Dagblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978. Hvitt: E. Meyer Svart: Sævar Bjarnason Köngsindversk vörn 1. RO Rf6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. o—o 0—0 5. c4 d6 6. Rc3 e5 7. d4 Rbd7 8. Dc2 Allt hefur þetta sést áður og einnig síðasti leikur hvíts. Algengara er þó 8. e4. 8. — c6 9. Hdl De7 10.e4exd4 11. Rxd4He812.h3a513.Bf4 Betra er 13. Be3 Rc5 14. Hel, en þannig tefldist skákin Ivkov- Matulovic í Júgóslavíu 1956. Núgetur svartur jafnað taflið með 13.— Rc5!, þvi 14. Rxc6? bxc6 15. Bxd6 gengur ekki vegna 15. — Da7. 13. - Rh5?! 14. Be3 Rc5 15. Hd2 Hvítur getur leyft sér að leika rólegan leik sem þennan, því vegna fjarveru riddarans á f6 er þrýstingur svarts á e-peðið ekki merkjanlegur. Riddarinn er hins vegar ekki í vegi fyrir f-peðinu nú og það reynir svartur að notfæra sér í framhaldinu. 15. - Be6 16. b3 f5!? 17. Hadl Had8 18. Rxe6? Hvitur teflir upp á að vinna peð, en það á eftir að verða dýrkeypt, eins og sést af framhaldinu. 18. - Rxe6 19. Bb6 Hd7 20. Bxa5 f4 21. g4 21. — f3! Lykilleikurinn. Nú nær svartur yfir þyrmandi frumkvæði á kóngsvængn- 'um og munar þar mestu um; að biskupinn á a5 tekur ekki þátt í baráttunni. 22. Bxf3 Rhf4 23. Bb4 Be5! 24. Re2 Ef 24. Bg2, þá 24. - Dh4 ásamt....Rg5, með vinningsstöðu. 24. - Rxh3 + 25. Kg2 Dh4 26. Rg3 Hf7! Nýir menn bætast stöðugt í sókn svarts án þess að hvítur geti nokkuð að gert. 27. Hhl Reg5 28. Hd3 Hef8! 29. Bd2 Loksins kemur biskupinn syndugi til varnar, en of seint — hvita staðan er Þetta fundarborð og stólar eru meðal þess, sem sýnt er á Westnofa-sýningunni 1 JL-húsinu, Norsk úrvalshúsgögn sýnd í JL-húsinu Á mánudagskvöldið lýkur í JL-húsinu við Hringbraut í Reykjavík sýningu á úrvalshúsgögnum frá norsku húsgagna- samsteypunni Westnofa. Það er einn stærsti framleiðandi húsgagna á Norður- löndum. Sýningin hefur staðið frá 17. júlí. Westnofa var stofnað af nokkrum fyrirtækjum í húsgagnaiðnaði í Noregi. sem sameinuðust í eitt með það sérstak- lega fyrir augum að ná sterkari aðstöðu gagnvart útflutningi. Síðan þá hefur út- flutningur samsteypunnar vaxið hröð- um skrefum frá ári til árs og er Westnofa nú orðið stærsti húsgagnaframleiðandi Norðmanna. Á sýningunni i JL-húsinu eru sýndar þær vörur, sem beztar undirtektir hafa hlotið, svo og allt það nýjasta frá hús- gagnasýningunni i Kaupmannahöfn i vor. Fulltrúar Westnofa hafa séð um val húsgagna og skipulag sýningarinnar. Sýningarsvæðið er fimm hundruð fer- metra gólfflötur á þriðju hæð JL-húss- ins. Þar gefur að iíta veggsamstæður, sófasett, borðstofusett, fundarborð og stóla og fjölmargar gerðir leðurstóla með stálgrind eða á formspenntri trégrind. Húsgögn þessi eru yfirleitt hönnuð af þekktum húsgagnaarkitektum. —ÓV. Ráðherra staðfesti ólögmætar lánareglur: \ „Siðlaust athæfi” — segir Bragi Guðbrandsson, formaður SÍNE „Okkur grunaði aldrei að ráðherra mundi staðfesta úthlutunarreglur sem Bæjarþing Reykjavíkur er búið að dæma ólögmætar,” sagði Bragi Guð- brandsson, formaður Sambands ís- lenzkra námsmanna erlendis, í samtali við DB. „í vor féll í Bæjarþingi dómur í máli sem íslenzkur námsmaður í Noregi höfðaði gegn Lánasjóði íslenzkra námsmanna,” sagði Bragi. „Náms- maðurinn taldi að úthlutunarreglun sem stjórn Lánasjóðsins setti brytu íj bága við lög um námslán, þar sem í þeim væri ekki tekið tillit til fjölskyldu- stærðar námsmanns. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að reglurn- ar væru ekki í samræmi við lögin. Þegar þetta lá fyrir héldum við að nú yrðu úthlutunarreglur sjóðsins felldar úr gildi,” hélt Bragi áfram. „En raunin varð önnur. Meirihluti stjórnar Lánasjóðsins gerði um það tillögu að hin umdeildu ákvæði í úthlutunarregl- unum stæðu óbreytt. Og menntamála- ráðherra staðfesti reglurnar.” Bragi sagði að framkomu ráðherra væri ekki hægt að kalla annað en sið- leysi. Ný ríkisstjórn tæki senn við og það væri alkunna að sigurvegarar þingkosninganna hefðu aðra afstöðu til lánamála námsmanna en stjórnar- flokkarnir. Það hefði þvi verið eðli- legra að láta staðfestingu biða nýs menntamálaráðherra. Bragi Guðbrandsson sagði að um helgina yrði haldin sumarráðstefna SÍNE. Þar yrði hin nýja staða i lána málum reifuð. Þingið er opið öllum is- lenzkum námsmönnum erlendis. Það er haldið í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og verður sett nk. laugar- dagkl. 13.00. •_____________________GM.^ töpuð. Framhaldið þarfnast ekki skýringa. 29. - Rxf3 30. Hxh3 Dxg4 31. Dcl Bxg3 32. fxg3 Rxd2 33. Hxd2 Dxe4+ 34. Kh2 Hfl — og livítur gafst upp. Þá kemur hér ein af léttara taginu, með lauslegum athugasemdum. Hvitt: E. Michaelides Svart: Ásgeir Þ. Árnason Ponziani-byrjun 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. c3 Rf6 4.d4 ítalinn Mariotti lék hinn varfærnis- lega leik 4. d3 gegn Friðriki Ólafssyni í Las Palmas, en komst ekkert áleiðis. 4. — Rxe4 5. d5 Re7 6. RxeS Rg6 7. Rxg6!? „Teórían” mælir með 7. Bd3, en eftir 7. — Rxe5 8. Rxe4 Bc5 hefur svartur engin vandamál við að glíma. Textaleikurinn virðist vera góð tilraun til að blása lífi í hina hálfútdauðu Ponzianibyrjun. 7. - hxg6 8. Bd3 Rf6 9. 0-0 Bc5 10. b4 Bb6 11. a4 a6 12. a5 Ba7 13. c4 d6 14. Bf4? Hér bregst hvitum bogalistin. Með 14. Bg5! gat hann tryggt sér betri möguleika. Sóknarmöguleikar svarts á kóngsvængnum verða að engu því hann nær ekki að notfæra sér opnu h- línuna. Sem svar við 14. - Hh5 kæmi einfaldlega 15. h4! 14.— Rg4! 15. Bg3 Ef 15. h3, þá 15. — Df6! með tvö- faldri hótun. Þó má vel vera að það hafi verið skárri möguleiki.... 15. — Rxh2! 16. Hel + Riddarinn var auðvitað friðhelgur vegna 16. — Dh4 og mátar. 16. — Kf8 17. Rc3 Bg4 18. Be2 Eini leikurinn. Ef 18. Dc2, þá 18. — Rf3 + !ogvinnur. 18.—Dg5 19. Bxh2 19. — Hxh2! Einfaldast. Eftir 19. — Dh4 20. Bxg4 opnast útgönguleið fyrir kónginn um e2-reitinn. 20. Bxg4 Engu betra er 20. Kxh2, vegna 20. - Dh4+ 21. Kgl Dxf2+ og síðan....Dh4 mát. Svartur gerir nú út um skákina á snaggaralegan hátt. 20. — Dh4 21. Bh3 Hxh3! 22. gxh3 Dg3 +! 23. Khl Dxh3+ 24. Kgl Dg3+ 25. Khl Bxf2! Hvitur gafst upp. Gegn hótuninni 26. — Dh3 mát er ekkert viðunandi svar. Arftaki Tónabæjar Eftir að Reykjavíkurborg hætti rekstri Tónabæjar hafa unglingar haft fremur lítið athvarf og því gjarnan leitað á Hall- ærisplanið sér til afþreyingar. Ungir menn, aðstandendur Ferða- diskóteksins Disu, vilja breyta þessu ástandi. Þeir hafa því fengið skemmt- analeyfi og munu halda dansleiki í Kaffi- teríunni í Glæsibæ um hverja helgi í sumar, að verzlunarmannahelginni und- anskilinni. Leyfið er veitt til reynslu i sumar, en staðurinn rúmar 150-200 gesti. Þarna geta 16 ára unglingar og eldri skemmt sér og hlustað á öll nýjustu lög- in auk þess sem Dísa lumar á svonefndu „ljósashowi". Ef vel tekst til hafa að- standendur Dísu hugsað sér að stofna klúbb, sem allir unglingar geta gengið í og staðurinn yrði þá eingöngu opinn klúbbfélögum. Með því móti cr hægt að lækka verð aðgöngumiða, t.d. i 700 kr., en gert er ráð fyrir að nú muni kosta lOOOkr. miðinn. —JH. Arneskirkja fær stórgjöf Séra Andrés Ólafsson prófastur á Hólmavik messaði i Árneskirkju á sunnudaginn. Fjölmenni var við kirkju eins og jafnan er þar. Meðal kirkjugesta var Albert Valgeirsson sjúklingur á Reykjalundi og var hann í hjólastól sinum. Tilkynnti hann að hann gæfi 100 þúsund kr. til Árneskirkju. Séra Andrés þakkaði Albert fyrir þessa stóru og rausnarlegu gjöf, en þess má geta að Albert hefur verið sjúklingur isl. 20 ár. Regína ThorJabj. Óskum ettir: Einbýlishúsi, helzt á einni hæð I Breiðholti. Má kosta 30—35 milljónir fullklárað að utan og innan. Útborgun yfir 20 millj. eftir samkomulagi. Upplýsingar á skrifstof- unni og í heimasima sölumanns. Einbýli — vesturbær. Höfum í sölumeðferð stórglæsilega eign sem gæti hentað fyrir sendiráð eða stóra fjölskyldu. Húsið er 220 ferm auk bílskúrs. í húsinu eru 60—70 ferm stofur, mjög stórt eldhús og 5—6 stór herbergi. Eignaskipti koma til grcina fyrir íbúð í vesturbæ með stórum stofum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni en ekki i sima. Sérhæð — vesturbær. Neðri sérhæð, ca 130 ferm, 3 svefnherbergi og tvær samliggjandi stofur. Bíl- skúrsréttur. Norðurmýri. Tvær þriggja herb. ibúðir, 85 ferm hvor íbúð, í sama húsi. Bilskúr fylgir ann arri íbúðinni. Laugarnesvegur. 2ja herb. 60ferm nýstandsett íbúðaðöllu leyti, í risi. Björt. Útb. 5,5—6 millj. Húsamiðlun Fasteignasala. Templarasundi 3. Simar 11614 og 11616. Sölustjóri: Vilhelm Ingimundorson. Heimasimi 30986. Þorvaldur Lúðviksson hrl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.