Dagblaðið - 04.07.1978, Side 8

Dagblaðið - 04.07.1978, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLl 1978. landiö um fyrirkomulag. Hafa þeir hafn- arstjórnar, sem þegar hefur verið rætt viö, tekið málinu mjög vel og veitt marg- ar gagnlegar ábendingar. Búið er að skipuleggja veitingar handa keppendunum allan hringinn og ganga frá að hýsa þá þær nætur sem þeir fá að hvílast. Munu þeir þá gista á hótelum sem vafalítið verður kærkomin tilbreyt- ing frá bátunum í þessu tilviki. Loks er svo verið að skipuleggja ferða- lag keppnisstjómar umhverfts landið sem verður að taka á móti bátunum á viðkomustöðum og ræsa þá út. Jafn- framt þvi er fréttaöflun af keppninni skipulögð og lögð á það mikil áherzla að geta komið nýjum og ýtarlegum fréttum af keppninni alla dagana. Nú eru ekki nema fimm dagar til stefnu, keppnin hefst í Rauðarárvíkinni kl. 14 næsta sunnudag. —G5. Smiðað dag og nótt hjá Flugfiski. Einn að verða tilbúinn á gólfinu. DB-mynd Hörður. MMBIAÐIÐ SNARFAW Sjórallið: Sjópóstur um borð Nú er í undirbúningi prentun sér- stakra umslaga með merki og áletrun Sjórallsins sem verða frímerkt og stimpl- uð í Reykjavík áður en keppnin hefst. Taka bátarnir síðan hver sinn skammt hringinn. Síðan er áformað að fá viðkomu- stimpla (Transit stimpla) aftin á umslög- in á Höfn, Akureyri og í Ólafsvík. Verða umslög þessi síðan seld sem minjagripir. Of skammur tími var til stefnu til að undirbúa þennan sjóflutning í samráði við póstyfirvöld, þannig aö hverjum sem væri gæfist kostur á að senda bréf með bátunum og fá þau stimpluð. —G.S. Sjérall DB ogSnarfara: LOKASPRETIUR FYRIR AÐALSPRETTINN Nú liggur við að nokkrir væntanlegir keppendur í Sjóralli DB og Snarfara leggi nótt við dag við að klára báta sina eða útbúa þá betur á annan hátt. Þrír keppnisbátanna eru smíðaðir hjá Flugfiski og er vinnudagur þar mjög langur þessa dagana. Aðrir eru að dytta að bátum sinum og æfa sig við siglingar. Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins hefur látið i ljós ánægju sína með öryggiskröfur keppn- innar og jafnframt boðizt til að félagið láni björgunarhringi í alla bátana fyrir keppnina. Þá standa yfir þessa dagana viðræður við hin ýmsu hafnaryfirvöld umhverfis Annar lengra kominn, verið er að setja rúðurnar i. DB-mynd Hörður. Lára Magnúsdóttir, eini kvenkeppandinn og maður hennar Bjarni Björgvinsson, draga bát sinn, Láru að landi til upptöku I gær. Stóð til að yfirfara hann nánar og lag- íæra smávegis. DB-mynd Bj.Bj. Einbjörn togaði f tvibjörn, tvfbjörn i þribjörn... og loks hafðist Lára á land f gær. DB mynd Bj.Bj. „Verðbólgan er pólitaskt vandamál, ekki hagfræðilegt” — rætt við Finn Torffa Stefánsson, þingmann Atyýðuf lokksins í Norðurlandskjördæmi vestra „Það er ekki nóg að vinna kosninga- sigur. Það er mikið starf framundan,” sagði Finnur Torfi Stefánsson, nýkjör- inn alþingismaður Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra. „Ég gerði mér vonir um uppbótar- þingsæti, en það hvarflaði aldrei að mér að ég næði kjördæmakosningu,” sagði Finnur. „Nú leggst þetta ágæt- lega í mig. Ég reikna með að hætta málflutningsstörfum og mun í sumar fylgjast með i mínu kjördæmi og ræða við mina menn.” Um brýnasta úrlausnarefni nýkjör- ins þings, verðbólguna og efnahags- vandann, sagði Finnur Torfi að menn vissu nokk hvaða ráð dygðu til að stöðva verðbólguna. „Vandinn er að fá menn til að sameinast um aðgerðir. Þetta er stjórnmálalegt verk, ekki hag- fræðilegt. En nú veltur allt á stjórnar- mynduninni. Takist að mynda sterka og ábyrga stjóm, þá er hægt að leysa þennan vanda.” Lítur Finnur á sig sem fulltrúa unga fólksins á Alþingi? „Ég er náttúrulega fulltrúi allra kjósenda í minu kjördæmi,” svaraði hann. „Ég hlýt að hafa fengið ein- hvern stuðning ungs fólks í kjördæm- inu eins og annarra, en ég er ekkert frekar fulltrúi þeirra en hinna eldri.” „Hefur þú lengi stefnt að því að komast á þing? Þú hefur verið virkur í flokknum talsvert lengi.” „Fjarri því. Ég held að sá, sem skipuleggur og spáir langt fram í tím- ann í þessum efnum, sé dæmdur til að mistakast. Ég ætlaði að hasla mér völl sem lögmaður. Það var nánast tilvilj- unm að ég fór í framboðið fyrir norð- an. Þeir voru að leita að frambjóðanda og ég var til. Mitt framboð er því alls ekki eftir „uppfærsluleiðinni” sem ég kalla svo og tíökast hefur lengi. Ungir menn eru settir á miðjan lista eða svo, og færast svo smám saman upp eftir listanum þegar hinir eldri hætta eða deyja drottni sinum. Ég hef hins vegar aldrei verið I framboði áður.” Finnur Torfi minnti á, að fleiri verk- efni biðu úrlausnar en verðbólga og kjaramál. „Ekki má draga lengur að stofna lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn,” sagði hann. „í uppbyggingu fiskvinnslunnar bíða mikil verkefni, enda höfum við verulega dregizt aftur úr í þeim efnum. Landbúnaðarmál þarf að taka til endurskoðunar og stefnumótunar. í dag er engin stefna til í landbúnaðarmálum. Stórfram- kvæmdir þarf að taka til endurskoðun- ar og atvinnulífið allt — það getur ekki byggzt á Kröfluvirkjunum fyrir útlent lánsfé. Á starfsháttum Alþingis þarf einnig að gera breytingar, til dæmis þá, aö þingið starfi I einni mál- stofu. Þá höfum við áhuga fyrir aö breyta kosningafyrirkomulagi þannig að kosningar verði persónubundnar og jafnvel að fólk geti kosið menn af fleiri en einum lista. Það er fjarri þvi að við látum sitja við góðan kosningasigur, verkefnin hrópa á okkur úr öllum áttum.” „En þegar til kastanna kemur, standið þið þá við fyrirheitin?” „Ja, við erum staðráðnir i að berjast fyrir framgangi stefnumála okkar. Vissulega getum við búizt við and- stöðu á þinginu. Þar innan um eru menn, sem engar breytingar vilja. Reynslan verður svo að skera úr um hvernig okkur tekst.” Áhugamál Finns Torfa eru marg- vísleg — músík (enda var hann kunn- ur gítaristi áður og segist enn vera til í , jam-session” með góðum mönnum), siglingar og íþróttir. „1 mínu kjördæmi er mikið um hesta og hestamennsku. Ég fór ríðandi um kjördæmið og hef hug á að halda því áfram, þvi. það er gaman að hestum og hestamennsku. Svo er ég lestrarhestur, les pólitík og bókmenntir — allan góðan texta.” Finnur Torfi Stefánsson er kvænt- ur Eddu Þórarinsdóttur leikkonu og eiga þau eitt barn. Fyrir átti Finnur tvö böm. -ÓV. . Finnur Torfi, ofar I stiga Alþingishúss- ins, ásamt bróöur sinum, Gunnlaugi, sem einnig komst á þing fýrir Alþýöu- flokkinn. DB-mynd Bj.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.