Dagblaðið - 12.08.1978, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978.
Enn einn kvartmílubflaflokkurinn:
„SPRENGHLÆGILEGIR BÍLAR”
„Funny Car” bilar eru grindarbilar
með yfirbyggingu úr fiberpiasti. Engar
takmarkanir eru á hversu kraftmikil
vélin í þeim má vera. Hún verður þó
að vera stimplavél og einungis er leyfi-
legt að hafa eina slíka i hverjum bil.
Funny Car bilarnir komu fyrst fram
á sjónarsviðið fyrir um það bil tíu
árum. í upphafi nefndist flokkurinn
öðru nafni en bilarnir þóttu svo furðu-
„Funny Car” bilar eru grindarbilar sem eru með fíberplast yfirbyggingu. Yfir-
byggingin er i einu stykki og fr auðvelt að taka hana af grindinni svo að hægt sé
að vinna i vélinni. Algengt er að vélin sé tekin I sundur og skipt um ýmsa vélarhluti
nokkrum sinnum i hvcrri keppni.
Flberboddiin á „Funny Car” bilunum verða að vera eftirllking af bilategundum
sem framleiddar eru i Bandarikjunum. Hér sjáum við Moby Dick Funny Corvett-
una hita dekkin fyrír spyrnuna.
„NýjasU tízkan" I klaðnaði Fuaay Car bUstJAra.
Miklar öryggiskröfur eru geröar og verður búning-
urinn að vera þannig gerður að ökumaðurinn getí
verið i eldhafi I 1S sek. án þess að finna tíl hitans.
Nægir sá tími þvi að sjálfvirka slökkvikerfið fer i
gang um leið og eldur kviknar og sprautast slökkvi-
vökvinn á bílstjórann og véiina.
legir er þeir tóku af stað að Funny Car
nafnið festist við þá. Sumir hafa viljað
islenzka heitið og kalla bílana Spreng-
hlægilega bíla en hér höldum við
okkur við erlenda nafnið.
Funny Car flokkurinn náði þegar í
upphafi miklum vinsældum. Við
fyrstu sýn likjast bilamir venjulegum
ökutækjum en þegar þeir spyrna af
stað kemur i Ijós að þeir gefa „Top
Fuel” bílunum, sem við kynntum
siðastliðinn laugardag, lítið eftir. Allt
er gert til að gera bílinn sem kraft-
mestan. Notaðar cru sérsmiðaðar
vélar með hálfkúlulöguðum (hemi)
heddum. Forþjöppur eru á vélunum
og eldsneytið, sem notað er, er
nytromethan.
Með þessum útbúnaði ná bilarnir
hátt i 400 km/klst hraða. Bremsuút-
búnaðurinn er tvenns konar; venju-
legar bremsur á tveimur hjólum og
failhlif
Heimsmethafinn í FunnyCarflokki
heitir Don Prudhomme. Hann setti
met sitt á Indianapolis brautinni i
indiana árið 1976. Fór hann þar
kvartmiluna á 5.93 sekúndum. Mesti
hraði sem náðst hefur á Funny Car bíl
er 245.23 mílur/klst eða 411.98
km/klst. Það var Dale Pulde sem setti
hraðametið á brautinni í Martin í
Michican.
JAK.
Guðmundur Kjartansson fiutti bil sinn
hingað til lands sjálfur eftir ábendingu
kunningja síns í New York.
Ef þú brosir framan i heiminn, þá
brosir heimurinn framan i þig. —
Cyclóninn brosir til lesenda.
Fyrir um það bil tiu árum voru við-
horf bifreiðaframleiðenda í Detroit allt
önnur en þau eru i dag. Þá voru verk-
smiðjurnar virkir þátttakendur i ýms-
um bilaiþróttum, auk þess sem sam-
keppnisfærir bílar voru seldir á al-
mennum markaði. Einkum var lögð
mikil áhersla á NASCAR Racing
(kappakstur á hringlaga braut þar sem
eknar eru 500 milur) og kvartmilu-
akstur.
SÁ EINISINNAR TEGUNDAR HÉR Á LANDI
Á þessum árum byggðist allt á því
að hafa vélamar sem stærstar og kraft-
mestar. Þá var hægt að fara til næsta
bilasala og kaupa bila eins og 440
kúbika Charger og 426 kúbika Hemi
Superbird frá Chrysler. Chevrolet seldi
427 kúbika Corvettur, 454 kúbika
Chevellur og 350 kúbika Z-28
Camaróa. Hjá Ford var hægt að fá
Mustang með 302 Boss eða 428 Super
Cobra Jet vél, 428 kúbika Shelby
Cóbru eða bílinn sem við_ætlum að
kynna í dag, en það er Mercury
Cyclone GT 429. Eitt eintak er til á
tslandi og slæddist það hingað siðast-
liðinn vetur.
Sérinnfluttur
Eigandi bilsins heitir Guðmundur
Kjartansson og flutti hann bílinn inn
sjálfur. Guðmundur hefur starfað við
verksmiðjustörf síðan vorið 1976 er
hann lauk stúdentsprófi frá MR en
mun hefja nám við lagadeild Háskóla
Íslands næsta haust.
Haustið 1977 skrifaði Guðmundur
vini sinum í New York og bað hann
um að svipast eftir bíl fyrir sig. Hafði
Guðmundur hug á að kaupa annað
hvort Dodge eða Daytona Superbird
með 426 kúbika Hemi vél. En slíkir
gripir eru sjaldséðir og dýrir þá sjaldan
að þeir eru til sölu.
Þegar líður fram á vetur skrifar vin-
urinn Guðmundi og segir honum frá
Cyclóninum. Árið áður hafði Guð-
mundur verið sjálfur i New York og
séð, fyrir tilviljun, svona bil. Hann
ákvað að kaupa bilinn. Lét hann
sprauta bílinn, setja í hann flækjur og
780 cfm Hollev blöndung áður en
hann flutti hann til landsins. Hann
kom á hafnarbakkann i febrúar og
lagði Guðmundur mikið kapp á að
leysa bílinn út úr tolli svo að hann
gæti haft hann á bílasýningu Kvart-
miluklúbbsins um páskana.
Keyptur eftir
auglýsingu í
Berlingske Tidene
Cyclóninn er ekki eina bifreiðin sem
Guðmundur hefur flutt til landsins.
Árið 1975 flutti hann, ásamt föður
sinum og bróður, gamlan grip til
landsins. Var það '47 módel af Lincoln
með 12 strokka V vél. Hlaut sá bíll
verðlaun sem athyglisverðasti bíllinn á
bílasýningu kvartmiluklúbbsins vorið
'77. Lincolninn var fluttur inn frá
Danmörku og keyptureftir auglýsingu
í Berlingske Tiderne en þar var fullyrt
að þetta væri eina gangfæra eintak
þessarar tegundar í Evrópu.
Veturinn '77 flutti Guðmundur inn
annað tryllitæki. Var það Chevelle
með 402 kúbika big block vél og var sá
Texti og myndir: Jóhann A. Kristjánsson
bíll nokkuð sprækur. Guðmundur
hyggst eiga Cyclóninn í að minnsta
kosti eitt ár en þá hyggst hann fara
utan og ná sér í 427 kúbjka Shelby,
427 GT Mustang eða Chrysler með
Hemi vél.
Tækniatriði
Bíll Guðmundar heitir fullu nafni
Mercury Cyclone GT 429 og var hann
smiðaður árið 1970. Boddíið er hann-
að fyrir NASCAR kappakstur og
miðast linurnar í bílnum við að gera
hann sem stöðugastan á miklum
hraða. Í NASCAR kappakstri þurfa
bilarnir að aka i nokkrar klukku-
stundir á um 300 km/klst meðalhraða
svo að mikilvægt er að þeir kljúfi loftið
vel og þrýstist að brautinni. Enda þótt
bíllinn væri ekki byggður fyrir kvart-
míluakstur hefur hann þó ekki verið
notaður minna i hann, enda er stand-
ard vél í bilnum 429 kúbik og 360 hest-
öfl. Borvídd vélarinnar er 4.36
tommur en slaglengdin er 3.59
tommur. Þjöppuhlutfall hennar er
11:1. Bíll Guðmundar var litið breyttur
er hann fékk hann, en Guömundur
hyggst setja á hann Offenhauser sog-
grein með tveimur 600 dfm Holley
blöndungum. Annar knastás fer
einnig í vélina og er það Police Inter-
septor ás frá Ford. Er hann með 282
gráðu heitum innsogskömbum með
493 tommu lyftihæð en útblásturs-
kambarnir eru 296 gráðu heitir með
501 tommu lyftihæð. Samgátt ássins
er 61 gráða. (Samgátt er það timabil
sem bæði innsogsventil! og útblásturs-
ventill standa opnir.) Aftan á vélinni
er C6 sjálfskipting og er griphraði
hennar við 1600 snúninga. Undir biln-
um að aftan er 9 tommu Ford hásing
með 3.50.1 drifhlutfalli. Þá mun Guð-
mundur nota Good Year Drageay
special spyrnudekk þegar hann fer að
stilla Cyclóninum upp.