Dagblaðið - 22.07.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22.JÚLÍ 1978.
Orlofsmálin í Vestmannaeyjum:
,,Sé ekki að Póstgíróstofan grípi til
aðgeiða”
— fremur en endranær, sagði Páll Zóphaníasson bæjarstjóri
íVestmannaeyjum.
— Nýskipun orlofsmála enn ekki samþykkt í bæ jarstjórn og bæ jarráði
Á bæjarstjómarfundi í Vestmanna-
eyjum á fimmtudagskvöld var gengið
frá samningum við alla starfsmenn
bæjarsjóðs. Orlofsmálin i Eyjum
komu þar til umræðu, skv. upplýsing-
um Páls Zóphaníassonar bæjarstjóra,
en tillögur samninganefndar bæjar-
sjóðs um nýskipan orlofsmála voru þó
ekki samþykktar, en verða væntanlega
teknar fyrir af bæjarstjórn og bæjar-
ráði í næstu viku.
Páll sagði að samkvæmt 11. grein
orlofslaganna, þar sem segir að orlof
skuli greitt á þann hátt að tryggt sé að
menn fái það í hendur þegar þeir fara i
orlof, þá sé Ijóst að hin nýju samnings-
drög Eyjamanna séu betur i anda lag-
anna, en núverandi framkvæmd Póst-
gíróstofunnar i þessum málum. „Nú
er það svo,” sagði Páll, að ekki er hægt
að greiða allt orlof til manna áður en
þeir fara í fri. Það er svo og svo mikið
af orlofsgreiðslum, sem ekki kemur til
launþega fyrr en í júní eða júlí, en þá
eru margir búnir að taka sín fri.
Samkvæmt því sem við höfum
samið um sjá launþegar strax hvort
þeir hafa fengið greitt orlof eða ekki.
Menn athuga aðeins bankareikninga
sína. Áður vissu ménn e.t.v. ekki fyrr
en mánuði áður en þeir ætluðu í frí,
hvort atvinnuveitandi hafði greitt
nokkuð af orlofi þeirra. Nú á hann að
geta tekið orlofið út af sinum banka-
reikningi þegar hann kýs aðfara í frí.”
„Og þegar Birgir Hermannsson for-
stöðumaður Póstgíróstofunnar talar
um að hann líti á greiðslu atvinnuveit-
enda í Vestmannaeyjum sem ógreitt
orlof, þá get ég ekki ímyndað mér að
hann geri mikið í því,” sagði Páll.
„Atvinnuveitendur hafa hingað til
komizt upp með það að greiða ekki
orlof kannski i heilt ár, án þess að
sjáanlegt sé að Póstgiróstofan hafi
gripið til aðgerða gegn þeim.”
„Það má raunar alltaf tala um að
eitthvað sé ólöglegt,” sagði Páll. „En
við teljum að þessi nýja aðferð okkar
uppfylli anda laganna betur en sú
fyrri.”
JH
Hjálparstofnun kirkjunnar sendir
barnafæði til Asmara í Eritreu
— Ekki hermannafæði, segirGuðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri
EgillSkúli Ingibergsson
valinn borgarstjóri
„Nú hefur Hjálparstofnun kirkjunnar
haftð matvæla- og lyfjaflutninga til
borgarinnar Asmara í Eritreu. Borg
þessi er hernumin af Eþiópiuher, en auk
hans eru þar a.m.k. 3500 kúbanskir
málaliðar Sovétmanna. Eritreumönnum
er enn byggja borgina er haldið í járn-
greipum hernámsliðsins. Hjálparaðgerð
kirkjunnar er skipulögð í samvinnu við
eþiópiskar stofnanir og nær öruggt að
matvælin og lyfin verða notuð handa
hernámsliðinu en ekki eritreískum borg-
urum.”
Þannig er komizt að orði i fréttatil-
kynningu sem DB hefur borizt frá Ein-
ingarsamtökum kommúnista (marx-
lenínistum) hér i bæ. Hvetja samtökin til
þess að Hjálparstofnun kirkjunnar
hverfi frá samvinnu við eþíópískar stofn-
anir en taki þess í stað uppsamvinnu við
eritreískar stofnanir.
„Þessar ásakanir eru tilhæfulausar
með öllu,” sagði Guðmundur Einarsson,
framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar, i samtali við DB. „Þvert á
móti höfum við heimildir fyrir því að'
matvælasendingar okkar komast til
skila. Ég vildi gjaman vita hvaðan þessir
menn hafa heimildir sínar.”
Guðmundur Einarsson kvaðst vera
með tvö glæný skeyti frá fulltrúum
Hjálparstofnunarinnar úti og kæmi þar
fram að allt gengi vel, eins og reyndar
fyrri fréttir höfðu bent til. Sá matur sem
Hjálparstofnunin flytur til Asmara er
sérstakt barnafæði og sagðist Guð-
mundur telja ólíklegt að það yrði drjúg
fæða fyrir hermenn.
Hjálparstofnun kirkjunnar er óbeinn
aðili að starfinu i Eþíópíu og hefur
samvinnu við norska hjálparstofnun og
Lútherska heimssambandið. Fulltrúar
þess eru á staðnum og taidi Guðmundur
að treysta mætti upplýsingum þeirra.
Guðmundur Einarsson sagði að það
væri oft svo þegar kirkjan stæði fyrir
hjálparstarfi í styrjöldum eða þar sem
pólitískar deilur standa yfir að fram
kæmu ásakanir um að kirkjan gengi
erinda annars aðilans. í stríðinu í
Angóla og Mósambik var kirkjan sökuð
um að styðja þjóðfrelsishreyfingar, en
nú er hún sökuð um að styðja rikis-
stjórn.
„Tilhæfulausar fullyrðingar um
hjálparstarf kirkjunnar eins og þær sem
koma fram í yfirlýsingu Einingarsam-
taka kommúnista verða til að gera starf
okkar erfitt og tortryggilegt. Þær ber þvi
að harma,” sagði Guðmundur Einarsson
aö lokum.
-GM
Eins og DB skýrði frá í gær, var sam-
þykkt í borgarráði að leggja til
við borgarstjórn að ráða Egil Skúla Ingi-
bergsson, verkfræðing, i stöðu borgar-
stjórans í Reykjavik. Tíu umsóknir
bárust um stöðuna.
Á fundi borgarráðs i gær voru lagðar
fram eftirtaldar umsóknir um stöðu
borgarstjóra: Ásmundur Ó. Guðjóns-
son, Reynimel 92, Benedikt Jóhannes-
son, Laugarásvegi 49, Egill Skúli
Ingibergsson, Fáfnisnesi 8, Erla
Guðmundsdóttir, Jörfabakka 2, Haukur
Harðarson, Höfðavegi 26, Húsavík,
Ingvar Ásmundsson, Hringbraut 94,
Ólafur Jóhannsson, Melhaga 7, Steinar
Benediktsson, Sigtúni 31, Trausti
Valsson, Háaleitisbraut 47, Þórður
Guðmundur Valdimarsson, Mávahlið
27.
Borgarráðsfulltrúar meirihlutans
lögðu fram eftirfarandi tillögu: Borgar-
ráð leggur til við borgarstjórn, að Egill
Skúli Ingibergsson, verkfræðingur, verði
ráðinn borgarstjóri í Reykjavík frá og
með 15. ágúst til loka kjörtíma borgar-
stjórnar. Tillagan var samþykkt með 3
samhljóða atkvæðum og verður tekin til
afgreiðslu á væntanlegum aukafundi
borgarstjórnar fimmtudaginn 27. þ.m.
Borgarráðsfulltrúar minnihlutans
óskuðu bókað: Tillagan gerir ráð fyrir,
að borgarstjórn taki endanlega
ákvörðun í málinu, eins og vera ber.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
munu þá gera grein fyrir afstöðu sinni.
BS
BIAÐW -
frjálst,
áhÚð
AUGLVSINGASTOFA KRISTlNAH 15.28:
Enn eykur Olíufélagið þjónustu sína.
Nu i Nesti i
Olíufélagið hefur endurbyggt bensínstöð sína og verslun
í Fossvoginum og býður þar upp á fyrsta flokks þjónustu.
HRAÐVIRKAR RAFEINDADÆLUR
Eitt ár er síðan Olíufélagið tók að nota hraðvirkar
rafeindadælur á bensínsölustöðum sínum. Þeim fjölgar stöðugtog
nú bætist Nesti í Fossvogi í hóp þeirra.
RÚMGÓÐ VERSLUN
I versluninni, sem er helmingi stærri og rúmbetri en áður,
býðst nú fjölbreytilegt vöruúrval.
ÞVOTTAAÐSTAÐA
Og þvottaplanið, stendur sem fyrr, fyrir sínu.
VERTU VELKOMINN í FOSSVOGINN
Olíufélagið hf