Dagblaðið - 12.08.1978, Síða 6

Dagblaðið - 12.08.1978, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978. «pf Stúlka óskast til skrifstofustarfa. Góð vélritunarkunn- átta nauðsynleg. Upplýsingar ekki í síma Söluumboð L.Í.R. Hólatorgi 2. Allt i útilífið Yfir 20 gerðir af bakpokum BAKPOKAR FRÁ berqhou/ GLÆSIBÆ SÍME 30350 Á rúskínsskóm um öræfi íslands OG BREZKA REGN- HUFÍN MEÐ í FÖR”.“ „í rauninni er allt of auðvelt að bera of mikið með sér. Það detta svo ótrúlega margir í þá gildru og komast á endanum ekkert um vegna þyngsla,” sagði Breti einn sem nýkominn er úr gönguferð frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Farangur hans var lítið þunnt gjald, malur með þurrkuðum mat og tei, mataráhöld, peysa og regnhlíf, ein af þessum ómiss- andi sem Bretar sjást alltaf með á skrípa- myndum. „Ég kom til Reykjavíkur þann 25. júlí og hafði þá verið hálfan mánuð frá Egilsstöðum. Ég gekk þó ekki nasrri alla leið, heldur fór spotta og spotta með góðviljuðum mönnum sem hirtu mig upp af götu sinni og nokkrar vegalengdir fór ég með rútum,” sagði Bretinn. William Finley heitir hann og starfar sem lögfræðingur i London þar sem iC William Finley með farangur sinn. Hann Ukist öllu mcira manni sem ætlar rétt að skreppa til „City” en manni sem ætlar að ganga um öræfl tslands. DB-mynd Ragnar. hann hefur búið mestan hluta ævi sinnar. Kona hans er islenzk en hún er ekki með í för núna. „Hún sagði við mig, þú verður sextugur í ár. Afmælis- gjöfin þín verður að þú ferð til íslands en ég fer i hina áttina. Og hún fór til Astraliu. Þar býr dóttir okkar,” segir William. Liðsforingi hér í stríðinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem William kemur til Islands. Hann kom hér ásamt fleiri hermönnum árið 1940 í júli og fór aftur i október '42. „Ég þekki þvi allar tegundir af islenzku veðri,” segir hann. „Þegar ég kom hingað í stríðinu vissi ég eitthvað örlítið um land og þjóð. Svo var með Breta yfirleitt. Þeir höfðu jú heyrt talað um fsland en ekki mikið meira. Fólkið hérna kom allt einstaklega vel fram við okkur hermennina. Við heyrðum eina og eina sögu af ruddalegri hegðun Íslendinga en urðum aldrei varir við neitt þess háttar. Þessi 35 ár síðan ég var hér í stríðinu, hefur orðið mikil breyting á landinu og hún til góðs. Bændabýlin hafa stækkað og vélvæðingin aukizt. Ef til vill eru ekki allir sammála um að þessi þróun sé til góðs. En hvernig öðru vísi gat hún orðið? Ef þið ætlið að fylgjast með heiminum verðið þið óhjákvæmilega fyrir áhrifum af honum. Hinn hringinn fyrir tveimur árum William kom hingað til lands aftur fyrir tveimur árum og gekk þá hinn hringinn af landinu, frá Akureyri til Þingvalla. Hann sagði að þá hefði sér þótt svo gaman að hann hefði verið ákveðinn í að koma aftur. „Það er fallegt hérna og mun betra að ganga hér en í London,” segir hann. En líklega hefðu menn frekar búizt við þvi þegar þeir sáu útbúnað Williams að hann hyggði til gönguferða í London en uppi á öræfum íslands. Hann var í ferðinni klæddur köflóttum jakka og Ijósum buxurn og bar rúskinnsskó á fótum. Engin stigvél eða hlýr fatnaður voru með í för. „Jú, mér var oft ansi kalt. Og ég fékk kvef eftir að ég datt í eina ána. En við því er svo sem ekkert að segja, það batnar. Það var engin ástæða til þess að vera í stígvélum. Ég gekk mest^f á veginum og hann er þurr. Fólk var að segja mér að skórnir yrðu útslitnir á engri stundu en eins og þú getur sjálf séð eru þeir alls ekki slitnir.” Og þessi kotroskni Englendingur sýnir mér rúskinnsskóna góðu. DS Stjömuljósmyndir auka starfsemina — og hyggjast keppa við hina stóru á framköllun filma og kóperíngu Stjörnuljósmyndir, gamalt og gróið fyrirtæki er nú mjög að auka alla starf- semi sina og tækjabúnað. Stjömuljós- myndir eru að fara út í samkeppni við hina stóru á íslenzkum markaði á fram- köllun filma og bjóða hagstæðari kjör en önnur fyrirtæki. Samkeppnin á fram- köllun er mjög hörð og viðgangur Stjörnuljósmynda ætti enn frekar að auka hana, neytendum til hagsbóta, bæði í myndgæðum og lægra verði. Stjörnuljósmyndir hafa fest kaup á tækjabúnaði, sem er sambærilegur við það bezta í heiminum í dag. Meðal tækja er tölvuprinter sem leiðréttir undir- og yfirlýsingar filma um leið og litgreint er, þannig að góð mynd næst. Filmufram- köllunarvélin getur framkallað 237 filmur á klukkustund. Stjörnuljósmynd- ir geta framkallað um 2500 filmur á dag viðfullafköst. H Halls. Steinar Gunnbjörnsson forstjóri við hina fullkomnu framköllunarvél. DB-mynd Ragnar Th. Ný þjónusta við bfleigendur: Lffgað upp á hjólbarðana Islenzkir bifreiðaeigendur þjóna ökutækjum sínum yfirleitt vel. Einn er sá hlutur sem oft vill verða útundan á bilunum, — þ.e. hjólbarðarnir. Snyrti- legir bifreiðaeigendur geta nú sinnt þeim hluta betur en áður. Ungur Kefl- víkingur, Halldór Vilhjálmsson, er að hefja innflutning á tæki til að lifga svolitið upp á barðana. „Ég sá auglýs- ingu í blaði og brá mér til Texas og kynnti mér aðferðina sem þeir nota við að setja litahringi og stafi á hjól- barðana, — einnig skoðaði ég verk- smiðjuna sem framleiðir tækin, en hún hóf starfsemi sína fyrir rúmu árí og annar ekki eftirspurninni.” Aðferðin er mjög einföld. Aðeins þarf að lyfta bílnum 10 cm og siðan er grópuð í barðana sú línubreidd, sem óskað er eftir og málað þeim litum sem beðið er um. Aðeins rúman hálftima tekur að Ijúka við ganginn, fjögur hjól- in. Ef menn vilja skreyta barðann með stöfum — þá er það líka hægt. — emm

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.