Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.07.1978, Qupperneq 24

Dagblaðið - 22.07.1978, Qupperneq 24
n Ahrif útflutningsbannsins koma víða fram: Þjóðverjar fá ekki íslenzka ákavítið sitt — hrynur markaðurinn? „Já, þessi seinkun afgreiðslu pönt- unarinnar til Þýzkalánds, sem er bein afleiðing útflutningsbannsins, gæti eyðilagt ákavítismarkað þann sem tek- izt hefur að vinna með ærnu erfiði á löngu tímabili,” tjáði Árni Árnason forstjóri umboðs- og heildverzlunar- innar Austurbakka hf. blaðamanni DB, en það fyrirtæki flytur út íslenzkt áfengi, ákavíti, á markað í Þýzka sam- bandslýðveldinu. Að sögn Árna hefur fyrirtækið með höndum eins konar vöruskiptaverzlun við þýzkt áfengissölufyrirtæki. Á síðustu árum hefur þýzka fyrirtækið keypt ákveðið magn islenzks áfengis sem aukizt hefur með hverju ári. Fyrir liggur nú pöntun frá Þjóðverjum, 2500 flöskur ákavítis, þriggja pela, þ.e. 75 cl. eða 200 kassar. Árni segir áfengisútflutning þennan nær eins- dæmi. Árni kvað þarna um töluvert áfengi að ræða þar sem er einungis ein tegund. Þýzki markaðurinn væri orð- inn nokkuð traustur, ákavitið hefði unnið sér álits á börum o.s.frv. En nú sé framtið markaðar þessa stefnt í voða. Skeyti hafi, í vikunni, borizt frá Þýzkalandi og virtust Þjóðverjar mjög óhressir vegna seinkunarinnar en pöntunina átti að afgreiða um það leyti sem útflutningsbann Verka- mannasambandsins gekk i gildi um miðjan april sl. Undanþágu frá útflutningsbanni, ef fengist, kvað Árni fyrirtækið ekki hafa efni á að greiða. Þýzkir aðdáendur ís- lenzks brennivíns mega þvi bíða enn umstund, þurrir í kverkum. -JÁ Landsmót UMFI hafið á Selfossi: Búizt við 20 þúsund gestum Veðrið á Selfossi heilsaði landsmóts- gestum UMFÍ vel í gærdag er DB var þar á ferð. Sól skein í heiði og kepp- endur gengu léttklæddir um götur kaup- staðarins áður en alvaran hófst. Áhorf- endur voru byrjaðir að tinast á móts- ■ svæðið, en aðalstraumurinn hófst ekki fyrr en í gærkvöldi og i morgun. Að sögn Guðmundar Kr. Jónssonar framkvæmdastjóra mótsnefndar má gera ráð fyrir því að allt að 20 þúsund manns heimsæki Selfoss af þessu tilefni. Það er þó mikið undir þvi komið að veðrið haldist gott. Undir stjórn Guðmundar vann mikill fjöldi mannn enda mikið að snúast. Guðmundur sagði þó að aldrei væri nógu margt starfs- manna. Alls eru þátttakendur um 1100 á þessu 16. Landsmóti UMFÍ. Héraðs’- sambandið Skarphéðinn hefur séð um allan undirbúning mótsins og fram- kvæmd þess. Landsmótið byggist aðal- lega á iþróttakeppni og sýningum. Auk hefðbundinna íþróttagreina má nefna starfsíþróttir eins og hestadóma, jurta- greiningu, línubeitingu og dráttarvéla- akstur. Landsmót ungmennafélaganna verða sifellt stærri í sniðum. Síðasta landsmót var haldið á Akranesi árið 1975. Þá sigraði UMSK í heildarstigakeppninni, en áður hafði HSK sigrað átta sinnum í röð. Fyrsta Landsmót UMSÍ var haldið á Akureyri árið 1909. Meðal efnis á því móti má nefna það að sr. Matthias Jockumsson talaði við æskulýðinn. Sá æskulýður er nú mjög tekinn að reskjast. JH V6 VJVNOS MÖf c^fOSS\ bL yúti J978 Þjálfarar toga og teygja Iþróttamennina fyrir keppni, enda mikið 1 húfi. DB-myndir Hörður. Eins og vant er, er fjörið hvað mest i tjöldunum. Þetta tjaldllf er engin undan- • n'/nMlK \ ðtlí J tekning. Ríkið tekur rúman helming bensínhækk- unaríeiginvasa — lítrinn hækkar um 26 krónur Bensinlitrinn hækkar upp i 145 krónur frá og með deginum í dag. Áður var hann í 119 krónum og nemur því hækkunin 26 krónum. Þar af tekur ríkis- sjóður 15 krónur sem ganga til vegasjóðs og tengdra innheimta samkvæmt lögum. Þær 11 krónur sem ríkissjóður tekur ekki af hækkuninni fara til jöfnunar gengissigs og erlendra verðhækkana. Vegagjald sem innheimt er samhliða bensinsölu hækkar samkvæmt breytingum á byggingarvisitölu. Olíu- félögin munu hafa talið þessa hækkun bensínverðs i algjöru lágmarki enda lögðu þau fram tölur sem sýndu að þeirra mati að ekkert tillit væri tekið til innlendra kostnaðarhækkana frá 1. marz síðastliðnum. ÓG. „Rannsóknarefni fyrir sérf ræðinga” — segirVilmundurumskrif Ingvars Vegna ásakana Ingvars Gíslasonar, alþingismanns, i Tímanum um bein tengsl Vilmundar Gylfasonar við „glæpalýð" og hugsanlega morðingja Geirfinns Einarssonar, leitaði DB eftir svörum hjá Vilmundi. Hann sagði: „Ég hefi eins og aðrir ísléndingar fylgzt með viðbrögðum forystumanna Framsóknar við kosningaúrslitunum i júní,” sagði Vilmundur Gylfason í viðtali við DB. Hann bætti við: „Eins og aðrir hefi ég séð, að þeir hafa ekki tekið úrslitunum vel, og hefi grinazt við kunningja mina um, að það væri verðugt rannsóknarefni fyrir þjóð- félagsfræðing eins og Ólaf Ragnar Grímsson að gera úttekt á því með hverjum hætti menn taka kosninga- ósigrum. Hins vegar sýnist mér að annars konar sérfræðinga þyrfti í úttekt á grein Ingvars Gíslasonar í Tínianum í gær,” sagði Vilmundur Gylfason. BS Gjaldeyrisstaðan hrynur stefnir hrattað núllpunktinum Hratt streymir úr gjaldeyris- sjóðnum svokallaða, og nettó gjald- eyrisstaðan nálgast núllpunktinn. ðan hefur versnað um 5,2 i arða króna siðan um áramót. 1 "-snaði um 2933 milljónir í júní- öi einum. >MMI Til voru nettó 2070 milljónir um síðustu mánaðamót. Þetta gerist, þótt talsvert hafi komið inn af erlendum lánum til langs tíma, en þau koma sem viðbót í „sjóðinn”. Innkomin erlend lán frá áramótum nema 3965 milljónum króna. Staðan hefur snarsnúizt frá í fyrra. Þá batnaði staðan um 9350 milljónir frá áramótum til loka júnimánaðar. Hún batnaði um 278 milljónir í júní, og í júnilok voru í „sjóðnum” 7270 milljón krónur. Þá komu inn erlend lán upp á 8316 milljónir frá áramótum til 1. júli. í framangreindum tölum er miðað við gengi eins og það var í júnilok i ár nema um erlendu lánin, sem eru upp gefin á gengi hvers tíma. Eins og sést af tölunum, yrði nettó gjaldeyrisstaðan fljótlega núll eða færi í mínus, ef svo heldur áfram, sem verið hefurí ár. HH frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 22. JULÍ1978 Stattu við orð þín, Ingvar — segirfréttastjóri útvarpsins um mafíuummæli þingmannsins, að öðrum kosti fari málið fyrirdómstóla „Ef Ingvar Gislason alþingismaður finnur ekki þessum orðum sínum stað, ber að lita á þau sem atvinnuróg af gróf- asta tagi sem ástæða er til að fari fyrir dómstóla,” segir m.a. í athugasemd fréttastjóra útvarps, vegna skrifa Ingvars Gislasonar frámsóknarþing- manns í Timanum i fyrradag. Athugasemd þessi var send ritstjóra Tímans i fyrradag og skv. viðtali við rit- stjóra var þess óskað að hún yrði birt i næsta blaði. Það var þó ekki gert og sú skýring gefin að það yrði gert eftir að síðari grein Ingvars birtist i gær, sem enn hnykkti á sama málefni. Er þess vænzt aðTíminn gefi útvarps- mönnum kost á að bera af sér ásakanir Ingvars í dag, nema Ingvar hafi enn nokkru við að bæta og útskúfi vörn í málinu um hrið, að Mafiu sið. Til skýringar skal þess getið að þeir fréttamanna útvarps, sem eru yfirlýstir stuðningsmenn ákveðinna flokka eru allir framsóknarmenn. Þau ummæii sem fréttastofa útvarps vill ekki láta viðgangast eru eftirfarandi: „Hin áhrifamikla áróðursvél sem nú malar í landinu, hin samvirka frétta- mafia ríkisfjölmiðla og siðdegisblaða, lagði Framsóknarflokkinn í einelti og bjó til af honum afskræmda mynd sem þúsundir landsmanna urðu til að trúa og festa sér í minni. Jafnframt vann frétta- mafian að því að fegra imynd helztu andstæðinga og ofsóknarmanna Fram- sóknarflokksins og gera hlut þeirra sem alíra mestan.” Að þessari dembu lokinni segir í athugasemd útvarpsmanna: „Fréttastofa útvarps er rikisfjölmiðill. Nú stikar aiþingismaður fram á ritvöll- inn og likir fréttastofunni við heimsfræg samtök glæpamanna. Hann sakar frétta- mann útvarps um að hafa ástundað að búa til afskræmda mynd af einum til- teknum stjórnmálaflokki (Framsóknar- flokknum) og draga taum „ofsóknar- manna” þessa sama flokks. Fréttamenn útvarps eru m.ö.o. á borð við alræmd- ustu glæpamenn veraldar, fyrir nú utan það að bregðast grundvallarskyldum sínum sem fréttamenn.” -G.S. Ingvar Gislason ? Kaupið ^v TÖLVUR > OG TÖLVUUR BANKASTRÆTI8 i^Vfl276^

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.