Dagblaðið - 12.08.1978, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978.
BIAÐIÐ
frýalst, áháð dagblað
Xjtgefandi: Dagbtafliö hf.
Framkvæmdastjóri: Svainn R. EyjóHsson. R'rtstjóri: Jónas Kristjénsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Rhstjómarfultrúi: Haukur Halgason. Skrífstofustjóri ritstjómar
Jóhannes Raykdal. Iþróttir Halur Slmonarson. Aöstoðarfréttastjóran Atii Stainarsson og Omar
Valdimarsson, Handrít: Asgrímur Pélsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stafénsdóttir, Gissur Sigurðs-
son, Guðmundur Magnússon, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jón.fS Haraldsson, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnheiflur Kristjónsdóttir. Hönnun: Gufljón H. Pólsson.
Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Hörflur Vilhjálmsson,-
Ragnar Th. Sigurflsson, S veinn Pormóflsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: Mór E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, óskriftadeiid, augtýskigar og skrifstofur Þverholti 11.
Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakifl.
Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skerfunni 10.
Hið mikla ranglæti
Skattakerfið skapar eitthvert mesta •
þjóðfélagsmisrétti á íslandi. Nýju skatta-
lögin hafa litlu breytt. Um skattafrum-
varp fjármálaráðherra á síðasta þingi varð
það bezt sagt, að það væri skárra en fyrra
frumvarp. Misréttið blífur, og launþegar
landsins hafa fengið að finna fyrir því síðustu vikur.
Tekjuskatturinn er ranglátur skattur. Hann hefur
verið að yfir áttatíu af hundraði einungis íaunþega-
skattur. Atvinnureksturinn er mikið til stikkfrí frá þess-
um skatti. Ennfremur fer það eftir eðli starfs launþeg-
anna, hvort þeir komast undan háum tekjuskatti eða
ekki, ef þeir hafa miklar tekjur. Alkunna er, hvernig
ýmsir iðnaðarmenn ráða sjálfir, hve mikið af tekjum
þeirra er gefið upp, þegar þeir taka að sér verk.
Stighækkandi tekjuskattur átti í upphafi meðal annars
að stuðla að tekjujöfnun í þjóðfélaginu. Það markmið
hefur týnzt. Þvert á móti stuðlar tekjuskatturinn að stór-
auknu misrétti. Launþegar, sem hafa miðlungstekjur,
greiða frá þriðjungi upp í helming af tekjum sínum í
beina skatta til ríkis og sveitarfélaga. Ekki verður með
skírskotun til jafnréttis staðið á því, að þessum launþega-
skatti sé við haldið.
Vitna má til skilgeiningar á tekjuhugtakinu, sem Hall-
dór Sigfússon fyrrverandi skattstjóri í Reykjavík gat um í
grein í fjölmiðlum fyrir skömmu. Þar segir og er haft
eftir bandarískum hagfræðingum: „Tekjur manns eru
peningagildi hreinnar aukningar efnahagsgetu hans frá
einum tíma til annars (að sjálfsögðu innifalin neyzla á
tímabilinu)”. Augljóst er, að núverandi tekjuskattur nær
ekki þeim tilgangi að menn greiði réttlátlega af þessari
auknu efnahagsgetu. Menn greiða af allt öðru.
Halldór notar þessa skilgreiningu í rökstuðningi fyrir
skuldarýrnunarskatti til að skattleggja verðbólgugróða,
sem fleytt hefur mörgum langt í óðaverðbólgu siðustu
ára.
Vegna galla á skattalögum, margs konar gata og gífur-
legra skattsvika verður að telja tekjuskattinn ófæran.
Tilgangslítið virðist vera að lappa upp á hann.
Til þeirrar auknu efnahagsgetu, sem ekki næst með
slíkum tekjuskatti, er hægara að ná með öðrum sköttum
á eyðsluna sjálfa, þegar eyðslugetan er notuð, og skulda-
rýrnunarskatti.
Eftir sem áður kann að þykja rétt, að sveitarfélög fái
tekjur af útsvari, skatti á brúttótekjur.
Afnám tekjuskatts verður ekki gert í einu vetfangi.
Skatturinn hvílir þungt á launþegum en er sáralítill hluti
af tekjum líkisins. Við væntanlegar bráðabirgða„redd-
ingar” úr núverandi efnahagsvanda kann stjórnmála-
mönnum að þykja hækkun tekjuskatts á háar tekjur
vænlegt bráðabirgðaráð. Eins og önnur ráð, sem verið
hafa á döfinni, læknar það engan sjúkdóm. Niðurfelling
tekjuskatts verður hins vegar ekki gerð á nokkrum mán-
uðum, heldur ætti sú ríkisstjórn, sem við tekur, að láta
gera áætlun um afnám skattsins í áföngum á nokkrum
árum. Sú áætlun ætti að liggja fyrir við afgreiðslu fjár-
laga næsta vetur.
Á móti minni tekjum ríkisins fyrir þær sakir ætti að
koma skerðing ríkisbáknsins að sama skapi.
Áætlun um að vinda ofan af ríkisbákninu ætti einnig
að liggja fyrir við afgreiðslu fjárlaga.
Slíkar ráðagerðir mundu stuðla að afnámi einhvers
mesta misréttisins í þjóðfélaginu.
........
Páfakjörið:
Barátta um yfírráð
700 milljóna sálna
kaþólskra hafín
Á mánudaginn var sló franski kardi-
nálinn Jean Villot varlega i enni Páls
páfa sjölta og aö þvi loknu úrskurðaði
hann páfa látinn. Síðan tók hann að
gamalli siðvenju embættishringinn af
fingri hans. Hefur það tiðkazt að því
er talið er frá því á fyrstu öld eftir
Kristsburð.
Síðan gat Villot kardináli snúið sér
að öðrum og kannski vandasamari
verkefnum en eftir dauða Páls sjötta
er hann æðsti maður rómversk-
kaþólsku kirkjunnar og verður það þar
til nýr páfi hefur verið kjörinn.
reykháf kapellunnar og er hann ann-
aðhvort hvítur eða svartur. Svarti
reykurinn, sem myndaður er með því
að brenna blautum hálmi, þýðir að
ekki hafi neinn kardinálanna hlotið til-
skilinn meirihluta. Aftur á móti
merkir hvítur reykur að páfakjöri sé
lokið. Raunar er reykurinn vegna þess
að skylt er að brenna kjörseðla hverrar
atkvæðagreiðslu strax að henni lok-
inni.
Meðal þess sem kardinálinn gerði
strax eftir lát Páls sjötta var að kalla
saman á annað hundrað kardinála sem
kjósa eiga nýjan páfa.
Sú athöfn er framkvæmd sam-
kvæmt alda gömlum venjum eins og
svo margt annað i starfi páfa og
kaþólsku kirkjunnar. Venjulega fer
kjörið fram í Sixtinsku kapellunni i
Vatikaninu en þar eru kardinálarnir
lokaðir inni og einangraðir þar til ein-
hver þeirra hefur hlotið tvo þriðju
hluta atkvæða. Samkvæmt gamalli
venju er kardinálunum skylt að gefa
merki tvisvar á dag um það hvort ár-
angur hafi náðst í kosningunum eða
ekki. Hefur það hingað til verið gert á
þann hátt að reykur liðast upp um
Páfakjör getur tekið vikur eða jafn-
vel mánuði. Kaþólska kirkjan er eng-
an veginn ítölsk stofnun þó höfuðset-
ur hennar hafi um aldaraðir nær
ávallt verið í Róm.
Kardinálarnir koma frá öllum hlut-
um heimsins og skoðanir þeirra eru frá
því að vera mjög frjálslyndur til þess
að vera algjörlega bókstafstrúar i Ijósi
aldagamalla hefða og skoðana. Marg-
an flókinn skoðanaágreining þarf að
leysa áður en hvíti reykurinn upp úr
reykháfi Sixtinsku kapellunnar til-
kynnir mannfjöldanum scm býður á
Péturstorginu um að nýr páfi hafi
verið kjörinn.
Franski kardinálinn Jean Villot fer
með æðsta vald I Vatikaninu þar til nýr
páfi hefur verið kjörinn.
Þegar Giovanni Battista Montini
kardináli af Milanó var kjörinn árið
I963 og tók við af Jóhannesi tuttugsta
og þriðja tók kjörið óvenju stuttan
tima. Aðeins tók tvo sólarhringa þar
til tveir þriðju kardinálannahöfðu
orðið sammála um að velja kardinál-
ann frá Mílanó, sem síðar tók sér
nafnið Páll sjötti. Talið er að kjörið
hafi þá verið svo auðvelt vegna þess að
Jóhannes páfi hafi verið búinn að lýsa
Dýrkun páfa er mikil meðal kaþólskra
og á mvndinni sést þar sem Páll páfi er
borinn I stóli sínum inn I Péturs-
kirkjuna f Róm.
þeim vilja sínum að Montini kardináli
yrði valinn. Er kardinálunum þó á
engan hátt skylt að fara eftir slíkum
óskum.
Veldi páfa hefur verið mikið um
aldir og það veldi byggist ekki á víð-
lendu riki eða miklum herjum. í því
sambandi má minna á sögu um það að
einu sinni hafi Stalin sálugi spurt
hæðnislega hve mörgum hersveitum
páfi réði yfir. Sovézki leiðtoginn tók
ekki tillit til þess að um það bil sjö
hundruð milljónir jarðarbúa lita á
páfa sem trúarlegan leiðtoga sinn og
taka margir hverjir mikið mark á ráð-
leggingum hans í pólitískum efnum.
V
HVER RÆNIR
HVERN?
#s
l0t\rá'at
Eitt gleggsta einkennið á
lýðskrumurum sem hyggjast klifra
upp bakið á verkalýðnum er að þegar
þeir tala eða skrifa, þvæla þeir ýmist
um verkalýðeða launjiega.
Hver skyldi munurinn vera á þessu
tvennu? Gæti ekki verið að þegar t.d.
Ólafur Ragnar Grimsson talar um
launþega eigi hann við sig og sína lika,
sem myndu hljóta allt að 90 þúsund
króna kauphækkun á mánuði, fyrir
litla vinnu, með því að fá samningana
ífulltgildi?
Verkalýður er væntanlega það fólk,
sem jressi krafa á að færa 4—5 þúsund
á mánuði fyrir langa og stranga vinnu
og standa síðan undir launum hinna.
Það mætti vera almennu verkafólki
nokkurt umhusunarefni að þessir
súkkulaðidrengir eru nú orðnir helstu
talsmenn Alþýðubandalagsins um
laúna- og efnahagsmál.
Á þeim bæ er ekki lengur hampað
mönnum eins og Eðvarð Sigurðsyni
ogGuðmundi J. Guðmundssyni.
Hagfræði
stjórnmálafræðings
Alþýðubandalagsins
Enn einn langhundurinn birtist