Dagblaðið - 04.07.1978, Page 9

Dagblaðið - 04.07.1978, Page 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978. 9 Upplýsingar í sfma 36720. Atvinna f boði Vanur kranamaður óskast á rafmagnskrana. Uppl. í síma 83661. Handmenntakennarar Við Grunnskóla Neskaupstaðar er laus staða handmenntakennara, umsóknarfrestur til 7. júlí. Upplýsingar gefur skólafulltrúi, sími 97— 7613. Landskjörstjórn kemur saman í alþingishúsinu fimmtudaginn 6. þ.m. kl. 2 miðdegis til að úthluta 11 uppbót- arþingsætum. Reykjavik, 1. júlí 1978. Landskjörstjórnin. Greinargerð Sverris Runólf ssonar: „KVEIKJUM EKKIUOS HJÁ LEfHJRBLÖKUM” — Sverri „kálað” sem vegagerðarmanni af „mafíunni” Nú keppa ökumenn landsins um titil: VERÐUR KJÖRINN í HAUST Sverrir Runólfsson vegagerðarmaður hefur sent frá sér greinargerð þar sem fram kemur að hann hafi sætt sig við að vera „kálað”, sem vegagerðarmanni, þar sem „mafian” hafi ætlað sér það hvort sem var. Þó þykir Sverri þetta all ergilegt þar sem hann segist hafa starfað með og fyrir færustu vegagerðarmenn í heimi. Sverrir telur vegagerðarmál sin há- pólitisk og mikið tilfinningamál og ekki hafi verið auðvelt að standa einn gegn „mafíunni”. Hann telur að skemmdar- verkastarfsemi hafi staðið yfir gagnvart sér allan þann tifna sem tilraun hans stóð yfir á Kjalarnesi. Það segist hann fús að rökstyðja hvenær sem er. Hann nefnir nokkur atriði máli sínu til stuðn- ings. Rannsóknir voru ekki.gerðar eins og Sverrir óskaði og neitað var að taka verklýsingu hans gilda. Hann segist að- eins hafa fengið að nota tæki á sunnu- dögum og fengið ónothæf tæki. Þá segist hann ekki hafa fengið asfalt fyrir „prí- meringu”. Vegagerðartæknin „blöndun á staðn- um” er sú fljótvirkasta sem völ er á að sögn Sverris og til þess að „lifa sjálfstæði efnahagslífi er nauðsynlegt að hafa gott vegakerfi”. Sverrir ætlar að halda baráttunni áfram þar til við höfum tveggja akreina malbikaða vegi um allt land. „Þegar ég kom heim eftir langa fjarveru,” segir Sverrir, „reyndi ég að verða þjóðinni að gagni með minni reynslu i vegagerð. konar jákvæðar njósnir um náungann, við þátttakendafjölda I þessari lands- að taka eftir þvi hverjir eru góðir ferða- könnun. en beztu verðlaunin verða að félagar i umferðinni. Menn eru svo sjálfsögðu betri og meiri umferðarmenn- hvattir til að senda þættinum þá skrá ing. Þessar ábendingar skulu sendast sem þeir hafa gert og helzt á u.þ.b. hálfs- þættinum Fjölþing, Ríkisútvarpinu. mánaðar fresti í sumar. 1 haust fær sá Skúlagötu4,101 Reykjavik. sem oftast sendir ábendingar sínar ein- —GAJ— hver verðlaun og ennfremur sá ókumað- ur sem oftast verður tilnefndur og fær flest stig eftir sumarið. Hann fær sæmd- arheitið þáttarins og Umferðarráðs, „ökumaður ársins 1978”. Fjárhæð verðlaunanna verður í beinu samræmi Sverrir undir stýri á blandara sínum við gerð Sverrisbrautar. Mér tókst það vist ekki sem bezt að áliti sumra vegagerðarmanna. Og þó er mér þakkað fyrir að hafa ruslað upp i þessu öllu og vakið athygli á því hvað gott vegakerfi er nauðsynlegt til uppbygging-' ar góðs samfélags.” Sverrir endar greinargerð sina á örlit- illi hugvekju. Hann segir: „Ég vil vara peningalitla hugsjónamenn við því að hættulegt getur verið aö kveikja ljós hjá leðurblökum. í þvi sambandi vil ég benda á þann mann, sem kynnti hér raf- magn fyrstur manna, én dó í einu her- bergi uppi á hanabjálkalofti norður á Akureyri. með eitt kerti, sér til hitunar ogbirtu.” Með greinargerð Sverris fylgdu reikn- ingar vegna vegagerðarinnar á Kjalar- nesi og þar kemur fram að heildarkostn aður vegna Sverrisbrautar var 31 milljón 507 þúsund. —JH. Útvarpsþátturinn Fjölþing hyggst í sumar reyna nýja leið til að bæta um- ferðarmenningu landsmanna. Þátturinn hefur i samráði við Umferðarráð komið í fót keppni um titilinn „ökumaður árs- ins 1978". Dómarar i keppninni eru allir landsmenn. Menn eru hvattir til að hafa blöð og skriffæri í bílum sinum og skrá hjá sér skráningarnúmer þeirra öku- tækja, sem sýna sérstaka tillitssemi í um- ferðinni og örstutta lýsingu á því, hvað bílstjóri bifreiðarinnar gerði jákvætt. Það má segja að þetta verði nokkurs 28311 28311 Eignavör Fasteignasala 5 herb. íbúð við Álfaskeið Hafnarf. Bílskúrsréttur. Mjög góð eigrt og sérstök. 4 herb. sér jarðhœð íþríbýlishúsi ú friósælum stað. 3 herb.falleg íbúð (ris) við Karfavog. Falleg rcektuð lóð. 3 herb. íbúð áfyrstu hœð ú rólegum stað í Skerjafirði — stór eignarlóð. 3 herb. íbúð við Njúisgötu. Við erum með mikið úrval af sumarbústöðum, myndir á staðnum. Okkur vantar allar stærðir af fasteignum á söluskrá. Kvöldsfmar 41736-74035. ÖKUMAÐUR ÁRSINS1978

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.