Dagblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1978. 9 Aðsókn að tjaldstæðum í Laugardal svipuð og í fyrra: Engin vandræði nema þegar íslendingar koma Nú fer að líða að þeim tíma að útlendingar streyma í Laugardalinn til tjalduppsláttar. Stórir hópar fólks koma í kvöld en eins og er eru á milli 30 og 40 tjöld í dalnum en þau hafa farið flest upp í 200 í einu. Aðaltíminn er eftir, hann er frá miðjum júli til fyrstu viku i ágúst. Aðsóknin að tjaldstæðunum ei svipuð og í fyrrasumar. Vörðurinn við tjaldstaeðin sagði í morgun að yfirleitt væri fólk það sem um gisti í tjöldunum mjög samvinnuþýtt og ágætis fólk upp til hópa. Engin vand- ræði hlytust af fyrr en landinn slægist i hópinn en þá vildi lika mikið ganga á. DS »» Þessa mynd tók Ari i morgun af syfjuðum tjaldbúum að búa sig undir daginn. Af Barnaverndarnefnd Reykjavíkur: Vissi ekki að hann var ennþá formaður „Einn fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn tilkynnti mér skömmu fyrir fimmtudaginn 29. júní sl. að þann dag skyldi kjörin ný barna- verndarnefnd. Ég lifði því i þeirri trú, þá er blaðamaður DB hafði samband við mig sl. þriðjudag, að ný nefnd hefði verið kosin og ég ekki lengur for- maður hennar. Síðar kom hins vegar í Ijós að nefndin hafði ekki verið kjörin þ. 29. eins og ráðgert hafði verið, án þess þó að mér væri á nokkurn hátt gert það Ijóst affulltrúum nýja meirihlutans.” Svo rakti Jón Magnússon, formaður barnaverndarnefndar, sögu Barna- verndamefndar Reykjavíkurborgar síðustu dagana fyrir blaðamanni DB á miðvikudag, en hann gegndi því starfi a.m.k. þangað til í gær, er ný nefnd var kjörin. Jón kvað það rétt vera að barna- verndarnefnd væri ein ýieirra nefna er fresta mætti kjöri á eftir kosningar. Nefnd fyrra kjörtímabils starfaði þar til önnur hefði verið kosin. Visbend- ingu um þetta fengum við einnig frá einum lesenda blaðsins í gær. Geimaldarsvipur á bensínstöðvum „Það er fyrst og fremst miklu betra að vinna við þetta og svo dæla dælurnar heldur hraðar en þær gömlu,” sagði afgreiðslumaður á Shellstöðinni að Laugavegi 180 er hann var spurður um nýja dælubúnaðinn, sem einna helzt minnir á hluti úr geimskáldsögum. Jafnóðum og dælt er á, getur maðurinn á peningakassanum lesið allar upplýsingar um það hjá sér þannig að dælunenn þurfa ekki að vera að kalla inn upplýsingarnar. Er áformað að koma þessum nýju dælum upp á nokkrum Shellstöðvum á næstunni. Nokkrar ESSÓ-stöðvar eru einnig komnar með svipað kerfi. -GS/DB-mynd: HV. BILASALA GUÐFINNS á homi Borgartúns og Nóatúns Sími28255. Bjartur og rúmgóður sýningarsalur Reyndir sölumenn Góð bílastæði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.