Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.07.1978, Qupperneq 8

Dagblaðið - 11.07.1978, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978. Ræ tt við Reyni G. Karlsson æskulýðsfulltrúa: 12 ára börn drukkin á „Planinu” „Ég vonast til þess að ferðum ungl- inga á Hallærisplan fari eitthvað fækk- andi, nú þegar sumarstarfsemi æsku- lýðsráða og félaga er hafin að fullu.” Svo fórust Reyni G. Karlssyni æskulýðsfull- trúa ríkisins m.a. orð er hann var inntur álits og fregna af ferðum unglinga úr Reykjavík og nágrenni á Hallærisplan. Nokkuð hefur verið fjallað um upp á síðkastið, sem reyndar endranær, hin svokölluðu unglingavandamál. Þessum hlutum eru þó sjaldan gerð nægileg skil. Eitt þessara unglingavandamála sem of- arlega hafa verið á baugi síðasta misser- ið eru ferðir unglinga á svonefnt Hall- ærisplan í Reykjavík. Þykir mörgum hverjum sem unglingar og þá ekki sizt börn (en í fjölda tilfella er hér um börn að ræða) eigi lítið sem ekkert erindi í miðborg Reykjavikur um kvöld og helg- ar til vafasamra samfunda. DB átti í þvi tilefni stutt viðtal við Reyni Karlsson formann Æskulýðsráðs ríkisins. Komur unglinga á Hallærisplan árstfðabundnar Reynir hefur fylgst nokkuð með ferð- um unglinga um miðborg Reykjavíkur og Hallærisplan. Hann kvað komur unglinga og dvöl í miðborginni árstiða- bundnar. Á haustin t.d. og fyrri hluta vetrar vendu þeir fremur komur sínar á FASTEIGIMIR Á LANDSBYGGDINNI STOKKSEYRI Eldra einbýlishús með stórum bílskúr, 50 fermetra. Nýleg eldhúsinnrétting. Húsið er með nýju risi. Verð 6,5 millj., útb. 2,0 millj. SKAGASTRÖND Eldra einbýlishús á þremur hæðum, 5 svefnherbergi, bilskúr, steinsteypt, nýir gluggar, ný raf- lögn, ekkert áhvílandi. Verð 6,5—7 millj., útb. 3,5 millj. ÓLAFSVÍK 80 fermetra einbýlishús. Nýirgluggaroggler. Nýmiðstöðvarlögn, Verð4,5 millj., útb. 2—2,5 millj. 87 fermetra íbúð í tvíbýli, 3ja herb. á mjög góðum stað. Verð 5,5 millj., útb. 2,5—2,7 millj. 120 fermetra íbúð í tvíbýli með bílskúr, 3 svefnherbergi. Verð 11 millj. Vill skipta á ibúð í Kefla- vík eða Njarðvik. EIGNAMIÐLUN SUÐURNESJA HAFNARGÖTU 57 — KEFLAVÍK — SÍMI 3868 Atvinna í boði Vélstjóra og háseta vantar á bát frá Fáskrúðs- firði sem fer á net og síðar á síldveiðar með nót. Upplýsingar í síma 97—5132 og 97—5133. 16180 - 28030 Opið kl. 10—6, laugardaga kl. 2—5. Einstaklingsíbúð við Lindargötu, gott verð. 2ja herbergja íbúðir við Týsgötu, Frakkastíg, Sogaveg, Blesugróf og Asparfell. 3ja herbergja íbúðir við Hrafnhóla, Týsgötu, Karfavog, Skerjabraut, Lokastig, Bollagötu, Frakkastíg, Merkjateig, Blesugróf, Austurveg á Selfossi og Faxabraut í Keflavík. 4ra herbergja ibúðir við Hjarðarhaga, Kóngsbakka, Rauðalæk og Álfhólsveg. 6 herb. toppibúð (penthouse) við Blikahóla. Einbýlishús við Krókatún á Akranesi, Eyrarbraut á Stokkseyri, á Hvolsvelli, í Vogum á Vatnsleysuströnd, Hafnarfirði og við Laugarásveg í Reykjavík. Einbýlishússlóð við Esjugrund á Kjalarnesi, búið að skipta um jarðveg og greiða öll gjöld. Teikningar fylgja. Höfum kaupanda að góðu einbýlishúsi í Kópavogi. Húsið þarf að vera á einni hæð. Æskilegstærðca I40fm. Bílskúr skilyrði. Seljendur. Okkur vantar allar gerðir og stærðir eigna á skrá. Vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst. Skúlatún sf fasteigna- og skipasala, Skúlatúni 6,3ju h. Sölumenn: Esther Jónsdóttir og Guðmundur Þórðarson, kvöld- simi 35130. Lögfrœðingur Róbert Árni Hreiðarsson. samkomur æskulýðsráða i Reykjavik og nágrannabyggðum og tækju þátt í ýmissi félagsstarfsemi unglinga á veg- um sveitarfélaganna. Er liði á veturinn væri sem unglingunum virtist leiðast þátttaka í æskulýðsstarfsemi þessara aðila og sæktu þá í æ ríkara mæli niður í miðborgina og á Hallærisplanið. Varðandi spurningu þess eðlis hvort áfengisvandamál væri ríkt meðal ungl- inga, kvað Reynir það, vel að merkja, ekki sérstakt vandamál unglinga, heldur þjóðfélagsvandamál er varðaði alla ald- ursflokka. En þó væri full ástæða til þess að hafa verulegar áhyggjur af því hve krakkarnir væru ungir er þeir hæfu neyzlu áfengra drykkja. Reynir sagðist á ferðum sínum hafa séð drukkna ungl- inga eða réttara sagt börn 12 ára að aldri. Ekki væri hitt heldur óalgengt að rekast á unglinga 13—14 ára undir áhrifum. Vinsamlegir krakkar í ævintýraleit Reynir kvaðst nokkrum sinnum hafa heilsað upp á krakkana á Hallærisplan- inu, hér væri alls ekki um að ræða her- skáa óknyttaunglinga eins og margir héldu. Krakkarnir væru hin vinsamleg- ustu. Þau væru oftast aðgerðarlaus, „passív”, og biðu þess einfaldlega að eitt- hvað spennandi myndi gerast. Aðgerðarleysi væri þeim reyndar í blóð borið, sagði Reynir, i þeim efnum hefði skólum og heimilum mistekizt. Virkja þyrfti börn og unglinga og hvetja til þátttöku í félagsstarfi sem og skipu- lagningu félagsstarfs. Eins og ástandið væri nú biðu þau einungis þess að eitt- hvað væri gert fyrir þau. „Höfuöverkefníö að virkja unglingana" Reynir sagði það álit sitt að það verk- efni væri nú framundan hjá forsvars- mönnum æskulýðsmála að fá sem flesta unglinga með, til þátttöku í heilbrigðri félagsstarfsemi. Reyndar fyrirfyndust mun fleiri möguleikar fyrir unglinga til félagsstarfsemi en kunnugt væri um. Mætti þar t.d. benda á félags- og íþrótta- störf í þrengri hópum. Þó sveitarfélögin héldu uppi ýmissi fé- lagslegri starfsemi fyrir unglingana, sagði Reynir það rétt vera að oft á tíðum skorti þau aðstöðu eða samastað. Jafn- vel þótt miðborg Reykjavíkur kynni á vissan hátt að þjóna löngunum og hvöt- um unglinga þá væri hér ekki um ýkja fýsilega aðstöðu að ræða. Miðbærinn væri alveg dauður þar sem áður var líf og fjör. Þá væri hreinlætisaðstaða ekki upp á marga fiska. Fjöldi unglinga þeirra er sækir Hall- ærisplanið á kvöldum og um helgar mun vera töluverður að sögn Reynis. Ekki hvað sízt úr nágrannabyggðum Reykja- víkur, allt frá Keflavík og Selfossi. Fjöldi unglinganna á Hallærisplani væri þeim mun meiri uppúr mánaðamótum þ.e. þá er unglingarnir virtust hafa meiri pen- inga milli handanna. Áfengisneyzla æ yngri aldurs- hópa Rey'nir sagði að sú þróun er átt hefði sér stað á siðustu misserum að unglingar tækju að sækja staði sem Hallærisplanið i æ rikara mæli í stað félagsstarfsemi þeirrar er sveitarfélögin og æskulýðsfé- lögin byðu uppá væri hin varhugaverð- asta. Sem og sú þróun i átt til meiri áfengisneylu unglinga og i æ yngri ald- urshópum. Hvað áfengisneyzluna varð- aði væri heldur ekki lengur um að ræða neinn eftirtektarverðan mun á piltum og stúlkum. Mikill hugur í forystumönnum æskulýðsmála Að lokum sagði Reynir forystumenn æskulýðs- og félagsmála I Reykjavík og nágrannabyggðum hafa þingað og væri nú mikill hugur í þeim að ráða bót á vandamálinu á einhvern hátt. Helzt væri til ráða að virkja unglingana sjálfa, en hverfa frá þeirri venju að þeim væri fengið allt upp í hendurnar af hinum fullorðnu. Þannig mætti vekja áhuga þeirra og sköpunargleði, en eins og væri virtust þau fremur hugmyndasnauð. Af orðum Reynis Karlssonar má ráða að ferðir unglinga á Hallærisplan eru ekki neitt vandamál sem stendur eitt sér, án alls þjóðfélagslegs samhengis. Heldur gægist þarna upp úr þjóðfélagsdjúpinu einungis toppur borgarísjakans. Þetta vandamál tengist samfélaginu í heild og verður ekki leyst nema á þeim grundvelli að ráðast að rótum vandamálsins. JÁ. Barnaverndarnefndarmaðun „Börnin eftirlitslaus- foreldrarnir á KanarP’ „Já, við höfitm fengið slík mál til meðferðar hjá harnaverndarnefnd. Börnin hafa verið skilin eftir heima eft- irlitslaus meðan foreldrarnir brugðu sér utan, kannski til meginlandsins, kannski til Kanaríeyja.” Þessi voru m.a. orð Matthiasar Haraldssonar kennara, en hann starfaði I harna- verndarnefhd Reykjavíkur á fyrra kjörtímabili, þá var hann endurkjörinn inefndina sl. fimmtudag. Að sögn Matthlasar ersú staðreynd að 12 ára börn og unglingar 13—16 ára, er hllta skulu umsjá Barnavernd- arnefndar, má hitta fyrir nœr því um hverja helgi, á Hallœrisplani, illa á sig komna undur áhrifum áfengis; ekki eina vandamál barnaverndarnefndar. Það tíðkazt nú hjá sumum foreldrum að taka sér ferð á hendur út fyrir land- steinana og skiljs börn stn ein eftir heima eftirlitslaus. JÁ. Lögreglan ræðir hér við einn af piltunum á Hallærisplani. — DB-mynd Ari. Akureyri um helgina: Söfnuður unglinga í miðbænum f ram undir morgunn Nokkur söfnuður unglinga var á ferli í miðbænum á Akureyri aðfara- nætur laugar- og sunnudags. Héldu unglingarnir óvenjulega lengi út nú um helgina og fóru ekki að tinast heim fyrr en undir morgunn. Annars var fremur rólegt i bænum að sögn lög- reglunnar. Enginn vafi er á því að góða veðrið hefur átt sinn hlut í því hve unga fólk- ið hélzt lengi úti við í miðbæ Akureyr- ar. Norðlenzkir unglingar eru þvi að þessu leyti engir eftirbátar þeirra sunn- lenzku. En óvenjumargt var um manninn á Hallærisplani og þar í kringí Reykjavík um helgina. JÁ

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.