Dagblaðið - 22.07.1978, Side 1

Dagblaðið - 22.07.1978, Side 1
A 4. ÁRG. — LAUGARDAGUR 22. JÍILÍ1978 - 157. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. - AÐALSÍMI27022. Leggiast Freeportferðir Islendinga niður? Endurhæfingarstöð fyrir áfengissjúklinga opnar aðSogniíÖlfusi Um næstu mánaðamót verður opnuð endurhæfmgarstöð fyrir áfengissjúklinga að Sogni i ölfusi. Það eru Samtök áhugamanna um áfengisvandann (SÁÁ) sem reka stöðina. Samkvæmt upplýsingum Hilmars Helgasonar, formanns SÁÁ, verður endurhæfingarstöðin í húsi þar sem Náttúrulækningafélag Islands rak áður bamaheimili. Húsið er 500 fer- metrar að stærð, og er þar þláss fyrir álika marga sjúklinga og að Vifilsstöð- um eða tuttugu. Starfsmenn verða sex. Endurhæfmgarstöð SÁÁ á sér bandaríska fyrirmynd, eins og reyndar einnig sjúkrastöð samtakanna sem rekin hefur verið í Reykjadal i Mosfellssveit. Er fyrirmyndin Free- port-sjúkrahúsið i New York. Með tilkomu sjúkra- og endurhæfmgar- stöðvanna er búizt við því að ferðir tslendinga á Freeport leggist niður. Sjúklingar þeir sem verða á endur- hæfingarstöð SÁÁ verða látnir greiða 60—70 þúsund kr. fyrir dvölina. Auk þess greiðir rikið kr. 5700 i daggjöld á mann. Greiðsla sjúklinganna er fyrir - fræðslu og ýmsa aðstoð sem látin verður í té. M.a. mun sérstakur ráð- gjafi um félagsleg vandamál verða á staðnum og aðstoða menn við að fá at- vinnu og útvega sér húsnæði að dvöl lokinni. Til nýbreytni telst einnig að þjóðfélagsfræðingur mun aðstoða menn við að komast „inn í” þjóð- félagið á nýjan leik; fræða um skatta- mál, almenn fjármál, stjórnmál o.fl. Samtökum áhugamanna um áfengisvandann mun standa til boða að fá afnot af skólahúsi i Krýsuvík. Ef það fæst mun endurhæfingarstöð SÁÁ væntanlega verða flutt þangað. Húsið í Krýsuvík er tilbúið undir tréverk. Félagar í SÁÁ eru um tólf þúsund. GM . 4 ^ < Ljósmj Jim Smart. SIESTA" A LÆKJARTORGI NEYTENDASIGURI TÓMATASTRÍÐINU! Neytendur hafa unnið sigur i tómata stríðinu. Frá og með mánudeginum lækkar heildsöluverð á tómötum úr 750 krónum í 500 krónur. Gúrkur lækka úr 500 krónum í 400 krónur. Út úr búð eftir hækkunina kostar kílóið af tómötum um 700 kr. og kilóið af gúrk- um um 560 kr., að sögn eins kaupmanns sem DB ræddi við í gærkvöld. Lækkunin var ákveðin eftir fund Sölufélags garðyrkjumanna og Neyt- endasamtakanna og er gerð í tilrauna- skyni til þess að reyna að auka neyzlu á þessum vörutegundum, eins og segir í fréttatilkynningu um málið. Lækkunin er timabundin og veltur framhald hennar á viðbrögðum neytenda. Neytendasamtökin munu fylgjast með framkvæmd verðlækkunarinnar, söluaðferðum og auglýsingum á meðan á tilrauninni stendur. ÓV Glaðningurinn í næstu viku Reykvíkingar, Reyknesingar og lok mánaðar, en skattskrá Vesturlands Sunnlendingar mega vænta þess að sjá um mánaðamót. Á Norðurlandi skatta sina um miðja næstu viku. vestra dregst birting nokkuð, en skatt- Væntanlega verða skattskrár þessara skráin verður send til vinnslu i umdæma lagðar fram á miðvikudag Skýrsluvélum i næstu viku og — fimmtudag. Skattskrá Austurlands nokkurn tíma tekur að ganga frá verður að öllum líkindum lögð fram i öllum gögnum. JH Stjórnarmyndun: HELGIN FER í MÁLAMIÐLUN r — ró Olafs Jóhannessonar raskað Viðræðum um vinstri stjórn miðaði eru ekki samstiga, svo sem utanríkis- „mjög hægt” í gær að sögn þingmanna. málum ogefnahagsmálum. Formlegir fundir voru ekki eftir hádegi, Ólafur Jóhannesson, formaður heldur einkaviðræður þingmanna. Framsóknarflokksins, dvelst i ráðherra- Nokkuð var rætt um þjóðnýtingu, þar svitu Þingvallabæjarins. Hann hefur sem Alþýðubandalagið hefur tillögur óskað eftir að fá að vera í friði. Þó þótti um þjóðnýtingu olíuverzlunar, fulltrúum Framsóknar í viðræðunefnd- trygginga og lyfjaverzlunar og sam- inni ástæða til að bera sig saman við einingu bankakerfisins. Framsóknar- foringjann í gær, og Steingrímur menn stóðu gegn þessum tillögum. Hermannsson þusti á Þingvelli til Helgin verður notuð til málamiðlunar i viðræðna viðólaf. hinum ýmsu málum, þar sem flokkarnir HH/GS Heimsreisan í áskrifendaleik Dagblaðsins: í DAG ER ÞAÐ TOKYO - sjá bls. 13 / ....... " Vinstri stjórní burðarliðnum? — sjá viðtöl við þingmennallra flokka á bls. 5 Komið í veg fyrirnotkun ódýrra teikninga útvarpshúss — sjá bls. 6 Orlofsgreiðslur og Póstgíróstofan — sjá bls. 7 • FerFélagsmála- stofnun stúdenta á hausinn? -sjábls.6 • Aðstoð Hjálpar- stofnunarinnar við Eþíópíu— ferhúní kúbanskt hermannafóður? — sjá bls. 7 Þjóðverjarfá ekkiíslenzka ákavítið sitt — sjá baksíðu

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.