Dagblaðið - 11.07.1978, Síða 11

Dagblaðið - 11.07.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR ll.JÚLt 1978. ——1 II ■\ Úr endurminningum sels Síðasti kafli Ég hafði sofið vært um nóttina eftir að hafa leikið mér með vinum mínum daginn áður. Veðrið var nokk- uð gott miðað við það sem verið hefur í sumar, norðaustan gola og skýjað. Sjórinn var mátulega hlýr og ég var í góðu skapi. Ég synti nokkra hringi til þess að losa mig við stirðleikann eftir nóttina, velti mér á bakið og lét mig fljóta meðan ég reyndi að sjá ýmsar myndir sem birtust á himninum. Ég sá skip, Gúlla frænda, stórar öldur og væna ýsu. Væna ýsu. Það minnti mig á að ég hafði ekki fengið neitt að borða það sem af var degi. í framhaldi af því tók ég mjúka dýfu og kafaði niður á það dýpi þar sem ég vissi að helst var að fá eitthvað gott i gogginn. En einhverra hluta vegna langaði mig í eitthvað annað en þyrskling, ýsu og þessa venjulega rétti. Mig langaði i eitthvað reglulega gott og breyta svo- litið til með mataræðið. Snorri selur hafði sagt mér að oft væri hægt að fá góðan bita, ef selur synti upp í árós og biði þar nokkra stund. Eftir að hafa hugleitt þetta i stundarkorn synti ég að landi þar sem ég vissi að á rann til sjávar. Þegar ég synti inn ósinn fann ég hvað selur verður þyngri þegar hann kemur i ósalt vatn. En ég var nú ekki mikið að hugsa um það þvi nú var ég orðinn verulega svangur og ég sá fyrir mér feitan og girnilegan lax. Ég þurfti ekki að bíða lengi. Áður en varði sá ég silfurgljáandi skrokk renna sér hægt og tignarlega upp strauminn. Það fór um mig fiðringur þegar ég blakaði hreifunum og lét mig renna mjúklega aftan að laxinum. Ég komst að skepnunni og lét til skarar skriöa. Um leið og ég skellti skoltinum yfir laxinn rétt við hnakkann, tók hann voðalegan kipp svo ég var næstum bú- inn að missa hann, en þar sem ég var staðráðinn í að halda skepnunni, enduöu leikar þannig, að laxinn tapaði og ég fékk góðan málsverð. Rétt á eftir hremmdi ég væna bleikju og ef satt skal segja þá var hún engu siður bragðgóð en þessi margum- talaði lax. Eftir máltíðina kom yfir mig værð, svo ég synti að bakkanum og skreið á land. Ég kom mér vel fyrir og það færðist yfir mig himnesk ró. Brimlar verða svo værukærir þegar þeir eru saddir og líður vel. Ég hafði ekki legið þarna lengi þegar ég varð mannaferöa var. Ég hef víst ekki tekið eftir honum nógu snemma, því hann var kominn nokkuð nálægt mér þegar ég varð hans fyrst var. Þegar ég sá að hann bar ekki byssu um öxl taldi ég víst að þama væri einn af þessum forvitnu náttúruunnendum sem alls staðar eru að fylgjast með hegðun dýra og um leið að njóta þess að vera einir úti í óspilltri náttúrunni. Ég taldi samt ör- uggast að hafa gætur á manni þessum. Þar sem ég lá i hálfgerðu móki og horfði á manninn nálgast komst ég ekki hjá því að geispa dálítið. Ég sá að maðurinn stoppaði snarlega og setti upp kryppu. Skyldi hann hafa séð skemmda jaxlinn í kjaftinum á mér? Nú breyttist öll framkoma mannsins og hann gekk aUur i keng og úr augum . hans logaði eitthvað ókennilegt. Þetta hlaut að vera tannlæknir — og mér sem er svo illa við tannlækna. Til þess að koma manni þessum í skilning um að ég vildi hafa minn skemmda jaxl i friði, gaf ég frá mér hljóð, sem ég vonaði að maðurinn mundi skilja. En þá tók hann upp stóran stein og mér varð ekki um sel. Það var vist best að forða sér. Þar sem ég var bæði þungur eftir máltíðina og svo var farið að fjara út, gekk mér seinlega að komast að ósnum. En nú mátti engan tíma missa. Ég „æddi” af stað í átt að ósnum og hugsaði um það eitt að forða mér. Kannski var þetta ekki tannlæknir, heldur sá sem átti eyrina sem ég hafði óvart legið á. 1 þessum svifum fann ég til nistandi sársauka í höfðinu. Maðurinn hafði barið mig í hausinn með steininum, ^S^ufinnKom æ&andi me6 op— V I é ki»«1, JJÍlMtájgjjSSS i vamuli við DB.. niftol með tfiut upp me° n .Þt«a 1 h*W' M.U. — Bardagmn ‘kk. *•»* .» mmn« koma" ul * 10 öfactv l*“m|M"rSiftl. Þett* k mestu ta!ivelfiúnenn venju'e*" k,nnaieV.tó»®u,tÍu vefifi gUnna Kannski b*íut ipekúkta’ ftv ánni. £k»ft’*w*t Kjallarinn Baldvin Björnsson ekki bara einu sinni heldur tvisvar eða þrisvar. Við þessi þungu högg missti ég máttinn um stund, svo ég varð að hætta flóttanum. Ég sá stjörnur og mér varð flökurt. Sú eina hugsun komst nú að hjá mér, að ég yrði að verjast ef ekki ætti að hljótast verra af. Ég leit til hliðar og sá þá hvar maðurinn stóð og var að taka eitthvað upp úr pússi sínu sem líktist helst hnif. Þegar hann sá að ég var ennþá með rænu hvæsti hann og sparkaði i haus- inn á mér svo ég blindaðist á öðru auga. Það næsta sem ég skynjaði var að maðurinn var kominn klofvega upp á bak á mér og tók nú til við að stinga mig hér og þar. Ég fann greinilega hvernig þessi stutti hnifur stakkst í gegnum skinnið og inn i spiklagið. Nú fór sársaukinn að aukast og ég fékk blóðbragð í munninn. Ætlaði maðurinn virkilega að flá mig lifandi? Ég reyndi að brjótast um eins og ég framast gat, en kraftar mínir fóru þverrandi. Nú var „náttúruunnand- inn” farinn að skera dýpra og ég fann hvernig heitt blóðið rann niður eftir mér. Það suðaði fyrir eyrum mér og sandurinn litaðist rauður. Likami minn kipptist til af kvölum og ég neytti siðustu krafta til að komast út i ósinn. Ekki veit ég hve lengi dauðastrið mitt stóð en eitt er þó vist að þær voru langar minúturnar meðan lif mitt fjar- aði út. En — hvað hafði ég gert til þess að hljóta slík örlög? Virðingarfyllst, fyrir hönd sels, Baldvin Björnsson, teiknari. MIKIL TEKJUSKERÐ- ING HJA BÆNDUM Flestir telja að þann mikla kosningasigur, sem stjórnarandstöðu- flokkarnir hafa glaðst yftr að loknum kosningum, megi þakka eða kenna því, sem hefur verið kallað af ýmsum kaupránslögin. í þeim hefur falist veruleg tekjuskerðing fyrir alla launþega, miðað við það sem samningar milli launþega og atvinnurekandi fólu i sér. Eðlilega verða launþegar vonsviknir og gramir þegar gengið er á þann rétt eða samninga sem þeir hafa náð, hvort sem það er gert af nauðsyn eða ekki. Aðalatriðið fyrir launþegann er að fá þá peninga í budduna að loknu dags- verki sem hann telur sig eiga rétt á. Ef það bregst, fer hann i verkfall eða fellir ríkisstjórnina. Vonandi eru þeir jafnnær, sem þess- ar linur lesa, hvort ég hafi stutt krata, komma, eða framsókn i síðustu kosningum, enda skiptir það sáralitlu. Það hefði að minnsta kosti ekki valdið mér neinum straumhvörfum i pólitikinni. Það vakir fyrir mér að koma því að, á sem einfaldastan og skiljanlegastan hátt, að hafi launþeg- ar verið vonsviknir og talið sig hlunnfarna þá væri meiri ástæða fyrir bændur að kvarta og risa upp, þvi enga stétt hefur verðbólgan leikið jafngrátt og bændur. Fá greitt með verðminni krónum Þeirra vinna og aðföng til búskaparins eru alltaf greidd með verðminni krónu en lögð varð til vegna þess að fyrir hluta afurðanna fæst ekki greitt fyrr en i fyrsta lagi einu ári eftir að þær voru framfeiddar og lagðar inn hjá sölufélögunum Aðdragandi að sköpun tekna af sauðfjárbúskapnum tekur enn lengri tíma. Þegar það gerist samtimis að verulegum hluta þeirra tekna, sem bændum er ætlað að fá samkvæmt samningi milli neytenda og fram- leiðenda, er kippt til baka, hefði mátt búast við að hljóð heyrðist úr horni. Þaö má segja, að að vissu leyti geti bændur sjálfum sér um kennt, þeir hefðu átt að draga úr framleiðslunni þegar séð var að hverju stefndi. Þetta er hægara sagt en gert, þvi nauðvörn bænda' hefur þegar verið að auka framleiðsluna með meiri. vinnu, hliðstætt launþeganum sem leggur á sig aukna eftirvinnu til að skapa sér og sínum betra lifsviðurværi. Útflutningsbætur duga ekki lengur Kaup bænda hefur átt að fylgja á eftir kaupi launþega, það gerist ekki á annan hátt, en að afurðaverðið hækkar. Vinnslukostnaður hækkar, vextir eru hækkaðir, verðlag innanlands fer allt úr böndunum og fjarlægist sifellt verðlag í nágranna- löndum okkar og í þeim löndum sem kaupa af okkur landbúnaðarafurðir. Nú er svo komið að fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir fást í útflutningi 20—50% af innlenda verðinu. Þegar dilkakjötsframleiðslan er um 35% umfram þarfir innanlands- markaðarins og mjólkurframleiðslan um 20% er ekki við þvi að búast að 10% trygging ríkissjóðs í útflutnings- bótum, miðað við verðmæti land- búnaðarframleiðslunnar, dugi til. Þá virðast ekki vera önnur úrræði en að fara i pyngjur bænda til að greiða með útflutningnum og það hefur verið gert nú. Teknar eru 70 kr. af hverju kg dilka- og geldfjárkjöts sém lagt var inn síðastliðið haust og 35 króriur af hverju kg kjöts af fullorðnu. Tveggja mánaða laun tekin af bændum Sennilega gera ekki margir kaup- staðabúar sér grein fyrir hversu mikil þessi tekjuskerðing er. Sauðfjárbóndi, sem hefur 400 fjár á fóðrun, ætti að fá í brúttótekjur samkvæmt verðlags- grundvelli frá 1. mars sl. 6,4 milljónir króna. Af þessari upphæð má gera ráð fyrir, ef miðað er við niðurstöður bú- reikninga að 55,6% fari til að greiða annan kostnað við framleiðsluna en laun. Þá eru eftir til að greiða bóndan- um og fjölskyldui hans 2,9 milljónir króna. Að vísu hefur þessi upphæð verið skert til að greiða ýmis lögboðin gjöld, eins og til Stofnlánadeildar, Búnaðarmálasjóðs og Lifeyrissjóðs, en þau gjöld eiga að koma bændum til góða. Af bónda, með framangreinda framleiðslu verða teknar 451 þúsund krónur. Það þýðir að kippt er til baka 15,6% af umsömdu kaupi hans. Það er um tveggja mánaða kaup fjárbóndans og fjölskyldu hans sem tekið er af honum. Auk þess verður hann fyrir sömu skerðingu tekna og þeir launþegahópar sem hafðir eru til viðmiðunar þegar kaup bóndans er áætlað, ef um kauplækkun er að ræða hjá þeim. Draga þarf úr framleiðslunni Ekki virðist annað vera framundan en að bændur dragi verulega úr fram- leiðslunni þvi litlar líkur eru á að verðlag á landbúnaðarafurðum hækki erlendis á næstunni. Það er tiltölulega einfalt að setja kvóta á mjólkurframleiðsluna. öllu erfiðara er að setja kvóta í kjötfram- leiðsluna eða að hafa eftirlit með að þeim kvóta verði framfylgt. Það eru og hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir i mörgum löndum til að draga úr framleiðslunni þegar erfiðleikar hafa steðjað að vegna of mikils framboðs á landbúnaðaraf- urðum. Minna má á að þar sem ríkir frjáls verðlagning er umframfram- leiðslan eyðilögð svo ekki komi til verðlækkunar. Hjá Efnahagsbandalagi Evrópu er umframmagn keypt af landbúnaðar- sjóði þess og sett i geymslur eða flutt út til landa utan bandalagsins með mikilli meðgjöf. í mörgum löndum fá bændur greitt fullt umsamið verð fyrir hluta fram- leiðslunnar en aðeins brot af skráðu verði fyrir umframmagnið. \ Kjallarinn AgnarGuðnason Samningar beint við ríkisstjórnina Fljótlega verður að ákveða til hvaða aðgerða verður gripið hér. Vonandi komast bændur að þeirri niðurstöðu að eins og nú horfir, er tilgangslaust að auka framleiðsluna á mjólk og kindakjöti. Það þarf beinlínis að draga úr framleiðslunni en það verður að gerast þannig að nettótekjur bænda minnkiekki. Vonandi tekst þetta með bættri samningsaðstöðu bændanna, þegar teknir verða upp beinir samningar milli bændasamtakanna og ríkis- stjómarinnar um verðlags- og fram- leiðslumálin. Það ætti að verða eitt af fyrstu verkum næstu ríkisstjórnar að setja lög sem tryggja bændum þessi sjálfsögðu réttindi. Agnar Guðnason forstöóum. Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.