Dagblaðið - 12.08.1978, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
Slæm myndataka
sjónvarpsins
íþróttaunnandi hringdi og sagðist ekki
geta orða bundizt yfir iélegri mynda-
töku sjónvarpsins af Reykjavikurleik-
unum i frjálsum íþróttum. Einkum
fannst honum slæmt hvernig myndin
var tekin af 1500 metra hlaupinu, þ.e.
J6n Diðriksson, lengst til vinstri, i
harðrí keppni i methlaupinu.
<—m. DB-mynd Bjarnleifur
methlaupi Jóns Diðrikssonar.„Eftirað
sigurvegarinn bandaríski var kominn i
mark var myndavélinni stöðugt beint
að honum þar sem hann gekk eftir
brautinni í stað þess að sýna hvernig
Jóni Diðrikssyni vegnaði í sinu frá-
bæra hlaupi. Þannig var ails ekki sýnt
þegar Jón Diðriksson kom í markið.
Auk þess var sifellt verið að beina
myndavélinni frá hlaupinu að kúlu-
varpinu. Þetta ætti að vera óþarfi í
jafnstuttu hlaupi og 1500 metra
hlaupið er, en það stendur aðeins í
tæpar fjórar minútur. Myndatöku-
mönnum sjónvarpsins virðist vera
aiveg fyrirmunað að gæða þessar
myndir sínar einhverri spennu,” sagði
íþróttaunnandinn en bætti því við, að
hann vildi koma á framfæri þakkiæti
til sjónvarpsins fyrir að sýna strax
myndir frá mótinu þótt myndatakan
hafi ekki tekizt betur en raun varð á.
Árásir á sumarbú
stadaeigendur
Sumarbústaðareigandi hafði samband
við DB. Hann sagði að sumarbústaða-
eigendur yrðu nú fyrir árásum af hálfu
........
Ökukennsla
Kennslubifretöin er
Toyota Cressida ’78
ogannoðekkL
Geir P. Þormar
ökukannan.
Shnar 19896 og 21772 (abnavari).
hins opinbera. Árásir þessar birtust i
formi sýsluvegagjalds, sem væri lagt á
alla sumarbústaðaeigendur. Hann
sagði að sýsluvegagjaldið væri ákveð-
inn hundraðshluti af fasteignamatinu
þannig að þegar fasteignagjaldið
hækkaði, þá hækkaði sýsluvegagjaldið
um leið.
„Við borgum eins og aðrir í
þjóðvegina, þ.e. bensinskatt, og við
teljum okkur þar með vera búna að
borga okkar vegagjald. Okkur þykir
þetta hár skattur. Sýsluvegagjaldið
fyrir tvö síðustu ár er 18.400 kr. og
heyrzt hefur, að þetta gjald muni stór-
hækka enn. Ég tel þetta vera hreinar
árásir á sumarbústaðaeigendur,” sagði
viðmælandi Dagblaðsins að lokum.
„Hugsað sem endurgjald fyrir þjón-
ustu sýslufélagsins,” segir Már
Pétursson.
DB sneri sér til Más Péturssonar,
héraðsdómara við bæjarfógetaemb-
ættið i Hafnarfirði. Hann visaði á 23.
gr. vegalaga nr. 113/1976 þar sem
segir: „Nú á einhver fasteign i hreppi
eða kauptúni, aðra en jörð i fastri ábúð
eða jarðarhluta, en er þar þó ekki út-
svarsskyldur eða greiðir þar ekki út-
svar eftir sömu reglum og aðrir ibúar
hreppsins, og skal hann þá greiða
vegaskatt af eign sinni i sýsluvegasjóð.
Skattur þessi greiðist á manntalsþingi.
Vegaskattur skal nema 3.0 af þúsundi
af fasteignamatsverði mannvirkja
landa og lóða með lögákveðnu álagi,
þó aldrei lægri upphæð en 7.000 kr.
Lágmarksverð þetta skal breytast I
sömu hlutföllum og kaupgjald.” (Lág-
marksgjaldið er nú II.400 kr. ath.
GAJ).
Már sagði að þetta gjald væri
hugsað sem endurgjald fyrir þjónustu
sýslufélagsins sem væri fólgin í minni-
háttar vegagerð heim að bæjum og
sumarbústöðum. í öðru lagi væri þetta
hugsað sem skattur á þéttbýlisbúa,
sem eiga fasteign á þessum stöðum en
greiða ekki útsvar þar.
Már sagði að ástæðan fyrir þeirri
óánægju sem nú kæmi fram fælist
vafalaust í því að þessi prósentutala
hefði hækkað 1976 úr 0.3 í 3.0 og jafn-
framt að nú væri komið til nýtt fast-
eignamat sem væri mun nær raunviröi
en áður hefði verið.
ÞU ERT MITT
SÓLSKIN
Kristján Friðriksson, sá sami og nú stýrir stór-
fyrirtækinu Última, stofnaði Útvarpstíðindi á
árunum rétt fyrir striðið. Það flutti dagskrá út-
varpsins nokkuö fram i tímann og reyndi að
koma blaðinu til kaupenda í tæka tíð út um
hinar dreifðu byggðir, auk þess dagskrárkynn-
ingu, greinar um útvarpsfólk, raddir hlustenda
og ekki sist texta við þau danslög, sem i tisku
voru. Kristján reyndi að vinna gegn útlendu
slögurunum, dönskum sem enskum, með því að
fá smekkmenn til að semja íslenska texta. Svo
kynnti hljómsveit Bjarna Böðvarssonar þessa
söngva sem danslag kvöldsins. Þetta þótti ekki
sist þarfafyrirtæki, þegar breska og síðar banda-
ríska hernámiö, skall yfir, með öllum sinum
óeðlilegu áhrifum á þjóðlifið.
Meðal þjóðkunnra skálda sem ortu dægur-
lagatexta fyrir Útvarpstiðindi voru Jóhannes úr
Kötlum, Loftur Guðmunsson, Jón frá Ljár-
skógum, Vilhjálmur frá Skáholti, Jón úr Vör,
Kristján frá Djúpalæk og Jón Óskar. En
sjaldnast voru nöfn þeirra þó tilgreind. Hér er
sýnishorn frá nóv. ’42. Lagið var enskt, You are
my sunshine, og fyrstu Ijóðlinurnar minna á
frumtextann, en svo fer skáldið sina leið.
Þú ert mitt sólskin, min ástin eina.
Þú ert min gleði, þótt byrgi sól.
Ég má ei hug mfnum lengur leyna.
Ó, lifs mins dls I bláum kjól.
Er veður kólna og kolin hækka
i kytru þinni er alltaf hlýtt.
I i strlði lýkur og stormar lækka
ég stórt hús byggi okkur nýtt.
t ástardraumum ég aleinn vaki,
og öll min kvæði ég helga þér,
og bið þess aðeins að enginn taki
til Englands sólskinið frá mér.
Þá stofnaði Páll ísólfsson þjóðkórinn, eins og
áður hefur verið frá sagt. Kristján hvarf að vísu
snemma frá blaöinu, en eftirmenn hans héldu
þessu starfi áfram. Á árunum 1940—45 voru
þeir Gunnar M. Magnúss og Jón úr Vör rit-
stjórar og útgefendur Útvarpstiðinda. Þeir
bættu þvi og við, að þeir tóku að birta lausavisur
i ritinu og efndu jafnvel til visnasamkeppni.
Þetta varð til þess að tækifærisvísur og birting
þeirra komst á ný i tísku, fieiú blöö og timarít
tóku upp fasta vísnadálka. Hefur þetta ekki með
öllu fallið niður siðan og átt drjúgan þátt I
varðveislu visna og að halda áhuga manna
vakandi á þessari þjóðlegu iþrótt.
Fáir menn settu meira svip sinn á útvarpiö en
Helgi Hjörvar frá upphafi — og eins lengi og
hans naut við. —
t október 1943 sendir Halla í Skuggahverfi i
Reykjavík honum svohljóðandi kveðju i Út-
varpstíðindum.
Hefurðu gleymt þvi, Hjörvar minn,
að hjá þér sat ég löngum?
Lögðum saman kinn víð kinn
á kvöldin frammi i göngum.
I næstu vísu vikur hún að þvi, að Helgi var
lengi mikill glímumaður:
—
Vísur og
vísnaspjall W , A T#V
Jön Gunnar Jönsson
Þú varst ungur, æskuknár,
oftast felldir drengi,
hafðir Ijósgult, liðað hár,
lokk þó ei ég fengi.
Ritstjórar hafa svo orð á því, að framhaldið sé
of persónulegt til þess að við hæfi sé að birta
það. Helgi svarar svo nokkru siðar:
Hafir þú vermt min æskuár
ómaklega gleymdi ég þér.
Og illa manst þú eftir mér:
ungur var ég jarpur á hár.
Ritstjórar bæta við þessari athugasemd: Það
hefur líklega verið skuggsýnt, dettur óviðkom-
andi fólki í hug.
Seinna kom svo þessi klausa i sama riti: f
tilefni af vísum Helga Hjörvars og Höllu i
Skuggahverfínu dettur mér i hug saga, sem ég
heyrði fyrir nokkrum árum, kannski er hún til-
búningur, um það veit ég ekki. Hún er svona:
Ung stúlka kemur upp í útvarpsstöð og óskar
að fá að skoöa húsakynni þar. — (En slikt var
ekki óalgengt á þeirri tið, almenningi fannst það
eiga útvarpiö miklu fremur en aðrar stofnanir
ríkisins, siðari tima athugasemd annálsritara).
— Helgi Hjörvar tók vingjarnlega á móti stúlk-
unni, eins og hans var vandi þegar gesti bar að
garði. — (En heimamenn voru þá færri en nú,
önnur athugasemd hripara —Skoðaði stúlkan
það sem hún vildi, en Helgi horfði á stúikuna.
Hún tók eftir þessu. Segir þá Hjörvar, að sér
finnist hann kannast svo vel við hana, hvort
verið geti, að þau hafi sést áður. Hún kveður
það ekki muni vera. Helga varð þá að orði: Æ,
kannski þaðsé hún móðir þín.
Frá skuggahverfisskáldkonunni heyrðist
aldrei framar, en nú kom skeyti frá Lilju í Ljósa-
hverfinu.
Von og ótti vega salt,
vart minn hug það örvar
að heyra þig, fyrst annað allt
er oss bannað, Hjörvar.
Þó að gleymir fornum fund,
fegurð, yndisþokka,
ástin kembir alla stund
aðeins gullna lokka.
Eða skyldi sama höndin hafa stjórnað penna
Höllu og Lilju? Ekki gott að fá þeirri spurningu
svarað eftir svona mörg ár.
Sigurður Nordal hafði stungið upp á þvi I út-
varpsþætti að konur tækju sig upp frá sínu
daglega amstri og fengju sumarfri, eins og
annað vinnandi fólk, vildi hann að þær kynntust
dásemdum náttúrunnar, eins og formasður
þeirra áður I sveitunum. Þarna hefur sá vísi
maður verið á undan sínum tima. Um þessa
ræðu var kveðið:
Eldurínn dauður, kaffið kalt,
konan úti á fönnum.
Þetta ber að þakka allt
þekktum andans mönnum.
J.G.J. — S. 41046.