Dagblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978.
BÍLASALA
Seljum í dag:
Renault 20TL árg. '77 verð 3.600þús.
Renault 16TL árg. ’73 verð 1.400þús.
Renault 16 TL árg. '72 verð l.lOOþús.
Renault 12TL árg. '77 verð 2.600þús.
Renault 12L árg. '75 verð 1.800þús.
Renault 12TL árg. '74 verð 1.450þús.
Renault 12 Station árg. '73 verð 1.550þús.
Renault 12TL árg. '73 verð 1.100þús.
Renault 4TL árg. '78 verð 1.900þús.
BMW518 árg.'77 verð 4.300þús.
Suðurlandsbraut 20. Sími 86633.
Veiðileyfi í
Blautalóni
á Skaftártungumannafrétti til sölu hjá skála-
verði við Ófæru á nyrðri Fjallabaksleið.
Ennfremur sala og upplýsingar í símum 30012
Reykjavík, Þorsteinn, 5252 Hvolsvelli,
Sigursteinn, og 7233 Vík í Mýrdal, Árni.
Leigutakar.
Hjallafiskur
Merkið sem vann harðfisknum nafn
FaiSt hjá: Verzlunin BorgarhöH, Dalvik.
Hjallur hf. - Sölusími 23472
Tromp
Bíllinn
gegn bensínhækkuninni
Autobianchi
Sparneytinn bæjarbíll
Bjartur — fípur
aukmargra góðra kosta
Bíll sem er vel liðinn um aila Evrópu. Láttu
freistast. Eigum alltaf úrval notaðra bíla á
sanngjörnu verði. Það borgar sig að reynslu-
aka.
Wl |
m H_
‘M"'B3ÖRNSSONACo
BILDSHÖFÐA 16 SÍM! 81530 REYKJAVIK
DB á ne ytendamarkaði
GLEYMUM EKKIGURKUNUM
Þótt tómatarnir hafi verið langefst
á baugi hjá okkur undanfarið megum
við samt ekki gleyma blessuðum
agúrkunum. Þær eru núna á afar
hentugu verði fyrir neytendur og ættu
sem flestir að notfæra sér það. Á
Græna torginu i Blómavali kosta
agúrkur nú 420 kr. kg. — Þeir sem
ætla sér að sulta agúrkurnar ættu því
að fara að drifa í málinu. Á Neytenda-
siðu DB 1. júlí sl. birtum við uppskrift
að stórgóðum „asíum” sem búnar eru
til úr agúrkum. Uppskriftin er ágæt,
en nú hefur verðið á henni breytzt,
vegna þess hve agúrkurnar hafa
lækkað i verði. Með 15 stk. af
agúrkum eins og gert er ráð fyrir i upp-
skriftinni kostar allur skammturinn
núna um2400kr.
A.Bj.
Hægt að nota næstum því
hvað sem er í tómatafyllingar
I fyrradag birtum við uppskrift að
tómötum sem fylltir voru með
kartöflusalati. Það er ýmislegt annað
sem gott er að nota sem fyllingu i
tómata. Uppistaðan i fyllingu getur
verið majones sem hrært er upp með
ými eða sýrðum rjóma og út i það má
brytja svo að segja hvaða grænmeti
sem er, ávexti rækjur og blanda saman
að vild. Verðið fer þá að sjálfsögðu
eftir því hvað notað er í fyllinguna. En
eins og stendur eru tómatarnir sjálfir
minnstur kostnaðurinn við slíka rétti,
en ef notaðar eru margar tegundir af
grænmeti hleypir það verðinu upp.
En bráðlega fer að koma upp í eigin
matjurtagörðum og þá lítur kostnaðar-
liðurinn við blandaða grænmetisrétti
öðru visi út, þegar ekki þarf að gera
annað en bregða sér á bak við hús og
ná sér í ilmandi nýtt og fínt grænmeti
beint upp úr jörðinni. En að sjálfsögðu
hafa ekki allir tækifæri til þess að hafa
matjurtagarða. Og svo eru lika aðrir
sem eiga börn sem eru i skólagörðum,
og nú fer bráðum að koma upp hjá
þeim ýmislegt góðgæti. — Foreldrar
ættu samt ekki að hirða afrakstur
barna sinna án þess að greiða þeim
eitthvert lítilræði fyrir. A.Bj.
Tómatarog
afturtómatar:
Tómatchutney
Við ætlum að grandskoða allar mat-
reiðslubækur sem við höfum undir
höndum og birta allar leiðbeiningar
sem við finnum um hvernig má varð-
veita tómata til vetrarins. — Við vilj-
um einnig biðja lesendur Neytendasíð-
unnar um að hringja til okkar og segja
frá ef þeir kunna einhverjar leiðir sem
við höfum ekki komið auga á.
Hérna kemur uppskrift af tóm-
atchutney. Það er þykkara heldur en
tómatsósa og má nota annað hvort í
soðna pottrétti eða út á kjöt eða fisk-
rétti.
6 kg tómatar — rauðir — (3000 kr.)
lOgr heill kanill
lOgrallrahanda
lOgr heill negull
lOgrmúskat
50 gr. salt
1/4 tsk cayennepipar
1/2 lítri edik
3/4 kg strásykur (um 180 kr.)
Tómatarnir eru þvegnir og skornir í
tvennt og hakkaðir í hakkavél og síðan
látnirsjóðaí 15—20mínútur.
Kryddið er allt látið í léreftspoka
(eða svolitla tusku sem bundin er
saman utan um kryddið) og soðið i
edikinu smástund. Edikið er siðan
látið standa með kryddpokanum i um
það bil 2 klukkutíma. Það er síðan siað
og látið saman við tómatana.
Sykurinn er látinn saman við og allt
soðið þar til það er orðið eins og jafn
grautur. Sett á glös sem er lokað strax.
Verð: 3.180 kr.
A.Bj.
Rannsókn á orsökum heilbrigði
— leitað eftir upplýsingum frá almenningi
Hverjar eru orsakir heilbrigði?
Rannsóknarstofnun vitundarinnar —
Geir V. Vilhjálmsson sálfræðingur —
vinnur nú að rannsókn þess.
Á fréttamannafundi á dögunum
skýrði Geir frá rannsókninni og sagði
m.a.:
„Hér er um að ræða rannsókn á sál-
líkamlegri (psychosomatiskri) heil-
brigði, en i rannsókninni hefur m.a.
verið fjallað um sálrænar, félagslegar
og andlega orsakir streitu, sálrænna
og likamlegra sjúkdóma. Tilgátur um
samskipti likama og sálarlifs hafa
verið athugaðar með bætta
meðhöndlun sjúkdóma og heilsuvernd
i huga og grundvöllur hópvinnu meðal
íslenzkra heilbrigðisstétta hefur verið
athugaður.”
Rannsóknarstofnun vitundarinnar
vill koma þeirri beiðni á framfæri
við fólk, að það sendi henni
upplýsingar um heilbrigði og heilsu-
vernd og lofar að meðhöndla allar
upplýsingar af fyllsta trúnaði. Helzt er
safnað upplýsingum um:
1. Reynslu fólks af heilbrigðis-
þjónustu á íslandi.
2. Reynslu af því hvaða lifnaðar-
hættir, þar á meðal mataræði, útivist,
hreyfing, félagslíf og fleira hafi gefið
fólki bezta raun til varðveizlu heilsu.
3. Hvaða leiðir, hefðbundnar eða
óvenjulegar, hafi reynzt fólki vel i leit
að leið til endurhæfingar eða lækning-
ar. ÓV.
Breytist afgreiðslutími
verzlana?
Hugsanlegt er að á næstunni verði
einhverjar breytingar á afgreiðslutíma
verzlana í Reykjavik. Borgarráð hefur
tilnefnt þrjá borgarfulltrúa í nefnd
sem á að yfirfara reglugerð um af-
greiðslutimann.
1 nefndinni eiga sæti Björgvin Guð-
mundsson, sem er formaður, Adda
Bára Sigfúsdóttir og Markús öm
Antonsson.
„Ég veit ekki hvenær nefndin
kemur saman. Það er undir Björgvin
Guðmundssyni komið,” sagði Adda
Bára í samtali við DB. Hún kvaðst
ekki hafa neinar sérstakar tillögur um
breyttan opnunartíma verzlana og
gengi óbundin til starfa i nefndinni.
Adda Bára sagði að Alþýðubanda-
lagið væri fremur ihaldssamt i þessum
efnum og vildi ekki að vinnutími af-
greiðslufólks væri of langur.
Björgvin Guðmundsson er erlendis
um þessar mundir. Hann hefur áður
Kannski sú tið
sólarhringinn.
renni upp innan skamms að hægt verði að verzla allan
lagt til að borgarstjórn hætti afskipt-
um sínum af afgreiðslutíma verzlana
og afgreiðslutími yrði gefinn frjáls.
Skipun Björgvins í formannsembætti í
nefndinni er talin auka likur á því að
talsverðar breytingar verði á afstöðu
borgarstjórnar í þessu máli.
GM.
BIAÐID
frfálst, iíháð dagblað