Dagblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 4
 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR ll.JÚLÍ 1978. DB á ne ytendamarkaði Kryddbók á íslenzku Góðar leiöbeiningar um notkun krydds A undanförnum árum hefur krydd- notkun Islendinga aukizt mjög mikið — sjálfsagt vegna þess að landinn hefur lagt land undir fót og heimsótt fjarlæga staði. Þar hefur hann kynnzt því að útlendir matreiðslumenn nota annað krydd en bara salt og pipar. Tilfellið er líka að vel kryddaður matur er líka miklu meira spennandi — og ef við hugsum okkur að reyna að „halda eitthvað í við okkur i mat” er tilvalið að krydda vel það sem við snæðum. Samband ísl. samvinnufélaga hefur gefið út stórsmekklegan bækling um Ehlers-krydd sem þeir flytja inn. Er þar að finna upplýsingar um 59 krydd- tegundir sem á boðstólum eru. Sagt er frá hverju kryddi fyrir sig og hvernig skal nota það. í bæklingnum er einnig tafla um kryddnotkunina. Krydd er frekar dýrt, — að vísu er hver baukur drjúgur, — þannig að ná nánast er aðeins um „stofnkostnað” að ræða. En það borgar sig að eiga gott úrval af kryddi. Vel má einnig hugsa sér að nota krydd til afmælis- gjafa. í kryddbókinni eru einnig nokkrar uppskriftir af gómsætum réttum sem kryddaðir eru með Ehlers-kryddi. - A.Bj. Hakkað buff með lauk Á sumrin þykir okkur oft gott aö hafa á borðum frekar léttan og auðtil- búinn mat. Buff úr hökkuðu kjöti með lauk og agúrkusalati er sumarlegur og Ijúffengur matur. Verðið fer að sjálf- sögðu eftir því hvernig hakk er notað og talsvert mikill munur á hvort notað er 1. flokks nautahakk eða t.d. hakkað hval- eða hrefnukjöt. Sumir geta felli sig við hvalkjötsbragðið og sjálfsagt fyrir þá að nota slíkt kjöt, því það er mjög ódýrt. Hins vegar er ekki hægt að segja fyrirfram hvort hvalkjötið sé gott eða ekki, eins og hægt er með nautakjötið. Hægt er að hafa hakkað buff á nokkra vegu, bæði með brúnaðri feiti og eins með brúnni sósu. Það er af- skaplega Ijúffengt, og krydda þá sós- una vel og hafa hana dökka. Meðslíku er langbezt að borða soðnar kartöflur. Bæði er gott og sumarlegt að strá sax- aðri steinselju yfir kartöflurnar. Hér kemur uppskrift að hökkuðu buffi (úr bókinni Við matreiðum, eftir önnu Gisladóttur og Bryndisi Steinþórsdótt- ur). 400 gr. hakkað kjöt 2 matsk. vatn 1/2 tsk. salt 1/8 tsk. pipar 2 matsk. hveiti I laukur 2—3 matsk. matarolia eða smjörl. til að steikja i 2—3 dl vatn eða kjötkraftur eða soð. Hakkið er hnoðað saman með kryddinu og vatninu. Skipt i fjórar jafnstórar kúlur, sem lagaðar eru til í jafnþykkar buffkökur með því að ýta ofan á þær með t.d. steikarspaða. Kantarnir eru lagaðir til með hníf og saxað ofan á buffin meö hníf, þar til þau tolla vel saman. Buffkökunum er síðan velt upp úr hveiti og þau steikt á pönnu. Áður á að vera búið að skera laukinn i sneiðar og brúna hann í feit- inni. Laukurinn, er tekinn úr feitinni og geymdur á diski á meðan verið er að steikja buffin, en síðan látinn aftur á pönnuna og soðið í vatninu I 5—10 mín. Soðið er síðan jafnað með örlitlu hveiti og kryddað vel. 1 verðútreikningi okkar gerum við ráð fyrir 1. flokks nautahakki, en þannig kostar þessi réttur um 1178 kr. eða um 295 kr. á mann. - A.Bj. DRYGJA MA HAKKIÐ MEÐ HAFRAMJÖLIEÐA RASPI Þegar búið er til hakkað buff má drýgja kjötið með þvi að hræra svo- litlu haframjöli út i hakkið. Einnig má nota brauðrasp. Það bæði drýgir og gerir buffið mýkra. — I danskri mat- reiðslubók segir að mjög gott sé að setja ca 1 bolla af köldu vatni saman við 1 kg af nautahakki og þannig megi fá mjög safaríkt hakkað buff. Einnig má velta buffkökunum upp úr eggi og raspi og steikja síðan í feiti. Þannig fæst réttur sem nefnist hakk- karbónaði. Það getum við haft seinna. A.Bj. krydd fyrir cdla rétti Kjötréttir Buff: Kjðtmeyrir, svertur plpar, buttkrydd, M.S.G.. þurr hakkaBur laukur. rlst- aður hakkaður laukur. hvltlauks- plpar, oregano. Lamba- og Rosmarin, engiler, hvitlauksdult, klndakjöt: svartur pipar, piparmlntublöð. M. S.G.. oregano, lambakrydd, dlll, karry, þurrkuð steinselja Kálfakjöt: Basllikum, merian, hvltur pipar, rosmarin, oregano, dill, salvia, est- roganblöð, timlan; paprika, karrý. Nautakjöt: Steikkrydd S', laukdult, svartur plp- timian, chiliduft, þurr hakkaður laukur, ristaður hakkaður laukur, þurr blaðlaukur, lauksalt, kjöt- meyrlr. KarbonaÖl: Svartur pipar, M.S.G., rosmarin, paprikbr-^laéááduft, þurr hakkaður laukur. ristaður hakkaður laukur, þurr blaðlaukur, lauksalt, kjöt- meyrir. Gulash: Paprika, þurr hakkaður hvltlaukur, hvillaukspipar, svartur pipar, chili- dult, M.S.G., Kayennepipar, þurrk- uð sleinselja. Svinakjöt: Svinakjötskrydd, kayennepipar svartur pipar, laukduft, barbecue paprlka, rosmarin. timian, oregano, skinkukrydd, engiler, chilidult. Pottaréttir: Barbecue spice, merian, M.S.G., svartur pipar, organo. þurrkaður laukur, spaghettikrydd. Roastbeaf: Plparrötardult, hvltlaukspipar, svartur pipar, laukduft, barbecue spice, chiliduft, paprika. Villt kjöt: Steikrydd, svartur pipar, þurrkuð steinselja, piparrótardult, þurrkað- ur hvftlaukur, timian. Lifur, nýru, Merian, M.S.G., rosmarin, basilik- — innmatur: um, engiler, þurrkaður laukur, svartur pipar heill og malaður, barbecue spice, timian, salvfa, basillkum. Steiktir 'Kjúklingakrydd, barbecue spice, kjúklingar rosmarín, hvitur pipar, M.S.G., og haenur: paprika, salvia, basilikum. Soðnar htonur: Karrý, M.S.G., svarlur pipar, þurrk- aður laukur, turmeric, engiler, hvlt- ur plpar. Spinat- lafningur: Agúrku- salat: < Grasnar i baunir: < Barbecue spice, basllikum, mus- , kat. hvftur pipar, sellerisalt, oreg- ; eno, þurrkaður laukur. Hvltlaukssalat, hvltur plpar, spag- : hetlikrydd, þurrkuð steinselja, bas- j ilikum, M.S.G., hvltlaukspipar, sell- erisalt. Hrœrðar kartöflur: Bakaðar kartöflur: Dill, þurrkuð steinselja, paprika, , muskat, þurrkaður blaðlaukur, hvlt- ur pipar. Dill, M.S.G., hvltur plpar, turmeric, rosmarin. paprika. Súpur Baunatúpa: Seiierisalt, lauksalt, þurrkaður lauk- | ur, basilikum. merlan, þurrkuð steinselja, svartur pipar, tlmian, dill, ! rosmarin. Fisksúpa: Oregano, þurrkuð steinselja, hvltur { pipar, M.S.G., sellerisalt, dill, I meric, þurrkaður bláðlaukur. Tómatsúpa: Basilikum. þurrkuð stelnselja, hvlt- ’ ur pipar, þurrkaður hvltlaukur, sell erisalt, laukdult, M.S.G., engifer. Blómkáls- Dill, barbecue spice, þurrkuð steln- j súpa: selja, M.S.G., sellerisalt, rosmarin. Taer Oregano, þurrkaður laukur, þurrk- * kraftsúpa: uð steinselja, svartur pipar, selleri- i salt, M.S.G., paprika, þurrkaður j blaðlaukur. Spinat- M.S.G., sellerlsalt, barbercue spice, súpa: oregano. hvltur plpar. Sveppa- M.S.G., hvltur pipar, súpa: oregano. Sósur Blómkáls- Múskat, þurrkuð steinselja. hvttur | sósa: pipar, M.S.G., rosmarín, dill, tur- meric, basilikum. Fiskróttir ’ Steiktur fiskur: Basilikum, karrý, turmeric, barbe- cue spice, engiler, paprika, svartur pipar, sellerisalt, rosmarin, lauk- dult, steinselja, M.S.G., merian. Soöinn fiskur: Þurrkuð steinselja, svarlur pipar, papríka, M.S.G., dill, piparrótarduft, sellerlsalt. Fiskbakstur: Turmeric, hvitur pipar, múskat, paprika, M.S.G. Sildarróttir: Heill svartur plpar, þurrkuð stein- selja, þurkaður blaðlaukur, karrý, dill, hvitur pipar, rosmarin. Skalfiskur: Paprika, þurrkuð steinselja, basilik- um chilidult, dill, spaghettikrydd, oregano, kayennepipar, hvltur pip- ar, karrý. Grænmeti, salöt Graenmetisfat: Barbecue splce, M.S.G., muskat, þurrkuð steinselja, hvltur pipar, selierlsalt, purrkaður blaðlaukur, baselikum, merian, oregano, ros- marin, pipar, salatkrydd. Káljafningur: Barbecue spice, múskat, hvltur pipar, M.S.G., sellerísalt, þurrkuð stelnselja, basilikum. Karrýsósa: Karrý, M.S.G., hvitur pipar. Diilsósa: Dill, þurrkuð steinselja, M.S.G., hvitur pipar, barbecue spice. Smurt brauð Brauð Paprika, sellerisalt, þurrkaður blað- Oj! moð osti: iaukur, þurrkuð steinselja. rVj Brauð Þurrkuð steinselja, dill, paprlka, meðeggl: seiierísalt. BrauB Skinkukrydd, þurrkuð steinselja, með skinku: plparrötarduft, þurrkaður laukur, laukdutt. Brauð Dill, hvltur pipar, þurrkuð stein- með sild: selja paprika, piparrótarduft. Buff tartar: Þurrkaður laukur, M.S.G.. hvftur ’ pipar, basiiikum, rosmarin, buft- krydd. Brauð með Þurrkaður laukur, - M.S.G., hvlt- hamborgar- lauksdult, barbecue splce, svertur hrygg: plp»M«uksalt Eggjaréttir: M.S.G.. chiliduft. eggjakökukrydd, dill, þurrkuð steineelja, hvltur plp- ar, papríka, kayennepipar. Kðkur, Kanell, englfer, kardemommur, ábaetlsrátllr: valmualr*. HótelKEA, Akureyri: Lúxus eftir verðinu að dæma KEA er eftir verðinu að dæma lúxushótel. Þó hefur það litið til að bera fram yfir flest önnur, nema það er útvarp og sími i herbergjum. Ég ráð- legg mönnum eindregið að taka sér herbergi sem snýr út að bakgarðinum þvi I herbergjum sem snúa út að göt- unni er lítill friður til svefns á nótt- unni, svo mikil eru lætin fyrir utan gluggana. Herbergið sem ég fékk var litið. í því var rúm, borð, vaskur og einn stóll. Á annarri hæð hótelsins er matsalur en þar var ekki hægt að fá að borða þann daginn heldur var mér bent á grillið Súlnaberg, niðri í kjallara. Á Súlnabergi er rétt þokkalegur matur en ekki mikið meira. Allt of fáir eru þar við þjónustu þannig að bíða þarf óþarflega lengi eftir matnum. Maturinn er soðinn eða steiktur full- mikið fyrir minn smekk. Hótel KEA, Hafnarstræti 87—89. Simi 96—22200 (3 linur). 1 manns herbergi án baðs kostar 5380 kr., með baði 10.250. 2ja manna herbergi, án baðs 7960 kr., með baði 11.010 kr. Morgunverður er ekki inni- falinn en hann er hægt að fá frá kl. 7.45—10.30 á 1280 kr. Allan mat er hægt að fá bæði í veitingasal og á kaffiteríu. (Ástæöan til þess aö veitingasalur- inn var lokaður er ég dvaldi nyrðra var aðalfundur KEA sem þurfti allan salinn). Veitingasalurínn er opinn til kl. 11.30 á kvöldin og kaffiterían til kl. 11.00. Hægt er að fá heitan mat fram til hálftiu en smurt brauð og kaffi eftir það fram að lokun. Meöalverð á hádegismat i veitingasal er 2669 kr. ef keypt er súpa, fiskur og kaffi. Sé hins vegar keypt kjöt i stað fisks hækkar verðið upp i 3350 kr. Kvöldverður er dýrari en þá er miðað við að menn kaupi ábæti i stað kaffis. KjöUnáltíð kostar þá 4650 kr. Næturvörður er á hótelinu og er hægt að koma inn hversu seint sem vera skal, ef menn eiga bókuð her- bergi og hafa látið vita að þeirra væri seint von. Sími er á öllum herbergjum hótelsins og einnig út- varp en ekki sjónvarp. Þjónar úr veitingasalnum færa mönnum veitingar á herbergi sé þess óskað. Böll eru haldin á hótelinu um helgar og vínbar opinn næröll kvöld til kl. 11.30. Á Súlnabergi er eins og í veitingasal hægt að fá bæði sérrétti og rétt dagsins. Meðalverð á rétti dagsins sé hann fiskur er 950—1200 krónur en sé hann kjöt 1200— 1400 krónur. -DS. Gestgjafinn, Vestmannaeyjum: Til einstaks sóma Gestgjafinn er sambland af sjoppu og veitingastað. Þiljað er sundur fyrir þessa tvenns konar starfsemi með glervegg. Óhætt er að segja að ég hef hvergi borðað á veitingasal þar sem matur og þjónusta hafa komizt í hálf- kvisti við Gestgjafann, Nautakjötið var mjúkt og hrátt (eða eins og hver vildi hafa það), kindakjötið mátulega lítið soðið og með öllu voru boðnar kartöflur, grænmetissalat, sósur af ýmsum gerðum, kryddsmjör og fleira. Athygli vekur að kokkteilsósan er þar ekki allt með öllu. í sjoppunni var hægt að setjast niður á meðan pylsan var borðuð og kókið drukkið. Slikt hef ég ekki séð annars staðar. Þeir sem komu á veitingastaðinn gátu valið um hvort þeir heldur vildu pylsur og aðrar ódýrar veitingar eða annað dýrara. Gestgjafinn er mjög þokkalegur i útliti, lifandi blóm á borðum og tepplagt upp á veggi. Mjög er hægt að mæla meðstaðnum. Gestgjafinn, Heiðarvegi, simi 98—2577. Opið er allt árið frá 9 á morgnana til 11 á kvöldin. Mjög misjafnt verð er á mat þvi enginn réttur er kallaður rétturdagsins. Hamborgari meðöllu kostar 1330og soðin rauðspretta 1370. Kjúklingar og steikur eru aftur dýrari. Þannig kostar kjúklingur með öllu 2330. Lögð er mikil áherzla á að bjóða upp á góðan fisk á þessum árstíma hjá Gestgjafanum. •DS. Hvernig líkaði mér? Bautinn-Grill, Akureyri: EINS OG ALUR HINIR Á Bautanum er gott að borða ef ekki þarf að gera það lengi. Maturinn þar er bras og aftur bras sem er ágætt einu sinni en ekki mikið oftar. Bautinn er eiginlega nákvæmlega eins og allir þeir fjölmörgu grillstaðir sem þekja strandlengjuna, hvorki betri né verri. Þar eru franskar kartöflur og kokteil- sósa með öllu en þetta er borið snyrti- lega fram, sósan sér og hrásalat sér. Slíkt er mjög til fyrirmyndar. Bautinn—Grill, Hafnarstræti 92. Sími 96—21818. Meðalverð á fiskmáltið er 1150 krónur og 1350—1400 kr. á kjötmáltið. Opið er frá kl. 9 á morgn- ana til kl. 11.00 á kvöldin og hægt að fá heitan mat allan þann tíma. Opið er allt árið. Bautinn hefur sérhæft sig i góðu nautakjöti og mun á næstunni taka upp sérstaka aöferð við steikingu á kjúklingum sem er hvergi annars staðar notuð á landinu. DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.