson og Gísli Halldórsson eru að mínu viti mjög góðir leikarar. En persónusköpun höfundar mis- heppnaðist og leikararnir gátu ekki bjargað því. Endir leikritsins var snubbóttur og skildi ég ekki hver meiningin var eiginlega. Hvenær ætlar sjónvarpið að sýna okkur almennilegt íslenskt sjónvarps- leikrit? Hvenær hættir þetta leiðinda fúsk? Hringið í síma 27022 mitii kl. 13 ogl5 eða skrifið Tómatar á öskuhaugum. Samstarf neytenda, Neytendasamtakanna og DB ætti aö geta komið i veg fyrir að svona óhæfa endurtaki sig. DB-mynd Hörður. Magnús Torfi Olafsson verði næsti borgar- stjóri Borgarbói skrifan Ég vil vekja athygli nýja meirihlutans í borgarstjórn Reykja- vikur á frábærum manni í stöðu borg- arstjóra. Sá maður er Magnús Torfi ólafsson. Magnús Torfi er maður sem þjóðin öll og menn úr öllum flokkum treysta og bera virðingu fyrir. Hann er ekki sá stjórnmálamaöur sem snýst eftir vindi eftir þvi hvort hann er I stjórn eða stjórnarandstöðu. Nú veit ég ekki hvort Magnús Torfi gefur kost á sér í þessa stöðu, en þetta er mál sem vert væri að kanna. 1 embætti borgarstjóra er vandfundinn annar eins ágætismaður. Ég geri ráð fyrir því að fleiri séu mér sammála og vildi gjarnan heyra álit þeirra á hug- myndinni. Magnús Torfi Ólafsson. Við garðóðun er farið ið að nota tankbíla eins og þennan - til að auoveioa sioru... Ætlarþúað skrifabréf ÍDB? Enn einu sinni sjáum við okkur knúin til að minna þá sem skrifa ætla bréf á lesendasiður DB á að senda okkur fullt nafn sitt, hcimilis- fang og símanúmcr. Ef þessi skilyrði eru ekki uppfyllt verða bréf ekki birt. Ef sérstaklega stendur á er hægt að semja um það við umsjónar- menn lesendasíðnanna að bréf verðibirtundirdulnefni. Enþaðer algjört grundvallaratriði að DB viti hverjir skrifa í blaðið. Nú liggja hjá okkur fjölmörg bréf sem annaðhvort eru nafnlaus eða vantar heimilisföng og síma- númer bréfritara. Höfundar þeirra vita hér með ástæðuna fyrir þvi að þau hafa ekki birzt. Stórhættulegt úðunarefni Vegfarandi hrintzdi: Þessa dagana er verið að úða marga garða hér í bænum til að verjast trjá- maðki. Mér finnst það ekki nægilega brýnt fyrir fólki að efnið sem notað er til þess er alveg stórhættulegt. Ef menn anda því að sér getur það valdið heilaskemmdum. Enda eru úðunar- menn með grimur fyrir andliti sínu meðan þeir eru að störfum. Um daginn sá ég úðunarmenn að störfum við Miklubraut og fannst þeir ekki fara nógu varlega. Ég held að það sé full ástæða til að vara fólk viö hætt- unni og okkar ágæta Dagblað ætti að hafa þar forystu um. eins og í svo mörgum öðrum málum. Ökukennsla Kennslubifreiðin er og annað ekki. Geir P. Þormar öín kennari. Simar 19896 og 21772 (simsvari). Raddir lesenda Eru kjós- endur fífl? — eða ereitthvað athugavertvið Framsóknar- flokkinn Kjósandi skrifan „Aðalorsök óvæntra úrslita kosninganna tel ég nýjar aðferðir i áróðurstækni,” segir einn nýliðinn í þingflokki framsóknarmanna, Alexander Stefánsson oddviti, í viðtali við Tímann sL föstudag. Þessi orð lýsa sams konar viöhorfi til okkar kjósenda og ummæli Einars Ágústssonar ráðherra í fjölmiðlum eftir að úrslit þingkosninganna voru ljós. Ráðherrann sagði þá að kjós- endur hefðu hafnað byggöastefnu, launajöfnunarstefnu og útfærslu land- helgarinnar! I stuttu máli sagt: Kjósendur eru fífl. Þeir hafa látið blekkja sig. Ef menn eru ekki sammála Framsóknar- flokknum er eitthvað athugavert við þá. En það er auðvitað ekkert að flokknum sjálfum að finna! Ummæli Einars Ágústssonar og ekki síður Alexanders Stefánssonar lýsa alveg dæmalausri fyrirlitningu á dómgreind kjósenda. Hvernig væri að framsóknarmenn færu að líta aðeins í kringum sig? Þeir mundu kannski uppgötva verðbólguna, ranglæti i launamálum, spillingu í dómskerfi og ríkisbákni o. fl. Það voru nefnilega mál af þessu tagi sem réðu úrslitum kosninganna en ekki nýjar aðferðir i á- róðurstækni. Kosningar snúast um málefni en ekki tæknileg atriði eins og framsóknarmenn virðast halda. Einar Ágústsson ráðherra. Alexander Stefánsson.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.