Dagblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978.
11
Suarez forsætisráðherra gerði sér
grein fyrir hættunni ef her landsins
missti þolinmæðina vegna morðanna á
hershöfðingjunum tveim 1 fyrra mán-
uði.
lýðræði, sagði Suarez forsætisráð-
herra.
Her Spánar hefur sem heild veitt
baráttunni fyrir lýðræðisþróun á
Spáni mikinn og ómetanlegan stuðn-
ing, sagði Suarez ennfremur. Þó svo
að ýmislegt sé að likindum satt í þvi,
þá er ljóst að flestir valdamenn innan
hersins komust þar til valda á tímum
Francos og skoðanir þeirra mynduð-
ust á valdaferli hans.
Eins og málum er nú háttað virðist
ETA hreyfingu Baska hafa mistekizt
að egna her landsins gegn sér hvað
sem síðar verður.
Morð á einfaldri aðdáun
Um nýtt
„Svart á hvítu”
2. tbl. 2. árg.
Sumarblað Svart á hvitu er komið,
mitt i blessaðri bliðunni og nú er mað-
ur farinn að bíða eftir hverju eintaki
með talsverðri óþreyju þvi sýnt er að
ritstjórn 'blaðsins vex ásmegin með
hverju tölublaði. Það er nú orðið ljóm-
andi fallegt bæði að utan og innan og
bókstaflega stynur af málaflokkum og
meiningum. Línur eru nú allar að fara
að skýrast í efnisvali og megináhersla
er lögð á ný viðhorf í flestum listgrein-
um, alltént viðhorf sem ekki eru ýkja
gömul og meðal þeirra hafa aðstand-
endur auðsjáanlega mestan áhuga á
þvi sem frjálst og óbundið er öllum
fyrirfram gefnum lögmálum, spuna-
tónlist, óútreiknanlegum framúr-
stefnumönnum í ýmsum greinum með
blandi af skáldskap, islenskum og er-
lendum og stöku teóretískum pistli.
Um
módernisma
Einnig virðist vera ætlunin að viðra
háskólaritgerðir _um bókmenntir og er
það ekki afleit hugmynd þó rétt sé að
hafa fylistu aðgát í þeim efnum. Marg-
ar grafalvarlegar og mikilvægar há-
skólaritgerðir eru varla nema fyrir sér-
fræðinga.
Ritgerð Halldórs Guðmundssonar
„Sjödægra, módernisminn og synda-
fall íslendinga”, ættu þó flestir að geta
lesið, sér til einhvers gagns. Skilgrein-
ing hans á módernisma og formbylt-
ingu er helst til stuttaraleg, t.a.m. eru
Baudelaire og Rimbaud allt of oft af-
greiddir sem frumkvöðlar í fransk-
módernískri Ijóðagerð, en ég held að
bæði Mallarmé og Valerý séu ekki
síður mikilvægir. Ég vildi einnig fá að
vita hvort andrúmsloft i menningar-
málum Evrópu (og Ameriku) á árun-
um strax eftir siðara stríð (t.d.
existentialisminn) hefur haft nokkur
áhrif á skáldskap Jóhannesar í Sjö-
dægru. Gleymum heldur ekki að þá
var m.a. absúrdleikhúsið i fæðingu.
En rannsóknir Halldórs á myndmáli
og bragháttum i Sjödægru eru mjög
brúklegar. Það hefur löngum vantað
eitthvað málgagn til að prenta í ræki-
leg viðtöl við ýmsa merkilega menn-
ingarvita sem hér eru á ferðalagi.
Menningarviðtöl
„Svart á hvitu” hefur nú tekið þetta
hlutverk að sér að einhverju leyti, því i
þvi eru nú þrjú löng viðtöl við slíka
menn, kvikmyndastjórann Wim
Wenders, myndlistarmanninn Ro-
bert Filliou og saxófónleikarann Kyan
Parker. Þeir sem hafa áhuga á Wend-
ers geta nú heldur betur aukið við
þekkingu sina á hugarheimi hans.
Viðtalið við hann finnst mér undir-
strika það sem ég hef verið uggandi
um, — að upp sé komin kynslóð kvik-
myndagerðarmanna víða um heim
sem er svo gegnsýrð ameriskri kvik-
myndalist að kvikmyndagerð þeirra
verður vart annað en hátæknilegur
leikur með ívitnanir, — „cinema
pour cinéastes” eins og Frakkar kalla
það. Mér fannst „Ameriski vinurinn"
einmitt vera mynd af þvi tagi, þótt t
henni væru ýmis ágæt atriði. Viðtalið
við Robert Filliou er hins vegar stór-
Robert Filliou talar.
skemmtilegt og vel uppsett og gefur
góða mynd af þeim persónuleika og
hugsunarhætti hans. Ég held að vart
sé hægt að draga saman í hnotskurn
skoðanir Fillious því þær sprengja af
sér allar skilgreiningar. Allt er afstætt,
allt getur verið sköpun, allt i lagi. En
Dada lifir, það er alveg greinilegt.
Mátulegar ýkjur
Allt er líka jiegar þrennt er, þvi í íok
timaritsins er langt viðtal við Evan
Parker saxófónleikara sem hér var á
ferð nýlega og um það hef ég litlar
meiningar, aldrei þessu vant þvi ég er
ekki kunnugur þeirri hefð sem hann er
sprottinn úr, — heyrði nianninn ekki
einu sinni spila. Bókmenntaefni er
meira i heftinu en áður. Absúrdsaga
Sigurðar Valgeirssonar „Fokheldis-
vottorðið” er, ja, absúrd i meira lagi og
sýnir tilheyrandi hugarflug. Smásaga
‘Kristjáns Jóh. Jónssonar er hefð-
bundnari og að inntaki er hún ekki ný-
stárleg, — landlega nokkurra sjó-
manna. En höfundur fer vel meðefn-
ið, notar mátulegar ýkjur og spinnur
söguþráðinn til rökréttra endaloka.
Póesía er nokkur í blaðinu. Einar Már
Guðmundsson er sniðugur penni, en
undir sterkum áhrifum frá hálfkæringi
Brautigans hins ameriska og fleiri
manna. Lokser þýðingá smásögu eftir
einn af uppáhaldshöfundum mín-
um. Gabriel Garcia Marquez og af
prinsípástæðum vil ég spyrja hvort
hún sé þýdd af ensku eða spænsku.
Milligöngumál
Það er talsverður munur á. Hér á
landi virðast menn þýða úr öllum aust-
urjandamálum, auk slavnesku og jafn-
vel afríkumálum, án þess að blikna. —
hvað þá heldur skýra frá milligöngu-
málinu.
Svo er það hið prentaða gallerí bók-
arinnar. Gallinn við það er sá að fáir
sýnenda virðast gcra verk sin fyrir sið-
urnar og því er fortn bbðsins ckki full
nýtt eins og stendur. Vctk Douwc
lan Bakkers þykir ntér stórfallcgl.
annað cr s\ona meira og minna mis-
heppnað, misjafnlega mikið þó. Nóg
um það. Gott blað er yður boðið.
Bók
menntir
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
\
AFUMUN LYÐRÆÐISINS
- ALUR SAMMÁLA
myndi að likindum þurfa kraftaverka-
menn i stjórnmálum til þess að forða
frá stórvandræðum.
Hins vegar er það ófyrirgefanlegt,
þegar forsvarsmenn lýðræðisflokk-
anna láta sér um munn fara þá regin-
firru, að „nú sé komið að sigurvegur-
unum að efna stóru loforðin” og það sé
„þeirra” að koma með úrræðin! —
Slikar yfirlýsingar bera ekki vott um
stjórnmálakænsku eða hæfileika til
forystu.
Þetta eru einungis ögranir ráðþrota
manna, sem eru með þessu að játa, að
þeim sé um megn að ráðast til atlögu
gegn ofureflinu, kommúnismanum og
öfgamönnum þeirra, sem ryðja eiga
brautina.
Það eru lika ögranir af barnalegasta
tagi, þegar stjórnmálamenn, aðspurðir
af fjölmiðlum, eru að gefa yfirlýsingar
sem jvessar varðandi stjórnarmyndun:
„Alþýðubandalagsmenn eru hræddir
við að fara i stjórn”, eða „Strandar
helzt á Alþýðubandalaginu”, og enn
„Ekki miklar líkur á vinstri stjórn”. —
Allar slikar yfirlýsingar eru ögranir og
frýjunarorð til Alþýðubandalagsins og
sem stuðla fremur að samstöðu þess
flokks heldur en ekki. — Og þar sem
vitað er, að sá flokkur gengur ekki
heill til skógar, fremur en aðrir
varðandi þær stjórnarmyndunarvið-
ræður, sem hafnar eru, verða allar
vanhugsaðar yfirlýsingar og ögranir í
þeirra garð einungis til þess að treysta
samstöðu þeirra.
Eins má segja um þá spádóma, sem
stjórnmálamenn hafa látið frá sér fara
varðandi líkurnar á því, hvers konar
stjórn muni endanlega verða mynduð.
Þeir eru settir fram, að þvi er virðist
undir einhvers konar þvingunum eða
með hugarfari líkustu því, aðsérhverj-
um þeirra væri í mun, að Alþýðu-
bandalagið tæki forystu um stjórnar-
myndun. — Á sömu lund hafa spá-
dómar dagblaðanna verið, þeir fáu
sem birzt hafa.
Fyrst voru flestir þessir aðilar sam-
mála um það. að nýsköpunarstjórn
væri sú, sem sterklegast kæmi til
greina (auðvitað vegna þess, að þvi er
haldið var, að Alþýðubandalagið vildi
slíka stjórn!). — Síðan, eftir að
Alþýðubandalagið rak Sjálfstæðis-
flokkinn öfugan til baka, án þess að
tala við hann, þá var næsta hefð-
bundna spáin færð fram. Viðreisnar-
stjórn skyldi það vera. Ekki var nú
frumlegheitunum fyrir að fara i fyrstu
atrennum.
Það var ekki fyrr en þessar spár
höfðu gengið sér til húðar, að menn
fóru að velta sér upp úr ýmsum fárán-
leikahugmyndum, svo sem samstjórn
Alþýðubandalags og Alþýðuflokks og
þá með „hlutleysi” Framsóknar að
bakhjarli. Auðvitað sagði það sig
sjálft, að slikur spádómur gat aldrei
rætzt vegna þeirrar staðreyndar, að þá
hefði það i raun verið Framsóknar-
flokkurinn, sem hefði haft lokaorð í
hverju þvi máli, sem fram var borið,
og það hefði Alþýðubandalagið bein-
línis aldrei liðið.
Siðan dundu getgáturnar yfir hver
af annarri, eins og hellt væri úr „botn-
lausri fötu”. Það var spáin um sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
bandalags, spáin um, að Sjálfstæðis-
flokkurinn veitti minnihlutastjórn Al-
þýðufiokksins hlutleysi og ennfremur
spá um utanþingsstjórn.
Að nokkur þeirra forsvarsmanna
lýðræðisflokkanna léti sér um munn
fara, að bezt færi á þvi að samstjórn
þessara þriggja fiokka kæmist á lagg-
irnar var af og frá, — og er enn.
Haldið er í gamlar kreddur og áratuga
gamla „reynslu” frá því er ríkisstjórn,
sem skipuð var þessum flokkum (Sjálf-
stæðis-, Alþýðu- og Framsóknar-
flokknum) og nefnd Stefanía, sat við
völd. Það er helzt álit sjálfstæðis-
manna, að því er virðist, sem þessi
stjórnarmyndun sé einskis nýt, af því
endur fyrir löngu varð hún ekki sam-
mála um úrræði og sleit stjórnarsam-
starfi. — Væri betur að sjálfstæðis-
menn væru svo ihaldssamir i skoðun-
umendranær.
Og málgögn þau, sem „talið er” að
helzt aðhyllist stefnu Sjálfstæðis-
fiokksins, Morgunblaðið og Vísir,
birta myndir og viðtöl i gríð og erg
þessa dagana af formönnum hins
„hægfara sósíalisma”, viðtöl um lifs-
hlaup þeirra og afrek frá vöggu til
grafar, og frammámenn Sjálfstæðis-
flokksins eru fengnir til að vitna um
ágæti þeirra. Minnisstæðust slíkra við-
tala voru þau, er birtust i Morgun-
blaðinu i siðustu viku og Vísi sl.
laugardag, viðtal við formann fram-
færslu og alræðis á tslandi, Lúðvík
Jósepsson og formann Samtgkanna,
sem létust af fjörefnaskorti i síðustu
kosningum. — Þetta var gott innlegg í
baráttuna fyrir afiimun lýðræðisins,
sem flestir virðast vera sammála um
að framkvæma þurfi!
Og enn er eitt dæmið um ögranir
þeirra, sem segjast styðja stefnu Sjálf-
stæðisfiokksins, en vinna honum þó
allt það tjón, sem þeir mega. — í
Morgunblaðinu sl. laugardag (22. júli)
er grein við hlið leiðarans, og nefnist
hún „Fréttaskýring”, — Sjálfstæðis-
menn spá í spilin”, og þurfti til þess
ekki færri en þrjá blaðamenn að setja
saman grein, sem ekki er stærri en sem
nemur fimm dálkum, þegar myndir
eru frá skildar.
Já, myndir voru birtar af 6 þing-
mönnum Sjálfstæðisfiokksins og leit
svo út við fyrstu sýn, að þarna myndi
rætt við þessa þingmenn, eftir fyrir-
sögninni að dæma. — En ónei, ekki
var það nú. Heldur voru þetta getgát-
ur og ögranir mestmegnis um óskatak-
markið, það að „sigurvegararnir” ættu
að taka við og um það, hverjir væru
helzt ráðherraefni Sjálfstæðisfiokks-
ins. — Niðurstöður urðu þær helztar,
,að „raddir” segðu, að Gunnar Thor-
oddsen og Matthías Á. Mathiesen
þyrftu að „hvíla sig” í næstu ríkis-
stjórn, en Albert Guðmundsson mætti
engan' veginn verða ráðherra nú, —
eins og málin stæðu, og var það
reyndar tvitekið til undirstrikunar og
vitnað i „raddirnar”, sem hefðu
heyrzt. — Það er ekki furða þótt reimt
sé í Morgunblaðshúsinu, þar sem það
gnæfir sem framvörður við elztu
mannvirki Reykjavíkur!
Síðasta björgunar-
tilraunin
Það er ekki einasta, að það sé einka-
skoðun þess, er þetta ritar, heldur er
það krafa allra þeirra kjósenda, sem
lýðræðisflokkana kusu, að ntcð þvi að
fá þeim í hendur meirihluta atkvæða
kjósenda i landinu. jafnframt þvi sem
meirihluti landsmanna vill að þjóð-
skipulag hér verði áfram með lýð-
ræðislegum hætti, láti forystumenn
þessara fiokka tafarlaust af þeirri
ævintýramennsku, sem felst í því að
láta sífellt undan og sýna umburðar
lyndi i nafni „fjöldans” og stuðla
þannigaðsósíalisma.
Það er ekki hægt til lengdar að eyða
meiru en þjóðartekjum nemur og það
er ekki hægt að endurbæta eða efia
framleiðslutæki með arðvænlegum
hætti. ef afrakstur atvinnureksturs fer
stöðugt þverrandi, — og það er ekki
hægt að búast við jákvæðum árangri
af neins konar starfsemi, þar sem
sósialistar eru við völd. — Vinstra
ríkið verður að líða undir lok.
Það eru engar likur á, að þetta megi
takast, nema með öflugri meirihluta-
stjórn hinna þriggja fiokka, sem
byggja á lýðræðislegum grunni. For-
ystumenn þessara fiokka eiga enn út-
gönguleið, en hún er senn að lokast,
og ef svo fer verður aldrei snúið aftur.
Þetta ætti að vera augljóst mál.
Geir R. Andersen