Dagblaðið - 22.07.1978, Síða 13

Dagblaðið - 22.07.1978, Síða 13
sköpunárverk okkar: \ltrctex saiiclmálniiig VITRETEX ndmálni VITEJETEX dmálni^ Vitretex sandmálning er sendin og fín plastmálning sem hentar jafnt inni sem úti. • Hún myndar þykka málningarfilmu, þarsem 1 yfirferð svarar til 3 yfirferða af venjulegri plast-málningu. Fæst í 12 staðallitum og einnig í hvítu. Blanda má staðallitunum innbyrðis og fá mismunandi blöndunarliti eftir óskum. ! S/ippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og 33414 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22.JÚLI 1978. Á fenð með Dagblaðinu ogSunnu umveröld víða: —það þýðir sjáumst aftur ájapönsku Feröalangamir á vegum Dag- blaðsins og Feröaskrifstofunnar Sunnu eru nú á heimleið. Frá Hong Kongerhaldið „í áttina” heim á leið og næst lent i Tokyo, höfuðborg Japans. Við erum nú orðin aerið ver- aldarvön eftir að hafa gist borgir eins og Lundúni, Róm, Karachi, Bankok, Manila, Hong Kong. Og nú höldum við til hótel Imperial. Þar er ekki í kot vísað fremur en fyrri daginn. Við tökum þó strax eftir því að Tokyo er meiri stórborg en aðrar þær borgir sem við höfum heimsótt til þessa, enda talin vera stærst allra borga á jörðu hér. Alttopiðágátt til vesturs Sú var tiðin að ferðalangar eins og við gátum ekki tyllt niður fæti eins auðveldlega og við gerðum fyrir stundu. Landið var að mestu lokað fyrir utanaðkomandi. En þar hefur breyting orðið á —■ og allir gluggar og gættir til Vesturlanda hafa oppazt upp ágátt. Á götunum sjáum viö brátt hvernig konur iklæddar hinum þjóð- lega kimonó og aðrar klæddar yosuku, en svo nefna Japanir vestur- lenzkan klæðnað, ganga hlið við hliö á götunum. Óneitanlega fmnst okkur að kímonóinn klæði þær betur en gallabuxur og bómullarblússa. Hér býr þá fólkið, sem framleiðir hondurnar, hitachi-imbakassana, mözdurnar og veiðarfærin fyrir sjó- menn okkar. Já, Japanir eru mikil iðnaðarþjóð, og hafa farið fram úr flestum eða öllum vestrænum þjóðum í þvi tilUti. ýmislegt frá hinu foma Japan, bygg- ingar og hof frá ll. öld, fjórtán metra hátt BúddaUkneski, hreinasta listaverk, og þjóðgarðinn Nöcko, en þar hefur náttúrufegurð og hand- bragði mannsins verið ruglað svo saman að hreinasta unun er á að horfa. Þá munum við skoða „Hvera- gerði” þeirra andfætlinga okkar, Fuji, því þeir eiga hveraorku og eld- fjöU ekki síður en við, og það áttu þeir nú raunar á Filippseyjum lika. Nú og ef heppnin er með þá kynnumst við furðulegum fiski- mönnum í Gifu. Þeir senda sérþjálf- aða fugla niður i djúpin, og upp koma fuglarnir með fiskinn í goggin- um. Áreiðanlega verður Tokyo ferða- löngunupi ein eftirminnilegasta borgin í ferðinni. Hún er satt að segja talsvert öðro vísi en Tiinar, mannlifið allt eins og þessi dularfullu japönsku IeUcrit, sem við höfum lík- lega fengið að sjá, en öðrum þræði ekki svipuð hinni Ijótu japönsku glímu, Somo. Enn liggur leiðin vestur og norður á bóginn, — næst eigum við langt flug fyrir höndum, alla leið út á mitt Kyrrahaf, til Honolulu á Hawaiieyjum. En við erum orðin vön flugvélum. Þær hafa flutt okkur um víða vegu undanfarna daga, og við látum nokkurra tíma flug ekki á okkur fá. • JBP Tunglið skyggnist hér yfir Kyoto-musterið mikla, en i Kyoto stóð höfuðborg Japans i rúmar tfu aldir, eða þar til um siðustu aldamót að Tokyo fékk þann sess. Ekki bara rafeindatœki Fuglar sem veiðitœki í skoðunarferðum munum við sjá En þegar við kíkjum i búðirnar þar sem stimamjúkir verzlunar- þjónar og -meyjar bjóða fram þjón- ustu sína, sjáum við að þar er ekki bara um að ræða fingerð rafeinda- tæki. Hér gefur að lita furðulegasta úrval af alls konar handunninni vöru, útskorið filabein, handmálað postulin, fingerðar silkivörur og brúður i þjóðbúningum, listilega gerðar. Enda þótt Japan berist áfram með vestrænum menningarstraumum er eitt vist. Þangað er gott fyrir þá að koma, sem vilja njóta hins austræna andblæs. Japanir hafa tekið upp ýmislegt sem kemur okkur kunnug- lega fyrir sjónir — en þeir eru þrátt fyrir allt ihaldssamir á ýmsar sið- venjur. Eins og fyrr verðum við glor- hungruð á þvi að vera sífellt að frá morgni til kvölds, annaðhvort á eigin vegum eða í skoðunarferðum. Þá er nauðsynlegt að geta brugðið fyrir sig nöfnum eins og sukuyaki eða tepura. Þau nöfn eiga við mat, sem matgoggar og sælkerar um allan heim viðurkenna í dag. Það fyrr- nefnda er gómsætur kjötréttur, þunnar sneiðar ásamt grænmeti soðið i soya, það siðara er humar og fiskur árstíðarinnar djúpsteikt i sér- stakri grænmetisolíu. Þessu er skolað niður með sake, þjóðarvín- inu, sem fram er borið heitt. Þá munum við áreiðanlega fá okkur tesopa á japanska vísu. Það er athöfn útaf fyrir sig, nánast helgiat- höfn. Nú og ef menn verða þreyttir á eilífu teþambi, þá er rétt að benda á að óviða i veröldinni er jafn góður bjór og i Japan. Hefur það komið margri bjórvömbinni á óvart, jafnvel Þjóðverjum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.