Dagblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 24
Vann á 300-400 punda sel: „Brimillinn kom æðandi á móti mér með opinn kjaftinn” „Selurinn æddi á móti mér með opinn kjaftinn og hvæsti illilega. Ég rotaði hann fyrst með steini og vann síðan á honum með svo gott sem berum höndum, eða vasahníf einum.” Þannig lýsir Björn Arason i Borgar- nesi ævintýralegum bardaga sínum við stóran og illúðugan brimil i ósum Laxár í Miklaholtshreppi um helgina. „Ég ætlaði i lax þarna,” sagði Björn í samtali við DB, „en fékk ekkert. Mér datt þvi í hug að ganga niður með ánni og vita hvort ekki væri skýring á þessu. Þegar ég kom niður i ósinn, eftir um tveggja tíma gang, sá ég hvar þetta ferlíki Iá á eyri í ósnum, greini- lega pakksaddur af laxaáti. Útfallið var það mikið að hann náði ekki að komast út í sjó svo hann réðst á móti mé blásandi og hvæsandi. Ég sá mitt óvænna og gerði slíkt hið sama. Þetta hefur verið 3—400 punda ferlíki, á að giska 170 cm, á lengd. Þarna upphófst mikil barátta, sem lyktaði með sigri mínum. Fyrst tókst mér að rota hann með steini og siðan drap ég hann með vasahnífnum minum. Bardaginn hefur tekið um hálftíma.” Björn sagðist ekki hafa átt þess minnsta kost að koma selnum með sér aftur upp með ánni þannig að hægt væri að nýta hann. ,Þetta er minnst tveggja tíma gangur,” sagði Björn, „og ófært öllum farartækjum. Ég rétt gat dröslað honum á þurrt. Þetta eru mestu skaðvaldar í laxveiðiám þótt venjulegir laxveiðimenn átti sig kannski ekki alltaf á þvi. Kannski hefur þetta verið glanna- skapur í mér, en maður spekúlerar ekki alltaf í því —enda er það nú víst að þessi brimill étur ekki meiri lax úr ánni.” óv Björn Arason: „Skaövaldar í laxveiöiám.” — DB-mynd: JH. Skaðabótakröfur í Geirfinnsmáli: Ókomnar til dómstóla „Okkar skjólstæðingar eru eðlilega orðnir heldur langeygir og svekktir á þessari töf, sem náttúrlega er fráleit og raunar fyrir neðan allar hellur,” sagði Ingvar Björnsson, hdl., í samtali við DB í gær um þann mikla drátt sem orðið hefur á málarekstri vegna þess skaðabótamáls sem „fjórmenn- ingarnir” í Geirfinnsmálinu hafa höfðað á hendur rikissjóði vegna gæzluvarðhalds að ósekju i ársbyrjun 1976. Ingvar er réttargæzlumaður eins fjórmenninganna. Skaðabóta- kröfurnar voru þingfestar strax að afloknu réttarhléi i bæjarþingi Reykja- víkur í byrjun september í fyrra. Heildarfjárhæðin nemur tæpum 300 milljónum króna. í allan vetur biðu lögmenn fjór- menninganna eftir skjölum málsins úr Sakadómi Reykjavíkur, og barst úrdráttur málskjalanna fyrir um það bil mánuði. „Til að geta skilað greinar- gerð þurfum við frekari gögn, sem ég geri mér vonir um að berist i sumar, þannig að hægt verði að byrja á málinu fyrir alvöru strax að afloknu réttarhléi (I. september),” sagði Ingvar Björnsson. Ástæðan fyrir þeim drætti sem varð á afhendingu málsskjala úr Sakadómi Reykjavikur mun vera miklar annir dómsins. Fjármálaráðuneytið lýsti þvi yfir á sinum tíma, þegar ríkisvaldið hafði neitað að semja um skaðabætur til handa fjórmenningunum vegna hins langa gæzluvarðhalds.að það myndi beita áhrifum sinum til að málin gætu fengið úrlausn svo fljótt sem verða mætti. óy Boðið á sirkusinn Hún er ibyggin á svip þessi litla við Sslendingar höfum yfir að ráöa. dama — og mikið ósköp er hún sæt og Áreiðanlega munu allir taka undir að fin. Hún tilheyrir Uklega þeim hópi þau viðhorf eru jákvæð og öUum þarna sem flutzt hefur frá fátækari aðilum til góðs. — DB-mynd Bjarn- stöðum jarðarinnmar i auðlegð þá sem leifur. Það voru þakklátir og ánægðir áhorf- endur sem horfðu á Sirkus Gerry Cottles i gær. Vangefnir, lamaðir og fatlaðir svo og aldraðir vistmenn eUiheimila borgar- innar voru þarna i boði skáta og sirkus- félaga og kunnu svo sannarlega að meta það sem á borð var borið. Ástæða er til að hrósa þessu framtaki skáta um leið og við minnum á að sýningum sirkusins Iýkur9. júU. GAJ „Aöferðir Sölufélags garðyrkjumanna minna á aðferðir einokunarhringja og annarra fyrirtækja, sem vilja komast hjá eðlilegum markaðslögmálum um fram- boð og eftirspurn með því að eyðileggja hluta af framleiðslunni til þess að halda uppi óeðlilegu verði á vörunni,” segir m.a. i yfirlýsingu frá Neytendasamtök- unum vegna „tómatamálsins”. Eins og fram hefur komið hefur Sölu- félag garðyrkjumanna boðizt til að selja allá umframleiðsluna með 30% afslætti, takist einhverjum að tryggja sölu alls þess magns. Um þetta segja Neytenda- samtökin, að svo „virðist sem stjórnendur Sölufélagsins vilji varpa ailri ábyrgð á skipulagningu, stjórnun og rekstri fyrirtækisins yfir á annarra herðar.” ÓV. I kvöldsólinni: FARIÐ í VIÐEY Það lítur út fyrir ágætis verður i Sundahöfn. Ferðir þessar hafa Reykjavik i dag og kvöld. einmitt verið ákaflega vinsælar og Útivistarmenn voru fljótir að taka mikið fjölmenni verið i þeim. Sigurður ákvörðun í morgun og settu á Líndal leiðbeinir mönnum og einnig Viðeyjarferð kl. átta í kvöld frá örlygur Hálfdánarson. Söluf élagið reynir að losna undan ábyrgðinni — segja Neytendasamtökin frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR4. JÚLÍ 1978. Eskifjöröun JónKjartans- son með 1200 tonn af kolmunna Nótaskipið Jón Kjartansson kom í gær með um I20Q tonnaf kolmunna til Eskifjarðar. Kolmunnann fékk skipið í suðurkantinum af Digranesflaki, um 24- 40 mílur út af Bjarnarey. Skipið hafði verið að veiðum i þrjá sólarhringa og fékk frá 50—200 tonn i hali. Togtími hvers hals er um hálfur til þrír tímar. Skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU er Þorsteinn Kristjánsson, ungur maður, aðeins 27 ára gamall. Jón Kjartansson hét áður Narfi RE 13. Emil/JH Eimskip keypti stóra hvalveiði- málverkið Stærsta myndin á sýningu Sveins Björnssonar listmálara og rannsóknar- lögreglumanns í Hafnarfirði, sem lauk í gærkvöldi er meðal sjö mynda sem selzt hafa á sýningu hans. Myndin sem er 2X4 metrar að stærð er af hvalveiði- mönnum með veiði sína og ber heitið „Hinn blái”. Kaupandi myndarinnar var Eimskipafélagið, en slík mynd getur ekki verið nema í stórum sal eða höll. Margir höfðu áhuga á að kaupa myndina. A5L Þorkell gefur oggefur. ASÍ tekur við húsi Ottós í dag mun Margrét Ottósdóttir f.h. Alþýðusambands íslands taka við gjöf Þorkels Valdimarssonar, húseigninni nr. 29 við Vesturgötu hér i borg. Áður hefur Reykjavíkurborg fengið sams konar gjöf frá Þorkeli, en ekki tekið við henni. í gjafabréfi og afsali Þorkels ségir m.a.: „Engar þinglýstar kvaðir eða skuldir hvíla á eigninni og af minni hálfu eru engin skilyrði sett gagnvart viðtakanda i sambandi við þessa ráðstöfun. Yfirfærsla hinnar gefnu eignar er miðuð við 22. júní 1978 og er mér óviðkomandi frá þeim degi, hverjar þær ráðstafanir, sem viðtakandi kann að gera henni viðkomandi.” -JÁ- ,{öÞað ,x y Kaupið^V . TÖLVUR I* 06 TÖLVUUR BANKASTRÆTi 8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.