Dagblaðið - 12.08.1978, Síða 5

Dagblaðið - 12.08.1978, Síða 5
5 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978. Talsmenn Félags Farstöðvaeigenda: ur verið á milli lífs og dauða. Báðir lýstu þeir undrun sinni yfir skilningsleysi Pósts og síma með tilliti til áhuga áðurnefndra öryggisaðila i land- inu á FR starfseminni. Sögðu þeir að Póstur og sími bæri því m.a. við að þessi fjarskipti gætu jafnvel truflað sjónvarps- tæki. Sögðu þeir að slíkt ætti sér ekki stað nema að loftnet væru í ólagi og hafi féagsmenn boðizt til að lagfæra slíkt ef kvartanir kæmu, en ekki hafi verið við þá talað um það. Að lokum vildu þeir félagar benda eig- endum slíkra stöðva á, sem ekki eru nú þegar í félagsskapnum, að ganga í hann því með sameiginlegu átaki gæti félagið veitt ótrúlega aðstoð og hjálp á neyðar- stundu auk ánægjunnar af góðum félagsskap dags daglega. — G.S. STYRKLEYSIÐ ER Reynir og Svavar að störfum í stjórnstöð OKKAR VEIKLEIKI — gætum verið mun þýðingarmeiri hjálparaðilar ef við fengjum að nota sama sendistyrk og víðast annars staðar FR. DB-mynd Bj.Bj. „Það má segja að of lítill sendistyrkur sé okkar helzti veikleiki, með 4 til 5 þús- und félögum eins og nú, gætum við verið mun þýðingarmeiri hjálparaðili í almenningsþágu en við erum,” sögðu þeir Reynir "Einarsson varaformaður deildar 4 í Félagi Farstöðvaeigenda á íslandi og Sævar Sveinsson formaður fjarskiptadeildar er DB ræddi við þá í gær. Tilefnið að því að DB ræddi við þá var m.a. að við framkvæmd Sjórallsins veittu FR menn ómetanlega aðstoð um allt land við að koma skilaboðum til og frá bátunum. ítrekað kom þar í ljós að sendistyrkur hefði mátt vera mun meiri, sem hefði skapað aukið öryggi og komið í veg fyrir misskilning. Leyfður styrkur h'ér er 0,5 wött en flestar stöðvar eru framleiddar fyrir 3 til 4 wött svo veikja þarf stöðv- arnar áður en leyfilegt er að nota þær hér skv. reglum Pósts og síma. Þeir sögðu að þetta væri byggt á úrelt- um lögum frá 1945, þegar fjarskipti voru annars eðlis en nú og voru jafnvel talin hættuleg frá hernaðarlegu sjónarmiði. Þá eru aðeins leyfðar 8 rásir hér en t.d. í Bandaríkjunum eru leyfðar 40 rásir. Bæði styrkleysið og rásafæðin ei FR mönnum þymir í augum varðandi að geta aðstoðað stofnanir eins og Rauða kross- inn, Slysavarnafélagið og Almanna- varnir sem skyldi. Allar þessar stofnanir hafa lýst áhuga sinum á samstarfi við FR. Hefur notagildi þessara einkastöðva þegar sýnt gildi sitt t.d. við Vestmanna- eyjagosið og svo fjölda slysa um allt land. FR félagar fara svo víða að jafnan líður ekki á löngu að einhvern þeirra beri að, hafi eitthvað borið að höndum og geta þeir þá kallað eftir hjálp eða komið skilaboðum áleiðis, eftir atvikum. Hafa þeir hvað eftir annað flýtt umtalsvert fyrir björgunum þar sem skammt hef Glæsivagninn „skartar” níimerinu R-2121, sem óneitanlega sýnist vera íslenzkt að uppruna. „Riftun orkar tvímælis/’ segir Breiðholt hf. „Nauðsynleg ör- yggisráðstöfun.” — segir stjórn Verkamannabústaða ROLLS ROYCE Á R-NÚMERI „Nei, það hefur aldrei verið draumur minn að eiga Rolls Royce, ég á nú Cherokee og tel aðalatriðið að eiga bíl í góðu ástandi — hér er engin bíladella,” sagði Gunnar M. Guðmundsson lögfræðingur. slíka bíla en verksmiðjurnar vildu ekki selja þá hingað nema að tíu bílar yrðu keyptir i einu. Þær töldu ekki svara kostnaði að hafa eigin sérfræðing hér viðloðandi fyrir minna — aðrir eiga ekki að fást við viðgerðir Rolls Royce. G.S. „Það er full ástæða til þess að vefengja þessa riftun á verksamningi Breiðholts hf. og stjórnar Verka- mannabústaða,” sagði talsmaður Breiðholts í viðtali við DB. „Verkið er alls ekki á eftir áætlun, ef það er skoðað í heild, og því ekki um vanefndir af hálfu Breiðholts að ræða,” sagði hann. Nú er verið að athuga lagalegan grundvöll fyrir því að vefengja riftunina. Stjórn Verkamannabústaða hefur skýrt sjónarmið sin í málinu með fréttatilkynningu. Meðal annars telur hún að fyrir hafi legið viðurkenning fyrir mjög slæmri fjárhagsstöðu Breið- holts hf. Hafi verið full ástæða til þess að taka ákvörðun um riftun þegar í stað. Fram kemur að GuðmundurJ. Guðmundsson taldi rétt að doka við og gefa verktakanum kost á því að selja steypustöð sína og rétta þannig við hina erfiðu stöðu. Þá kemur fram, að stjórn Verka- mannabústaða þótti ekki álitlegt að taka boði verktakans um að nýtt fyrir- tæki, Norðurás hf„ tæki við verkinu af Breiðholti hf. Hefði eins og sakir stóðu verið nauðsynlegt vegna öryggis verksins, að rifta samningnum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um að leggja vefengingu riftunarinnar fyrir dómstóla til úrskurðar. Við hringdum i Gunnar vegna þess að okkur hafði borizt úrklippa úr sænsku Andrésar Andar blaði þar sem verið var að kynna gamla bíla. Þ.á.m. Rolls Royce Silver Ghost árgerð 1911, sem skartar skrásetningarnúmerinu R-2121. Kona Gunnars er eigandi þess númers hér. Það er álit margra innlendra og útlendra að bílnúmer séu hvergi Ijótari en hér og þar sem þetta númer á Rollsinum litur alveg eins út og íslenzkt vaknaði sú spurning hvort íslendingur ætti þennan bil. Bilafróðir menn, sem DB hafði samband við í gær, vissu ekki til að slík númer væru notuð annars staðar en fortóku það ekki. Ekki komum við alveg að tómum kofanum hjá Gunnari þótt hann ætti ekki Rollsinn góða, þvi hann rámaði í að hafa einhvers staðar lesið um íslending, sem búsettur var I Englandi og átti Rolls Royce. Eftir því sem blaðið kemst næst munu það vera nánustu tengsl landsins við þennan konung bíl- anna. Þá má geta þess að fyrir all- nokkrum árum höfðu nokkrir íslend- ingar hug á að kaupa hingað nokkra Kínverskt fimleikafólk * Sýningar íLaugardalshöllþriðjudaginn 15. agúst kl. 20,30 og fimmtudaginn 17. ágústkl. 20,30. Einstakt tækifœri tilað sjd snilliþessa fólks íöllum greinum áhaldafimleika. Forsala aðgöngumiða verður íLaugardalshöllmánudaginn 14. ágústkl. 18-20 ogfrá kl. 18,30sýningardaganna. / Missið ekkiafþessu einstaka tækifæri. FllTll6ÍRðS3ltlbcind ISlðndS á Islandi ALLT UTILIFIÐ UTILIF - GLÆSIBÆ - SIMI30350 KLiFURVÖRUR »M«|0 GÖNGUOG KLIFURVÖRUR og befQhciu/ BAKPOKAR

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.