Dagblaðið - 22.07.1978, Side 9

Dagblaðið - 22.07.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22.JÚLÍ 1978. Texti og myndir: JóhannA. Kristjánsson 9 Júli ’78. Svo sem sjá má á jeppinn hans Benedikts eftir að verða skæður á kvartmílubrautinni en hér sést hann lyfta sér að framan er honum er þrykkt at stað. JEPPIBENEDIKTS fór síðan Edelbrock Torker soggrein með 850 cfm. Holley blöndungi. Þá smíðaði Benedikt nýjar flækjur við vél- ina úr tveggja tommu rörum. Ekki treysti Benedikt Spicer 44 hásinguna í sandspyrnuna svo að hann setti Pontiac hásingu undir hann að aftan með drif- hlutfallinu 4.56:1. Svo sem fyrr er jeppinn tilbúinn rétt fyrir keppnina. Að þessu sinni kemst Benedikt klakklaust i gegnum keppnina og sigrar hana. Setti hann nýtt Islandsmet í sandspyrnu, 5.53 sekúndur. Svo sem búast má við hefur jeppinn jafnan vakið mikla athygli, jafnt á götum úti, í keppnum, sem og bilasýn- ingum, bæði i Reykjavík og á Akureyri. Það liggur mikil vinna í að undirbúa jeppann fyrir hverja keppni og hefur Benedikt notið aðstoðar vina sinna sem Að þessu sinni kynnum við jeppakarl og ökutæki hans. Jeppakarlinn er Bene- dikt Eyjólfsson og köllum við hann karl enda þótt hann sé einungis 21 árs gam- all. Benedikt á og rekur verkstæöið Vagnhjólið við Vagnhöfða en hann hefur rekið verkstæði frá 18 ára aldri og aldrei hefur hann tekið við launaumslag- ið frá neinum vinnuveitanda. Sér hann fyrir sér og jeppanum með að gera við vélar, mótorhjólogbíla. Benedikt eignaðist jeppann sinn fyrir þremur árum. Þá var jeppinn allur klesstur og byrjaði Benedikt á að rétta hann og lét síðan sprauta jeppann svartan á sprautunarverkstæðinu Múla. Þá var sex cylindra vél í jeppanum og var hún rifin úr og í hennar stað sett 326 cubika Pontiac vél. Þegar jeppinn var til- búinn var hann settur á götuna en sama kvöldið var búið að leggja honum aftur. Hafði Benedikt hug á að sjá hvernig hann virkaði og byrjaði strax að standa „dýrið” í botni. Braut hann þá öxul í afturdrifi, kamb og pinion, drifskaftið og gírkassann. Þegar Benedikt var á bíl. Varð að stytta hana og var það gert á renniverkstæði Þ. Kristmundssonar. í framhásinguna var sett Powerlock mismunadrif og drifhlutfallið 4.10:1. Afturhásingin var einnig Spicer 44 undan Wagoneer og í henni er sama drifhlutfall og þeirri fremri. Þá var sett í hana Dual-Drive læsing. Tveir tvívirkir Gabríel demparar voru settir við hvert hjól. Millikassinn var fenginn úr Wagoneer en gírkássinn var þriggja gíra Saginaw kassi með Hurst skipti. Þá skipti Benedikt einnig um vél í jeppabúr- inu og setti nú 389 kúbika Pontiac vél í hann. Óheppni í upphafi Sumarið 1976 hélt Kvartmíluklúbbur- inn fyrstu sandspyrnu sína en nokkrum dögum fyrir keppnina braut Benedikt gírkassann í búrinu svo að hann gat ekki keppt í það skiptið. Hann var þó búinn að gera við kassann fyrir jeppakeppnina i Grindavík þá um haustið. Benedikt varð að hætta keppninni eftir' nokkrar dikt tókst samt að ná bezta tíma keppn- innar í þessari þrykkju, 6.26 sek. Bene- dikt hélt keppninni áfram en gekk ekki vel því að kveikjan blotnaði þegar vatnið úr vatnskassanum frussaðist á hana. Lenti Benedikt í þriðja sæti. í október '77 hélt Kvartmíluklúbbur- inn þriðju sandspymuna og að sjálf- sögðu hugðist Benedikt taka þátt í henni. Klukkan fjögur um nóttina fyrir keppnina slitnaði tímakeðjan í 389 vél- inni og var þá skipt um hana. að þessu sinni mætti Benedikt tímanlega á keppnissvæðið og tók að prófa jeppann í sandinum. Þá tókst ekki betur til en svo að þriggja gíra Saginaw kassinn brotnaði og rétt á eftir festist olíudælan í vélinni svo að jeppinn varð óökufær. Sannkallað sigurár Jeppanum var nú lagt fram að tor- færukeppninni á Hellu 1978. Þá var bú- ið að gera nokkrar breytingar á bílnum. Gamla Saginaw gírkassanum hafði verið Á bilasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 17. júni síðastliðinn var jeppinn kosinn faliegasti f jórhjóladrifsbillinn enda bar hann þar afsem gull afsilfri. leiðinni heim í framdrifinu ætlaði ein- hver Mustang að fara fram úr honum og þá var allt þrykkt í botn aftur. Við það brotnaði kambur og pinion í framdrifinu svo að jeppanum var ekki ekið lengra þann daginn. Hinn fullkomni jeppi? Sá Benedikt að hann myndi þurfa að gera miklar og róttækar breytingar á jeppanum ef hann ætti að vera not- hæfur. Ætlaði hann að byggja bíl sem væri góður í ferðalög, götuakstur, i kvartmiluspyrnur, sandspymur og tor- færukeppnir. í dag segir hann að ekki sé mögulegt að sameina alla þessa kosti í einum bíl, en óhætt mun að fullyrða að Benedikt hafi gert allt sem hugsazt getur til aðnásettumarki. Benedikt reif jeppann í tætlur og byrjaði á að styrkja boddíið og skúffuna með prófíljárni. Þá sauð hann 5 mm flat- járn ofan á og undir grindina til þess að styrkja hana. Nýjar fjaðrir voru settar undir jeppann og voru þær festar utan á grindina. Það gerði jeppann stöðugri. Fjaðrirnar voru úr Wagoneer og voru þær festar ofan á hásingarnar. Nýjar hásingar voru settar undir jeppabúrið og var sú fremri Spicer 44 undan Pick up torfærurnar þar sem drifskaftið að fram- an var of stutt og dróst alltaf út úr milli- kassanum. Fyrsti sigurinn Heldur þótti Benedikt 389 myllan eyða miklu svo að hann reif hana úr og setti i hennar stað 215 kúbika Buick álvél. Reyndist 215 vélin vel i ferða- iögum veturinn 1976—77. Þennan vetur stundaði Benedikt nám í Iðnskól- anum og var hann ekki búinn í prófum í maí þegar jeppakeppnin á Hellu var haldin. Mætti hann i keppnina með litlu álvélina og tókst honum að sigra. Kom þar berlega i ljós hversu laginn öku- maður Benedikter. í júni '11 er önnur sandspyrnukeppni Kvartmíluklúbbsins. Hyggst Benedikt mæta í hana með 215 kúbika vélina en er nú búinn að setja afgasforþjöppu ofan á hana. Kvöldið fyrir keppnina er hann að prófa jeppann en þá bognar ventill í vélinni og hún hættir að ganga. Var þá jeppabúrið drifið inn og vélin rifin úr. Um hádegið daginn eftir var 389 kubika Pontiac vélin komin i bílinn og Benedikt lagður af stað austur. Ekki vannst tími til að skipta um vatnskassa i jeppanum en það átti eftir að verða örlagarikt. í fyrstu spyrnunni fór viftuspaðinn i vatnskassann og setti gat á hann. Bene- kastað en í hans stað var kominn fjög- urra gira Ford T&C kassi. Girkassinn var tengdur við millikassann með sér- stökum öxli frá Advance Adapters. Yfir- leitt þarf að mixa þennan öxul. Þegar skipt er um gírkassa í jeppum og vilja þeir oft brotna. 389 vélin var rifin úr og önnur sett I hennar stað. Var það 428 jbika Pontiac vél. Vélin var framleidd 1969 og skilar standard 370 hestöflum. Klukkan fimm um morguninn fyrir keppnina á Hellu er verið að stilla vélina í jeppanum og er hann í hlutlausum gír. Þá stekkur jeppinn af stað mannlaus og verður Benedikt að hlaupa á eftir honum til að stöðva hann. Gírkassinn var umsvifalaust rifinn úr bílnum og i sundur. Ekki sást neitt grun- samlegt i honum og var þá öxullinn góði frá Advance Adapters grunaður um græzku. Strauk Benedikt yfir hann með sandpappir og setti kassann siðan saman og i jeppann. Hefur hann ekki sýnt neina tilhneigingu til að rjúka af stað mannlaus eftir þetta. Girkassinn var kominn i um hádegið og var þá tryllt austur að Hellu. Gekk Benedikt vel i keppninni og sýndi þar mikla yfirburði. Var hann þar með skófludekk undir jeppanum og reyndust þau mjög vel. 1 miðri keppninni brotnaði kúluliður i framdrifi en Benedikt hélt keppninni Þegar unnió er að undirbúningi einhverrar keppni eru oft fleiri menn kringum jeppann heldur en komast a$ til að vinna i honum. Hér er jeppinn gerður klár fyrir myndatöku fyrir Dagblaðið. Frá vinstri Ólafur Ólafsson, Birgir Guðjónsson og Benedikt, undir bilnum liggur Jón Eyjólfsson. áfram án þess að láta nokkurn vita. Sigraði hann keppnina, annað árið í röð, með miklum yfirburðum. íslandsmet Einni viku eftir keppnina á Hellu hélt Kvartmíluklúbburinn sandspyrnu við Hraun í ölfusi. Hugðist Benedikt keppa þar en ekki þótti honum nóg að hafa 370 hesta þar svo að hann tók til við að tjúna vélina. Setti hann í hana knastás frá Crower sem er 284 gráðu heitur og hefur 0.480 tommu lyftihæð. Þá setti hann á hana önnur hedd, Ram Air IV með 2.11 tommu sogventlum og 1.77 tommu blástursventlum. Ofan á vélina koma jafnan til hans viku fyrir keppnina og bjóða fram aðstoð sína við nætur- vinnuna. Mestöll vinnan fer fram á kvöldin og nóttinni þegar brauðstritinu lýkur. Næsta keppni á Dalvík Benedikt er nú þegar farinn að gera áætlanir fyrir næstu keppni sem mun sennilega verða sandspyrnukeppni haldin við Dalvik á vegum Bilaklúbbs Akureyrar. Verður gaman að sjá hvernig hann verður búinn að breyta jeppanum fyrir þá keppni og hvaða vél verður í jeppabúrinu þá. Sandspyrnukeppni i júni 1977. Benedikt spyrnir hér við Hlöðver Gunnarsson.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.