Dagblaðið - 11.07.1978, Page 7

Dagblaðið - 11.07.1978, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978. 1 Erlendar fréttir REUTER Malta: Mintoff for- sætisráð- herra rekur brezka fréttamenn heim Dom Mintoff, forsætisráöherra Möltu sagði í þingræðu í gær^ð orðið hefði að banna veru brezkra fréttamanna á eyj- unni vegna „stöðugrar lygi” sem bærist frá þeim um ástandið á Möltu. Hann sagði að brezk blöð hefðu ástundað lygi um þá atburði sem gerðust á árunum 1971—72, er viðræður áttu sér stað á milli brezkra yfirvalda og yfirvalda á Möltu um framtíð brezkra herstöðva á Möltu. Stjórnvöld á Möltu búast við sömu „árásum” á næstunni, eftir því sem nær dregur 31. marz á næsta ári, en þá á allt brezkt herlið að vera farið frá eynni. Danmörk: AUKIÐ SVINDL í FINANSBANKEN — Svíarákærðirfyrir skattsvik ogbrotá gjaldeyrisreglum Inneignir um 80 íslendinga i Finansbanken í Danmörku vöktu mikla athygli á sínum tíma hér á landi. En það eru fleiri en íslendingar, sem eiga fé á vöxtum í þessum margfræga banka. Eigandi Finansbanken, Axel Brask Thomsen, lét nýlega hafa það eftir sér í sjónvarpsviðtali að hann myndi ekki aðstoða danska þegna við að svíkja danska skattalöggjöf. En það gerði ekkert til ef í hlut ættu Japanir, Svíar eða Norðmenn, sem væru að reyna að fara fram hjá skattareglum sinna heimalanda. Má þá nærri geta að Brask Thomsen tekur það ekki nærri sér þótt nokkrir íslendingar reyni að komast undan hérlendum skattayfir- völdum. Nú er enn eitt málið komið upp varðandi inneignir útlendinga í Fin- ansbanken. Málið fjallar um ólöglega bankareikninga tveggja Svía í bankan- um. Mál Svíanna eru nú til athugunar fyrir dómstólum í Malmö og Trelle- borg i Svíþjóð. Ákærurnar á hendur þeim hljóða upp á gróf brot á sænsk- um gjaldeyrisreglum og meint svik undanskatti. Hin ákærðu, maður og kona, hafa greinilega „sparað” mikið fé sem varð- veitt er í Finansbanken. Konan á inn- stæðu í bankanum sem nemur 1.4 milljónum danskra króna, eða 63 milljónum íslenzkra króna. Gjaldeyris- lög heimila ekki innstæður I erlendum gjaldeyri sem eru yfir 200 þúsund krónur eða 9 milljónir króna íslenzkra. Talið er að konan hafi svikið 95 þús- und krónur undan skatti á tímabilinu 1973—77, eða á fimmtu milljón ís- lenzkra króna. Þá hefur hún haft 150 þúsund króna tekjur af innstæðunni, eða 6.8 milljónir króna, auk þess sem hún hefur þegið um 5 þúsund krónur danskar í vexti af láni til einkaaðila. Þá eru þessi sænsku hjú einnig ákærð fyrir skattsvik að upphæð 216 þúsund krónur á árunum 1974—77. Á fyrstu tveimur árunum yfirfærði karl- maðurinn 110 þúsund krónur ólöglega frá Svíþjóð til Danmerkur. Auk þess lagði hann 290 þúsund inn á fleiri reikninga í Finansbanken. Hluti af því fé er ágóði úr spilavítum. í báðum þessum tilfellum hafa hin ákærðu flutt hluta af fénu úr Finans- banken aftur til Svíþjóðar, einnig án heimildar sænskra yfirvalda. 2* Alex Brask Thomsen eigandi og bankastjóri Finansbanken. NÍELS HUNDA VINUR HEFUR TEKIÐ GLEÐISÍNA Á NÝ Þeir eru sameinaðir á nýjan leik, Niels Hundavinur og hundurinn Löve, frægasti hundur I öllu Danaveldi og þótt víöar vxri leitað. Niels Hundeven Kjær Larsen hefur nú tekið gleði sina á ný. Og það er ekki að ástæðulausu. Hans kæri vinur, hundur Löve, sem týndur hefur verið, er fundinn. Hundurinn Löve er fræg- asti hundur Danmerkur, eftir að hann bjargaði eiganda sínum frá því að lenda í fangelsi. Níels Hundavinur lamdi strætis- vagnstjóra sem ekki vildi hleypa Löve i strætó, enda þótt Hundavinur hefði greitt fyrir hann fullorðinsgjald. Löve er enda orðinn 14 ára gamall. Níels Hundavinur þurfti ekki að fara í fang- elsi, þar sem talið var að Löve þyldi ekki aðskilnaðinn. Vikulöng leit dönsku þjóðarinnar bar árangur og nú er Löve kominn aftur til húsbónda sins. Níels Hunda- vinur hafði heitið hverjum, sem færði honum hundinn 1000 króna fundar- launum, eða nær fimmtíu þúsundum íslenzkra króna. Sandro Pertini forseti Ítalíu tekinn við embætti Hinn nýi forseti Italíu Sandro Pertini sór embættiseið sinn á sunnudag. Hann er 81 árs að aldri og elztur manna sem gegnt hafa embætti forseta á Ítalíu. Pertini tekur við af Leone forseta, sem sagði af sér embætti vegna ásakana um mútuþægni og fjármálaspillingu. t ræðu sem hinn nýi forseti flutti að lokinni embættistöku sinni hvatti hann til festu í baráttunni gegn hryðjuverka- mönnum, sem vaðið hafa uppi á ltalíu að undanfömu. Eins og flestum mun kunnugt drápu hryðjuverkamenn Rauðu herdeildanna á Ítalíu Aldo Moro fv. forsætisráðherra landsins en Moro þótti liklegastur arftaki Leones forseta ttalíu. AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR 1NNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ*’ 10.000 KR. SKÍRTEINI 1966 - 1.fl.: 1967 - 1.fl.: 1970 - 1.fl.: 1971 - 1.fl.: 1972 - 2.fl.: 1973 - l.fl.A: 20.09.78 15.09.78 - 15.09.79 15.09.78 - 15.09.79 15.09.78 - 15.09.79 15.09.78 - 15.09.79 15.09.78 - 15.09.79 kr. 307.330 kr. 271.541 kr. 150.983 kr. 103.228 kr. 77.003 kr. 58.670 INNLAUSNARVERÐ ÁRSGREIÐSLUMIÐA 1973 - l.fl.B: 15.09.78 - 15.09.79 10.000 KR.SKÍRTEINI 50.000 KR.SKÍRTEINI kr. 4.877 kr. 24.385 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Enn eitt dauðsfall hjá öryggislögreglunni Blökkumaður, sem var í haldi i aðal- stöðvum öryggislögreglunnar í S-Afríku, féll til bana af 22. hæð byggingar lög- reglunnar í gær. Yfirmaður öryggislög- reglunnar, Van der Merwe, sagði að ver- ið væri að rannsaka á hvern hátt dauða mannsins hefði borið að. Þetta dauðsfall er hið 22. í röð svip- aðra dauðsfalla i höndum s-afrísku öryggislögreglunnar á undanförnum tveimur árum. Innlausn spariskírteina og árgreiðslumiða fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1978 SEÐLABANKI ISLANDS

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.